Morgunblaðið - 07.11.1999, Page 24

Morgunblaðið - 07.11.1999, Page 24
24 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Opinberri fjölmiðlun im ofaukið ✓ A dögunum varð Halldór V. Kristjánsson fyrsti maður hérlendis til að útskrífast úr námi í opinberri stjórnsýslu og stefnumót- ----------------y ■ un frá félagsvísindadeild Háskóla Islands. -y----------------_____ I samtali Sindra Freyssonar við hann kemur m.a. fram að hann telji að þær grundvallar dagskrárpólitísku hugmyndir um opinbera fjölmiðla sem þróuðust við einokun og koma fram í kröfunni um fjöl- hæfni, fjölbreytni og gæði, séu ekki úrelt- ar, heldur hafí vaxandi þýðingu. Hann tel- ur og að hlutafélagavæðing í sama anda og ----------------7--- t.d. Pósts og síma henti ekki RUV. w RITGERÐ Halldórs, sem nefn- ist Dagskráruppgjör opinbeira fjölmiðla í Danmörku og á ís- landi, er spurt hvort Ríkisút- varpið uppfylli skyldur um dag- skrár, bæði í útvarpi og sjónvarpi, samkvæmt útvarpsiögum, og reynt að leita svara við þeirri spumingu. Halldór freistar þess jafnframt að sýna fram á hvemig hægt sé að nota fjölmiðlakannanir tii að mæla árangur Ríkisútvarpsins með hlið- sjón af markmiðum dagskrár hverju sinni. „Eins mikilvægt og það er að ná til sem flestra hlustenda og áhorf- enda og að dagskrá Ríkisútvarpsins sé vinsæl, er ekki síður mikilvægt að fylgst sé með því hvers konar dagskrá er send út. Fjöldi áhorf- enda og hlustenda hverju sinni er ekki eina viðmiðið sem hafa ber í huga, gæði og fjölbreytni dagskrár er ekki síður mikiivæg þegar dag- skráin er framleidd fyrir afnota- gjöld almennings. Afnotagjalds- tekjur RUV era eyrnamerktar ákveðinni dagskrá sem samþykkt hefur verið af löggjafarvaldinu og kjörnir fulltrúar almennings í út- varpsráði eiga að framfylgja," segir Halldór. Svar veltur á skipulagi Hann segir að með hliðsjón af aukinni markaðstengingu dagskrár sé eðlilegt að spyrja hvort opin- berri fjölmiðlun eins og hún blasir við hérlendis sé ekki ofaukið. Hvers vegna eigi að halda í rekstur á opin- beram útvarps- og sjónvarpsstöðv- um með fjölhæfni og fjölbreytni, þegar hægt sé að velja úr mismun- andi útvarps- og sjónvarpsstöðvum á markaði? „Fyrir utan að svara því hvort fjölhæfni og fjölbreytni sé fyrir hendi hjá einkareknum fjölmiðlum, er svarið einnig komið undir því hvers konar skipulagi verður komið á milli fjölmiðla í opinberam og einkarekstri," segir Halldór. „Árangri opinberra fjölmiðla er ekki hægt að gera skil í venjulegum reikningsskilum, þar sem þau ganga fyrst og fremst út frá að skýra efnahagslega starfsemi fyrir- tækja. Til að koma á samræmdri árangursstjórnun í ríkisrekstri, auðvelda skipulag, skilgreina skyld- ur og auka svigrúm, hefur fjár- málaráðuneytið tekið upp verkefna- vísa fyrir Ríkisútvarpið, m.a. vegna þess að venjuleg reikningsskil upp- fylla ekki kröfur um eftMit. Með samanburði við verkefnavísa má ætla að til þess að halda uppi eftir- liti með dagskrárskyldum Ríkisút- varpsins, sé nauðsynlegt að koma á sérstöku dagskráruppgjöri." Halldór bendir á að markmið op- inberra fjölmiðla sé ekki að skila eigendum sínum arði, heldur þjón- ustu og dagskrá. Þar af leiðir sé nauðsynlegt að gera vel grein fyrir hvemig þessir þættir era inntir af hendi. Hann kannaði hvemig þess- um málum var háttað í Danmörku og komst að þeirri niðurstöðu að frá árinu 1996, samfara nákvæmara dagskrárappgjöri samkvæmt laga- setningu það ár, hafi komið fram augljós stefnubreyting í dagskrár- gerð Danmarks Radio, einkum í dagskrárvali útvarps. Umrædd dagskrárbreyting hali verið gerð í samráði við hlustendur og með til- liti til aukinnar samkeppni á fjöl- miðlamarkaðinum, en ekki er getið í lögum hver hlutur einstakrar dag- skrár á að vera. Þess í stað sé lögð fram ítarleg stefnumótun sem kveði á um slíka skiptingu. Forsendur fyrir tilveru RÚV „Með dagskrárappgjöri og vand- aðri stefnumótun er reynt að nálg- ast neytendur þannig að útvarps- ráð og stjómendur Ríkisútvarpsins geti betur framfylgt því starfi sem þeir era kjömir til. Dagski-árapp- gjör er gott verkfæri í þeirri við- leitni, og gerir einnig á skilvirkan hátt grein fyrir því hvemig Ríkisút- varpið uppfyllir skyldur sínar og nær árangri í samkeppnisumhverfi, en það er forsendan fyrir tilvera þess,“ segir hann. Könnunin sem Halldór styðst við var gerð af Félagsvísindastofnun HÍ vikuna 15. til 21. október í fyrra. Tekið var 1.500 manna slembiúrtak Morgunblaðið/Ásdís úr þjóðskrá og náði könnunin til aldurshópsins 12 til 80 ára. Niður- stöður rannsóknar Halldórs leiða m.a. í Ijós að hlutfall dagskrár er mismunandi milli miðla og er sum- um dagskrárflokkum lítið eða ekki sinnt í fjölmiðlum Ríkisútvarpsins. Þegar dagskrá Rásar 1 og Rásar 2 séu bornar saman komi til dæmis í ljós að tónlistarflutningur er meg- inhluti dagskrár og er hlutfall tón- listar 44%. Einnig era dagskrár- flokkarnir „Almenn fréttaþjónusta" og „Vettvangur skoðanaskipta" stór hluti dagskrárinnar. Hins veg- ar sé einstaka lögboðuðum dag- skrárflokki nánast ekkert sinnt. Þannig sé ekki að finna dagskrár- flokkana „Listir og bókmenntir" á Rás 2 og sömu sögu megi segja um „Vísindi og sögu“ og „Almenna fræðslu“ eða „Dagski’á um ísland og íslendinga". A Rás 1 sé aftur á móti öllum dagskrárflokkum gerð einhver skil, en dagskráin samanstandi þó að miklu leyti af dagskrárflokkunum „Almenn fréttaþjónusta" og „Tón- list“. Fjölbreytt efni við hæfi barna og almenn fræðsla sé lítill þáttur í dagskrárgerð Rásar 1 og Rásar 2. Umfjöllun um listir aukin „Þegar einstaka dagskrárflokkar hafa marga hlustendur, þótt þeir séu lítið hlutfall dagskrárinnar, eins og fram kemur í rannsókninni um „Listir og bókmenntir" og „Dag- skrá um Island og íslendinga", er ekki óeðlilegt að ætla að auka megi hlutfall þessarar dagskrár í útsend- ingum Hljóðvarpsins og þá um leið uppfylla betur dagskrárskyldur þess,“ segir Halldór. I Sjónvarpinu er skipting dag- skrár hins vegar jafnari samkvæmt niðurstöðum Halldórs og uppfyllir það ágætlega dagskrármarlanið lögum samkvæmt. Þó sé ljóst að efnisflokkurinn „Fjölbreytt skemmtiefni" fái mikið rými en „Listir og bókmenntir", „Vísindi og saga“, „Tónlist" og „Almenn fræðsla" virðist vera hornrekur í dagskrá Sjónvarpsins. „Eins og í Hljóðvarpinu hefur dagskrá um „Listir og bókmenntir" og „Dagski-á um ísland og íslend- inga“ lítið rými, en nýtur mikillar hylli meðal áhorfenda,“ segir Hall- dór. Sem dæmi um þetta má nefna að samkvæmt rannsókninni nemur vikuáhorf á efni um listir og bók- menntir nímum 40%, en þessi efn- isflokkur er hins vegar aðeins um 2% af heildardagskrá Sjónvarpsins. Útvarpsráð geri kröfur „Þegar tekjur eru afmarkaðar með lögum um afnotagjald, ber

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.