Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Ragnhildur Pálsdóttir Erwin með sýnishom af framleiðslu fyrirtækis síns.
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
NOTA TIMANN VEL
eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
Þegar Ragna Pálsdóttir fór til
náms í fjölmiðlafræðum í Banda-
ríkjunum eftir að hafa lokið stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum við
Sund árið 1977, tvítug að aldri, þá
vissi hún ekki að hún væri raun-
verulega að fara til búsetu erlendis
um langa framtíð. Hún lauk fjöl-
miðlanáminu á röskum þremur ár-
um og var varla komin aftur til ís-
lands eftir það þegar hún fór að
ókyrrast og vildi komast í frekari
ferðalög. Hún hafði unnið sem flug-
freyja á sumrin og var því vön að
ferðast. Áður en langt um leið var
hún komin sem flugfreyja hjá
Gulfair til Mið-Austurlanda og þar
með var teningunum kastað - hún
hefur ekki komið til búsetu á ís-
landi síðan.
Urðu ástfangin
í Austurlöndum
Um sama leyti og Ragna hélt til
Mið-Austurlanda fór ungur maður
þangað til starfa frá Bandaríkjun-
um. Hann hafði ekki lengi dvalið í
Bahrain þegar hann sá unga ís-
lenska stúlku og var þar eins og
lesendur kannski grunar komin
Ragnhildur Pálsdóttir í eigin per-
sónu. Það er ekki að orðlengja það
að þau Ragna Austin Erwin urðu
ástfangin og ákváðu að ganga í
hjónaband. „Við giftumst reyndar
hér á íslandi í Fríkirkjunni árið
1985 en fórum svo aftur út til Ba-
hrain þar sem við bjuggum til árs-
ins 1987. Þá fluttum við til London
og gekk ég þá með fyrsta barn
okkar,“ segir Ragna er blaðamaður
hitti hana að máli fyrir skömmu, en
hún var hér á íslandi vegna sýn-
ingar á framleiðslu fyrirtækis
hennar Chase Erwin, sem hún
setti upp í Galleríi Nema hvað á
Skólavörðustígnum. „Sagan af til-
urð fyrirtækis míns hófst þegar ég
kynntist konu sem heitir Ladda og
var eigandi silkiverksmiðju í Ta-
flandi. Ég hafði kynnst viðskiptum
og markaðssetningu í tengslum við
starf mitt hjá auglýsingaskrifstofu
sem ég starfaði hjá í Bahrain. Það
VEDSKEPTIAIVINNULIF
ÁSUNNUDEGI
►Ragnhildur Pálsdóttir Erwin, öðru nafni Ragna Erwin eða
bara Ragna Páls, er íslenskum íþróttaunnendum að góðu kunn.
Hún var þekkt frjálsíþróttakona á árum áður en hefur nú hasl-
að sér völl á öðrum vígstöðvum. Hún rekur í London fyrirtæk-
ið Chase Erwin, sem sérhæfír sig í framleiðslu á silkiefnum
fyrir alls kyns innanhússnotkun. Áður en Ragna fluttist til
Bretlands bjó hún í nokkur ár í Mið-Austurlöndum með eigin-
manni sínum, Austin Erwin, sem á með henni fyrirtækið
Chase Erwin en er bankamaður - aðstoðarforstjóri hjá Citi-
bank í London. Þau hjón eiga fjögur börn.
Frá sýningu á framleiðslu fyrirtækisins Chase Erwin, sem haldin
var á Skólavörðustígnum fyrir skömmu.
starf var mér á ýmsan hátt örlaga-
ríkt. Bæði var mér fengin þar mikil
ábyrgð, ég annaðist skipulagningu
á auglýsingum og ýmsum öðrum
viðskiptastörfum fyrir stór fyrir-
tæki eins og t.d. Marlboro-sígarett-
ur, Singapore Airlines og fleiri slík
- og þetta starf leiddi óbeint til fyr-
irtækjárekstursins.
Sýnishornabókin
sett saman
Þegar ég hafði nokkru síðar hitt
umræddan verksmiðjueiganda í
Taflandi kviknaði sú hugmynd að
ég gæti kannski markaðssett í
Bretlandi þau fallegu efni sem hún
framleiddi. Ég byrjaði að setja
saman liti og nokkur mynstur í
eina sýnishornabók og í London
sýndi ég þetta innanhússhönnuð-
um. Það voru góður viðtökur við
þessari framleiðslu strax - allt fór
þetta þó rólega í gang, ég var ekki
með neina skrifstofu, seldi bara
sjálf.
Næst gerðist það að ég kom til
íslands með mitt eina eintak af
sýnishornabókinni og mitt eina
barn, sem þá var nýfætt. Eftir að
hafa sýnt barnið ættingjum og vin-
um tók ég fram sýnishornabókina,
gekk niður Laugaveginn og bank-
aði þar upp á hjá nokkrum arki-
tektum. Þeim leist mjög vel á silki-
efnasýnishornin en vildu fá að sjá
meira. Þarfir þeirra voru að sjálf-
sögðu mismunandi, sumir voru að
innrétta hótel, aðrir sjúkrahús og
skóla. Ég sá í hendi mér að þarna
væri „óplægður akur“, fór út með
bamið og sýnishomabókina til
London og fór að læra allt um efni
fyrir hótelnotkun og stofnanir.
Seldi strax efni á tvö hótel
Þessi efni þurftu að vera t.d. eld-
tefjandi og uppfylla viss skilyrði
um þvott og hreingerningar og
einnig datt mér í hug að hótel hér á
landi þyrftu að hafa myrkvunar-
tjöld. Utlendingar hér kvarta oft
undan því að erfitt sé að sofna hér í
vorbirtunni. Ég var sú fyrsta sem
innleiddi hér myrkvunartjöld og
það gerði ég strax einum og hálfum
mánuði seinna þegar ég fór aftur
til Islands með ný sýnishorn og
réttar vömr fyrir þau verkefni sem
ég hafði frétt af í fyrri ferðinni. Ég
seldi strax saumuð gluggatjöld og
rúmteppi á tvö hótel.
Þetta allt saman leiddi svo til að
ég stofnaði fyrirtækið Vef með föð-
ur mínum, Páli Ól. Pálssyni, sem
við höfum rekið saman síðan hér á
íslandi. Og höfum við nú átt far-
sælt samstarf í tólf ár við öll helstu
hótel á landinu.
Við höfum unnið með nær öllum
stærstu hótelum landsins, svo sem
Flugleiðahótelunum, Fosshótelun-
um, Hótel Sögu, Grand hótel og
Hótel Reykjavík, en þar unnum við
svokallað „turnkey“-verkefni, seld-
um og sáum um allar innréttingar
á gestaherbergin og sali, sáum um
húsgögn, ljós og efni. Það má því
segja að við höfum öðlast sérstaka
sérhæfingu hvað varðar vöru sem
henta á hótelum og erum með mik-
ið úrval á boðstólum. Fyrir hvert
einasta verkefni höfum við unnið
tilboð á móti öðrum tilboðsgjöfum,
þannig að það er ekki eins og þetta
hafi allt verið fyrirhafnarlaust. Og
þess ber að geta að þetta unnum
við við pabbi bara tvö ein - höfðum
enga aðstoð.
Unnum stundum
dag og nótt
Ég er mjög stolt af þessum
verkefnum sem erlendis eru unnin
af fjölda fólks. Það er ekki á allra
færi að skipuleggja framleiðslu á
húsgögnum, efnum fyrir glugga-
tjöld, segja fyrir um bólstrun
stóla, láta sauma og vattera rúm-
teppi og svo framvegis, svo allt
smelli saman - og skila svo öllu
þessu af sér á réttum tíma. En
þetta tókst okkur pabba. Stundum
þurftum við að vísu að vinna nótt
og dag og fram á síðasta dag, ís-
lendingar eru líka stundum með
„seinni skipunum" að panta eins
og margir vita.
Opnaði verslun
í London
Einnig höfum við í framhaldi af
þessu unnið mikið að því með arki-
tektum í sambandi við verkefni
sem lýtur að opinberum bygging-
um, svo sem skólum, sjúkrahúsum
og fleiri stofnunum. Á sama tíma
hélt ég áfram með sölu á silkinu í
London og hægt og rólega jók ég
við tegundirnar sem ég var með á
boðstólum, en var bara með eina
stúlku í vinnu. Kaflaskipti urðu i
starfseminni fyrir sex árum þegar
við opnuðum litla verslun í Chel-
sea Harbour Design Centre, ég
var með eina af fyrstu verslunum
sem var opnuð þar. Nú eru allar
þrjár hæðirnar setnar verslunum
og um 60 til 70 fyrirtæki sem
versla með innanhússvörur eru
þar til húsa. í þessari byggingu
eru sýningarsalir fyrir framleiðslu
helstu fyrirtækja á sviði innan-
hússhönnunar.
Viðskiptavinir um
alian heim
Viðskipti mín með silkiefni juk-
ust jafnt og þétt eftir að starfsemin
flutti í umrædda verslun og jafn-
frmt bætti ég við nýjum mynstrum
og efnum. Síðustu þrjú ár hafa ver-
ið mjög spennandi hvað starf mitt
snertir. Ég hef haldið mig við sér-
hæfingu í silkiefnaverslun, við er-
um nú komin í hóp helstu fyrir-
tækja á því sviði. Ég reyni að hafa
einfold og stílhrein munstur og
jafnframt að hafa silkið okkar
ferskara og lífmeira en hjá keppi-
nautunum, t.d. Jim Thompson. Við-
skiptavinir okkar eru út um allan
heim og sýnishornabækurnar eru
orðnar nokkur hundruð í hverri
tegund fyrir sig. Það er gaman að
tlgjast með því hvert efnin fara.
g var t.d. í Indlandi í vor, þar sem
var verið að framleiða silki fyrir vel
þekktan og ríkan viðskiptavin -
Bin Laden. Þurfti silkið að vera
komið í anddyri hans í Saudi Ara-
bíu fyrir vissan tíma og tókst það.
Við höfum haft fleiri fræga við-
skiptavini, svo sem prinsessuna af
Kent og hef ég heimsótt hana í