Morgunblaðið - 07.11.1999, Side 50

Morgunblaðið - 07.11.1999, Side 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 * HUGVEKJA Hólar í Hjaltadal Jón biskup Arason 7. nóvember árið 1550 vóru Jón biskup Arason og synir hans tveir hálshöggnir. Stefán Friðbjarnarson fer nokkrum orðum um biskupinn, menningarfröm- uðinn og skáldið Jón Arason. Vondslega hefur oss veröldin blekkt, villt og tælt svo nógu frekt, ef eg skal dæmdur af danskri slekt og deyja svo fyrir kóngsins mekt. (Jón biskup Arason) Árið 1995 gaf Setbergsútgáf- an út bókina „Ljóð dagsins". Þar er að fínna „ljóð fyrir hvern dag ársins og orð til íhugunar", eins og segir á titilsíðu. Sigur- björn biskup Einarsson valdi efnið. Þetta er falleg bók og gef- andi, sem gott er að glugga í og hugleiða. Mætti gjarnan vera á náttborði sem flestra lands- manna. Þegar við flettum upp á deginum í dag, 7. nóvember, í Ljóðum dagsins ber fyrir augu ljóð eftir Jón Arason, biskup að Hólum í Hjaltadal 1524 til 1550. Það ber yfirskriftina Davíðs- diktur og endar á þessum boð- skap: Lífsins veginn læra og öðrum kenna - löst og synd með ást og iðran brenna. Þennan dimma dag í sögu ís- lenzkrar þjóðar, 7. nóvemþer árið 1550, vóru Jón biskup Ara- son og synir hans tveir, Ai'i og Björn, hálshöggnir. Talið er að fulltrúi konungsvaldsins, fóget- inn á Bessastöðum, sem þjóðin þekkir bezt sem Kristján skrif- ara, hafi verið frumkvöðull af- tökunnar. Jón forseti Sigurðs- son túlkaði harm landsmanna vegna þessa atburðar svo, að fólki hafí liðið eins og fallnir væru síðustu íslendingamir. Jóhannes úr Kötlum lýsir því í fögru ljóð er lík þeirra bisk- upsfeðga vóru sótt suður og borin heim til Hóla: I Norðurlandi hjörtu hljóðna við helfregn þá, er sunnan berst. A daglegt skap og skynjun manna leggst skuggi þess sem hefur gerzt. Og klukkur dynja heima á Hólum, - og harmur leitar marga stund á „dóttur“ biskups, séra Sigurð, og „soninn", Þórunni á Grund. Þórunn biskupsdóttir á Grund þótti meiri átakabógur en séra Sigurður, sem var frið- arins maður. Sú er skýringin á orðaleik skáldsins í síðustu tveimur ljóðlínunum. Þórhallur Guttormsson segir í bók sinni, „Jón biskup Arason" (ísafold -1968); „Jón Arason dó píslarvættisdauða fyrir trú sína og baráttu. Islendingum hefur hann verið táknmynd þeirrar karlmennsku og ódrepandi trú- ar á málstaðinn, sem ein flytur fjöll, og þeim, sem vöktu þjóðina síðar meir af álagasvefninum, var hann fagurt fordæmi, sem „meitlaði skap og stældi kjark“. Jón biskup Arason var mikil- hæfur forystumaður kirkju sinnar og þjóðar. Hann var og mikill menntafrömuður og gott skáld. Það eitt að hann keypti prentsmiðju erlendis og flutti heim til Hóla árið 1530 segir sína sögu. Hann var „eitthvert síðasta, íslenzka helgikvæða- skáldið" segir í tilvitnaðri bók Þórhalls Guttormssonar. Hon- um eru með nokkurri vissu eignuð fimm helgikvæði, sam- tals 198 erindi. Þau eru Písl- argrátur, Ljómur, Davíðsdiktur, Niðurstigningarvísur og Kross- vísur. Enn segir í tilvitnaðri bók: „Stjórnmálamaðurinn Hannes Hafstein er oss að líkindum kunnari en skáldið Hannes Haf- stein. Svipuðu máli gegnir um Jón Arason. Þar gnæfir höfðing- inn hátt yfir skáldið í vitund vorri. En þótt bókmenntasagan hafi ekki hampað Jóni biskupi og lyft honum í öndvegi svo sem höfundi Lilju eða Hallgrími Pét- urssyni var hann óumdeUanlega fremsti menntafrömuður sinnar samtíðar og hennar mesta skáld.“ Kristnir menn hafa á stund- um tekizt á af meiri heift en hægt er að réttlæta, bæði hér- lendis og þó einkum erlendis, samanber sögu N-írlands. I nafni kristinnar trúar hafa verk verið unnin, sem ganga í einu og öllu gegn kærleiksboðskap Krists. Þegar grannt er gáð tengjast flest slík dæmi hags- muna-, stjómmála- eða valda- átökum, samanber hlut kon- ungsvaldsins danska í átökum hér á landi á fyrri helmingi 16. aldar. Það þjónar engum til- gangi að fella harða dóma um þá atburðarás, hvorki menn né hreyfingar. Mergurinn málsins er að draga rétta lærdóma af sögunni. Það gerum við bezt með því að keppa að friði á jörðu, friði í samfélagi okkar og friði innra með okkur sjálfum - í huga og sálu. „Lífsins veginn læra og öðrum kenna - löstu og synd með ást og iðran brenna“, eins og Jón biskup Arason segir í ljóði sínu. í DAG VELVAKAJMPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þjóðarsátt „ÞJÓÐARSÁTT þarf gegn því að verðbólgan fari upp“, segir forseti ASÍ. Þetta er allt gott og blessað. Nú þarf þjóðar- sátt um að hækka lægstu launin, millistétt og há- launafólk verður að sýna umburðarlyndi með hækkun sinna launa í þetta sinn og sýna þjóðar- sátt með því að bíða með launahækkanir í bili. Það eru nefnilega alltaf þeir sem hafa lægstu launin sem þurft hafa að fóma þeim þjóðarsáttum sem verkalýðshreyfingin hefur gert. Álltaf þegar búið er að semja við þá lægst launuðu hafa laun þeirra sem mest mega sín í þessu þjóðfélagi hækkað marg- falt. I næstu kjarasamn- ingum þarf verkalýðs- hreyfingin að leggja höf- uðáherslu á hækkun lægstu launa. Einnig hjá elli- og örorkuþegum. Þeir hálaunuðu verða að bíða um sinn. Þegar þeir sem lægst hafa launin gera kröfur um mannsæmandi laun, rísa upp ráðherrar og segja þjóðinni að ef þeir sem lægst hafa launin fá verulegar kauphækk- anir fari allt úr böndunum í þjóðfélaginu, það komi óðaverðbólga og allt eftir því. Svo þegar búið er að semja um einhverja hung- urlús fyrir þá lægst laun- uðu, koma þeir sem hærri launin hafa og fá marg- falda hækkun á við þá lægst launuðu. Þá er ekki allt að fara úr böndunum. Verkalýðshreyfingin læt- ur alltaf spiia með sig. Vonandi fara þeir að átta sig á þessum skrípaleik. Gunnar G. Bjartmarsson. Jákvætt framtak KONA hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri ánægju sinni með framtak Nýkaups- manna í Kringlunni í sam- bandi við vínverslunina. Oft hefur hún rölt um matvöruverslanir erlendis og dáðst að því, að fólk geti verslað í matinn og keypt sér eina léttvíns- flösku í leiðinni. Henni finnst þetta frábær kostur og vonar að þeir hjá Ný- kaup geti opnað þessa verslun sem allra fyrst. Hún hlakkar til að geta keypt helgarsteikina og rauðvínsflösku á sama stað, án þess að þurfa að þjóta á marga staði. Og svona í lokin, þá segir hún auglýsingarnar með Boga og Orvari alveg frábærar. Á.H. Tapað/fundið Ullarjakki og trefill týndust SVARTUR hnésíður ull- arjakki og blár trefill voru teknir í misgripum í fata- henginu á Skuggabarnum laugardaginn 30. október sl. Ef einhver getur gefið upplýsingar um þessa hluti, er sá hinn sami beð- inn að hafa samband við Kristínu i síma 694-6057. Dýrahald Þrír kettlingar fást gefins ÞRIR kassavanir kett- lingar fást gefins á góð heimili. Einn er frekar loðinn, svartur og hvítur og kelinn. Einn er gulur með blá augu og einn er gulbröndóttur með gulum flekkjum. Upplýsingar gefur Guðný í síma 554- 1666 eða 695-2272. Snót er týnd HUN Snót mín er týnd. Hún týndist frá Laufengi í Grafarvogi mánudaginn 1. nóvember sl. Hún er ómerkt, grá og hvít. Ef einhver getur gefið upp- lýsingar um hana, er hann beðinn að hafa samband við Auði í síma 567-6827. Með morgunkaffinu Víkveiji skrifar... DEIGLAN er vefrit um þjóðmál, sem gefið er út á Netinu - og er slóðin www.deiglan.com. Rit- stjóri og ábyrgðarmaður er Borgar Þór Einarsson. Víkverji tekur sér það bessaleyfi að birta eftirfarandi kafla úr tölublaði sem kom út á fimmtudaginn: „Umræðan um nektarstaðina og þann ósóma sem þeim tengist tröll- ríður nú þjóðfélaginu. Tiltölulega fáir landsmenn höfðu orðið varir við ósómann, þótt nokkur ár séu liðin frá opnun fyrstu staðanna. En hinir púrítanísku ljósvakamiðlar, RUV og Stöð 2, iðka það nú hvor í kapp við annan að bera ósómann inn á heim- ili landsmanna í aðalfréttatímum. Þannig hafa þessir fjölmiðlar gert venjulegu fólki, þ.á m. eldri borgur- um í sjávarplássum úti á landi, kleift að njóta þess sem títtnefndir klámhundar sækjast svo mjög í. Osóminn er þá ekki ægilegri en svo að hann á heima í aðalfréttatíma RÚV.“ Víkverji varð jafn undrandi og ritstjóri Deiglunnar í vikunni, þegar nektardansmær birtist í drjúga stund á skjánum í fréttatíma, með- an verið var að greina frá einhverju varðandi þessar meyjar; gott ef ekki því að ráðgert væri að þær þyrftu að fá atvinnuleyfi til að stunda beruglettur hér á landi í framtíðinni. Þarna birtist stúlkan berbrjósta, reyndar í lítilli skýlu, og skakaði sér og hamaðist á skjánum. Er svona myndbirting virkilega nauðsynleg að mati sjónvarps- manna? XXX A .. ISOMU Deiglu er eftirfarandi grein undir fyrirsögninni Spurn- ingum ósvarað. Víkveija finnst þetta athyglisverð lesning, ekki síst í ljósi þeirrar staðreyndar að rit- stjórinn og ábyrgðarmaðurinn er nátengdur fyrrverandi landsliðs- þjálfara, Guðjóni Þórðarsyni: „Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum hefur Stoke-málinu sk. og málefnum íslenska landsliðsins ver- ið siglt í höfn. Starfslok Guðjóns Þórðarsonar voru gerð í sátt og samlyndi um síðustu helgi og þóttu hann og Eggert Magnússon, for- maður KSÍ, komast nokkuð vel frá því. En Deiglan telur tilefni til vangaveltna þótt allt sýnist slétt á yfirborðinu. Mánudaginn 24. október bárust þær fréttir að Stoke-málið væri úr sögunni. Af hverju gerði KSÍ Guð- jóni ekki tilboð um áframhaldandi starf á þeim þremur sólarhringum er sýnt þótti að Stoke-málið væri úr sögunni? Formaður KSÍ hafði hald- ið því fram í fjölmiðlum að beðið væri niðurstöðu í Stoke-málinu áður en Guðjóni yrði gert tilboð. Þama var niðurstaða fengin og enginn vissi betur en að hún væri endanleg. Fyrst Guðjón var kostur númer eitt í starf landsliðsþjálfara, eins og for- maður KSÍ lýsti yfir á blaðamanna- fundi sl. laugardag, hefði þá ekki verið eðlilegt að gera honum tilboð, þar sem ljóst þótti að ekkert yrði úr því að hann færi til Stoke? Samt kom ekkert tilboð frá KSÍ, enda formaður sambandsins allt í einu í miklum bobba. Hann hafði stólað á að Guðjón færi til Stoke áð- ur en ganga þyrfti frá ráðningu landsliðsþjálfara. Þá þyrfti formað- urinn ekki að taka þá óvinsælu ákvörðun að framlengja ekki samn- inginn við Guðjón. Málið er nefni- lega að það stóð aldrei til af hálfu KSI að framlengja samninginn og hlýtur það að teljast með ólíkindum í ljósi árangurs Guðjóns með lands- liðið. Þessi atburðarás sýnir svo ekki verður um villst, að núverandi forystumenn KSI hafa mestan áhuga á vexti og viðgangi sam- bandsins sem slíks, en ekki fram- gangi íslenskrar knattspyrnu." Er þetta rétt? XXX A IDEIGLU, sem út kom 29. októ- ber, hafði ritstjórinn einnig fjall- að um landsliðsþjálfaramálin. Þar sagði m.a. að þrátt fyrir þá umbylt- ingu sem orðið hefði á landsliðinu síðan Guðjón tók við stjóm þess - eða jafnvel vegna hennar - virtist ekki mikill vilji hjá forystu KSÍ að halda honum við stjórnvölinn. Síðan segir: „Deiglan virðir vissulega rétt Knattspymusambands íslands til að velja sér þjálfara. Forysta sam- bandsins á þá að greina frá þeim vilja sínum opinskátt og rökstyðja ákvörðun sína. Það er hins vegar lít- ilmannlegt að bera fyrir sig utanað- komandi aðstæður til þess að þurfa ekki að rökstyðja valið. Samkvæmt óstaðfestum heimild- um Deiglunnar er tilboð það sem Atli Eðvaldsson er með í höndunum frá KSI mun hærra en það tilboð sem Eggert Magnússon hyggst leggja fyrir Guðjón Þórðarson í dag. Ef rétt reynist sýnir það enn frekar einbeittan vilja forystu KSÍ til að ganga framhjá Guðjóni við ráðning- una. Þannig á að stilla núverandi landsliðsþjálfara upp við vegg og síðan ætlar formaður KSí að birtast þjóðinni eftir helgina til að skýra frá því að KSÍ hafi ekki ráðið við launa- kröfur Guðjóns Þórðarsonar. En hvemig stendur á því að sambandið getur borgað Atla Eðvaldssyni hærri laun en Guðjóni Þórðarsyni? Það verður fróðlegt að heyra skýr- ingar Eggerts Magnússonar á því.“ Víkverji spyr í framhaldi af þessu: er ekki hægt að upplýsa hver laun landsliðsþjálfara eru? Víða virðast slíkar upplýsingar ekki vera leyndarmál.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.