Morgunblaðið - 07.11.1999, Síða 20

Morgunblaðið - 07.11.1999, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Hið ertandi hljómfall Unnur Astrid Wilhelmsen fær góða dóma í Noregi Hljómmikil og glæsileg rödd UNNUR Astrid Wilhelmsen sópransöngkona hlýtur afbragðsgóða dóma fyrir frammistöðu sína í óperunni Mannsröddinni - La voix humaine - eftir Francis Pou- lenc, sem hún flutti nýverið á Bókmenntahátíð ársins í Stafangri í Noregi. Ópera Poulencs er gerð eftir samnefndu einleiksverki Jean Coeteau og var bæði leikritið og óperan flutt á há- tíðinni í Stafangri, leikritið í norskri þýðingu en óperan á frönsku. Par söng Unnur hlutverk konu sem talar í síma við manninn sem hún elskar en hefur yfir- gefið hana. Röddin er hennar eina vopn og með henni beitir konan öllum ráðum til að fá sinn heittelskaða til sín aftur. Hlutverkið er hið eina í sýningunni og var söngkonan þar af leiðandi á sviðinu allan tímann. Gagnrýnandi Rogaland Avis, May Linn Gjerding, gefur Unni Astrid sex stjörnur af sex mögulegum og segir meðal annars í dómnum: „I gær var sorgin áþreifanleg og nálæg. Næst- um óþægileg blanda af vonleysi, efasemdum og örvæntingu. Sópransöngkonan Unnur Astrid Wilhelmsen var frábær í óperusýningunni. Túlkun hennar á „hinni harmþrungnu" var mjög áhrifamikil - og frönsk. Hún lá syrgjandi á eldrauðum dívan, íklædd svörtum brjósta- haldara, leðurjakka og hjólreiðabuxum. Með hljómmikilli og glæsilegri rödd snerti hún flestalla strengi mannlegra tilfinninga og það á móðurmáli Cocteau.“ I dómi Nils Henrik Asheim í Stavanger Aftenblad segir: „Eins og allar góðar óperur fer hún beina leið inn í taugakerfið. Franskur texti var þannig ekki til fyrirstöðu.“ Þar segir enn- fremur að söngkonan sýni „glæsilega frammi- stöðu“ og hafi fullkomið vald á röddinni í hinu krefjandi einleiksformi, auk þess sem leikur hennar sé frábær“. MYIVPLIST galleri@hlemmur.is, Þverholti 5 HLJÓÐ og LJÓS DÚETTINN ALBA ALBA Til 21. nóvember. Opið þriðjudaga til sunnu- daga frá kl. 14-18. Aðgangur dkeypis. GALLERI@HLEMMUR.IS er að treysta sig í sessi sem framsækinn sýningar- salur á besta stað í bænum. Þó svo að það sé fremur salur með ákveðna stefnu en gallerí sem sinnir afmörkuðum hópi listamanna - i8 í Ingólfsstræti 8 er enn sem komið er eina faglega galleríð sem hefur verið rekið á ís- landi - markar það sér málsmetandi svið en lætur ekki vaða á súðum eins og þau listhús þar sem salir eru leigðir út formálalaust. Síðastliðinn laugardag var opnuð í gallerí- inu sýning á hljóð- og ljósverki eftir þá Bald- ur J. Baldursson og Kristin Pálmason, sem þeir kalla Alba Alba, eftir verki á samnefnd- um diski. Reyndar kalla þeir félagar sig Alba Alba-dúettinn, og setja fram þá skýringu á tiltæki sínu að þeir vilji hrekja kenningar Angusar nokkurs Somhairles Macleoids frá 1927. Macleoid hélt því fram að hvítt væri ekki hluti af þeirri heild sem oft hafði verið haldið fram, en nú telur Alba Alba-dúettinn sig hafa komist að hinu gagnstæða. Þessi sönnun og afsönnun yrðingar, sem er tóm steypa - hana skortir öll afmarkandi viðmið - er ekki annað en skondin og léleg afsökun til að setja upp verkið. En þótt af- sökunin sé endaleysa stendur uppfærslan fyrir sínu. Gestir ganga inn í myrkvaðan sal og hlýða þar á rafmagnaðan són sem hækk- ar uns hann er brotinn af hljómeykinu „fdcís“ og „fdgís“. Allan tímann sem þetta nær níu mínútna hljómverk endist blikka ljós þannig að öll skynjun verður eins og undir snúðsjá. Til viðbótar við óraunveruleik hinnar sjónrænu upplifunar þrengja fyrrnefndir hljómar sér inn í stöðugt suðið líkt og þokulúður, eða upphaf symfónísks stefs sem ekki er til lykta leitt. Þótt hljómarnir séu ávallt hinir sömu er hljómfall þeirra mis- langt. Það verkar ertandi um leið og það vekur falskar vonir um framhald, eða botn. En ekkert gerist sem breytt gæti stígandi sónsins. Þó verður mönnum smám saman ljóst að innskotshljómarnir bjóða upp á brigði sem sífellt fela í sér fögur fyrirheit. Án þess að ætla sér slíkt í upphafi eru eyrun farin að bíða komandi inngrips um leið og augun venjast hverfulu umhverfinu. Það er þessi dáleiðandi samsvörun birtingar, hljóma og hljóðfalls sem smám saman fer að virka vel á gestinn. Ef til vill er þá best að hverfa af vettvangi ef maður vill ekki verða vitni að því þegar Titanic steytir á marandi borgarísnum, eða einhverjum enn draugalegri hrakforum. Það er nefnilega eitthvað dökkt, ógnvekjandi og rómantískt við þetta verk; eitthvað sem heill- að hefði Einar heitinn Ben. eða jafnvel Ódysseif íþökukóng. Best trúi ég það sé óm- urinn af söng sírenanna; þeirra bölvuðu hræætna, sem hóta að bora sér inn í vitund manna og æra þá. En þar sem það kostar ekkert að sækja þessa sérkennilegu hljóm- leika geta þeir sem búa yfir hugrekki hins gríska fomkappa prófað herlegheitin á eigin skynfærum. Halldór Björn Runólfsson Nýjar bækur • LITLASYSTIR og Dvergamir sjö er barnasaga eftir Einar Kárason. I fréttatilkynningu segir: Einu sinni voru tvær litlar kisur, önnur þeirra var hvít og hlaut nafnið Mjallhvít, ósjálfrátt var svo farið að kalla flekkóttu systur hennar Dvergana sjö. Litlu systur þótti það hæfa bestu vinkonu sinni vel. Þær tvær eru óaðskiljanlegar og kisa samþykkir fiest sem stelpunni dettur í hug, meira að segja lætm- hún sér vel líka að aka um alklædd í brúðuvagni og ganga upprétt á tveimur fótum. Útgefandi er Máli og menning. Sigur- borg Stefánsdóttir myndskreytti söguna. Bókin, sem er 32 bls., er prentuð í Svíþjóð og kostar 1.780 krónur. • MILLJÓN steinar og Hrollur í dalnum er eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. I fréttatilkynningu segir: Hekla er sjö ára og ber nafn eld- fjallsins mikla. Meðan foreldrar hennar eru á ferðalagi í útlöndum dvelur hún ásamt Kötlu litlu systur sinni hjá ömmu og afa að Norna- bjargi í Skessudal. Þjóðsögur og ævintýr bókstaflega hringsnúast í kollinum á Heklu og Steini afa hennar og stundum vita þau varla hvað er draumur og hvað veruleiki. Kristín Helga hefur áður sent frá sér bækumar Elsku besta Binna mín og Bíttu á jaxlinn Binna mín. Útgefandi er Mál og menning. Jean Posoceo myndskreytti bókina sem er 83 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. sá um prent- vinnslu. Verð: 1.990 krónur. Unnur Astríd Wilhelmsen Einar Kárason Krístín Helga Gunnarsdóttir HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN Hvað viltu verða? Nú er tækifærið við erum að innrita í GRUNNDEILD MATVÆLAGREINA Grunndeild er tveggja anna undirbúningsnám fyrir bakstur - framreiðslu - matartækna matreiðslu og kjötiðn. Innritun stendur yfir til 15. nóvember. Upplýsingar eru veittar í síma 544 5510 milli kl. 9:00 og 15:00. MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI Ferðamálaskólinn - Hótel- og matvælaskóíinn - Leiðsöguskólinn Digranesvegur • IS 200 Kópavogur • island Sími / Tel: 544 5530, 544 5510 • Fax: 554 3961

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.