Morgunblaðið - 07.11.1999, Page 64
M
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMIS69II00, SÍMBRÉFS691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJmBLJS, AKUREYRI: KAUFVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
Inga Jóna Þórðardóttir um skýrslu erlendra ráðgjafa
Ekki þörf á höfn í Eiðsvík
^jINGA Jóna Pórðardóttir, oddviti
sjálfstæðismanna í borgarstjóm
Reykjavíkur, fagnar niðurstöðu er-
lendra ráðgjafa, sem fram kemur í
tillögum að svæðisskipulagi fyrir
höfuðborgarsvæðið, þess efnis að
ekki sé þörf á höfn í Eiðsvík á Geld-
inganesi, eins og gert er ráð fyrir í
aðalskipulagi. Hún vill að Geldinga-
nes verði þegar tekið formlega und-
ir íbúðabyggð.
Inga Jóna segir að niðurstaða er-
lends sérfræðings, sem gerði úttekt
á hafnamálum í borginni, sé sú að
núverandi hafnarsvæði fullnægi
þörfum næstu 50 ára. Þess vegna
vill hún taka höfn í Eiðsvík út úr
stópulagi og færa hafnarstæðið upp
í Alfsnes í Kollafirði, „tU að fórna
ekki Geldinganesinu".
Hún segir mitóð grjótnám þegar
hafa farið fram á Geldinganesi; búið
sé að taka um eitt hundrað þúsund
rúmmetra efnis þaðan, en leyfi sé
fyrir því að taka allt að eina milljón
rúmmetra og hún viU stöðva námið
áður en það veldur óbætanlegum
skaða.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri segir R-listann ekki
vilja taka höfnina í Eiðsvík út af
skipulagi „fyrr en við sjáum fyrir
okkur að það sé óhætt“. Ekki hafi
verið ákveðið hve mikið af Geld-
inganesi fari undir atvinnustarfsemi
og hve mikið undir íbúðabyggð.
„Ef menn telja að ektó sé þörf á
eins miklu atvinnusvæði á Geldinga-
nesi og talað hefur verið um er auð-
vitað sjálfsagt að auka pláss undir
íbúðabyggð þar. Og ef menn komast
að því eftir einhver ár að einhverjir
aðrir möguleikar séu tU í hafnamál-
um verður það mál bara endurskoð-
að. En ektó að svo stöddu,“ sagði
hún.
■ Oddvitar/IO
Morgunblaðið/RAX
Morgunblaðið/Ómar
Til allra átta í vetrarbyrjun
SAGT er að vegir liggi til allra átta og
-^lhunduin virðist sem bflamir komi
hvaðanæva að þegar þeir þjóta um slaufur
sístækkandi vegakerfís höfuðborgarinnar.
Umferðin gekk greiðlega á Kringlumýrar-
brautinni þegar birta tók í mildu veðri, en
samkvæmt gömlu íslensku tímatali hófst
vetur í gær, 6. nóvember.
í Snorra Eddu er fjallað um árstíðirnar
Qórar, vetur, vor, sumar og haust og þar
segir að haust verði að vetri „þegar sól sest
í eyktarstað“.
Sex snjó-
flóð féllu
úr Súða-
víkurhlíð
SEX snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð
í vikunni. Að sögn starfsmanns
Vegagerðarinnar á Isafirði voru
tvö snjóflóðanna allstór og annað
þeirra tveir metrar að þykkt. 6-8
metra fall er af veginum niður í
sjó og má telja fullvíst að illa hefði
farið hefðu bílar verið á ferð um
það leyti sem snjóflóðin féllu.
Jafnan er grjót í fyrstu snjóflóð-
um sem falla á þessum slóðum á
haustin.
Algengt er snjóflóð falli í Súða-
víkurhlíð í norðan- og norðaust-
anáttum á um 3-4 km kafla. Þarna
er að finna 22 gil og skorninga
sem snjór safnast fyrir í og flóð
falla úr.
Myndin var tekin á föstudag er
unnið var að því að opna veginn
um Súðavíkurhlíð að nýju.
Beið
bana í
slysi á
Snæfells-
nesi
BÍLSTJÓRI lést er vöruflutn-
ingabíll sem hann ók fór út af
Utnesvegi rétt vestan vega-
mótanna við Fróðárheiði,
Breiðavíkurmegin. Vöruflutn-
ingabíllinn var í fiskflutning-
um og á leið til Reykjavíkur
frá Ólafsvík. Bílstjórinn valdi
að fara vestur fyrir Jökul
vegna slæmra aðstæðna á
Fróðárheiði.
Slysið vai’ð milli kl. 6 og 7 í
gærmorgun og er talið að veg-
m* arkantur hafi gefið sig. í bíln-
um voru 15-20 tonn af fiski.
Bfllinn var vel útbúinn og ekki
var hálka þar sem slysið varð,
en beygjan þar þykir vara-
söm. Svo virðist sem ökumað-
urinn hafi misst bflinn út af í
beygjunni er kanturinn gaf
sig. Hátt fall er fram af vegin-
’ I um og lagðist húsið saman.
Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýndur á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins
Ekkert rætt um dreifða eignar-
aðild á eftirmarkaði í ríkisstjórn
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN var gagnrýnd-
ur á mörgum sviðum í umræðum á miðstjómar-
fundi Framsóknarflokksins í gær. Meðal annars
var rætt um byggðamál, skattamál, fjölskyldumál
og sölu á hlut rfldsins í FBA Finnur Ingólfsson,
varaformaður flokksins, sagði að á vettvangi ríkis-
stjómar hefði ekki verið rætt um dreifða eignar-
aðild á eftirmarkaði og lagasetningu í því sam-
bandi.
„Sjálfstæðisflokknum hefur tekist að mynda
samband milli flokksins og einstaklingsfrelsis en
það er öfugmæli. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki
alltaf einstaklingsfrelsi fjöldans, heldur fárra að-
ila. Því miður heldur þjóðin að sjálfstæðismenn
séu aðalbaráttuafl einstaklingsfrelsisins," sagði
Finnur Ingólfsson í pallborðsumræðum í gær-
morgun. Umræður spmttu um hvers vegna
staða Sjálfstæðisflokksins væri svo sterk á Islandi
og hvort Framsóknarflokkurinn fengi að njóta
sannmælis í stjómarsamstarfinu.
Grundvallarmunur í
fjölskyldu- og skattamálum
Hjálmar Arnason þingmaður beindi þeirri
spumingu til Finns í hverju málefnalegur munur
Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins
fælist. Finnur sagði að sá munur birtist á mörg-
um sviðum en ekki væri jafnvíst að kjósendur
sæju þann mun jafnskýrt og ætla mætti. Gmnd-
vallarmunur væri á stefnu flokkanna í veigamikl-
um málum, eins og fjölskyldumálum og skatta-
málum, og hann tók nokkur dæmi máli sínu til
stuðnings. Finnur sagði að það hefði kostað
mikla baráttu að koma bamakortunum inn í síð-
asta stjórnarsáttmála. Sjálfstæðisflokkurinn
hefði viljað að allar barnabætur væra ótekju-
tengdar en framsóknarmenn vildu blandað kerfi.
Forsætisráðherra sýndi dreifðri
eignaraðild FBA lítinn áhuga
Finnur sagði að sjálfstæðismenn vildu hverfa
frá tekjuskattskerfinu að öllu leyti og byggja
tekjur ríkissjóðs eingöngu á óbeinum sköttum.
Þetta samræmdist ekki stefnu framsóknarmanna
en þeir væra í raun og veru á móti því að lækka
tekjuskattsprósentuna en vildu frekar gera lag-
færingar á þeim þáttum skattkerfísins sem
tengjast tekjujöfnuninni í samfélaginu. Finnur
sagði ennfremur að sjálfstæðismenn hefðu á sín-
um tíma verið á móti fjármagnstekjuskatti og
hefðu komist upp með það meðan þeir voru í
stjórn með Alþýðuflokknum. Hins vegar hefði
Framsóknarflokkurinn náð að koma skattinum á
þegar hann fór í stjóm.
I framhaldi af tali sínu um stefnu flokkanna í
skattamálum vék Finnur tali sínu að sölu Fjár-
festingarbanka atvinnulífsins. Þar sagði hann að
mikill áherslumunur hefði verið hjá flokkunum.
„Þó að forsætisráðherra komi fram og segi að
hann vilji hafa eignaraðild í bankanum dreifða og
setja lög um það hefur ekkert verið minnst á það
í ríkisstjóm. Það hefur ekkert verið talað um að
setja lög um dreifða eignaraðild á eftirmarkaði.
Forsætisráðherra taldi hins vegar rétt að skoða
frumvarp Samfylkingarinnar í þessu máli vand-
lega í efnahags- og viðskiptanefnd. Við höfum
hins vegar lagt áherslu á það að ná fram dreifðri
eignaraðild og baráttan stóð á milli flokkanna um
hversu hátt hlutfall ætti að setja í útboðslýsing-
una um sölu á 51% hlut ríkisins í bankanum á
dögunum. Sjálfstæðisflokkurinn vildi að fyrst
yrðu valdir þeir sem mættu bjóða. Skoða ætti
fjárhag þeirra og aðrar mikilvægar upplýsingar.
Þessu höfnuðum við Framsóknarmenn algjör-
lega. Sjálfstæðisflokkurinn vfldi hafa 10% þak á
hvað hver fjárfestir gæti keypt mitónn hlut í
bankanum en Framsóknarflokkurinn vildi 5%,
lendingin var síðan 6%.“