Morgunblaðið - 07.11.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 07.11.1999, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Ballið er byijað Portland og San Antonio sigurstranglegust AÐDÁENDUR NBA-körfuboltans geta nú loks tekið gleði sína aft- ur eftir stutt síðasta keppnistímabil þar sem allt virtist úr sam- hengi. Leikmenn liðanna áttu erfitt með að átta sig á styttri deildarkeppni sem sett var á eftir verkbann eigenda og ekki bætti úr að Michael Jordan var horfinn og enginn einn leikmað- ur til að taka við hlutverki hans sem ofurmenni deildarinnar. Chicago Bulls var einnig horfið af sjónarsviðinu sem meistara- efni og því stór eyða til að fylla Reuters Tveir leikmenn sem verða á ferðinni f vetur - Glenn Robinson hjá Milwaukee Bucks og Walter Willi- ams í Houston Rockets. Svo virðist þó sem hlutimir séu nú að komast í eðlilegt horf að nýju. Deildarkeppnin hefst á venjulegum ^■■1 tíma í ár og liðin hafa Gunnar haft sitt reglulega æf- Valgeirsson ingatímabil til að búa skrifarfrá sig undir hana. Þegar Bandaríkjunum utið er & Mn j dejld_ inni er ljóst að allt getur gerst. Mörg liðanna gerðu verulegar breytingar á liðshópnum og athyglisvert verður að sjá hvemig þær breytingar koma út, sérstaklega hjá Portland, sem nú er orðið uppáhaldslið blaðamanna hér á landi. Forráðamenn deildarinnar hafa nokkrar áhyggjur af lítilli stigaskor- un og era nú að velta fyrir sér ýms- um breytingum á leikreglum. A þessu keppnistímabili munu dómar- ar dæma stífar á bakverði sem hafa hönd á andstæðingi með knöttinn. Þessi breyting gæti opnað sóknar- leikinn, en þess er verulega þörf ef marka má leiki síðustu ára. Styrkleikamunurinn á austur- og vesturdeild hefur snúist við á undan- fömum þremur áram. Svo slæmt er ástandið fyrir lið austurdeildarinnar að New York Knicks, sem raddi hverju liðinu á fætur öðra úr vegi í úrslitakeppninni, vann einungis 50% af leikjunum í deildarkeppninni. Rn- icks var síðan tekið í kennslustund af San Antonio Spurs í lokaúrslitunum. Flest lið reiða sig á einn til tvo stjörnuleikmenn og þegar litið er á bestu leikmennina í deildinni er ljóst að flestir þeirra era nú í vesturdeild- inni. Bæði deildarkeppnin og úrslita- keppnin eru aðskildar í deildunum tveimur og því eðlilegast að líta á þær hvora í sínu lagi. Morgunblaðið spáir nú í NBA- keppnistímabilið fimmtánda árið í röð og tími kominn til að breyta út af venju. Við hefjum könnun okkar í ár ekki í Atlantshafsriðli austurdeildar eins og venjulega, heldur á Kyrra- hafsströnd, en þar gæti baráttan orðið einna hörðust meðal bestu lið- anna í deildinni. VESTURDEILD Kyrrahafsriðill Þrjú lið koma hér sterk til leiks. Portland TrailBlazers kemur mikið breytt til leiks og er talið meistara- efni af flestum íþróttaskríbentum hér í landi eftir að hafa fengið Scottie Pippen frá Houston. Blazers hefur hið minnsta átta sterka leik- menn sem gengið gætu inn í flest önnur byrjunarlið. Damon Stouda- mire er eldfljótur leikstjórnandi, Brian Grant er nú besti frákastarinn í deildinni, og Pippen mun eflaust líka vel við sóknarleik Mikes Dunlea- vys þjálfara. Að auki munu þeir Ras- heed Wallace, Arvydas Sabonis, Detlef Schrempf, Steve Smith og Jermaine O’Neal skila lykilhlutverk- um. Erfitt er að sjá nokkurt annað lið með annan eins mannskap, en að- dáendum liðsins ætti ekki að koma á óvart þótt það tæki nokkrar vikur fyrir liðsheildina að ná saman. Phoenix Suns gerði vel í að fá Penny Hardaway frá Orlando. Har- daway hefur átt erfitt undanfarin þrjú ár með að sætta sig við hlut- skipti sitt hjá Orlando, en getur nú kæst yfir að fá að leika með lið- stjórnandanum Jason Kidd. Hann mun eiga í litlum erfiðleikum með að koma knettinum til Hardaway í góðri stöðu. Phoenix mun eflaust ganga vel í deildarkeppninni, en spurningarmerkið í úrslitakeppninni verður eflaust hversu vel þeim Luc Longley, Cliff Robinson og Tom Gugliotta gengur í baráttunni undir körfunni. Helsta breytingin hjá Los Angeles Lakers var ráðning Phils Jacksons sem þjálfara í sumar. Hann á erfitt verkefni framundan; að breyta hug- arfari liðsins eftir síðasta keppnis- tímabil, sem endaði ekki vel. Jackson leggur ávallt áherslu á að byggja leik liðs síns upp á sterkum varnarleik. Hvorki Shaquille O’Neal né Kobe Bryant era vanir að leggja mesta áherslu á það, en Jaekson er heppinn að mikið er um leikreynda leikmenn sem vita til hvers er ætlast af þeim. Bryant mun missa fyrstu vikurnar af keppnistímabilinu og því mikilvægt að aðrir taki við hlutverki hans í sóknarleiknum á meðan. Ef Lakers ætlar sér langt í vetur verður allt að smella saman. Bæði Seattle SuperSonics og Sacramento Kings gætu átt von á að blanda sér í toppbaráttuna í öðram deildum, en það gæti orðið erfitt hér. Seattle gerði breytingar á mann- skapnum, en erfitt verður fyrir liðið að komast í úrslitakeppnina nema liðið batni fi-á síðasta keppnistíma- bili. Sacramento lék af mikilli ákefð á síðasta keppnistímabili, en óvíst er hvort liðið verður heitt á réttum tíma eins og þegar allt virtist smella sam- an í lok deildarkeppninnar. þeir Chris Webber, Corliss Williamson, Jason Williams og Vlade Divac mynda gott byrjunarlið og verða ef- laust í baráttunni um sæti í úrslita- keppninni. Golden State Warriors og Los Angeles Clippers eru ekki til stórræða líkleg í þessum sterkasta riðli deildarinnar. Miðvesturriðill Auðvelt er að spá i sigurvegarann í þessum riðli, en erfitt að spá í gengi hinna liðanna eftir það. Meistarar San Antonio Spurs ættu ekki að eiga í erfiðleikum hér og vora jdirburða- lið í síðustu úrslitakeppni. Tim Dunc- an og David Robinson, turnarnir tveir í miðjunni, verða áfram lykill- inn að velgengni Spurs, en óvissan um hvort Sean EUiott kemur aftur til leiks eftir að hafa fengið nýtt nýra í sumar gæti gefið andstæðingum meistaranna byr. Elliott gætir ávallt helsta sóknarleikmanns andstæðing- anna og erfitt er að sjá hver getur tekið við því hlutverki. „Það er eng- inn sem getur tekið við hlutverki Elliotts, en við verðum bara að finna einhvern til að fylla í skarðið," sagði þjálfarinn Gregg Popovich nýlega í viðtali. Spurs er meistari og sigur- stranglegasta liðið í deildinni þar til að annað lið slær það út. Framkvæmdastjóri Houston Rockets hefur breytt liði sínu mikið frá síðasta keppnistímabili. Scottie Pippen var skipt til Portland íyrir sex leikmenn og þeir eiga eftir að koma Houston til góða. Að auki fékk liðið hinn knáa Shandon Anderson frá Utah og Rockets náði í góðan bakvörð í háskólavalinu. Hann heitir Steve Francis og mun spila mikið í vetur. Fæstir sérfræðingar spá því að Houston vinni titilinn, en liðið gæti komið á óvart í úrslitakeppn- inni. Að vísu þurfa þeir Hakeem Ola- juwon og Charles Barkley að ganga heilir til skógar til að svo verði. Á meðan Karl Malone og John Stockton leika með Utah Jazz verður liðið að teljast líklegt til afreka, en vandamál Utah er einmitt að báðir þessir leikmenn eru ekki langt frá því að leggja skóna á hilluna. Margir sérfræðingar hafa gefið í skyn á und- anfornum áram að lykilleikmenn væru orðnir of gamlir, en Utah hefur þó verið í baráttunni um titilinn á sama tíma. Eg er hræddur um fyrir aðdáendur Jazz að liðið gæti verið á sömu leið og Boston fyrir um fimmt- án árum þegar forráðamenn Celtics héldu of lengi í eldri leikmenn liðsins. Af öðram liðum í riðlinum er helst að minnast Minnesota Timberwolv- es, sem mun sennilega gera það gott í vetur. Kevin Garnett er yfirburða- leikmaður, en Úlfana vantar enn góðan skotbakvörð til að taka þung- ann af hlutverki hans í sókninni. Denver Nuggetts gerði nokkrar breytingar og verður að bíða og sjá hvort þær hafa bætt liðið. Bæði Dallas Mavericks og Vancouver Grizzlies munu eiga erfitt í vetur. AUSTURDEILD Atlantshafsriðill Flestir fréttaritarar hér í landi veðja á Miami Heat í baráttunni um sigurinn í Atlantshafsriðlinum. Alonzo Mourning, miðherji liðsins, er að sjálfsögðu sammála þessari skoðun. „Þetta verður okkar ár. Við höfum haft lítið breytt lið nú í fjögur ár og höfum farið í gegnum margs- konar mótlæti. Við verðum hættu- legir í vetur,“ sagði hann. Vandamál Miami er að í deildarkeppninni gengur liðinu vel, en síðan hefur New York tekið liðið í kai-phúsið í úrslitakeppninni. Vandamál Pats Ri- leys þjálfara verður að fylla skarð Terrys Porters, en hann var mikil- vægur á bekknum sem leikstjórn- andi fyrir liðið á síðasta keppnis- tímabili. Aðdáendur New York Knicks ættu ekki að búast við liðinu aftur í lokaúrslitin. Patrick Ewing hefur sjálfsagt ekki leik fyrr en um ára- mótin og án hans vantar mikið í miðjuna hjá Knicks. Latrell Sprewell heldur áfram einkennilegri hegðun sinni og aldrei að vita hvort hann verður jafn góður í vetur og á síðasta keppnistímabili. Ef hann verður hinsvegar í jafnvægi er hér nógur mannskapur til að skapa usla í úr- slitakeppninni. Hjá Philadelphia 76ers er það Al- len Iverson sem verður sjálfsagt allt í öllu hjá liðinu. „Það var nógu erfitt að gæta hans með gömlu reglunum. Nú veit ég ekki hvort nokkur getur stöðvað hann,“ sagði Penny Har- daway nýlega í viðtali um hvað stíf- ari reglur um handasnertingu varn- armanna hefðu að segja varðandi vörn gegn Iverson. 76ers ætti að komast í úrslitakeppnina, en byrjun- in gæti orðið erfið vegna meiðsla miðherjans Matts Geigers. New Jersey Nets hefur nægan mannskap með þá Kendall Gill, Keith Van Horn, Kerry Kittles og Stephon Marbury, en gengi Nets mun velta á hversu vel stórstjörn- unni Jayson Williams gengur að ná sér af alvarlegum hnémeiðslum frá síðasta keppnistímabili. Hann gæti hafið leik eftir áramótin og ef Nets gengur þokkalega fyrstu tvo mánuð- ina gætu þeir komist í úrslitakeppn- ina með Willams heilan. Því miður er ekki hægt að boða mikið gott fyi-ir marga aðdáendur Boston Celtics á komandi vertíð, þjálfarinn Rick Pitino heldur áfram að breyta liðinu og vegna skorts á leikreynslu verður erfitt fyrir Celtics að komast í úrslitakeppnina, en þar hefur Boston aðeins einu sinni verið undanfarin sex ár. Washington Wizards er ekki til stórræða líklegt og Orlando Magic losaði sig við fjóra af fimm leikmönn- um sínum í byrjunarliðinu sem komst í úrslitakeppnina í vor. Magic stefnir greinilega á framtíðina. Miðriðill Þessi riðill var einn sterkasti riðill- inn í deildinni um árabil, en nú er fátt um lið í miðriðlinum sem líkleg era til stórræða í vetur. Reyndar eru þrjú lið líkleg til að komast í úrslita- keppnina, en erfitt er að sjá þau fara langt þar. Charlotte Hornets mun reyna að ná toppsætinu af Indiana. Hornets gerði vel þegar Glen Rice var sendur til Los Angeles Lakers fyrir þá Eddie Jones og Elden Campbell. Þeir bættu nauðsynlegri reynslu inn í liðið og ef Anthony Mason nær sér að fullu eftir að hafa misst allt síð- asta keppnistímabil úr eru möguleik- ar Hornets á sigri góðir. Indiana Pacers flytur inn í nýja höll í ár, en óvíst er hvort sú andlits- lyfting nægir liðinu til að vinna þennan riðil. Byrjunarliðið verður enn sterkt fyrir Larry Bird, sem hef- ur sagt að þetta sé síðasta keppnis- tímabilið sem hann muni þjálfa. Þeir Rik Smits, Jalen Rose, Reggie Mill- er, Chris Mullin, Antonio Davis og Mark Jackson hafa mikla reynslu, en bekkur Hðsins er þunnur og það gæti gert Pacers erfitt fyrir í úrslita- keppninni. Atlanta Hawks kemur mikið breytt til leiks. „Eini tíminn til að gera engar breytingar er þegar þú vinnur meistaratitla og við höfum ekki unnið neitt enn,“ sagði Lenny Wilkens, þjálfari Atlanta, nýlega. Hann er einn af bestu þjálfurunum í deildinni og mun eílaust eiga fullt í fangi með að ná góðri liðsheild út úr nýju liði. Chicago Bulls, Cleveland Cavali- ers, Toronto Raptors, Milwaukee Bucks og Detroit Pistons munu öll reyna að komast í úrslitakeppnina. Tvö síðastnefndu liðin eiga hér besta möguleikann. Ljóst er að bestu liðin í vesturdeild- inni virðast bera höfuð og herðar yfir liðin í austurdeildinni í vetur. Portland og San Antonio era talin sigurstrang- legust liðanna. Annars verður gaman að sjá hvemig breytingamar hjá mörgum liðanna koma út. Þjálfaramenntun KSÍ Þjálfari 1A 12.-14. nóvember Þjálfaramenntun KSÍ hefur ni verið endurskipulögð til sam ræmis við kröfur ÍSÍ og UEFA. Samkvæmt nýju kerfi er Þjálfari 1A fyrsta þrepið og er ætlað þeim, sem ekki hafa tekið nein knatt- spyrnuþjálfaranámskeið áður. Meðal efnis er tækni, leikfræði, starfsemi líkamans, skipulag æfingatíma og knattspynulögin. Skráning er hafin á skrifstofu KSÍ, sem veitir allar nánari upplýsinga í síma 510 2900
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.