Morgunblaðið - 07.11.1999, Qupperneq 34
34 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AFMÆLI
RAGNHEIÐUR
, BÖÐ V ARSDÓTTIR
Aldarafmæli, 7. nóv-
ember 1999. Frú Ragn-
heiður Böðvarsdóttir
organisti á hundrað
ára afmæli í dag. Dótt-
ir hinna kunnu sæmd-
arhjóna á Laugarvatni,
Laugardal, Ames-
sýslu, frú Ingunnar
Eyjólfsdóttur og
Böðvars Magnússonar,
hreppstjóra í áratugi.
Undir sjötugt skrif-
i aði hann ævisögu sína
„Undir tindum" afar
skemmtilega skrifuð,
full af fróðleik um liðna
tíð, einnig um ættir.
Fyrst bjuggu þau hjón í Útey, frá
1900 til 1907. Þá fluttust þau hjón
að Laugarvatni.
Ragnheiður var elsta barn, næst
Guðný Sigríður, dó viku gömul,
þriðja bam Magnús, síðar bóndi í
Miðdal - en síðar fæddust 10 syst-
ur. Upp komust því 12 systkini af 13
börnum. Oft hefur þá verið glatt á
hjalla í þessum stóra systkinahópi.
Frú Ragnheiður ólst því upp á
einum af fegurstu stöðum Suður-
lands. Og mikið hefur verið sungið á
heimilinu. Hún giftist Stefáni Dið-
rikssyni og bjuggu þau á Minniborg
í Grímsnesi allan sinn búskap. Hann
var oddviti hreppsins.
Ragnheiður á Borg, eins og hún
var oftast kölluð, var rúmlega fer-
tug, þegar við séra Ingólfur komum
í Grímsnesið. Hún var þá búin að
eignast öll sín níu böm, og mörg
uppkomin. Hún var ungleg og
skömleg kona, fríð og höfðingleg.
Böðvar, elsti sonur þeirra hjóna,
var þá orðinn skólastjóri við Ljósa-
fossbamaskóla.
Frú Ragnheiður var organisti við
Stóru-Borgarkirkju, skammt frá
Minni-Borg. Hún var framúrskar-
andi tónviss og góður organisti og
æfði líka stóran kirkjukór. Þar
minnist ég líka fyrst frú Amheiðar,
næstelstu systur hennar í kómum.
Hún var gift Guðmundi Guðmunds-
syni á Brú, bróður Tómasar Guð-
mundssonar skálds. Áreiðanlega
var tónlistin Ragnheiðar líf og yndi.
Eg minnist hennar við kirkjuorg-
elið, á íslenskum búningi, með mikla
jarpa hárið, langar og fallegar flétt-
ur, dökkbrýnd með gráblá augu.
Alltaf kemur mér hún í hug á öllum
~stórhátíðum. Oft var hún fengin, til
þess að leika á orgel t.d. við jarðar-
' farir, með kórinn sinn, utan Borgar-
kirkjusóknar, á þeim ámm. En um
áttrætt, sagðist hún ekki vilja, jafn-
vel í ígripum, spila sálmalög við
messu, því að hún gæti ekki verið
alveg viss um að taka ekki „feil-
nótu“. Þetta virtum við og skildum
vel. Hún var tónlistarmaður að allri
gerð og vandlát eftir því.
Ragnheiður var snör í svörum og
skemmtilega sagði hún frá. Þær
systur vora skemmtilegar að kynn-
ast, lét öll frásögn vel. Heimili
þeirra voru mestu myndarheimili.
Þessi grein um langa ævi, verður
að vera stutt. Eins og nærri má geta,
skiptast á skin og skúrir á hundrað
ámm. Margt erfiði, en einnig sorgir,
ekki síst í stómm fjölskyldum.
Margir ástvinir og vinir kveðja. Eitt
bam misstu þau hjónin ungt.
Frú Ragnheiður hefur afkastað
miklu ævistarfí. Lengi hafði hún
póstafgreiðslu og síma. í það fór
mikill tími, þótt símatími væri tak-
markaður. A þeirri tíð varð að kalla
í miðstöð, ef hringt var utan sveitar
í síma. Þetta var mikið ónæðisstarf.
T.d. ef einhvers var saknað í byl og
ófærð. Og ætíð brást frú Ragnheið-
ur vel við, að fylgjast með ferðum
manna, ef svo stóð á, þótt það kost-
aði næturvöku. Hún ól böm sín upp
af festu og myndarskap. Þau era
efnilegt prýðisfólk. Og ættfólkið er
að jöfnu mjög söngvinnt. Ekki var
hið mikla símastarf vel launað. Og
eftirlaun lítil. Eitt af því starfí var
að handskrifa öll heillaskeyti. Hefur
það ekki verið lítið verk. Eg á mörg
heillaskeyti með hinni fögra rithönd
•Ragnheiðar á Borg. En líka jólakort
frá þeim systrum,
henni og Arnheiði. Og
virðist falleg rithönd
vera ættarfylgja. Oft
hafði maðurinn minn
orð á því hvað Ragn-
heiður á Borg væri vel
gefin og glæsileg kona.
Allar vora þær systur
miklar húsmæður og
skemmtilegar við
kynningu.
Eftir langt ævistarf í
sveitinni, fluttu þær
elstu systurnar, Ragn-
heiður og Amheiður,
suður. Þær höfðu stórt
og gott herbergi hvor, hlið við hlið á
Hrafnistu í Reykjavík. Þær voru
góðar og gestrisnar heim að sækja,
þótt húsrúm væri minna en áður.
Og fallegt var að sjá hvað þær nutu
þess að vera þarna saman. Þær
sýndu mér sína hæð, málverk og
myndir. Frásögn skemmtileg.
Lengi höfðu þær allgóða heilsu.
Enn var frú Ragnheiður ótrúlega
hress með skíra minni, þegar ég
hitti hana síðast á þessu ári og við-
tökur góðar. Hún sagðist þávera að
gera sér til dægrastyttingar að
skrifa upp kvæði, sem hún lærði í
æsku. Mikil Guðsgjöf er það, að
halda slíku minni á þessum háa
aldri, einnig sjón, heyrn og hand-
styrk. Þótt líkamskraftar og fætur
væra farnir að bila.
Kæra aldarafmælisbam, sendi
þér þessar fáu línur með innilegu
þakklæti fyrir sameiginlegt kirkju-
starf í fjölmörg ár og góð kynni.
Hamingju- og blessunaróskir tU þín
og þinna afkomenda.
Hundrað ára heiður þér,
hjartans kveðju send frá mér.
Lýsi þér Drottins Ijósa fjöld,
leiði hann þig á nýrri öld.
Kærleiks kveðja,
Rósa B. Blöndals.
Amma Ragnheiður verður 100 ára
næstkomandi sunnudag 7., nóvem-
ber. Hún nær með þessum áfanga
tímamótum í lífinu, sem fáum hlotn-
ast á sinni lífsgöngu. Ég var skírður
í fimmtugsafmæli Ömmu og er
hennar fyrsta bamabam.
Flestum er ljóst að það er í raun
mikið afrek að verða 100 ára. Marg-
ir mundu segja að þetta væri í gen-
unum, nú á öld erfðatækninnar, aðr-
ir að stunda þyrfti heilbrigða lífs-
hætti til þess að ná þessu marki.
Þegar rætt er um heilbrigða lífs-
hætti í þessu sambandi kemur
margt upp í hugann. Nú er talið
betra að fólk hreyfi sig mikið og
stundi störf, sem haldi áhuga þeirra
á viðfangsefnum og kröfum hver-
dagslífsins vakandi. Já, menn
skyldu gera vissar kröfur til um-
hverfisins eins og sagt er. Ég er
vantrúaður á að slík speki hafi verið
útbreidd þegar amma var að vaxa
úr grasi. Þá var ekki til ríkisrekið
velferðarkerfi, sem aðstoðar og
hleypur í skarðið ef eitthvað bjátar
á. Þá vora ekki til lyf eða meðferð-
arúrræði gegn mörgum hættuleg-
um sjúkdómum. En fólk varð að lifa
af og þá reynir á innri styrk mann-
eskjunnar. En erfíðleikamir á lífs-
ferlinum era margvíslegir. Spænska
veikin geisaði og tók mörg líf, fyrri
heimsstyrjöldina og kreppuárin
þurfti að lifa af. Svo kom heims-
styrjöldin síðari, en þá urðu breyt-
ingar til batnaðar hér á landi.
Við, sem yngri eram þekkjum
þetta í raun einungis af afspurn og
getum sennilega lítið sett okkur inn
í þetta. Amma giftist Stefáni afa
1920 og þau fylgdust að uns hann dó
1957. Þau eignuðust 9 börn, misstu
eina dóttur 1926 og ólu upp 1 fóst-
urbarn ásamt hinum bömunum 8.
Þetta er í raun mikið lífsverk við
þær aðstæður sem þama vora til
staðar.
Ég fékk að fara í sveitina frá
unga aldri og dvaldi um tíma hjá afa
og ömmu á Minni-Borg í Grímsnesi.
Þama fékk ég lítil verkefni, sem
hæfðu aldri mínum eins og það að
hreinsa túnin að moka flórinn og
halda kindunum frá túninu. Ég fékk
til þess dygga aðstoð fjárhunds sem
hét því góða nafni Vaskur. Ég fór
allmargar könnunarferðir á þeim
áram einn míns liðs eða með Vaski.
I gegnum landareignina rann lækur
og var gaman að fylgja slóð hans
allt fram að fossi, sem bærinn Foss
er skírður eftir. Þá voru margir
göngustígar í Minni-Borgarlandinu.
Ég var þónokkuð spilltur af borgar-
verunni og stundaði mikið fótbolta á
túninu hjá ömmu og afa. Þó reyndi
ég að færa mig á hærra plan öðru
hvora og auka þátttöku mína í
sveitastörfunum með því að læra að
mjólka. Þetta mæltist vel fyrir hjá
ömmu og varð hún þá jákvæðari
gagnvart fótboltanum. Samkomu-
lagið við ömmu var yfirleitt gott, en
vissulega hafði maður á tilfinning-
unni að hún vildi aðeins meira
vinnuframlag. Þá man ég eftir því
að við amma rifumst öðru hvoru um
pólitík. Ég vildi ekki þiggja hug-
myndir Framsóknarflokksins og
skipta þeim út fyrir hugmyndir
Sjálfstæðisflokksins. Amma var
fylgjandi Framsóknarflokknum
eins og margt sveitafólk í þá daga
og mikill bóndi í sér og tók búskap-
urinn hug hennar allan. Ég saknaði
hins vegar að sjá ekki Moggann í
sveitinni. Ekki man ég lengur
hvernig þessi áhugi á sjómmálum
tók í mér bólfestu, en hann er senni-
lega hluti af því að öðlast meira
sjálfstæði.
Ég fékk tækifæri til að kynnast
Stefáni afa og það var ánægjulegt.
Hann bætti mér oft upp sjálfsálitið
með því að rétta mér aur að lokinni
sumarvinnu. Afi var duglegur og
átti ég erfitt með að fylgja honum
eftir og hef ég eflaust fundið til
minnimáttarkenndar. Ég kynntist
afa í raun mjög lítið því að ég var
mjög ungur þegar hann féll frá.
Bæði afi og amma vora virk í félags-
málum sveitarinnar. Amma var org-
anisti í Stóra-Borgarkirkju og afi
meðhjálpari og forsöngvari þar í
mörg ár. Einnig vora honum falin
mörg trúnaðarstörf fyrir sveitina,
m.a. var hann oddviti í mörg ár.
Eftir að afi dó stundaði amma bú-
skap á Minni-Borg um langa hríð.
Það finnst mér sýna framsækni og
hugrekki. Skömmu eftir lát afa
brann gamli bærinn á Minni-Borg
og missti hún flestar eigur sínur í
brananum. Má nærri geta að þetta
hafi verið henni mikið áfall. Amma
þurfti því að byrja á því að byggja
nýtt hús til þess að geta hafið bú-
skap að nýju.
Ég kom alloft að Minni-Borg eftir
þetta og gat hlakkað til að hitta
ömmu og lesa bækurnar frá bóka-
safni lestrarfélagsins í sveitinni,
fara í könnunarferðir til bæjanna í
nágrenninu og jafnvel að komast á
hestbak og að sjálfsögðu að sparka í
boltann. Ég gerðist svo frægur að
hendast af baki á fleygiferð, en hef
ekki fundið til sérstaks skaða út af
því óhappi. Amma þurfti aðstoð
annarra til þess að halda búi áfram,
og leigði þeim £ upphafi. Þessir
leigjendur þrýstu oft á um að fá
jörðina alla til sinna nota, en því var
amma lengi vel andvíg. Svo fór þó
að lokum að hún seldi jörðina dótt-
urdóttur sinni Unni Halldórsdóttur.
Amma fluttist til Reykjavíkur um
síðir og þurfti að fá hjálp tímabund-
ið vegna veikinda.
Ég hafði keypt íbúð í Fossvogi
um það leyti og flutti hún í íbúðina
og leigði í upphafi en keypti síðar af
mér. Mér þótti ágætt að hún skyldi
geta notið verannar þar áður en
hún flutti á Skjól, en þar hefur
henni oftast liðið vel hjá góðu hjúkr-
unarfólki í grennd við bækur sínar
og aðra persónulega muni.
Amma er afar bókhneigð og virt-
ist hafa stálminni á marga hluti.
Hún þekkti bæjarnöfn og ábúendur
víða um landið og kom mörgum á
óvart í þeim efnum, þegar ekið var
með hana um sveitirnar.
Hún átti mjög gott með að ræða
um bókmenntaverk þannig að ljóst
var að hún hafði í reynd kynnt sér
innihald þeirra í víðtækasta skiln-
ingi. Þetta mætti kalla að læra með
hjartanu og er ólíkt þeim lærdómi
sem oft viðgengst í grannskólum og
framhaldsskólum og jafnvel há-
skóla. Þá kunni hún margar vísur
svo sem títt er um eldra fólk.
Hún hefur ávallt fylgst vel með
fréttum og hinu daglega og hefur
því í reynd notið ellinnar með mun
betri hætti en margir upplifa. Þetta
er ánægjulegt fyrir hana, alla fjöl-
skylduna og starfsfólk Skjóls.
Eins og ég nefndi áður er það
sérstakt afrek að verða 100 ára.
Fjölmargar rannsóknir hafa verið
gerðar á gömlu fólki, sem er mun
yngra en hundrað ára. í flestum
niðurstöðum var hægt að benda á
það að mikil fylgni er á milli lífs-
lengdar og þess að vera andlega
virkur. Þeir sem ekki vora virkh’
með þeim hætti dóu mun fyrr. Full-
yrt var að þeir, sem vora 100 ára
hefðu ekki sloppið betur í gegnum
lífið en aðrir. Þeir urðu jafnoft fyrir
áföllum og öðram skakkaföllum í líf-
inu. Kannski þeir kunni betur þann
galdur að vinna úr uppákomum lífs-
ins. Það er vissulega hinn mikilvæg-
asti af þeim hæfileikum sem þarf til
að lifa af. I hnotskum má eiginlega
segja að það sé listin að lifa.
Kæra amma, ég óska þér hjartan-
lega til hamingju með 100 ára af-
mælið og vona að þú verðir með
okkur enn um hríð hress og jákvæð
að vanda.
Kveðja,
Stefán Einarsson.
Sá er sæll
er sjálfur of á
lof og vit meðan lifir:
því að ill ráð
hefur maður oft þegið
annars brjóstum úr.
Hávamál leita gjaman á hugann
þegar eitthvað mikið liggur við. Nú
þegar amma mín sæla stendur á svo
merkum tímamótum að halda upp á
100 ára afmæli sitt með reisn fyllist
maður auðmýkt og þakklæti. Þakk-
læti fyrir að hafa fengið að njóta
samvista við svo óviðjafnanlegan
persónuleika sem amma hefur að
geyma. Úr hennar brjósti fást að-
eins góð ráð. I huganum hef ég
samið um hana margar bækur og
dreymir um að sjá þær allar gefnar
út í viðhafnarútgáfu. En amma er
hógvær að eðlisfari og telur sig ekki
hafa átt það merkilega ævi að hún
sé í frásögur færandi. Ég mun því
ekki telja upp öll þín afrek i 100 ár í
fátæklegri afmælisgrein, elsku
amma. Minnisstæð era mér þó
ávallt orð Olafs heitins Einarssonar,
sagnfræðikennara míns í MT. Hann
sagði að okkar bestu heimildir um
liðna tíð væru afar okkar og ömmur
sem hefðu lifað með þjóðinni á
mestu umbrotatímum í sögu hennar
á 20. öldinni. Seinna þegar ég las
m.a. þjóðfræði við HI varð mér
fyllilega Ijóst að amma hefði alla þá
eiginleika sem ákjósanlegastir eru
til að auðga sagnfræði og þjóðfræði
okkar Islendinga. Hún hefur
óbrigðult minni, er fjölfróð um
menn og málefni, segir skemmti-
lega frá og hefur sannarlega aldur
og lífsreynslu til að miðla.
Amma hefur verið mikilvirk í lífi
og starfi fram á þennan dag. Hún
fylgist grannt með þjóðmálum og
hefur skoðanir á þeim, hún les mik-
ið eins og hún hefur ávallt gert,
hlustar á tónlist, enda organisti í 60
ár í sinni sveit og bókavörður í
fjölda ára. Hún er heiðursfélagi ótal
félagssamtaka og hefur getið sér
orð á ótal sviðum mannlífsins, þótt
ég geri það ekki að umræðuefni hér.
Amma ólst upp í stóram systkina-
hópi á Laugarvatni og á fjölda ætt-
ingja og afkomenda sem hún hefur
ávallt sinnt af mikilli ræktarsemi.
Hún er ljóðelsk og talar kjarnyrta
íslensku og hefur löngum þulið fyrir
okkur barnabörn sín heilu Ijóða-
bálkana og kann vissulega skil á
höfundum þeirra. Amma hefur á
sínu hundraðasta aldursári verið að
handskrifa sín uppáhaldsljóð, sem
hún lærði í bernsku og síðar á lífs-
leiðinni. Þeim vill hún miðla til okk-
ar afkomendanna, enda fáum við
þau nú fjölfölduð á afmælisdegi
hennar. Heimilisiðja ömmu hefur
ávallt verið mikil. Hún hefur ekki
aðeins séð okkur fyrir andlegri
næringu úr nægtabranni visku
sinnai- heldur hefur hún verið ótrú-
lega afkastamikil pijónlistakona.
Oll eigum við bamabömin, bama-
bamabörnin og bamabarnabarna-
bömin hennar handgerð listaverk
frá henni, peysur, værðarvoðir,
vettlinga, sokka og aðrar nauðsynj-
ar til að hlýja okkur í vetrarhörkum
íslenskrar veðráttu. Ótal listaverk
hennar hafa farið víða, innlendis
sem erlendis. Amma kallar list sína
hjáverk en hún starfaði sem sím-
stöðvarstjóri á Minni-Borg í Gríms-
nesi, þar sem hún rak einnig ásamt
afa, Stefáni Diðrikssyni, rausnar-
legt sveitabýli og ól þar upp níu
böm, hvert öðra gæfulegra.
100 ár era langur lífaldur þegar
til þess er litið að bamadauði var
mikill og farsóttir skæðari en nú
tíðkast um hinn vestræna heim. Það
er stórmerkilegt að halda fullri and-
legri og líkamlegri reisn í svo hám
elli. Ég innti ömmu eitt sinn eftir
því hvað hún teldi helstu ástæðu
síns háa aldurs. Hún rifjaði þá upp
að hún hefði eitt sinn verið hætt
komin, nær dauða en lífi. Amma
taldi jafnvel að skapferli hennar
hefði eitthvað með sitt langa líf að
gera og ég trúi því, auk þess sem
genin hljóta að vera afbragðsgóð í
ömmu Ragnheiði. Amma hefur jafn-
aðargeð, hefur lært að temja sig og
hemja. Ég hef ekki heyrt hana
hækka róminn, enda gefur hún sér
tíma til að ræða við fólk og ber jafna
virðingu fyrir öllum. Hún er ávallt
ljúf og blíð, þótt hún sé langt frá því
að vera skaplaus. Hún er f'ylgin sér
og fer sínu fram með ljúfri ákveðni
og „ekki að ræða það“ er gjaman
viðkvæðið, ef reynt er að telja hana
á annað en það sem hún hefur sjálf
ákveðið. Hún hefur greinilega feng-
ið gott veganesti frá samhentum
foreldram sínum á Laugarvatni,
þeim Ingunni Eyjólfsdóttur og
Böðvari Magnússyni. Hún tjáði mér
eitt sinn að það hefði verið einkum
þrennt sem var alveg bannað á
æskuheimili hennar og það hefði
hinn stóri systkinahópur virt (ellefu
systur og einn bróðir); að blóta, að
tala illa um náungann, að fara í
vígðu laugina. Amma gerði smáupp-
reisn gegn föður sínum um tvítugt,
réð sig í vinnu án hans samþykkis
og kynntist stuttu síðar afa Stefáni,
sem þá var kaupfélagsstjóri og
kennari á Minni-Borg í Grímsnesi.
Amma réð sig í fyrstu í vinnu til
hans og „vann svo kauplaust hjá
honum eftir það“, eins og hún
komst sjálf að orði. Ég hef aldrei
spurt ömmu út í samband þeirra afa
en skildi það um daginn að þau hafa
unnast heitt, þótt þau hafi þurft að
basla og berjast fyrir lífínu eins og
þorri þjóðarinnar gerði og gerir
ennþá. Úm daginn ræddum við trú-
mál og andatrú bar á góma. Amma
lá listilega á skoðunum sínum en
sagði að afi Stefán hefði verið „spír-
itisti", hann ætlaði að bíða hennar
og taka á móti henni hinum megin.
Hún hafði hent að því gaman, spurt
„þótt ég verði 100 ára“? Afi hafði
játað því. Hann lést árið 1957,
þannig að amma hefur verið ekkja
alllengi. Hún er ekki gefin fyrir að
ræða um sút og sorg, þótt á langri
ævi hafi hún fengið sinn skerf og þá
minnist hún helst kreppuáranna í
því að vilja ekki rifja þau upp, „talar
ekki út í þau“.
Eðliskostir ömmu era óteljandi
og ég gæti haldið endalaust áfram
að lofa og þakka ömmu fyrir að vera
til. Það era foiTéttindi að eiga svo
dæmalaust yndislega ömmu. Ég
hlakka ávallt til að hitta hana og fer
alltaf rfkari af hennar fundi, inn-
blásin lífskrafti og lífslöngun, orku
sem hún ein getur gefið. Lífsorku
sem er svo græðandi og göfug í
senn, orku sem ömmu Ragnheiði er
einni lagið að veita.
Elsku amma, fyrirgefðu þessi fá-
tæklegu orð á 100 ára afmæli þínu,
þau era skrifuð í kapphlaupi við
tímann. Vonandi auðnast mér kraft-
ur og þor þegar fram líða stundir til
að gera þér veglegri skil, nú er ég
enn að nema við fótskör þína. Ég
óska þér ótal góðra ævidaga til við-
bótar. Það er íslendingum sannur
heiður að hafa þig í stafni þegar
þjóðarskútunni verður siglt inn í 21.
öldina.
Guðbjörg Guðmundsdóttir.