Morgunblaðið - 07.11.1999, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 39*.
MINNINGAR
KRISTÍN
ÞORBERGSDÓTTIR
+ Kristín fæddist
9. desember
1915 á Helgustöð-
um í Fljótum,
Skagafirði. Hún lést
26. okt. 1999 í
Reykjavík. Móðir
Sigríður Eiríksdótt-
ir, f. 28. júní 1883 í
Hólakoti, Fljótum,
d. 18. jan. 1922 á
Helgustöðum, Fijót-
um. Faðir Þorberg-
ur Arngrímsson f.
8. ágúst 1893 í
Höfn, Fljótum, d.
15. ágúst 1971. Sig-
ríður og Þorbergur áttu ekki
samleið í lífinu. Sigríður hóf
sambúð með Hjálmari Jónssyni
bónda á Helgustöðum í Fljótum
1915. Hjálmar var ættaður frá
Kiúkum í Eyjafirði, f. 8. septem-
ber 1857, d. 8. febrúar 1922 í
Tungu í Stíflu.
Börn þeirra Sigríðar og
Hjálmars, systkin Kristínar
(hálfsystkin) eru; 1) Línberg f,
8. apríl 1917 á Helgustöðum,
Fljótum. Maki er Sólveig Jóns-
dóttir f. 5. september 1929 á
Hólabrekku, Garði. Börn þeirra
eru 3. 2) Sigríður (Sissa) f. 9.
júní 1918 á Helgustöðum, Fljót-
um. Maki er Sverrir Björnsson
f. 14. jan. 1911, frá Viðvík,
Skag. Börn þeirra eru 6. 3) Ás-
valdur Kristján, f. 13.júní 1921
á Helgustöðum, Fljótum, bóndi
á Deplum. Maki er Sigríður
Sveinsdóttir, f. 8. maí 1931 í
Brautarholti, Haganesi. Börn
þeirra eru 7. 4) Vilhjálmur, f.
13. júní 1921, d. 5. júní 1992 í
Reykjavík, starfaði við teppa-
lagnir, maki Fjóla Björgvins-
dóttir, f. 4. sept 1927, húsmóðir
í Reykjavík.
Þorbergur faðir Kristínar
kvæntist Soffíu Gunnlaugsdótt-
ur árið 1919. Soffía er f. 3. jan
1903 í Baldursheimi, Árnes-
hreppi, Eyjafirði, d. 4. febr.
1986. Börn þeirra (hálfsystkin
Kristínar) eru: 1. Val-
gerður, f. 26. jan
1919 í Hvammi í
Fljótum, Skagafirði,
húsmóðir á Hjalteyri,
d. 21. okt; 1987. M.
Magnús Jón Árnason,
f. 9. nóv 1910, Sauðá í
Fljótum, d. 10. jan
1986. Börn þeirra eru
4. 2. Fjóla, f. 21. okt
1922, Lambanes-
Reykjum í Fljótum,
Skagafirði, húsmóðir
Akureyri. M. Erling-
ur Pálmason f. 4.
ágúst 1925 á Hofi í
Hörgárdal, yfirlögregluþjónn, d.
26. nóv 1997. Börn þeirra eru 3.
3. Ólafur Jónas, f. 30. júlí 1926,
Grund í Arnarneshreppi, Eyja-
firði, d. 28. jan. 1992, bflstjóri á
Akureyri. M. Dýrleif Melstað
Jónsdóttir, f. 11. okt 1919, Hall-
gilsstöðum, Hörgárdal. Þau áttu
4 börn. 4. Sigurður, f. 22. ágúst
1929, Grund í Arnarneshreppi,
búsettur á Akureyri. M. Ragna
Aðalsteinsdóttir f. 29. mars 1926.
Barnlaus 5. Sveinn f. 4. sept 1931,
Eyrarbakka við Hjalteyri, fyrr-
verandi bóndi. M. Ragna Péturs-
dóttir, f. 3. jan. 1938, Hjalteyri.
Börn þeirra eru tvö. 6. Ágústa, f.
21. júli 1936, Hofteigi, Arnarnes-
hreppi, Eyjafirði. M. Hannes
Pálmason, f. 31. des. 1929, Akur-
eyri, múrarameistari. Börn
þeirra eru (jögur. 7. Matthías, f.
10. aprfl 1940, Hofteigi, húsa-
smiður og kaupmaður, Akureyri.
M. 1 Baldrún Pálmadóttir, f. 19.
mars 1943, d. 24. jan. 1968. Börn
þeirra eru tvö. M2. Áslaug Gísla-
dóttir, f. 29. nóv 1946, Hvera-
gerði. Börn þeirra eru tvö.
Maður Kristínar var Sveinn
Vilhjálmur Pálsson, f. 15. ágúst
1903, d. 28. júlí 1992 í Reykjavík,
frá Hvammi í Fljótum. Þau hófu
búskap 1935, en fluttu að Sléttu
1943 og bjuggu þar til 1971 er
þau fluttu til Reykjavíkur. Börn
Sveins Vilhjálms Pálssonar og
Kristínar Þorbergsdóttir frá
Sléttu í Fljótum eru: 1. Ólafur
Sveinsson, f. 7. júlí 1935, d. 18.
mars 1994. Starfaði hjá Sjálfs-
björgu, ókvæntur og barnlaus.
2. Asta Arndís Sveinsdóttir, f.
25. júlí 1942, starfsstúlka á
dvalarheimilinu Dalbraut, M.
Þórður Guðmundsson, f. 29.
ágúst 1932, húsvörður. Barn
Birgit Þórðardóttirj f. 28. janú-
ar 1975. Sonur Ástu Sveinn
Ingvar Hilmarsson, f. 26. nóv
1964. Sonur hans Krislján Ólaf-
ur Ingvarsson, f. 3. des 1996. 3.
Ingvar Páll Sveinsson, f. 2. aprfl
1944, bflstjóri. M. Sigurlína
Árnadóttir, f. 23. jan. 1944.
Barn 1 Árni Sveinn Pálsson, f.
3. mars 1972. M. Stefanía Dögg
Hauksdóttir, f. 2. maí 1974.
Barn þeirra Stella Karen Árna-
dóttir, f. 11. sept 1995. Barn 2
Ómar Örn Pálsson, f. 5. des
1976. 4. Ástvaldur Bragi Sveins-
son, f. 14. júní 1945, starfsmað-
ur hjá Öryrkjabandalaginu. M.
Birna Guðbjörg Eyþórsdóttir, f.
30. maí 1946 ( skilin). Barn 1
Kristín Ingveldur Bragadóttir f.
28. sept 1967. M. Þórarinn Val-
geirsson f. 17. des. 1969, barn
þeirra Valgeir Bragi Þórarins-
son, f. 4. maí 1997. Dóttir Krist-
ínar, Birna Sif Halldórsdóttir, f.
10. júlí 1986. Barn 2 Þóra Sædís
Bragadóttir, f. 21. jan. 1970. M.
Þórarinn Ingi Ulfarsson, f. 30.
maí 1968. Börn þeirra Guðríður
Eva Þórarinsdóttir, f. 21. sept
1988, Þráinn Þórarinsson, f. 30.
júlí 1993, Andri Þórarinsson, f.
4. mars 1995. Barn 3 Aðalheið-
ur Bragadóttir, f. 21. des. 1973.
M. Sigurður Helgason f. 17. nóv
1973. Barn þeirra Una Sigurð-
ardóttir, f. 9. júní 1999. Barn 4
Björn Bragi Bragason, f. 7. des
1978. 5. Karl Sveinsson, f. 3.
júní 1947, leigubflsljóri. M.
Eygló Björnsdóttir, f. 1. nóv.
1942. Barn þeirra Þóra Birna
Karlsdóttir, f. 26. des. 1983. 6.
Þorbergur Rúnar Sveinsson f.
11. júlí 1950, d. 12. júní 1997,
starfaði hjá Sjálfsbjörg. Barn
hans Ingólfur Þorbergsson, f. 4.
júlí 1984.
títför Kristínar fór fram 1.
nóv. sl. frá Áskirkju.
Hún Stína frá Sléttu er dáin. Við,
sem komin erum á efri ár, fáum oft
að heyra svipaðar setningar þegar
vinir og ættingjar hverfa af sjónar-
sviði þessa lífs. Hvort slík frétt
kemur okkur á óvart tengist ekki
aldri þess sem látinn er heldur
fremur hvaða sess viðkomandi ein-
staklingur skipar í vitund okkar.
Dauðinn var svo fjarri þegar við
vorum í návist hennar Stínu, sem
ljómaði alltaf af vinsemd og lífs-
gleði, þrátt fyrir að hún sjálf og
hennar nánustu ættu við vanheilsu
að stríða. I óljósri minningu bernsk-
unnar birtist mér andlitið hennar
Stínu glaðlegt og brosandi. Við átt-
um það sameiginlegt að hafa misst
mæður okkar og nú hafði okkur
verið komið fyrir hjá lífsreyndum
öldruðum hjónum, Ástríði og Am-
grími á Gili, þau voru afi og amma
hennar Stínu. Þau höfðu sjálf eign-
ast 18 börn, þar af fimm sinnum tví-
bura. Þessi stóri hópur eða það af
honum sem lifði frumbernskuna var
nú orðið fullorðið fólk og flogið úr
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
hreiðrinu, en hlutverki þessara
gömlu hjóna var ekki lokið, nú tók
við að líkna þeim sem orðið höfðu
fyrir áföllum í lífinu.
Mér fannst á þessum tíma að hún
Stína vera systir mín, þótt við séum
ekkert skyld. Hún var sjö árum
eldri, sem hafði þann kost að hún
var í senn systir og barnfóstra, sem
verndaði mig fyrir hættum sem
gátu orðið á vegi manneskju á mínu
skeiði. Þar var fjóshaugurinn helsti
ógnvaldurinn. Eg minnist að hafa
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararsbóri útfararstjóri
Útfararstofa ístands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringínn. www.utfararstofa.ehf.is/
naumlega sloppið í samskiptum við
þetta mannvirki, sem gnæfði eins
og eldfjall skammt frá hlaðvarpan-
um sem var barnaleikvöllurinn á
Gili. Á örlagastund birtist hún Stína
og bjargaði mér jafnframt sem hún
þreif mig frá hvirfli til ilja. Lagði
LEGSTEINAR t Marmari
íslensk framleiðsla Granít
Vönduð vinna, gott verð Blágrýti
Sendum myndalista Gabbró
MOSAIK Líparít
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík 1
sími 5871960, fax 5871986 1
hún mér lífsreglur um hvað bæri að
varast fyrir snáða eins og mig. í
þeirri upptalningu var bæjarlækur-
inn, en hann var afar freistandi fyr-
ir mína athafnaþrá. Hún Stína var
fyrsti kennarinn minn, hjá henni
lærði ég að þekkja stafina og var
jafnvel farinn að fikta við að skrifa
stafi.
Arin liðu hratt, þá hófst nýr kafli
í lífinu. Eg fluttist til föður míns og
fósturmóður, sem þá höfðu hafið bú-
skap í sveitinni. Nokkru síðar fór
hún Stína að sjá fyrir sér sjálf. Eðli-
lega vakti þessi unga glaðværa
stúlka athygli strákanna í sveitinni.
Hún mun ekki hafa verið orðin 19
ára þegar einn bræðra á næsta bæ
við Gil hafði tryggt sér hana sem
konuefni og þegar svo er komið tek-
ur alvara lífsins við. Þegar þau
Sveinn og Kristín hófu búskap var
bústofninn lítill og afkoman rýr. Inn
í gripu alvarleg veikindi Sveins og
fjarvistir frá störfum þegar hann
dvaldi á spítala. Eftir nokkra flutn-
inga á milli staða festu þau rætur á
Sléttu og hafa þau jafnan verið
kennd við þann stað síðan. Bjuggu
þar í 28 ár. Sveinn var heilsulaus frá
unga aldri og eflaust hefðu honum
hentað betur önnur störf en bú-
skapur, um val á ævistarfi var ekki
að ræða á þessum tíma, þar réði
fremur tilviljun en sjálfsákvörðun
hvaða störf buðust. Sveinn var ýms-
um kostum búinn, eðlisgreindur,
einstakt snyrtimenni, verklaginn og
hagmæltur, þótt hann vildi lítt
kannast við það sjálfur. Því var fáu
haldið til haga af hans dægurflug-
um, sem hann kallaði skáldskap
sinn. Fjölskyldan stækkað með ár-
unum sem gerði kröfur til foreldra.
Þá var gott að eiga dugmikla og
ráðagóða konu, ekki síst þegar fleiri
úr fjölskyldunni áttu við veikindi að
stríða og sjálf var hún Stína ekki
hraust síðustu árin sem hún bjó í
sveitinni. Þau fluttu til Reykjavíkur
1971, byrjuðu á að leigja litla íbúð í
vesturbænum, en fengu síðar út-
hlutað á vegum Reykjavíkurborgar
leiguíbúð á Dalbraut 25, svokallaða
hjónaíbúð. Þegar Sveinn lést fluttist
Kristín í þjónustuíbúð á sama stað
og var þar til dauðadags. Kristín
tók virkan þátt í félagsstarfi í Fljót-
um, var ein af stofnendum kvenfé-
lagsins og var gerð að heiðursfélaga
þess fyrir nokkrum árum. Hún var
vandvirk og verklagin, þeir eru
margir hlutirnir sem vitna um
handbragð hennar. Flestir hafa þeir
verið gefnir vinum og ættingjum.
Handavinnan sem hún gerði var
fjölbreytt, sem vitnai' um fjölhæfni
og góðan smekk. Hún hefur áunnið
sér virðingu og traust í lífmu hvar
sem hún hefur komið við sögu og
uppskeran er ævilöng vinátta. Hvað
er meira virði í lífinu? Hún var ~
smekkleg í klæðaburði og virkaði
prúðbúin í sínum hversdagsfötum.
Fólkið á Dalbrautinni mun minnast
hennar Stínu með söknuði. Við sem
þekkjum best til vitum að líf hennar
Stínu var ekki dans á rósum, en
henni var ekki tamt að kvarta yfir
sínu hlutskipti í lífinu. Hún rækti
vel samband við ættingja sína. Flest
árin eftir að hún flutti suður fór hún
að heimsækja ættingja og vini í
Fljótum og Eyjafirði og þegar heils-
an leyfði ekki ferðalög var síminn
notaður. Nú síðast liðið sumar fór
hún norður og kom glöð og hress til
baka og hafði frá mörgu skemmti-
legu að segja sem gerðist í ferðinni.
I sumarbústað okkar hjóna var hún
Stína aufúsugestur sem og á heimili
okkar. Sveinn var þar með í för
meðan hann lifði.
Það fylgdi henni Stínu ferskur
andblær hvar sem hún fór, við finn-
um fyrir þeirri tilfinningu nú þegar
Stína er öll. Eg og mín fjölskylda
sendum afkomendum og ættingjum
hugheilar samúðarkveðjur með ósk
um velfamað í lífínu. Við trúum því
að hún Stína haldi áfram að miðla
gleði sinni, nú á öðrum vettvangi.
í Guðsfriði. ♦-
Hjálmar Jónsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu
og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin-
manns míns, föður okkar, fósturföður tengda-
föður, afa og langafa,
ÞÓRÐAR G. HALLDÓRSSONAR
fyrrv. fasteignasala,
Selvogsgrunni 22,
Reykjavík.
Stella Sæberg,
Margrét Þórðardóttir,
Sigríður Þórðardóttir,
Sjöfn Þórðardóttir,
Svala Þórðardóttir,
Jóhanna S. Guðbjörnsdóttir,
Kristján Kristjánsson,
Árni Sæberg Kristjánsson,
Guðmundur J. Hallbergsson,
Björgvin Vilmundarson,
Árni J. Sigurðsson,
Gísli Sveinsson,
Skúli Guðmundsson,
Valgerður S. Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hugheilar þakkir til allra, er heiðruðu minningu
eiginmanns míns, föður og afa okkar,
EINARS HELGASONAR,
bónda,
Læk, Leirársveit.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild 11-E,
Landspítalanum, fyrir kærleiksríka umönnun
og vinsemd í okkar garð.
Vilborg Kristófersdóttir,
Ásdís Einarsdóttir,
Einar Örn og Vilhjálmur.
t
Við þökkum þeim sem sýndu okkur samúð og
vináttu við andlát og útför föður okkar,
LÁRUSAR H. BLÖNDALS
og vottuðu minningu hans virðingu.
Fyrir hönd tengdabarna og afkomenda,
Halldór Blöndal,
Haraldur Blöndal,
Ragnhildur Blöndal.