Morgunblaðið - 07.11.1999, Page 29

Morgunblaðið - 07.11.1999, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 29 úthalds, krafts og liðleika var könnuð og framkvæmdar voru mjólkursýrumælingar, kraftmæl- ingar, liðleikamælingar og fleira. Við vorum svo heppnir að fá Krist- ján Harðarson þrekþjálfara með okkur, en unnið var úr niðurstöð- unum og hann vann áætlun fyiir leikmennina og hópinn. Síðan voru tekin próf til að fylgjast með fram- förum og sýndu menn ekki fram- farir var skoðað hvað ylli því. Við könnuðum meðal annars vinnu- álag og hvíld og reyndum að koma hlutum þannig fyrir að allir næðu framförum. Hafa ber í huga að fyrir tveimur árum þurftu margir að fara í aðgerðir vegna meiðsla og í kjölfarið settum við menn í „gjörgæslu", sérstaka æfinga- umönnun til að hámarka afreks- getu og fyrirbyggja meiðsl, ef á þurfti að halda. I þessu sambandi má néfna að Guðmundur Bene- diktsson, Þormóður Egilsson og Bjarni Þorsteinsson fengu sér- staka þjálfun allt undirbúnings- tímabilið 1997 til 1998 og komu ekkert inn í sameiginlegar æfing- ar með hinum fýrr en um mánaða- mótin mars apríl. Þessir leikmenn hafa allir reynt fyrir sér erlendis að undanförnu og Bjarni og Guð- mundur reyndar gert samning við Leikmenn undir eftirliti Gauta og félaga í tvö ár meiddust mun síður en þeir sem léku erlendis á undirbúningstím- anum eða bættust í hópinn eftir tímabilið í fyrra. menn á milli leikja, en við lögðum enn ríkari áherslu en áður á þann þátt á keppnistímabilinu. Fyrir vikið voru menn íljótari að ná sér eftir álagsæfingar og erfiða leiki. Með öðrum orðum unnum við úr fyrra tímabilinu til að koma sterk- ari til leiks á því síðara." Engin alvarleg meiðsl Gauti segir að álagið hafi verið of mikið í vor sem leið þegar leikir í Reykjavíkurmótinu og deildabik- arkeppninni voru á sama tímabili. „Þá var stundum spilað á gervi- grasi, stundum á möl og þessu fylgdi mikið álag á líkamann. Því þurfti að breyta áherslum, sem skapaði visst vandamál, en þegar maí var liðinn vorum við komnir á ná árangri eru þetta óhjákvæmi- legar æfingar. Hjá KR var ákveð- inn hópur sem vann að þessari uppbyggingu undir stjórn Atla, ákveðið teymi, þar sem hver og einn bar ábyrgð á ákveðnum þátt- um. Atli vissi að þeir sem voru á æfingu voru í lagi en þeir sem ekki voru mættir væru í meðhöndlun og þurfti ekki að hafa áhyggjur af þeim.“ Réttar æfingar lykilatriði Það er löng leið frá fyrstu skipulögðu æfingunni að meist- aratitli. Sagt er að æfingin skapi meistarann en það er ekki alls kostar rétt - rétt æfing skapar meistarann. „Við erum stöðugt í uppbygg- ingu, hvort sem um er að ræða börn, unglinga, almenning, keppn- ismenn eða afreksmenn," segir Gauti. „Við byggjum framhaldið alltaf á ástandinu eins og það er hverju sinni og getum leitt getum að því hvernig það getur orðið með réttum æfingum. Þjálfun er ekki eitthvað sem gerist á þremur mán- uðum heldur er um að ræða ferli sem gerist á mörgum árum. Hjá Gróttu gáfum við út þjálfarahand- bók til að fara eftir í þjálfun yngri Gauti með ungum lærisveinum sínum á Seltjarnarnesi. erlend lið til vors. Þetta er af- rakstur markvissrar þjálfunar og glæsilegs tímabils þar sem Guð- mundur var kjörinn Leikmaður ársins, varnarjaxlinn Þormóður prúðasti maður Landssímadeild- arinnar og Bjarni lék mikilvægt hlutverk í liðinu auk þess sem þeir voru allir valdir í lið ársins. Hins vegar skiluðu æfingarnar í fyrra sér þegar í bættu formi leik- manna, mun minni meiðslatíðni og mörgum kom annað sætið í deild- inni á óvart eftir ekki allt of góða byrjun. En liðið stóð sig vel í seinni umferðinni og þá kom í ljós að leikmennirnir voru í ágætis standi og meiðsl ekki teljandi. Þama var kominn grunnur til að byggja á og við héldum okkar striki á undirbúningstímanum fyr- ir nýliðið tímabil. Það var ekki bara eitthvert æfingaplan heldur áætlun sem byggðist á mælingum, stöðu hvers leikmanns. Aukinheld- ur reyndum við að bæta það sem ekki hafði tekist nógu vel árið á undan, kappkostuðum að fylla í eyðurnar. Fyrra árið lögðum við mikla áherslu á góða upphitun, endurhæfingu strax eftir leiki og gættum þess að forðast samstuð á æfingum daginn eftir leik. í þessu sem öðru skiptir einbeitingin mjög miklu máli en ljóst er að mönnum er hættara við meiðslum séu þeir að hugsa um eitthvað annað en æf- inguna, eins og gjarnan gerist skömmu eftir leik, þegar menn eru enn þreyttir. Sveinbjörn Svein- björnsson nuddari nuddaði leik- íþróttamenn verða að vera ómeiddir til að ná árangri en með réttum þjálfunar- aðferðum má lág- marka meiðsla- tíðnina verulega og forvarnir eru betri en endur- hæfing. beinu brautina. Þá hafði náðst að styrkja alla veikleika, menn voru í góðu líkamlegu ásigkomulagi og varla þurfti að skipta mönnum út vegna meiðsla." I leikmannahópnum hjá KR voru 22 leikmenn og segir Gauti að engin alvarleg meiðsl hafí átt sér stað á tímabilinu. Andri Sigþórs- son hafi reyndar misst mikið úr en meiðsl hans hafi verið af öðrum toga. „Þegar tímabilinu lauk þurfti enginn að fara í aðgerð og allir voru stálslegnir eins og allt tíma- bilið. Astæðan er fyrst og fremst sú að unnið er eftir ákveðinni áætl- un sem byggist á vísindalegum grunni. Menn eru oft ósáttir við að þurfa að gera þessar grunnæfing- ar, þurfa að hita upp, hlaupa eftir leiki, þurfa að lyfta, þurfa að hlaupa úti og svo framvegis. En ætli menn að sleppa við meiðsl og flokkanna og ég fylgist með því að rétt vinnubrögð séu viðhöfð. Það er lykilatriði að gera sér grein fyr- ir því að hver æfing hefur ákveð- inn tilgang, hvort sem er hjá börn- um eða keppnismönnum í efstu deild. Það er ekki tilfallandi að ákveðin æfing er gerð á ákveðnum tíma heldur er allt kerfisbundið. Við gerum ákveðna hluti tveimur dögum fyrir leik í meistaraflokki, fórum yfir önnur atriði þremur dögum fyrir leik. Mikilvægt er að leikmenn skilji þetta og vissulega hafa þeir gert það hjá KR, enda hafa þeir séð árangurinn. En KR hefur búið við það að margir leik- menn félagsins hafa leikið erlendis á veturna og svo bætast alltaf ein- hverjir við hópinn skömmu fyrir keppnistímabil. I þessu sambandi er vert að geta þess að leikmenn, sem bætt- ust í hópinn eftir tímabilið í fyrra, komu í 14,3 sjúkrameðferðir að meðaltali á tímabilinu sem fylgdi í kjölfarið, en þeir sem léku erlend- is síðastliðinn vetur urðu að mæta í 10 sjúkrameðferðir að meðaltali og þeir sem voru með okkur allan tímann frá hausti 1997 þurftu 4,3 sjúkrameðferðir að meðaltali. Af þessu má sjá að þeir sem hafa ekki verið með okkur í tvö ár meiddust miklu frekar en hinir. Tölurnar tala sínu máli og þær árétta mikilvægi réttra æfinga. Ekki bara með einstaklinginn í huga og árangur hans og liðsins heldur sparnaðinn sem skapast í heilbrigðiskerfinu.“ í vetur verba um 60 verslanir og veitingastaöir meö opið á sunnudögum. VERSLANIR frá kl. 13.00 - 17.00 STJÖRNUTORG frá kl. 11.00 - 21.00 VEITINGASTAÐIR OG KRINGLUBÍÓ eru með opið fram eftir kvöldi. Sími skriftstofu: 568 - 9200 Upplýsingasími: 588 - 7788 KvU\Cf\CsJ\ P H R 5EM#HJRRTRfl 5 L fE R

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.