Morgunblaðið - 07.11.1999, Page 22

Morgunblaðið - 07.11.1999, Page 22
22 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ til viðskipta Vísindin og viðskiptin deila æ oftar sömu sæng. Vísindamað- urinn, sem hefur fundið lausn á einhverjum vanda, þarf að koma þeirri lausn á framfæri við umheiminn. En hvernig gerir hann það? Hvernig get- ur hann tryggt að árangur hans skili sér til almennings og hvers þarf að gæta? Ragnhildur Sverrisdóttir kynnti sér hvernig þessum málum er háttað hjá einum þekktasta læknaháskóla heims, Johns Hopkins 1 Baltimore, sem hefur mótað sér skýrar reglur um sam- band vísinda og viðskipta. líktist sem allra mest beinmerg sjúklingsins. Stofnfrumurnar einar kalla hins vegar ekki fram slíka höfnun, heldur hefjast strax handa að koma blóðbúskap líkamans í samt horf, og sjúklingurinn, sem er búinn að fara í gegnum erfíða lyfja- meðferð, losnar við enn frekari lyfjagjöf sem er ætlað að vinna gegn höfnun. Þessi uppgötvun Civins og til- raunir með stofnfrumugjöf til sjúklinga hafa vakið vonir um góð- an árangur í baráttunni við krabbamein. Þegar hefur tekist að eyða krabbameini með þessum hætti, en hafa skal í huga að krabbameinið getur látið á sér kræla aftur og er það þá rakið til æxla utan beinmergs. Auk krabbameinslækninga er vonast til að sjúklingar sem berjast við sjúkdóma í stoðvef, gigtarsjúk- dóma og blóðsjúkdóma geti fengið bót sinna meina. Sumir blóðsjúk- dómar eru t.d. ekki banvænir og þar sem beinmergsskipti eru mjög áhættusöm vegna hættunnar á höfnun hafa sjúklingar sem kljást við þá ekki farið í slíkar aðgerðir. Þótt hér sé ekki mjög nákvæm frásögn af vísindum Civins geta lesendur vonandi áttað sig á mikil- vægi uppgötvunar hans, Þegar hann gerði þessa uppgötvun hafði hann notið styrkja í tvö ár frá National Institute of Health, NIH, eða bandarísku heilbrigðisstofnun- inni. Tveimur árum síðar sótti hann um einkaleyfí á nýtingu þess- arar uppgötvunar sinnar. Rannsóknarstofur um allan heim áttuðu sig á mikilvægi þess að einangra stofnfrumur og fínna þá tækni, sem auðveldaði að ein- angra þær. Og þeirri tækni hefur fleygt fram á síðustu árum, þótt enn sé mörgum spurningum ósvarað. Vatnaskil 1980 Undanfarin ár hafa háskólar í Bandaríkjunum lagt æ meiri áherslu á að vernda uppgötvanir og uppfinningar vísindamanna sinna, enda eru þær oft mikilvæg upp- spretta tekna. Áður fyrr var þetta ekki alltaf sjálfgefið, enda var ekki ætlast til þess að háskólar, sem nutu styrkja af almannafé, gætu hagnast á þennan hátt. Uppfinning- ar og nýjungar sem frá þeim komu voru undir yfirráðum yfirvalda. Árið 1980 urðu hins vegar vatna- skil í þessum málum, þegar banda- ríska þingið samþykkti lög sem kennd eru við höfunda frumvarps- ins, þingmennina Birch Bayh og Bob Dole. Þessi lög veittu háskól- um, öðrum stofnunum og minni fyrirtækjum fullan rétt til eigin uppfinninga, þótt rannsóknirnar sem lágu til grundvallar uppfinn- ingunni hefðu verið styrktar af al- mannafé. Sama ár kvað Hæstiréttur Bandaríkjanna upp dóm, þar sem heimilað var að Ííta á gerð nýrrar bakteríu, sem ekki var að finna í náttúrunni, sem uppfinningu vís- indamannsins, uppfinningu sem hefði hagnýtt gildi og því gæti hann sótt um einkaleyfi á henni. Þar með sagði Hæstiréttur, að hægt væri að fá einkaleyfi á því sem teldist til lífríkisins. Um leið var erfðafræðinni að vaxa fiskur um hrygg og háskólar voni óðum að gera sér grein íyrir að uppfinn- ingar, eða uppgötvanir, á þessu sviði gátu haft ákveðið verðgildi. Á þeim tíma sem liðinn er frá setningu Bayh-Dole-laganna og dóminum hafa ýmis lög verið sett, sem auðvelda háskólum og öðrum stofnunum, sem reknar eru fyrir almannafé, að hefja samstarf við aðra aðila um nýtingu nýjunga. Hugvit háskólamanna varð sölu- vara háskólanna í viðskiptum við fyrirtæki á sviði iðnaðar, sem sjá um að koma vöru eða þjónustu, byggðri á hugvitinu, á markað. Með þessu móti var tryggt að upp- götvanir vísindamanna nýttust sem flestum og þetta ýtti undir fram- farir þar sem fyrirtækin lögðu oft- ar en ekki fjármagn, tíma og mannafla í frekari rannsóknir. Vís- indamenn, sem áður hefðu e.t.v. sagt starfi sínu við háskóla lausu til að koma ár sinni fyrir borð í iðnaði og tryggja að hugvit þeirra nýttist almenningi, gátu nú haldið stöðum sínum, fullvissir um að erfiði þeÚTa skilaði eftir sem áður árangri. Há- skólarnir, sem áður höfðu misst marga sinna bestu manna til iðnað- arfyrirtækja, gátu nú notið krafta þeirra áfram. Skýrar reglur um skiptingu tekna Johns Hopkins-háskólinn hefur mótað sér skýrar reglur um hvern- ig skuli fara með uppfinningar og einkaleyfi vísindamanna, sem starfa innan vébanda hans. Vís- indamennirnir gefa háskólanum skýrslu um allar uppfinningar sín- ar, hvort sem þeir sjá fram á að Hugvit háskólamanna er nú orðin söluvara háskólanna í viðskiptum við fyrirtæki á sviði iðnaðar, sem sjá um að koma vöru eða þjón- ustu, byggðri á hugvitinu, á markað. þær hafi verðgildi eða ekki. Há- skólinn á tilkall til uppgötvana og uppfinninga vísindamanna sinna og sér um að sækja um einkaleyfi, þar sem við á, enda er það oft kostnað- arsamt ferli sem gæti reynst vís- indamönnunum sjálfum erfitt. Þá sér háskólinn líka um samninga við fyrirtæki sem vilja t.d. framleiða lyf eða lækningatæki í samræmi við uppfinningu vísindamannsins. Gjarnan er valinn sá kostur að stofna nýtt fyrirtæki um nýtingu uppgötvunarinnar, þar sem vís- indamaðurinn, rannsóknarstofa hans, viðeigandi deildir háskólans og háskólinn sjálfur eiga hlut á móti iðnaðarfyrirtækinu. Ef valin er sú leiðin að framselja rétt til nýtingar uppfinningar tii ákveðins fyrirtækis eru skýrar reglur sem kveða á um hvernig það skuli gert. Samið er um ákveðna upphæð við undirskrift, auk þess sem fyrirtækið þarf að greiða 3-8% af heildarsölu tÚ háskólans. Þá eru settar inn klausur um greiðslur þegar ákveðnum áföngum er náð, enda era uppfínningar oft á frum- stigi innan háskólans þegar fyrstu samningar eru gerðir. Einnig er í slíkum samningum kveðið á um lágmarksgjald til háskólans á ári og hvort hann skuli eignast hluta- bréf í viðkomandi fyrirtæki. Ef greidd eru höfundarlaun vegna uppgötvana eða uppfinninga eru ákveðnar reglur um hvemig því fjármagni skal skipt innan há- skólans. Af fyrstu 100 þúsund döl- unum (um 7 milljónum króna) renna 35% til uppfinningamanns- ins, 30% til rannsóknarstofu hans, 10% til deildar hans innan lækna- háskólans, 23% til læknaháskóla Johns Hopkins og 2% til háskólans sjálfs. Hlutur vísindamannsins fer stiglækkandi eftir því sem greiðsl- urnar verða hærri. Nái þær 5 millj- ón dölum eða hærri upphæð á ári (um 350 milljónum) fær vísinda- maðurinn 5%, rannsóknarstofan 5% og deildin innan háskólans 5%. Nú er hins vegar svo komið að læknaháskólinn fær 75% hlut og háskólinn allur 10%. Ef stofnað hefur verið fyrirtæki um nýtingu uppfinningar er það fyrirkomulag algengast að fyrir- tæki í iðnaði eigi helming hluta- CURT I. Civin hefði sjálfsagt einu sinni gengið undir því ágæta og einfalda starfsheiti „læknir- inn“ og vissulega er hann læknismenntaður. Hann gæti líka verið kallaður „prófessorinn" enda er hann prófessor við lækna- háskóla Johns Hopkins. Hann er líka einn eigenda fyrirtækis, sem stofnað var til að nýta uppgötvun hans á sviði læknisfræði. Þar á há- skólinn þó stærri hlut og á vegum skólans er þess vandlega gætt hvemig Civin getur hagnast og sérstök nefnd vakir yfir hættum á hagsmunaárekstrum vegna tengsla vísinda- og viðskiptalífs hans. Sjálf- ur er Civin sáttur við þetta fyrir- komulag og telur það skapa sér nauðsynlegt aðhald, um leið og við- urkenningarstimpill háskólans veitir fólki utan skólans ákveðna tryggingu fyrir því hvemig staðið er að málum. En hverfum aðeins aftur, til að leita skýringa á því hvers vegna Ci- vin stendur nú með annan fótinn í heimi vísinda og hinn í heimi við- skipta. Pyrir hálfum öðram áratug tókst Civin að einangra stofnfram- ur þær, sem era undirstaða ónæm- iskerfisins og blóðframleiðslu í lík- amanum. Stofnframumar mynda rauð blóðkorn, hvít blóðkorn og blóðflögur. Civin er sérhæfður í krabbameinslækningum barna og stóð oft frammi fyrir þeim vanda að sjúklingar hans þoldu ekki lyfja- meðferð; beinmergurinn náði sér ekki á strik eftir lyfjameðferðina. Ekki dugði að gefa sjúklingum eig- in beinmerg, sem tekinn hafði verið úr þeim fyrir lyfjameðferð, því þar leyndist oft krabbamein og líkam- inn hafnaði beinmerg frá öðram, jafnvel þótt þess væri gætt að hann vísindum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.