Morgunblaðið - 07.11.1999, Page 27

Morgunblaðið - 07.11.1999, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 27 Nýkaup Víní matvöru- verslunum? Gífurleg þátttaka I atkvæðagreiöslu á Vísi.is Undanfarna viku hefur Nýkaup sýnt afgirta vínbúð í verslun sinni í Kringlunni. Markmiðið með þessari lokuðu verslun var að skapa umræðu í þjóðfélaginu um fyrirkomulag áfengisverslunar hér á landi, sérstaklega hvar smásala á léttvíni og bjór sé best komin: undir einokun ríkisins, eða í höndum ábyrgra einkaaðila. Skoðanakannanir um þetta málefni á undan- förnum misserum hafa gefið til kynna að vaxandi meirihluti íslendinga er fylgjandi því að leyfa sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum, enda verði starfsemin háð ströngum skilyrðum og eftirliti. Niðurstaða atkvæðagreiðslu á net- miðlinum visir.is á meðan vínbúðin stóð uppi bendir í sömu átt. Þátttaka var einstaklega góð, alls greiddu 20.374 atkvæði, 15.559 reyndust fylgjandi því að leyfa smásölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum en 4.815 voru á móti. í okkar þjóðfélagi gegna heiðarleg og tæpitungu- laus skoðanaskipti lykilhlutverki. Við hjá Nýkaupi vonum að sýning okkar á hugsanlegu fyrirkomu- lagi vínsölu í matvörubúðum hafi orðið til þess að vekja upp ábyrga umræðu sem leiða mun til skynsamlegra ákvarðana í fyllingu tímans. Spurl var: Á að heimila sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum? - sjálfsögð þœgindi Nykaup gsp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.