Morgunblaðið - 07.11.1999, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 37
Heillasporið stærsta tekur Jón
þegar hann festir ráð sitt Berthu,
eðalkonu sem mér hefur alltaf þótt
gersemi af kvenmanni að vera.
Hennar missir og tregi er mikill.
Verkstjórastaða á Norðurlandi-
eystra var laus og Jón beið ekki boð-
anna. Settist að á Húsavík. Þeim
snotra bæ sem eftir það varð hans
hugumkæra heimabyggð. Hús er
reist og heimili til frambúðar. Þai' er
fagurt í víðasta skilningi þess orðs
og gott að koma. Samhent og sam-
stiga örkuðu þau veraldargönguna
gegum súrt og sætt. Jón lætur eftir
sig eðalsteina góða þar sem eru
börnin þeirra. Öll íðilmyndarleg sem
ætíð er ánægjulegt að mæta og eiga
spjall við. Þeirra söknuður er sár
sem nú sjá á bak umhyggusömum
föður.
Jón bar keim af svipmóti móð-
urafa síns og nafna. í senn höfðing-
legur og gjörvilegur á velli, þéttvax-
inn. Svipmikill og festulegur. Hafði
sterka skapgerð sem hann fór vel
með. Kunni vel að segja frá og hafði
góða nærveru. Að eðlisfari var hann
lífsglaður og félagslyndur en gat
víst á stundum verið þungur á brún
og skapið úfið eins og gengur og
gerist þó svo ég hafi ekki kynnst
þeirri hlið.
Við sem hann þekktum vissum að
þetta var góður vottur um auð hins
innra manns. Þar fór drengur góður
og gegn með ríka reisn. Heilsteypt-
ur og sanngjarn með gott hjartalag.
Áhugamálin voru fjölbreytt og
mörg. Hestamennska, skíðaíþróttin,
Slysavai-nafélagið, Kiwanis, göngur
og fleira. Það sem Jón ástundaði
gerði hann af heilum hug, trú-
mennsku og töluverðri ástríðu.
Hann var maður vel verki farinn og
lagði alúð að öllum sínum verkum
bæði í leik og starfi. Vel til forustu
fallinn og staðfastur.
Foreldrum sínum og fjölskyldu
reyndist hann ætíð afar vel enda
kærleikar þeirra í milli miklir, eink-
um þeirra feðga. I raunum Kjart-
ans, föður síns, við fráfall konu hans
fyrr og síðar var Jón honum hin
tryggasta stoð. Nærgætinn og
hjálpfús. Hinir ósýnilegu tryggðar-
þræðir frá fyrktu sporum birtust.
Jón er honum því harmdauði og
byrðar hans þungar að bera.
Ljúfar, gjöfular myndir af dreng-
skaparmanni sem fór alltof snöggt
eigum við hin sem eftir stöndum
sem dýrar perlm- og munum geyma
þakklátum huga og þær munu milda
söknuð okkar. Þakkir, kveðjur og
óskir um heimvon góða og bjarta inn
á eilífðarinnar ódáinslönd þar sem
heiðríkjan yljandi ríkir. Vertu svo
kært kvaddur, minn kæri mágur.
Haukur Helgason.
Elsku afi.
Takk fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum saman. Það var
margt sem þú gerðir fyrir mig og
kenndir mér. Manstu þegar þú fórst
til Ítalíu í sumar og keyptir handa
mér stól á hjólið hans pabba svo við
gætum hjólað saman? Þessir hjól-
reiðatúrar voru skemmtilegir og við
hlógum mikið saman.
I sumar gerðir þú sandkassa
handa mér á lóðinni þinni og var
ekkert skemmtilegra en að búa til
kökur úr sandinum með þér. I haust
horfði ég á þig taka upp kartöflur í
fyrsta skipti og var það ógleymanleg
stund þegar við fórum niður í bíl-
skúrinn þinn og þrifum kartöflunar
því þar fékk ég að sprauta um allan
skúrinn.
Elsku afi, það var margt annað
sem þú kenndir mér, t.d. að fara á
rassinum niður stigann heima hjá
þér. Skemmtilegast fannst mér þeg-
ar við hjálpuðumst að við að vaska
upp, því við skemmtum okkur svo
vel. Þá var mikið hlegið því ég sull-
aði út um allt.
■ Legg ég nú bæði líf og önd
Ljúfi Jesú, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
Elsku afi, ég sakna þín mikið, en
ég veit að nú líður þér vel hjá Guði.
Þín afastelpa,
Nína Björk.
Nýliðið haust var óvenju stillt,
milt og hlýtt víða um land. Eiginlega
svolítið útlenskt. Okkur reyndist því
auðvelt að ákveða að aka norður
með mömmu og pabba um miðjan
október til þess að fylgja vini okkar
til grafar á Húsavík. Rótgrónum
Húsvíkingi sem margir syrgðu.
Við hringdum í Berthu, báðum
um gistingu á fimm stjörnu hótelinu
í Litlagerði 2, þar sem við höfðum
svo oft notið þess að vera. Það var
auðsótt mál enda þótt þar væri fyrir
ungur bandarískur piltur,
skiptinemi sem Jón og Bertha höfðu
tekið að sér í vetur. Við áttum með
þeim yndislega daga án þess að
nokkurt okkar renndi í grun hvað í
vændum væri.
Jón Kjartansson „kom að sunn-
an“. Hann festi rætur á Húsavík
ungur maður og ávann sér traust
heimamanna, varð einn af þeim.
Hann tók virkan þátt í félagslífí,
honum voru falin ábyrgðarstörf og
forsvar fyrir heimabyggðina á
landsvísu.
Lengst af vann Jón afar langan
vinnudag og fór margar svaðilfarir
þegar mikið lá við. Þeir sem til hans
þekktu höfðu ekki miklar áhyggjur
af því að hann kæmi ekki til baka.
Þeir voru sannfærðir um að hann
næði áfangastað, lyki verki sínu eins
og til var ætlast.
Jóni var umhugað að skila sínu
hávaðalaust, hann var skaftfellskur í
háttum.
Jón var traustur og hljóðlátur og
gat jafnvel verið nokkuð þungur. En
hann var einnig hlýr og hafði
óvenjulega útgeislun. Það þurfti
stundum að hafa fyrir því að fá hann
á mannamót en þegar hann hafði
ákveðið að taka þátt var hann hrók-
ur alls fagnaðar og fáir skemmtu sér
betur. Hann gat dansað heilt kvöld
ef því vai’ að skipta og geislað af
gleði og sjanna. Hann var glæsileg-
ur maður. Hann naut þess að eiga
góðan vinahóp sem ferðaðist saman
eriendis og það var gaman að heyra
hann segja frá heimsóknum á
óvenjulega staði og ræða hugmyndir
um ferðir á nýjar slóðir.
Jón var afar vel á sig kominn.
Hann stundaði mikla útivist, synti,
hljóp, hjólaði, gekk á gönguskíðum
og naut þess að fara í fjallaferðir,
ekki síst að vetri til. Hann gekk til
rjúpna og þegar við hittum hann síð-
ast, 15. október, hafði hann veitt 32
rjúpur þann fyrsta dag rjúpnaveiði-
tímabilsins, í yndislegu, stilltu veðri.
Það var stoltur heimilisfaðir sem
hengdi upp rjúpurnar undir þak-
skeggi, nú var jólamaturinn kominn
í hús hvort sem gestimir yrðu fimm
eða tíu á aðfangadagskvöld. Hann
átti þá bara eftir að baka Skaft-
fellsku hveitikökurnar, sem voru
ómissandi með jólamatnum í Litla-
gerðinu.
Hann naut þessa fallega októ-
berkvölds. Ræddi um framtíðina,
opnaði 18 ára maltviskíið sem hann
hafði legið á frá því í sumar, við sát-
um við arininn í fallegu stofunni og
hugsuðum með okkur að nú væri að
hefjast nýr kafli í lífi Jóns og Bert-
hu. Nokkurs konar dekurtími eftir
áratuga tímabil mikillar vinnu, upp-
byggingar og uppeldis fjögurra
barna. Við hlökkuðum til þess að fá
þau í mat í nóvember, skyldum við
geta fundið jafn gott eða jafnvel enn
betra maltviskýi til þess að gefa
Jóni? Ýmislegt bar á góma þetta
kvöld. Jón sagði okkur meðal annars
frá því að hann hefði nýlega eytt
dögum í bflakaup með föður sínum í
Reykjavík. Ferðir þeirra feðga end-
uðu með því að ættarhöfðinginn
sjálfur, kominn hátt á níræðisaldur,
keypti sér nýjan jeppa. Þessa naut
Jón fram í fingurgóma og í dag er-
um við þakklát fyrir að feðgarnir
skuli hafa átt þessar stundir saman.
Hann sagði okkur líka að hann
stefndi að því að fjölga samveru-
stundum með systkinunum sínum
fyrir sunnan.
En margt fer öðruvísi en ætlað er.
Vetur gekk í garð. Hörmulegt slys
átti sér stað. Þungir og erfiðir dagar
fóru í hönd, ekki síst fyrir fólkið fyr-
ir norðan. Bærinn og sveitirnar
syrgja mennina þrjá. Þetta er erfið
vetrarbyrjun.
Með Jóni kveðjum við mann sem
hefur í raun skilað miklu þrátt fyrir
að hann næði ekki háum aldri. Mann
sem átti fjögur heilbrigð börn sem
eru góðar manneskjur og fjögur
bamabörn sem hann elskaði og
naut: Bimu, mikla afastelpu og við-
kvæma, sem nú syrgir sárt, Jón
Evert, sem hefur misst góða fyrir-
mynd sem hann átti í afa sínum og
nafna, og Berthu Eygló, sem nú
verður að láta sér nægja að stjórna
bara Berthu ömmu. Og síðast en
ekki síst litlu Nínu Björk, sem átti
orðið sæti á hjólinu hans afa og átti í
honum hvert bein.
Við kveðjum nú mann sem var
ríkur af væntumþykju og umhyggju
fyrir fjölskyldu sinni og vinum,
mann sem hafði „stórt hjarta“ eins
og sagt er, enda þótt hann bæri til-
finningar sínar ekki á torg.
Sjálf á ég Jóni, frænda mínum og
viní, afar mikið að þakka allt frá
barnæsku. Eg dvaldi mikið á heimili
hans eftir að hann fluttist til Húsa-
víkur, fyrst sem barnfóstra barn-
anna allra, síðar sem unglingur sem
gott þótti að heimsækja Jón og
Berthu og loks ásamt fjölskyldu
minni, með minn eigin bamahóp.
Hann hefur sýnt mér og okkur öll-
um væntumþykju, tryggð og vináttu
sem hefur verið okkur mikils virði.
Elsku Robbi, Didda, Kjarri,
Hilda, Frikki og Binna. Látið minn-
ingamar verma ykkur. Standið ykk-
ur eins og pabbi ykkar hefði viljað,
leggið rækt við lífið og ykkur sjálf.
Elsku Bertha. Þegar Jóhann Páll
okkar vissi hvað hafði gerst þagði
hann um stund en sagði svo: „Nú
verður Bertha einmana." Bertha
mín, við skulum öll umvefja þig. Þú
munt uppskera eins og þú hefur sáð,
þú sem hefur gefið af þér til okkar
alh-a í eiginlegri og óeiginlegri
merkingu. Nú er komið að þér að
þiggía.
Við skulum öll halda áfram eins
og Jón hefði viljað að við gerðum.
Guð veri með ykkur.
Ragnhildur og Valdi.
Fyrir tæpum tug ára mynduðum
við nokkrir félagar hóp, sem átti það
sameiginlegt að búa á Húsavík en
eiga rætur að rekja til suðlægari
fýlaslóða. Markmið félagsskaparins
er að taka sér ferð á hendur, einu
sinni á ári, suður á land og veiða fyl
og neyta hans svo hér norðan heiða.
Okkur varð strax ljóst að norðlenski
fýllinn var rétt hálfdrættingur sunn-
lenska fýlsins. Hópurinn hefur farið
nokkrar ferðir yfir Sprengisand,
suður á sanda, til að veiða fyrir
mikla fýlaveislu. Einn af upphafs-
mönnum þessa félagsskapar var Jón
Kjartansson. Ég vil í fáum orðum
minnast hans, fyrir hönd „Fýlavina"
en svo heitir hópm’inn.
Eins og gengur vorum við félag-
arnir misvanir slíkum óbyggðaferð-
um. Jón var sá okkar sem hvað van-
astur var, búinn að ferðast mikið
innanlands og þekkti nánast öll ör-
nefni. Það var því mikill fengur að
hafa Jón með, enda var hann óspar á
að miðla fróðleik sínum til okkar.
Hann var góður félagi og naut þess
að glæða áhuga okkar á þeim mörgu
náttúruperlum sem á vegi okkar
urðu. Þegar Jón komst ekki í ferðir
vorum við félagarnir að reyna að
rifja upp nöfn náttúrufyrirbæra
þeirra er fyrir augu bar. Næsta ár á
eftir, þegar Jón var með í för, vakti
það kátínu í hópnum þegar hann tók
sig til og leiðrétti tilgátur okkar
hinna um örnefni og jafnvel heilu
fjallgarðarnir fengu sinn rétta stað.
Með tímanum hefur Jóni þó tekist
að koma helstu örnefnum inn í
hausa okkar félaganna.
Það er margs að minnast frá þess-
um ferðum og víst er að skarðið er
vandfyllt sem myndast hefur í hóp-
inn við fráfall Jóns. Fjölskyldu Jóns
sendum við okkar dýpstu samúðar-
kveðjur og börn hans skulu hafa það
í huga að þau eru afsprengi lífs for-
eldra sinna og lifir Jón því áfram
með þeim. Leitumst því við að vera
jákvæð til lífsins þó það sé yfirmáta
dapurt á stundum sem þessum.
Fýlavinir senda öðrum ættingj-
um, sem misstu ástvini sína í þessu
hörmulega slysi í Mývatnssveit,
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Fýlavina,
Guðmundur B. Guðjónsson
• Fleiri minningargreinar um Jón
Kjartansson biða birtingnr og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
KRISTJÁN EINAR ÞORVARÐARSON
sóknarprestur,
verður jarðsunginn frá Hjallakirkju, Kópavogi,
fimmtudaginn 11. nóvember kl. 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir,
en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Hjallakirkju eða Krabbameinsfélagið
Guðrún Lára Magnúsdóttir,
Tómas Arnarson,
Þorvarður Kristjánsson,
Kristrún Kristjánsdóttir,
Ástrós Kristjánsdóttir.
t
Elskulegur eiginmaður minn, bróðir, mágur og
frændi,
GUNNAR ÞÓR ÞÓRÐARSON,
pípulagningameistari,
áður til heimilis
að Móabarði 29, Hafnarfirði,
lést á Staten Island, New York, 3. nóvember
1999.
Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
þriðjudaginn 9. nóvember kl. 15.00.
Sigríður Óskarsdóttir,
Erna Þórðardóttir, Hallgrímur Friðriksson,
Jónína G. Andrésdóttir
Örn Viggósson
og fjöiskyldur.
t
Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður og ömmu,
ÓLAFÍU R. SIGURÐSSON,
Sólheimum 15,
Reykjavík,
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
9. nóvember kl. 13.30.
Niels P. Sigurðsson,
Rafn A. Sigurðsson, Anna Júlíana Sveinsdóttir,
Karitas S. Mitrogogos, Alexander Mitrogogos,
Sigurður B. Sigurðsson, Rhonda W. Sigurðsson
og barnabörn.
t
Ástkær mágkona mín og frænka okkar,
ÁSDÍS KJARTANSDÓTTIR,
Selvogsgrunni 11,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn
8. nóvember kl. 13.30.
Soffía Bjarnadóttir,
Ingibjörg Jóhannsdóttir,
Kjartan O. Jóhannsson,
Egill Jóhannsson,
Anna Sigríður Jóhannsdóttir,
Baldur Öxdal Kjartansson,
Þórir Gunnarsson,
Björk Jónsdóttir,
Guðríður Dögg Hauksdóttir,
Hafdís Björk Laxdal.
t
Faðir minn, bróðir okkar og afi,
MAGNÚS GUÐBRANDSSON
fyrrv. flugmaður
og fyrrv. starfsm. Rafmagnsveitunnar,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðju-
daginn 9. nóvember kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vildu
minnast hans, vinsamlegast láti Rauða kross
Islands njóta þess.
Ingibjörg Magnúsdóttir,
Adda, Lissa og Sigga,
Margrét M. Róbertsdóttir.