Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Elskuleg dóttir okkar,
GUÐRÍÐUR (Gurrý) ÞÓRISDÓTTIR
sálfræðingur,
lést á sjúkarhúsi í LaPlata, Maryland, Banda-
ríkjunum, miðvikudaginn 6. október.
Minningarathöfn verður í Laugameskirkju
þriðjudaginn 9. nóvember kl. 13.30.
Jóhann Þórir Alfonsson,
Margrét Vigfúsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna fráfalls eiginmanns míns, föður
og afa,
STEFÁNS JÓNSSONAR
fyrrverandi verkstjóra
frá Hólmavík,
Lindargötu 66,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar
A-4 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur ásamt starfsfólki heimahlynningar Krabba-
meinsfélagsins.
Fjóla Guðmundsdóttir,
Örn Stefánsson,
Þórhildur Ýr Arnardóttir,
Stefán Örn Arnarson,
Alda Björk Arnardóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför
REYNIS EINARSSONAR,
Droplaugarstöðum.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Droplaugar-
stöðum.
Dröfn R. Hjaltalín, Örn Hjaltalín,
María Hjaltalín,
Dögg Hjaltalín, Andri Úlriksson,
Agnes Hjaltalín Andradóttir,
Freyja Kjartansdóttir,
Karítas Ólafsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug vegna fráfalls föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
INGÓLFS SÍMONAR MATTHÍASSONAR,
Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalar-
heimilis aldraðra, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum.
Kolbrún Ingólfsdóttir,
Ægir Rafn Ingólfsson, Ragna Margrét Norðdahl,
Inga Dís Ingólfsdóttir, Pétur Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur vináttu, hlýhug og samúð vegna
fráfalls og útfarar sonar okkar, bróður og bama-
bams,
NIKULÁSAR INGA VIGNISSONAR.
Sigurdís Ingimundardóttir, Vignir Jóhannsson,
Hrafn Mar Sveinsson, Marsibil Brák Vignisdóttir,
Baldur Snær Sveinsson, Erling Ormar Vignisson,
Jóna Hjaltadóttir, Hjörtur Jóhann Vignisson,
Vigdís Guðbjarnardóttir.
PETREA ASTRUN
JÓNSDÓTTIR
SÍVERTSEN
+ Petrea Ástrún
Jónsdóttir Sí-
vertsen fæddist á
Mælifelli í Skaga-
firði 24. mars 1915
og lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur þann
27. október sl. For-
eldrar hennar voru
hjónin Jórunn
Hannesdóttir frá
Skíðastöðum og Jón
Sigfússon frá Mæli-
felli. Ástrún var elst
fjögurra systkina,
þeirra; Helgu Ingi-
bjargar f. 1919, d.
1999, Sigfúsar f. 1930 og Her-
disar Kolbrúnar f. 1933, d.
1992.
Ástrún giftist 26. október
1941 fyrri manni sínum, Sveini
Steindórssyni, garðyrkjubónda,
f. 7. desember 1913, frá Efri-
Steinsmýri í Meðallandi, d. 3.
febrúar 1944. Barn
þeirra var stúlka f.
19. febrúar 1942,
dáin sama dag.
Ástrún og Sveinn
bjuggu að Álfafelli í
Hveragerði.
Eftirlifandi mað-
ur Ástrúnar er Mar-
teinn Sívertsen,
húsasmíðameistari
og kennari, f. 10.
nóvember 1912.
Þau giftust 16. maí
1948 og var heimili
þeirra að Litlagerði
7, Reylqavík. Sonur
Marteins er Grétar Sívertsen f.
1931, kona hans er Sigríður
Guðbjartsdóttir og eiga þau 6
börn.
Útför Ástrúnar fer fram frá
Bústaðakirkju á morgun, mánu-
daginn 8. nóvember, og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Pá eik í stormi hrynur háa,
hamra því fjöllin skíra frá.
En þegar fellur ljólan bláa
fallið það enginn heyra ml
En ilmur horfinn innir fyrst
urta hvers byggðin hefur minnst.
(Bjami Thorarensen)
Á sama tíma og Sauðárkrókur
skipti yfir í vetrarbúninginn,
kvaddi Ásta okkur og hélt til
nýrra heimkynna sem ég er viss
um að eru skagfirsk á einhvern
máta. Lát hennar var kannski ekki
óvænt, því heilsan var orðin léleg
og árin tæplega 85. En það er
samt söknuður og maður upplifir
að tengslin við gamla tímann og
fróðleikurinn sem maður gekk að
hjá henni er ekki lengur til staðar.
Ásta var rétt um sjötugt þegar ég
kom inn í fjölskylduna, hún var
móðursystir Nonna mannsins
míns og hún og Marteinn maður
hennar hafa alltaf skipað sérstak-
an sess í huga hans.
Ásta var mjög falleg kona, lág-
vaxin og einstaklega hlýleg og blíð
og ég minnist þess ekki að hafa
heyrt hana tala illa um nokkra
manneskju.
Hún var okkur mjög náin og það
er gott að hugsa til þeirra ára sem
við bjuggum í nágrenni við þau.
Mér reyndist hún ákaflega vel, það
var gaman og gott að koma til
þeirra í Litlagerðið, í húsið sem
Marteinn byggði sjálfur, og hlusta
á frásagnir af langömmu og langafa
barnanna minna og öðrum meðlim-
um stórfjölskyldunnar á Sauðár-
króki.
Þó að Ásta hefði flutt frá Sauðár-
króki fyrir rúmum 50 árum var
Sauðárkrókur samt alltaf heima og
ljóslifandi í huga hennar. Það er
ekki langt síðan að ég sagði henni
frá því að Óttar hefði verið að
renna sér í Grænuklauf og hún
Blómastofa
Friðjtnns
Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík, sími 553 1099.
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar fyrir öll tilefni.
Gjafavörur.
minntist ferða sinna þar sem lítillar
stelpu fyrir um 80 árum.
Ásta hafði gaman af allri handa-
vinnu og var tilbúin til að prófa nýj-
ar aðferðir, t.d. fór hún fyrir ári að
mála á Iéreft og útbjó m.a. dýrindis
svuntu fyrir litla nöfnu sína, sem
verður nú geymd í dýrgripaskúff-
unni hennar. Mér eru ofarlega í
huga myndir írá því að Ásta hélt
lítilli nöfnu sinni undir skím fyrir
rúmu ári, það var góður dagur og
Ásta svo falleg og blíð eins og alltaf.
Mér er líka minnisstæð heimsókn
okkar Ástrúnar til hennar á
Sjúkrahús Reykjavíkur nú í vor, við
sátum frammi í setustofunni og
spjölluðum saman og litla Ástrún
skreið upp í fangið á henni og sofn-
aði þar. Það var fallegt.
En nú á kveðjustund er hugur
minn hjá Marteini, hann hefur
misst mest, því þau voru einstak-
lega góðir félagar og gott til þess að
vita að þau gátu dvalið saman til
leiðarloka í Litlagerðinu.
Ástu þakka ég samverustundir
okkar og gleðst yfir að hafa kynnst
henni.
Jóhanna Halldórsdóttir.
Það var um haustið árið 1941 að
ég fór með Sveini bróður mínum
norður í land, nánar tiltekið til
Sauðárkróks. Tilefnið var að hann
ætlaði að fara að festa ráð sitt og
átti ég að vera til halds og trausts
því ég var eini ættinginn sem hafði
tök á að vera viðstödd. Það gerði ég
með mikilli ánægju. Við ferðuðumst
bæði á sjó og landi, ökutækið var
lítill „skúffubfll“ sem svo var kallað-
ur sem Sveinn átti og var því ferða-
mátinn frjáls. Ég minnist þess hve
Sveinn var skemmtilegur og gaman
að vera með honum. Er við komum
á Blönduós fengum við okkur að
borða. Kjötbollurnar voru eitthvað
erfiðar viðureignar og þá laumaði
Sveinn út úr sér að þetta kæmi
stundum fyrir, að þó ekki væri
nema smá svuntuhorn eða eitthvað
ámóta sem slæddist með í hakka-
vélina, nema hvað okkur varð ekki
meint af.
Sveinn hafði unnið við jarðboran-
ir um vorið og sumarið bæði á
Akureyri og á Sauðárkróki og þar
kynntist hann ljúfri og góðri stúlku,
Ástrúnu, dóttur Jórunnar Hannes-
dóttur og Jóns Sigfússonar. Þau
voru gefin saman í Sauðárkróks-
kirkju þann 26. október. Að lokinni
vígsiu var síðan haldið heim og sest
að veisluborði hjá þeim heiðurs-
Öareb hpm
v/ FossvogsUii'Ujugarð
Símii 554 0500
hjónum Jórunni og Jóni. Dvaldi ég
þar þrjár nætur hjá þessu góða
fólki. Síðan lá leiðin aftur suður til
Reykjavíkur í brauðstritið, en ungu
hjónin komu eftir nokkra daga og
fengu inni í sumarbústað sem
frænka okkar, Ragnheiður Þorkels-
dóttir, og hennar maður, Magnús
Magnússon, áttu í Hveragerði og
voru þar í nokkra mánuði eða þar
til verið var að gera húsið þeirra
íbúðarhæft að hluta. Sveinn vann
að þessu mestmegnis sjálfur og
með góðra manna hjálp. Hann var
mjög hagur, enda kom það sér vel
því efnin voru minni en engin,
bjartsýnin í kílóavís og væntingarn-
ar miklar.
Að Álfafelli var framtíðin. En
lukkan er hverful og lánið er valt. í
febrúar árið 1943 eignast þau
stúlkubarn sem ekki fékk að lifa
nema í tvo sólarhringa og þarf ekki
að lýsa þeirri sorg hjá foreldrunum.
En þau báru sig hetjulega og
horfðu fram á veginn. En það átti
eftir að reyna betur á þolrifin henn-
ar Ástu minnar, er sá atburður
gerðist sem aldrei gleymist þeim
sem hlut áttu að máli, er Sveinn
fórst í brunanum á Hótel íslandi
aðfaranótt 3. febrúar árið 1944. Mig
langaði þennan dag að sameinast
fjölskyldu minni fyrir austan sem
fyrst. Kunningi okkar var staddur í
Reykjavík og bauðst til að koma
mér austur þennan dag. Þá var ill
færð, flestir bílar komust ekki yfir
heiðina. Við komum við í Skíðaskál-
anum og tókum Halldóru systur
mína með okkur sem þá vann þar.
Brösuglega gekk ferðalagið en
heim skilaði okkur Sigurður Guð-
mundsson heilu og höldnu og átti
hann alltaf miklar þakkir skildar
fyrir greiðann. Var ég hjá Ástu
þessa nótt. Daginn eftir kemur svo
Jón faðir hennar suður og er með
henni fram yfir jarðarför en fór hún
síðan með honum norður og er þar
fram á vor er hún kemur til
Reykjavíkur og fer að vinna hin
ýmsu störf, aðallega við sauma-
skap.
Ásta var af sterkum rótum runn-
in. Hún var prúð og vel gefin, þar
fór saman hugur og hönd,
stálminnug, fór vel með allt sitt.
Hún fór á Samvinnuskólann sem
ung stúlka og naut þar staðgóðrar
menntunar sem hún bjó að alla tíð.
Tíminn líður, það fer að létta til í lífi
Ástu, hún kynnist góðum manni,
Marteini Sívertsen, húsasmíða-
meistara og kennara, og þau gifta
sig. Þau byrjuðu að búa vestur í
Skjólum en framtíðarheimilið er
reist að Litlagerði 7 og hafa þau bú-
ið þar alla tíð síðan, utan eins árs er
þau bjuggu í Svíþjóð. Þau áttu að-
laðandi og gott heimili. Undanfarin
ár hafa þau verið mjög tæp til heils-
unnar og er Marteinn nú á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur.
Bið ég Guð að leggja honum líkn
með þraut.
Það slitnaði aldrei tryggðarband-
ið hjá okkur Ástu. Við höfðum alltaf
samband af og til og fylgdumst með
hvor annarri og var hún oft með
okkur á stórum stundum eins og
fermingum og stórafmælum. Nú er
stutt stórra höggva á milli hjá ætt-
mennum Ástrúnar. Systir hennar,
Helga, er nýlátin, það var tæpur
mánuður á milli þeirra og votta ég
börnum Helgu og aðstandendum
þeirra innilega samúð.
Ásta mín, systkini mín biðja fyrir
hinstu kveðju til þín og þakka liðna
tíð.
Gottersjúkumaðsofna,
meðan sólin er aftamjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir þá eitthvað,
sem enginn í vöku sár.
(D.St.)
Við kveðjum þig, Ásta mín, með
virðingu og þökk fyrir góðu kynnin
og biðjum Guð að geyma þig á ei-
lífðarbraut.
Öllum ættingjum og vinum Ástu
sendum við innilega samúð.
Guðríður Steindórsdóttir
og fjölskylda.