Morgunblaðið - 07.11.1999, Side 31

Morgunblaðið - 07.11.1999, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 31 Útlendingar hér kvarta oft undan því að erfitt sé að sofna í vorbirt- unni. Ég var sú fyrsta sem inn- leiddi hér myrkv- unartjöld. Kaflaskipti urðu í starfseminni fyrir sex árum þegar við opnuðum litla verslun í Chelsea Harbour Design Centre. Ég er að byrja að hanna nýja sófa og stóla sem eru í stíl mitt á milli sí- gildra húsgagna og nútímahús- gagna, ég legg ekki síst áherslu á þægindi og vandaða smíði. Kensington-höll. David Bowie hef- ur keypt vöru af okkur svo og Ma- donna. I vor náði ég samningi við frægt fyrirtæki sem framleiðir snekkjur, Sunseeker, ég hannaði fyrir þá línu af silki fyrir snekkjurnar, og hefur hönnunin líkað svo vel að nú er silki frá okkur í öllum snekkjun- um sem eru í nýsmíði og eigendur eldri báta vilja skipta yfir í nýju efnin. Opnaði verslun með húsgögn Síðasta ár opnaði ég aðra og stærri verslun með húsgögn í sömu verslunarmiðstöð. Þetta er þótt ég segi sjálf frá glæsileg búð, bæði með húsgögn frá Fendi á Ítalíu og svo mína eigin hönnun. Eg er að byrja að hanna nýja sófa og stóla sem eru í stíl mitt á milli sígildra húsgagna og nútímahús- gagna, ég legg ekki síst áherslu á þægindi og vandaða smíði. Allt þetta hefur gerst jafnframt því að fyrirtæki okkar pabba, Vefur, hef- ur dafnað vel. Við opnuðum versl- un á Skólavörðustígnum fyrir þremur árum. Hjá Vef er að finna góðar gjafavörur og ágætt úrval af áklæði. Fyrirtækið er ennfremur áfram í samstarfi við hótel á sínu sérsviði.“ Tekur börnin með í verslunarferðir Og hvað svo með einkalífið? Skyldi Ragna hafa einhvern tíma til að sinna fjölskyldu og heimili meðfram öllu þessu viðskipta- starfi? „Já, við hjónin eigum fjögur börn og vissulega þarf að sinna þeim og það geri ég. Eg hef raunar haft yndislegar stúlkur frá íslandi sem au-pair síðustu árin, einkum frá Akranesi. Þær hafa hjálpað mér mikið við heimilisstörfin. Börnin tek ég oft með mér í við- skiptaferðir til Mið-Austurlandá og Austurlanda fær. Þess má svo að lokum geta að listir og menning sneiða ekki alveg hjá okkar garði, við Austin stundum listalífið í London eins mikið og við getum og ei-urn m.a. virkir félagar í þekktu leikhúsi og í skemmtilegu nýju óp- erufélagi sem veitir okkur mikla ánægju. Mitt „motto“ er að nota tímann vel og lifa lífinu meðan hægt er.“ Fólk Doktor í efnafræði • EINAR Karl Friðriksson vai'ði nýverið doktorsritgerð við Cornell- háskóla í Bandaríkjunum, og var heiti ritgerðar- innar „High- Resolution Mass Spectrometry of Immunoglobulin E and Plasma Membrane Phospholipids Important for Mast Cell Acti- Einar Karl vation". Friðriksson j ritgerðinni er gi’eint frá rannsóknum á IgE- mótefni og fleiri prótínum með Fo- uriervörpunar-massagreini og sýnt hvernig einstakir möguleikar slíks tækis nýtast í lífefnarannsóknum. Massagreinir Cornell-háskóla er búinn 6 Tesla-ofursegli og „elect- rospray“-jónagjafa. Þannig er hægt að jóna prótínsameindir í heilu lagi, yfir 60.000 atómmassaeiningar að þyngd, og skrá massaróf með ísótópískri upplausn. í ritgerðinni er m.a. greint frá mælingum á mis- munandi sykruábót prótína, stað- festingu á raðgreiningu prótína og villuleiðréttingum í amínósýruröð. Notast var við fjölbreyttar MS/MS- aðferðir, m.a. ECD (Electron Capt- ure Dissociation) sem er ný aðferð sem þróuð var í massagreinishópi Cornell. Einnig er gi-eint frá mælingum á lípíðum í frumhimnum og sérstök- um frumuhimnusvæðum (detergent resistant membranes). Mælingarn- ar styðja tilgátur um að slík svæði gegni mikilvægu hlutverki í fyrstu skrefum í IgE-miðluðum frumu- boðskiptum, svo sem í ofnæmisvið- brögðum. Einar hefur einnig birt niðurstöður sínar í nokkrum grein- um í alþjóðlegum vísindatímaritum bæði á sviði efnagreininga og líf- efnafræði. Leiðbeinendur Einars Karls voru Fred McLafferty, kunnur frum- kvöðull á sviði massagreininga og Barbara Baird, sérfræðingur í líf- eðlisefnafræði, en þau eru bæði prófessorar við efnafræðideild Cornell-háskóla. Einar Karl er sonur Friðriks Páls Jónssonar og Ragnheiðar Guðmundsdóttur sem búa á Akur- eyii. Hann á eina dóttur, Sólrúnu Höllu. Einar Karl býr í Reykjavík og starfar hjá A&P Einkaleyfi ehf. sem ráðgjafi um vernd hugverka- réttinda, einkum á sviði efnafræði og líftækni. Frá Kolaportinu. Breytingar í Kolaportinu BÚIÐ er að gera miklar skipulags- breytingar á Markaðstorgi Kola- portins og skipta upp markaðs- torginu í tvo hluta. Með þessum breytingum er verið að gera hluta söluaðila kleift að vera með opið á föstudögum. Breytingin skilar stærri sölubásum, breiðari götum fyrir fólk og fleiri hornbásum fyrir þá sem eru að selja koinpudót um helgar. Markaðstorg Kolaportsins hefur nánast frá upphafi verið opið um helgar nema á jólamarkaði sem op- inn er alla daga í tvær vikur fyrir jól. Nú verður breyting á þessu, því stór hluti Kolaportsins verður op- inn á föstudögum kl. 14-21. NÁMSAÐSTOÐ á lokasprettinum fyrir jólaprófin — réttindakennarar — flestar greinar — öll skólastig — Innritun í síma 557 9233 frá kl. 17 til 19 virka daga. Nemendaþjónustan sf. GDK ISDN _ * ■■ STAFRÆN SAMSKIPTI LG GDK símstöðvarnar eru stafrænar ISDN síma og samskiptastöðvar sem henta fyrir lítil, meðalstór og stór fyrirtæki. Símstöðvarnar eru í stöðugri þróun og reglulega bætast við nýjir eiginleikar sem gera má virka með hugbúnaðaruppfærslu. ÞRÁÐLAUST SÍMKERFI Innbyggt þráðlaust slmkerfi, þar sem þráðlausir símar virka nákvæmlega eins og sérbyggð símtæki og hafa allan aðgang að aðgerðum í símkerfinu. Hentar sérstaklega vel þar sem menn eru mikið á ferðinni. SÍMSVÖRUNARKERFI DVU spjaldið í GDK símstöðinni gerir starfsmönnum kleift að skilja eftir töluð skilaboð á símtækjum. DVU getur líka unriið sem hjálparsvörun fyrir skiptiborð og sem almennur símsvari. DVU er ekki utanáliggjandi aukabúnaður heldur innbyggt í símstöðina. TÖLVUTENGINGAR Síminn á tölvuskjáinn. Notandinn getur auðveldlega framkvæmt allar aðgerðir í símkerfinu með Windows forriti og CTI samskiptastaðli LG LG samsteypan var stofnuð 1947 og er næst stærsta fyrirtæki í Kóreu. LG er 25 stærsta framleiöslufyrirtækið á heimsvísu. 7% af veltu fyrirtækisins er varið I rannsóknar- og þróunarstörf. Starfsmenn LG eru um 120.000 og þar af vinna 5.000 manns við þróunardeildir fyrirtækisins. Meðal samstarfsaðila LG eru Honeywell, Hitachi, Siemens, Mitsubishi og AT&T. Verksmiðjur eru I Bretlandi, Þýskalandi, Bandarikjunum, Thaílandi og Indónesíu. Istel h.f. er hefur selt og þjónustað símabúnað frá árinu 1983. I dag rekur fyrirtækið öflugt verkstæði og þjónustudeild þar sem kappkostað er að sinna ört vaxandi viðskiptamannahópi sem best. Um 1700 fyrirtæki og stofnanir nota simstöðvarfrá Istel h.f. Af hverju ekki að slást i hópinn? ístel Siðumúla 37 - 108 Reykjavík S. 588-2800 - Fax 588-2801

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.