Morgunblaðið - 07.11.1999, Síða 25

Morgunblaðið - 07.11.1999, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 25 Ömetanlegt leyfi frá störfum Dagskrá ríkisfjölmiðla vikuna 15.-21. okt. 1998 Rás 1 tnín. Hlutfatl % T9,9%">x Almenn fréttaþjónusta 2.010 19,9 Vettvangur skoðanaskipta 360 3,6 //A Fjölbreytt skemmtiefni 360 3,6 Fjölbreytt efni við hæfi barna 105 1.0 Listir og bókmenntir 1.290 12,8 Vísindi og saga 195 1,9 Tónlist 4.245 42,1 CM Almenn fræðsla 120 1,2 Dagskrá um ísland og íslendinga 675 6,7 \ \ / Annað 720 7,1 \ \ / Samtals mín. 10.080 100,0 \ Samtals klst. 168 Rás 2 mín. Hlutfall % Almenn fréttaþjónusta 1.980 19,6 19,6%/N Vettvangur skoðanaskipta 1.815 18,0 /18,0%\ Fjölbreytt skemmtiefni 1.530 15,2 Fjölbreytt efni við hæfi barna 195 1,9 / ^\ Listir og bókmenntir 0 0,0 Vísindi og saga 0 0,0 Tónlist 4.455 44,2 Almenn fræðsla 0 0,0 44,2% J Dagskrá um ísland og Islendinga 0 0,0 Annað 105 1,0 Samtals mín. 10.080 100,0 Samtals klst. 168 Sjónvarp mín. Hlutfall % a j ° 'Xu / \To / Almenn fréttaþjónusta 570 10,3 Vettvangur skoðanaskipta 660 11,9 Fjölbreytt skemmtiefni 1.740 31,4 / / \ Fjölbreytt efni við hæfi barna 555 10,0 / 31,4%\ Listir og bókmenntir 105 1,9 Vísindi og saga 0 0,0 ^ Tónlist 30 0,5 \/x^io,o/ Almenn fræðsla 195 3,5 Dagskrá um ísland og íslendinga 345 6,2 Ánnað 1.335 24,1 24,1 vo/7 Samtals mín. 5.535 100,0 Samtals klst. 92,25 __— HALLDÓR er fyrsti einstakling- urinn sem útskrifast úr MA-námi í opinberri stefnumótun og stjórnsýslu hérlendis. Sfjórn- málafræðiskor við félagsvísinda- deild HÍ bauð fyrst upp á þetta nám haustið 1997, og er mark- mið þess að sameina hagnýtar og fræðilegar áherslur. Að hluta til er tilgangur þess einnig að búa nemendur undir störf við stjórn- sýslu ríkis- og sveitarfélaga, eða skyld störf hjá hagsmunasamtök- um, stjórnmálaflokkum og einka- aðilum. Þjálfun í úrlausn hag- nýtra viðfangsefna skipaði því talsverðan sess í náminu. Halldór starfar sem auglýs- ingasljóri RÚV en fékk leyfí frá störfúm vegna námsins, sem hann stundaði að hluta til við há- skólann í Árósum í Danmörku, þar sem hann sat meðal annars tíma hjá einum helsta brautryðj- anda dagskráruppgjöra í Dan- mörku og á fleiri Norðurlöndum, Preben Sepstrup. „Það var í senn ómetanlegt og nauðsynlegt að fá leyfi frá vinnu til að geta helgað mig náminu, en kannski þess vegna er ég fyrstur til að útskrif- ast úr opinberri stjórnsýslu og stefnumótun hérlendis,“ segir hann. Brýnt að hafa reynslu „Námið er mjög skemmtilegt og ég tel það nýtast mjög vel, ekki eingöngu á mínum vett- vangi, heldur víðast hvar í þjóð- félaginu. Menn þurfa að vera komnir með reynslu í atvinnulíf- inu til að námið nýtist þeim sem best, og allir sem eru í þessu námi eiga það raunar sammerkt að hafa slíka reynslu. Ráðuneytin hafa verið okkur mjög hjálpleg, ekki síst fjármálaráðuneytið, þar sem Friðrik Sophusson hafði ný- lega ýtt úr vör verkefni á sviði árangursstjórnunar." Hann segir að dr. Gunnar fulltrúum almennings í stjórn Rík- isútvarpsins að sjá um að lögum um dagskrá sé framfylgt, einkum þegar haft er í huga að meira en tveir þriðju hlutar kostnaðar við dagskrárgerð koma af afnotagjald- tekjum. Fulltrúar almennings í út- varpsráði eiga rétt á og eiga að gera kröfu um, samkvæmt lögum um RÚV, að upplýsingar um dag- skrá liggi fyrir þannig að mark- miðum um dagskrá sé framfylgt. ímynd, fjöldi hlustenda og áhorfenda fjölmiðla RÚV er auð- lind sem fara verður vel með og varðveita, til styrktar menningu Helgi Kristinsson eigi þó mestar þakkir skildar fyrir framlag sitt til náms í opinberri stjórnsýslu og stefnumótun hjá félagsvís- indadeild. „Þróttur og dugnaður Gunnars hefur vel komið fram í sambandi við þetta nám og við höfum notið þess hversu vel hann er menntaður á þessu sviði,“ seg- ir Halldór. Ákveðið hefur verið að halda áfram námi í faginu og eru nemendur teknir inn á tveggja ára fresti, nú seinast 14 manns í haust. „Það sem var kannski nýtt í þessu námi var þjónustumatið," segir Halldór. „Við fengum ný- lega heim doktor í þeim efnum, Sigurlínu Davíðsdóttur, sem lærði í Chicago, og leiðbeindi okkur að þessu leyti. I Bandaríkj- unum þurfa allar þjónustustofn- anir að gangast undir þjónustu- mat og þingmenn þar samþykkja vart lög eða fjárveitingar um stofnanir nema að slíkt mat liggi fyrir." Hann kveðst þeirrar skoðunar að Ríkisútvarpið eigi að fara í þjónustumat, til að skýra ná- kvæmlega hvað menn eru að fá fyrir fjármunina sem lagðir eru í stofnunina og hvort þeir séu not- aðir með réttum hætti. „RÚV á að búa til íslenska dagskrá og í þjónustumati væri skoðað hvern- ig því hlutverki er sinnt, hvenær einstaka dagskrárliðir eru sendir út og hvort þeir hafi raðast niður á þá tíma sem hentar þeim best, hversu margir hlusta o.s.frv. Síð- an myndi einnig vera spurt hvað viðkomandi dagskrárliður kostar og hver kostnaðurinn sé miðað við fjölda hlustenda, á að leggja dagskrárliðinn niður eða auka við hann, bjóða út verkið, selja hann með öðrum hætti o.s.frv. Allir þættir málsins eru skoðaðir og metnir og það er settur ein- hvers konar verðmiði, þó það ekki sé endilega verið að tala um og lýðræði. Þess vegna er mikil- vægt að þeir sem fjalla um dag- skrá og fyrirkomulag hennar hafi allar þær upplýsingar sem geta aukið þekkingu og skilning á mikil- vægi hennar fyrir land og lýð. Fjöldi áhorfenda og hlustenda hverju sinni, er ekki eina viðmiðið sem hafa ber í huga; gæði og fjöl- breytni dagskrár eru ekki síður mikilvæg þegar um er að ræða dagskrá sem framleidd er fyrir af- notagjöld almennings," segir Hall- dór. Hann bendir á að hugmyndin um opinbera fjölmiðla með al- krónur og aura í því sambandi. Þó að það sé mikilvægt fyrir rík- isútvarp að hafa marga áhorf- menning sem notendur hafi ekki sömu merkingu og áður, þegar op- inberir fjölmiðlar voru einráðir á markaðinum. „Þær grundvallar dagskrárpólitísku hugmyndir um opinbera fjölmiðla sem þróuðust við einokun og koma fram í kröf- unni um fjölhæfni, fjölbreytni og gæði, eru ekki úreltar, heldur hafa vaxandi þýðingu. Af þessum ástæðum er m.a. mikilvægt að tryggja áfram gæði í framleiðslu dagskrár og fjölbreytileika. Hvort opinberir fjölmiðlar hafa einhverju hlutverki að gegna í þessu sam- bandi, eða hvort markaðsfyrirtæki endur og hlustendur, því annars er grundvöllurinn horfinn, hefúr það miklu víðtækari tilgang.“ eru fær um þetta hlutverk, á eftir að koma í ljós,“ segir Halldór. Hindra þarf óæskileg áhrif Hann segir að hugmyndir mark- aðssamfélagsins geri tvískiptingu fjölmiðla í opinbera fjölmiðla og einkafjölmiðla erfiðari, enda starfi þeir hlið við hlið í inribyrðis sam- keppni sem hefur þau áhrif að þeir líkjast sífellt meira hvor öðrum. Sömu áhrif hafi sameiginleg vanda- mál þeiiTa vegna minnkandi fjöl- neyslu dagskrár. „Á meðan opinberir fjölmiðlar skilja sig frá einkareknum fjölmiðl- um í dagskrárgerð og með dag- skrárkröfum, og ef tilvera þeirra skiptir máli fyrir virkni pólitíska kerfisins, eru það nægileg rök til að viðhalda fjölmiðlum í opinberri eigu. Eignarhald fjölmiðla þarf ekki að hafa áhrif á hlutverk þeirra, en markmið þeirra hlýtur að hafa áhrif á dagskrársetningu. Þannig geta viðskiptasjónarmið haft áhrif á dag- skrá, alveg eins og pólitísk sjónar- mið. Þess vegna er opinberri fjöl- miðlun ekki ofaukið, ef hægt er að koma í veg fyrir óæskileg áhrif á dagskrá," segir Halldór. „Á Norðurlöndunum hafa ríkis- fjölmiðlar farið þá leið að fylgja ekki markaðsmiðlunum, heldur bjóða upp á lögbundna dagskrá. Svipaðrar þróunar gætir einnig hjá BBC í Bretlandi. Hérlendis höfum við hins vegar farið bil beggja. Við þurfum kannski að taka okkur á í stefnumótun hér á landi og ákveða hvert við ætlum að stefna. Tvær leiðir eru færar, þ.e. annars vegar að skera sig frá markaðsmiðlunum, eða hins vegar fylgja þeim. Per- sónulega tel ég fyrri kostinn betri,“ segir Halldór. Starfsmenn Ríkisútvarpsins hafa lagt til að Ríkisútvarpinu verði breytt í Ríkisútvarpið hf. Halldór kveðst hins vegar þeirrar skoðunar að slíkt henti ekki RÚV og vitnar til Pósts og síma í því sambandi. „Hlutafélagsvæðing Pósts og síma hf. er undanfari einkavæðingar. Hlutafélag í eigu ríkisins er milli- bilslausn sem hefur hvorld kosti ríkisrekstrar, þ.e. pólitíska og laga- lega ábyrgð, né einkarekstrar, þ.e. samkeppni, markaðsaðhald og frelsi frá pólitískum afskiptum. Af þessum ástæðum getur hlutafélags- væðing í anda Pósts og síma ekki verið fyrirmynd fyrir RUV nema að takmörkuðu leyti,“ segir hann. Margmiðlun eykur möguleika Halldór kveðst þeirrar skoðunar að með nýrri tækni og margmiðlun aukist möguleikar opinberra fjöl- miðla á að sinna hlutverki sínu, þ.e. sameina fjölhæfni og fjölbreytni í dagskrá. Hann telji höfuðmarkmið dagskrárstefnu margmiðlunar í framtíðinni verða annars vegar að tryggja umrædda fjölhæfni og fjöl- breytni, sem markaðurinn ræður illa við og lýsir sér í endalausri iðn- aðarmenningu, en hins vegar að vinna gegn gæðarýrnun dagskrár sem ógnað geti menningarlegri stöðu fjölmiðla. „Þessi atriði fara saman við markmið opinberra fjölmiðla, og þar af leiðir eru þeir ágætlega í stakk búnir til að mæta nýrri tækni,“ segir hann. „Ríkisfjölmiðlar í Evrópu standa sig yfirleitt vel í samkeppni, og með margmiðlun öðlast þeir vaxandi möguleika sem þeir verða að nýta sér, oftar en ekki í samvinnu við önnur fyrirtæki, þar með talin markaðsfyrirtæki. Kraf- an um að nýta sér þróunina í tækn- inni á tvimælalaust einnig við um ísland.“ Þú færð LIVE-háriitina í verslunum Hagkaups og apótekum víða um land. Heildverslun Kjartans Magnússonar s. 565 6222. Nýju LIVE-hárlitirnir gefa óendanlega möguleika,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.