Morgunblaðið - 07.11.1999, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 07.11.1999, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa- langamma, ÓLÖF EGGERTSDÓTTIR, Vallargötu 23, Keflavík, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja föstudaginn 5. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Lúðvík Guðmundsson, Bjarney Sigurðardóttir, Halldóra Jóna Guðmundsdóttir, Ingólfur Bárðarson, Inga Kristín Ciotta, Antony Ciotta, Þórhallur Arnar Guðmundsson, Sigríður Friðjónsdóttir, Gréta Hand, James Hand, Birna Guðmundsdóttir, Donald Lovejoy, Ólöf Edda Guðmundsdóttir, Gísli S. Einarsson, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR GUÐJÓNSSON kennari, Hamrahlíð 11, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 9. nóvember kl. 15.00. Hildur Halldórsdóttir, Örn Ingvarsson, Sesselja Halldórsdóttir, Daði Kolbeinsson, Guðrún Halldórsdóttir, Magnús Gíslason, afabörn og langafasynir. + Ástkær eiginkona mín, móðir og amma, ELÍSABET KRISTINSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 8. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnnast hennar, er bent á Blindrafélagið. Andrés Gestsson, Birgir Andrésson, Arnaldur Freyr Birgisson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR (DídQ frá Ytri Höfða, Stykkishólmi, áður til heimilis á Meistaravöllum 19, Reykjavík, veröur jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn 9. nóvember kl. 15.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir, tengdafaðir og afi, JÓN KJARTANSSON, Litlagerði 2, Húsavfk, sem lést af slysförum þriðjudaginn 26. októ- þer, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. nóvember kl. 15.00. Bertha Pálsdóttir, Kjartan Sveinsson, Páll Róbert Matthíasson, Kristín Evertsdóttir, Kjartan Jónsson, Þórhildur Jónsdóttir, Friðrik Jónsson, Brynhildur Elvarsdóttir, barnabörn og systkini. + Ástkær eiginkona mín, ÁSTRÚN J. SÍVERTSEN, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánu- daginn 8. nóvember kl. 13.30. Marteinn Sívertsen. JÓN KJARTANSSON + Jón Kjartansson fæddist 24. apríl 1945 í Vík í Mýrdal. Hann lést af slysför- um 26. október sl. Foreldrar: Kjartrui Sveinsson, síma- verkstjóri, f. 22. júlí 1912 og Þórhildur Jónsdóttir, f. 22. desember 1918, d. 14. febrúar 1996. Systkini Jóns eru: Þórir, f. 12. desem- ber 1940, Sveinn, f. 20. maí 1943, Eyrún, f. 16. febrú- ar 1947 og Sigrún, f. 17. júní 1948. Jón kvæntist 12. sept. 1970 eftirlifandi eiginkonu sinni, Berthu Steinunni Pálsdóttur, f. 20. júlí 1947 í Reykjavík. For- eldrar: Páll Magnússon, f. 20. desember 1922, d. 21. ágúst 1995 og Fríða Helgadóttir, f. 30. ágúst 1923. Börn þeirra eru: Kjartan, f. 10. október 1971, Þórhildur, f. 25. október 1972 og Friðrik, f. 31. ágúst 1975, sambýliskona Brynhildur El- varsdóttir, f. 29. janúar 1979, barn þeirra er Nína Björk, f. 6. júní 1998. Sonur Berthu er Páll Róbert Matthíasson, f. 30. sept- ember 1966 og er hann alinn upp hjá þeim Jóni, kvæntur Kristínu Sigríði Evertsdóttur, f. 4. apríl 1965, börn þeirra: Birna, f. 21. maí 1985, Jón Evert, f. 16. septem- ber 1991, Bertha Eygló, f. 10. sept- ember 1992. Jón var alinn upp í foreldrahúsum. Hann tók línu- mannapróf frá Póst- og símaskólanum 1962 og varð sím- smíðameistari frá Símaskólanum 1975. Hann starfaði hjá Pósti og síma víða um land með skóla á sumr- in 1959-62, fyrst sem línumað- ur, síðan bflstjóri í fullu starfi frá 1963, flokkstjóri 1965 og síð- ast verksljóri hjá Pósti og síma og síðar Landssima íslands á Húsavík frá 1972. Jón starfaði í nokkur ár í Kiwanis-hreyfing- unni á Húsavik og einnig var hann í skíðaráði Völsungs í mörg ár. Hann var í björgunar- sveitum Slysavarnafélagsins, fyrst í Ingólfi Reykjavík og svo í Garðari á Húsavík eftir að hann fluttist þangað. Hann gegndi þar mörgum störfum og var meðal annars formaður í 9 ár. Utför Jóns fer fram frá Foss- vogskirkju á morgun, mánu- daginn 8. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 15. Okkur langar til að minnast elskulegs tengdaföður okkar með örfáum orðum. I einni svipan er eins og fótunum hafi verið kippt undan okkur. I dagsins önn, þar sem lífið gekk sinn vanagang, leiddum við ekki hugann að því að lífið gæti breyst svo snöggt. Við höfðum geng- ið að því sem vísu að Jón yrði hjá okkur í lengri tíma. Hraustari og at- orkusamari mann er vart hægt að finna. Því til sönnunar hafði hann mikið og merkt blað frá Hjarta- vernd um hraustleika sinn. Þar kom skýrt fram að Jón hafði heilsu á við tvítugan ungling. Jón hafði mikið yndi af öllu því sem við kom náttúrunni, hvort held- ur sem það var gróður, steinar eða jarðlög. Síðasta mánuðinn hafði hann orð á því að gaman væri að setjast á skólabekkinn að nýju með annarri okkar í jarðfræðitíma sér til fróðleiks. Hann vildi alltaf bæta við þekkingu sínu og læra eitthvað nýtt. Jón þekkti nánast hvert einasta fjall og tind á landinu, en Herðubreið var hans uppáhaldsstaður. Þangað fór hann jafnt á sumri sem vetri. Þótt Jón hafi verið mikið náttúrubarn gaf hann sér alltaf tíma fyrir barnaböm- in enda sóttust þau mikið eftir ná- vist hans. Það var ekki bara hversu margt hann gat kennt þeim heldur fyrst og fremst hlýjan og traustleik- inn sem þau fundu hjá honum, að ógleymdu hans skemmtilega skop- skyni. Margs er að minnast, margs er að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku tengdapabbi. Hvíl þú í friði. Megi Guð vaka yfir þér og varðveita þig. Minning þín mun alltaf lifa með okkur. Brynhildur og Kristín. Elsku afi minn, það er svo undar- legt að koma hingað norður því að nú ertu ekki hér lengur. Ég hélt alltaf að þú myndir verða hundrað ára og sá þig fyrir mér, gráhærðan, í ruggustól með öll barna- og barna- barnabörnin í kringum þig, því þannig varstu, hlýr og góður. Núna síðustu árin var ég farin að kynnast þér svo vel og við sátum oft inni í eldhúsi á kvöldin og spjölluðum saman um hina ýmsu hluti. Ég er svo heppin að hafa átt þig fyrir afa. Ég kom alltaf til ykkar ömmu á sumrin og var hjá ykkur, oft í marg- ar vikur. Þá gerðum við mai-gt skemmtilegt saman, fórum í göngu- ferðir, bíltúra eða í sundlaugina. Þú naust þess að vera úti í náttúrunni og þegar við vorum að ganga varstu oft með handbók um blóm og plönt- ur og við flettum upp hvað blómin hétu. Við vorum líka oft saman yfir jólin og ég man alltaf eftir þér að borða jólamatinn, þér fannst hann svo góður. Elsku afi, þú varst alltaf svo góður við mig og það er svo sárt að kveðja þig. En ég veit að þú ert á góðum stað núna og þér líður vel og að við munum hittast aftur. þegar mér líður illa íeita ég til baka til þess tíma þegar þú varst hér og minningarnar um hláturinn, fallega brosið og hlýjuna þína ýta öllum sársauka burt Astarkveðja, þín Birna. Kveðja frá Landssimanum Sá hörmulegi atburður gerðist 26. október sl. að þrír menn, þar af tveir þrautreyndir starfsmenn Landssím- ans, drukknuðu í Mývatni þar sem þeir höfðu verið við vinnu við erfiðar aðstæður. Einn þessarra manna var Jón Kjartansson, símaverkstjóri á Húsavík. Fyrr um daginn hafði það gerst að símasambandslaust varð við nyrðri hluta Mývatnssveitar og kom í ljós að ástæðan var bilun á síma- streng í vatninu. Jón og félagar hans voru að vinna við viðgerð á strengn- um þegar slysið varð. Jón var símamaður í húð og hár og við fráfall hans er stórt skarð höggvið í raðir starfsmanna Lands- símans. Hann hóf ungur vinnu hjá föður sínum, Kjartani Sveinssyni, sem var símaverkstjóri, fyrst í Vík í Mýrdal en síðar í Reykjavík. Vinnu- flokkar undir stjóm Kjartans þar sem Jón varð snemma öflugur liðs- maður fóru víða um land og unnu við uppbyggingu og viðgerðir á loftlín- um. Sveinn, faðir Kjartans, var einnig stöðvarstjóri og verkstjóri hjá Landssímanum og nú hefur fjórði ættliðurinn, Friðrik Jónsson, hafið störf hjá Símanum. Jón starfaði sem flokksstjóri í vinnuflokki föður síns þar til 1972 að honum var boðin verkstjórastaða á Húsavík sem hann gegndi í 27 ár þó að í upphafi hafi hann aðeins ákveðið að taka stöðuna að sér í skamman tíma. Verkefni hans var að sjá um línukerfið í Þingeyjarsýslum og þótt svæðið sem hann sá um sé ekki ýkja fjölmennt þá er það stórt og vega- lengdir miklar og oft erfitt að kom- ast leiðar sinnar því að loftlínurnar biluðu oftast þegar veður var sem verst. Jón reyndist hins vegar vand- anum vaxinn og fljótlega varð það svo að samstarfsmenn hans úr öðr- um deildum Símans sem þurftu að fara til vinnu á Norðausturlandi að vetrarlagi reyndu ævinlega að fá Jón með sér í viðgerðarferðir ef ófærð var eða hætta á vondu veðri. Það voru ekki eingöngu samstarfs- menn hans hjá Símanum sem gerðu sér grein fyrir því að Jón var ein- staklega traustur þegar á reyndi við erfiðar aðstæður því að hann var einnig kjörinn til forystu í björgun- arsveitinni á Húsavík. Nokkru eftir að Jón fluttist til Húsavíkur hófst nýr kafli í þróunar- sögu Símans sem fólst í því að leggja jarðsímastrengi um sveitirnar í stað loftlínanna sem fram að því höfðu verið notaðar fyrir símakerfi í dreif- býli. Að því verki kom Jón mjög mikið, en hann stjómaði vinnuflokk- um sem sáu um lagnir jarðsíma í svo til öllum sveitum í Þingeyjarsýslum og var að auki fenginn til að stjórna framkvæmd í Svarfaðardal eitt árið þegar engar framkvæmdir voru á hans svæði. Við þessar framkvæmd- ir komu verkstjórnarhæfileikar Jóns hvað skýrast í ljós, þar sem honum tókst með dugnaði og útsjónarsemi að skila sínum verkum þannig, að kostnaður var ævinlega í lágmarki án þess að slakað væri á kröfum. Starfsfólk Landssímans kveður nú traustan samstarfsmann og frá- bæran fagmann, sem ævinlega bar hag fyrirtækisins mjög fyrir brjósti. Landssíminn sendir innilegustu samúðaróskir til Berthu, eiginkonu Jóns, barna þeirra, Kjartans, föður hans, og annarra aðstandenda. Bergþór Halldórsson. Elsku afi. Takk fyrir að fara svona oft í sund með okkur og leyfa okkur að vera hjá þér í sumar, þá var gaman. Manstu þegar þú fórst í göngutúr- inn með okkur, við fórum næstum því upp á mitt Húsavíkurfjall. Svo löbbuðum við næstum því hringinn í kringum Húsavík. Okkur þykir vænt um þig en við vitum að nú ertu engill hjá Guði og passar okkur öll. Leiddu mína litlu hendi ljúfi Jesú þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu blíði Jesú, að mér gáðu. Þín afabörn Bertha Eygló og Jón Evert. Mágur minn og vinur er allur. Féll í orustu við illskiptin náttúru- öflin. Öfl sem hann hafði marga hildi háð við en ávallt haft betur. Þessum þróttmikla þrekmanni og alvana fjalla- og útivistarmanni var greini- lega ekki ætluð lengri ævitíð. Að leggja árar í bát þó kalt blési í mót var ekki hans stfll. Held að í huga hans innst hafi ekki verið til vont veður, aðeins mismunandi gott. Raunveruleikinn kaldur, ískaldur og nístandi, var ekki umflúinn. Jón var maður náttúrunnar. Kunni flestum betur að lesa landsins yndi og njóta þeirra lystisemda sem útiveran og ferðalög hafa upp á að bjóða. Jón vex úr grasi við ástríki í hý- býlum foreldra sinna sem hluta árs- ins var þeirra starfsvettvangur. Reglufesta, skyldurækni og sam- viskusemi var þar í öndvegi. Gott veganesti ungum manni sem átti eftir að feta í fótspor föður síns í starfi. Strákhnokkinn byrjaði um leið og fætur báru að trítla á eftir pabbanum út með símalínunum og um víðan völl. Nam hjá honum til símaverkstjómar sem varð hans far- sæla ævivinna. Betri lærifaðir var ekki til. Vítt og breitt um landið í símavinnuflokki var farið. Vötnin stríð, fjöllin fríð og víðáttur heið- anna heilla og starfið freistar. St- arfsvettvangminn er ráðinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.