Morgunblaðið - 07.11.1999, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 11
staklega skoða Reykjavíkurflugvöll,
hvemig við gætum nýtt Vatnsmýr-
ina og hverjar aðrar hugsanlegar
staðsetningar flugvallarins væra.
Um þetta var auðvitað beðið án allr-
ar bindingar; bara til að þeir tækju
þetta atriði inn í myndina, en svo
kemur eiginlega ekkert um málið í
skýrslunni,“ sagði Inga Jóna og
kveður það vonbrigði.
Inga Jóna leggur líka áherslu á
að Sjálfstæðismönnum í Reykjavík
finnist ráðgjafamir taka lítið tillit til
almenningssamgangna í tillögum
sínum. „Ekki er mikið fjallað um
þær í skýrslunni en eitt af lykilat-
riðunum þegar menn eru að stilla
sáman strengi í skipulagningu
svæðis, er að almenningssamgöng-
ur geti verið greiðar og afkasta-
miklar. Við vorum með tillögu í
börgarráði fyrir rúmri viku, sem
liggur þar í frestun ennþá, að við
myndum fara í viðræður við Al-
menningsvagna BS sem hin sveitar-
fiélögin reka um sameiginlegt leiða-
kerfi og sameiginlegan rekstur. Og
við viljum að í þessu svæðisskipu-
lagi sé sömuleiðis tekið á þessum
þætti skipulagsins, hvemig umferð-
in verði skipulögð."
Ingibjörg Sólrún segir mörg
dæmi þess að forráðamenn borga
erlendis horfí 50 ár fram í tímann,
þó það sé ekki gert formlega í skipu-
lagi. „Menn reyna að gera sér grein
íyrir því hver líkleg þróun sé næstu
50 ár. Pað er eflaust mjög skynsam-
legt að gera það því það getur
breytt svolítið myndinni." Og þegar
minnst var á flugvöllinn sagði borg-
arstjóri að vissulega væru menn
famir að íhuga hvað um hann yrði.
„Flugvöllurinn verður væntanlega
þama út þetta skipulagstímabil, til
2016, en ég held að engum blandist
hugur um að það muni breytast þeg-
ar horft er til lengri tíma.“
Geldinganes
Þegar umsögn Reykjavíkurborg-
ar um fyrri tillögur samvinnunefnd-
arinnar var afgreidd í borgarráði í
sumar var ágreiningur milli
Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðis-
flokksins að tvennu leyti. Annars
vegar varðandi nýtingu á Geldinga-
nesi og Eiðsvík og hins vegar voru
Sjálfstæðismenn ósáttir við hug-
myndir um hvemig staðið yrði að
þéttingu byggðar.
„Málefni Geldinganess er mjög
afdráttarlaust skipulagsmál og að
mínu viti stærsta skipulagsmálið á
höfuðborgarsvæðinu núna, vegna
þess að ákvörðun um það hvemig
Geldinganesið skuli nýtt ræður svo
miklu um þróunina á svæðinu," seg-
ir Inga Jóna.
Lykilatriði varðandi Geldinganes-
ið, segir oddviti Sjálfstæðisflokks-
ins, er að í plaggi sem kom út í
ágúst - Nokkrar tillögur að svæðis-
skipulagi - kemur fram að erlendu
ráðgjöfunum sýnist ekki vera þörf á
höfn í Eiðsvík. Sérstök skýrsla var
gefin út eftir athuganir erlends sér-
fræðings, sem gerði úttekt á hafn-
armálum. „Þessi sérfræðingur
komst að þeirri niðurstöðu að nú-
verandi hafnarsvæði fullnægi þörf-
um næstu 50 ára. Þetta kom okkur
auðvitað þægilega á óvart því við
höfðum haldið því fram í kosninga-
baráttunni að við ættum ekki að
halda okkur við þessar gömlu hug-
myndir um höfn í Eiðsvík því núver-
andi hafnarmannvirki myndu duga í
að minnsta kosti 20 til 25 ár. Þess
vegna ættum við að færa hafnar-
stæðið upp á Álfsnes í Kollafírði til
þess að fóma ekki Geldinganesinu.
Þegar slíkt land er tekið undir höfn
er verið að fórna því; það verður
ekki notað undir annað. Og fórnin
er sú að við getum ekki þróað íbúða-
byggð með ströndinni, sem við telj-
um eftirsóknarverðara."
Inga Jóna segir að Alfsnesið sýn-
ist góður staður fyrir höfn. IfAuðvit-
að ekki jafn góður og Eiðsvík, því
þar em algjörar kjöraðstæður, en
það em líka kjöraðstæður fyrir
byggð, og okkur finnst kostur að
þróa byggð áfram í kringum Leir-
voginn. Staðarhverfið er að byggj-
ast upp þama núna, alveg niður að
sjó, og við viljum ná þessum hring
og viðhalda eiðinu, þannig að
streymi sjávar verði áfram í gegn.
Þetta er því líka umhverfismál. Við
viljum að byggðin þama geti mynd-
að þau eftirsóknarverðu tengsl við
umhverfið og náttúmna sem staður-
inn býður upp á.“
Ingibjörg Sólrún segir R-listann
harðan á því að „taka höfnina í
Eiðsvík ekki út af skipulagi fyrr en
við sjáum fyrir okkur að það sé
óhætt. Við erum að tala um 20 ár,
en þau em óskaplega fljót að líða.
Þó skipulagið sé til 20 ára verða
menn að horfa lengra inn í framtíð-
ina og reyna að átta sig á því hvern-
ig þróunin verði á að minnsta kosti
næstu 50 ámm. Þá koma inn stór
mál eins og höfnin í Eiðsvík, einnig
flugvöllurinn og fleira. Og ég held
að það sé mjög óvarlegt að taka
höfnina út af skipulaginu eins og
sakir standa vegna þess að menn
verða líka að gera sér grein fyrir því
hver þróunin verður á eldri hafnar-
svæðum. Nú er líklegt að eitthvað
af þeirri starfsemi sem er í gömlu
höfninni flytji jafnvel inn í Sunda-
höfn og þá er spumingin hvort eitt-
hvað sem er þar flytjist eitthvert
annað og þá hvert. Svo er það líka
spurning hvort eitthvað sé af göml-
um hafnarsvæðum sem við viljum
endurheimta. Þá er ég ekki síst að
horfa á svæðið við Ártúnshöfðann,
sem liggur niður að Elliðavoginum;
að þar vilji menn endurheimta
svæði, til dæmis undir íbúðabyggð.“
Borgarstjóri leggur áherslu á að
enn hafi ekki verið ákveðið hversu
hátt hlutfall Geldinganess fari undir
atvinnustarfsemi og hve mikið und-
ir íbúðabyggð. „Ef menn telja að
ekki sé þörf á svona miklu atvinnu-
svæði í Geldinganesi og talað hefur
verið um er auðvitað sjálfsagt að
auka pláss undir íbúðabyggð þar.
Og ef menn komast að því eftir ein-
hver ár að einhverjir aðrir mögu-
leikar séu til í hafnarmálum þá
verður það mál bara endurskoðað.
En ekki að svo stöddu," segir hún.
Besta aðstaðan í Eiðsvík
Hannes Valdimarsson, hafnar-
stjóri í Reykjavík, segir lengi hafa
legið Ijóst fyrir að Eiðsvík sé besta
hafnaraðstaðan við innanverðan
Faxaflóa. „Við vitum að Sundahöfnin
endist okkur næstu áratugi í hina al-
mennu vöruflutninga, gámaflutning
og inn- og útflutning á vöram, en
þegar skipulag er annars vegar þurf-
um við að hugsa í 30-40 áram.“ Hann
segir mjög takmarkað svæði standa
til boða undir höfn, annað en Eiðsvík,
„og við hjá höfninni teljum að mikið
þurfi að koma til, til að fóma besta
kosti fyrir lakari,“ sagði hafnarstjóri
við Morgunblaðið. Hann segir nátt-
úralega höfn ekki fyrir hendi annars
staðar en í Eiðsvík og Ijóst sé að það
verði miklu dýrara að búa til hafnar-
stæði annars staðar en nota það sem
náttúran býður upp á. „Við viljum því
alls ekki fóma þessum kosti. Höfiiin
er þjónustufyrirtæki sem atvinnulífið
nýtur góðs af. Við geram ekki höfti
hafnarinnar vegna, heldur með það í
huga hvemig best er hægt að þjón-
usta atvinnulífið.“
Inga Jóna vill horfa á höfuðborg-
arsvæðið aUt þegar fmna þarf hvar
hagkvæmast yrði að koma höfn fyr-
ir. „Sveitarfélögin á svæðinu geta
þess vegna myndað félag, þannig að
málið snúist ekki um að þau fari að
keppast um tekjumar. Við töluðum á
sínum tíma um Straumsvík sem
mögulega höfn íyrir iðnaðinn og vild-
um að það yrði skoðað. Líka má
nefna að við eram með höfn uppi á
Grandartanga. Við verðum að horfa
á allt þetta svæði með framtíðina í
huga. Mín skoðun er sú að svona
stóriðnaðarhöfn eigi ekki að vera ná-
lægt byggð; í framtíðinni verður það
viðhorf ekki samþykkt. Þess vegna
eigum við núna strax að taka af skar-
ið, af því að við eram að skoða íbúða-
svæðaþróunina, og ákveða að taka
Geldinganesið frá fyrir íbúðabyggð.
Þar hefur þegar átt sér stað mikið
grjótnám, og ég vil að því verði hætt
áður en það verður um seinan; áður
en svæðið verður skemmt of mikið.
Auðvitað era einhver atvinnusvæði á
svæðinu af því að Geldinganesið er
svo stórt en í meginatriðum á land-
notkunin að vera undir íbúðabyggð.“
Þétting byggðar
Ágreiningur var um tvennt milli
flokkanna í borgarstjóm þegar sam-
in var umsögn um tillögu samvinnu-
neíhdar í sumar. Áður er drepið á
Geldinganesið en hitt atriðið sem
Sjálfstæðismenn vora ósáttir við era
hugmyndir um hvemig staðið verði
að þéttingu byggðarinnar. Inga Jóna
segir víðtækustu hugmyndina gera
ráð fyrir að 12.000 íbúðum (25 þús-
und manns) verði komið fyrir vestan
Elliðaáa, en önnur tillaga geri ráð
fyrir fyrir að samvarandi tölur verði
9.500 og 20 þúsund. „Þetta er gríðar-
legt,“ segir hún og bendir á að Sjálf-
stæðismenn hafi bókað í borgarráði
að standa yrði að þéttingu byggðar
innan skynsamlegra marka og þar
sem hagkvæmt væri. „Við höfðum
óskað eftir því að þeir kostir sem
nefiidir vora í plagginu yrðu reiknað-
ir út áður en umræðan heldur áfram,
en satt best að segja finnst mér við
ekki fá miklar undirtektir. Því er
svarað til af sérfræðingum að frekar
sé um deiliskipulagsvinnu að ræða og
fyrir það þurfi að greiða sérstaklega.
En við munum láta á það reyna."
Þegar rætt var við Magnús lagði
hann áherslu á, eins og að framan
greinir, að hann teldi skynsamlegra
að þétta byggðina á ákveðnum
svæðum frekar en teygja hana langt
í norðurátt.
Ingibjörg Sólrún sagði um þetta
atriði: „Það getur verið að dálítið
langt sé seilst í tillögum um þéttingu
byggðar í skýrslunni, en ýmsir
möguleikar era þó til. Þá á ég ekki
síst við að hægt verði að endur-
heimta einhver svæði sem notuð eru
til iðnaðar í dag. Eg nefni til dæmis
Ártúnshöfðann, sem ég tel að sé
geysilega fallegt byggingarland. Þar
er í dag starfsemi sem á ekki, að
mínu mati, lengur heima inni í miðri
borg. Líka má nefna svæði í Grafar-
vogshverfinu, þar sem Landssíminn
er nú með Gufunesradíó; það svæði
býður upp á heilmikla uppbyggingu.
Þá má nefna svæðin í kringum Keld-
ur þannig að víða era til svæði sem
má nýta miklu betur en gert er í dag
og því er alls ekki óraunsætt að gera
ráð fyrir þéttingu byggðar. Og svo
hljótum við auðvitað að horfa til
flugvallarsvæðisins."
Inga Jóna telur að sveitarfélögin
ættu að ná saman í öllum megin-
dráttum. „Það era allir sammála um
að leggja áherslu á að miðborg
Reykjavíkur verði þróuð áfram sem
miðborg svæðisins. Við eigum hins
vegar ekki að vera að fara út í ein-
hver aukaatriði eins og hvort ein-
hver einn kjami heiti B eða C [eins
og gert er í skýrslunni]; það era
kjamar í öllum sveitarfélögunum.
Menn fara út í of miklar hártoganir
með slíku og tillögurnar eiga ekki
að bjóða upp á slíkt. Það er algjör
óþarfi að koma umræðunni í svo-
leiðis hnút,“ segir hún.