Morgunblaðið - 12.12.1999, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
JffltotgtmMgifrifr
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
AÐ fer ekki á milli mála að
viðhorfsbreyting á sér nú
stað meðal evrópskra neytenda.
Um árabil hafa fyrirtæki komist
upp með að bjóða vöru og þjón-
ustu á uppsprengdu verði en nú
virðist sem þróunin sé að snúast
við. Helsta ástæða þess eru
breyttar aðstæður í álfunni.
Neytendur eru ekki lengur
bundnir af heimamarkaði sínum
líkt og áður var. Stærstur hluti
Evrópu er nú eitt efnahagssvæði
og því fátt sem kemur í veg fyrir
að neytendur sæki vöru til ann-
arra landa, telji þeir sig hagnast
á því.
Hinn sameiginlegi markaður
Evrópusambandsins er vissu-
lega ekki nýtilkominn. Lengi vel
voru það hins vegar einungis
íbúar landamærasvæða er gátu í
raun nýtt sér hagstæðara verð-
lag handan landamæranna. Ibú-
ar í suðvesturhluta Þýskalands
keyptu bensín í Lúxemborg, Sví-
ar tóku ferjur yfír til Danmerk-
ur til að kaupa áfengi og Bretar
hafa lengi stundað það í stórum
stíl að fara yfir Ermarsund til að
kaupa inn vörur, er buðust á
betra verði í Frakklandi. Svona
mætti lengi áfram telja.
Tvennt gerir það hins vegar
að verkum að hinn almenni
neytandi getur nú nýtt sér þessi
tækifæri án alltof mikillar fyrir-
hafnar og tilkostnaðar. í fyrsta
lagi Netið og sú stórfellda aukn-
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ing, sem á sér nú stað í netversl-
un um allan hinn vestræna heim.
Landamæri skipta engu máli
á Netinu og eru fjölmörg evr-
ópsk fyrirtæki þegar farin að
nýta sér kosti þess, t.d. með því
að setja upp heimasíður á
nokkrum tungumálum þar sem
vara er boðin til sölu. Það sem
ræður þó úrslitum er að evr-
ópskir neytendur hafa fengið
beitt vopn í hendurnar í baráttu
sinni gegn of háu verðlagi. Með
hinum sameiginlega gjaldmiðli,
evrunni, er hægt að gera verð-
samanburð á svipstundu án flók-
inna gengisútreikninga. Þó svo
að evran verði ekki tekin í notk-
un sem almennur gjaldmiðill
fyrr en á árinu 2002 er hún þeg-
ar notuð sem viðmiðun við verð-
merkingar um alla Evrópu. Ef
verulegur munur er á verði
sömu vörunnar á milli landa af-
hjúpar evran mismuninn þegar í
stað.
Loks má svo nefna að mikil
bylting er hafin í evrópskri
smásölu. Ræður þar mestu inn-
koma bandaríska risafyrirtæk-
isins Wal-Marts á Evrópumark-
að. Wal-Mart hefur þegar opn-
að útibú í Bretlandi og Þýska-
landi og boðið þarlendum versl-
unarkeðjum byrginn með stór-
felldri lækkun vöruverðs. Nýtir
fyrirtækið sér þann jarðveg til
verðlækkunar sem auðsjáan-
lega er fyrir hendi.
Tímaritið Time birtir verð-
könnun í nýjasta hefti sínu, sem
sagt var frá í Morgunblaðinu á
föstudag. Þar er borið saman
verð á nokkrum algengum
neysluvörum í ríkjum ESB jafnt
sem Bandaríkjunum. I ljós kem-
ur að hlutfallslegur verðmunur
innan Evrópusambandsins er á
bilinu 31-247%! Að sama skapi
er verðlag yfírleitt mun hærra
innan ESB en í Bandaríkjunum.
I flestum tilvikum virðist fátt
annað skýra þennan mismun en
skortur á samkeppni. Hvers
vegna ættu franskir bílar að
vera dýrari í Frakklandi en ut-
an Frakklands? Mismunandi
skattareglur, launastig og aðrir
staðbundnir þættir geta einung-
is skýrt hinn mikla verðmun á
milli ríkja að litlum hluta.
Þessi þróun er rétt að byrja.
A næstu árum mun samkeppn-
isumhverfið í Evrópu harðna til
muna neytendum til hagsbóta.
Fyrirtæki munu ekki lengur
komast upp með að verðleggja
sömu vöruna með mismunandi
hætti á ólíkum markaðssvæðum.
Evrópa verður eitt markaðs-
svæði, þótt auðvitað verði ein-
hver staðbundinn munur á verð-
lagi eins og raunar má einnig
finna innan Bandaríkjanna.
Innan ESB kvarta neytendur
sáran yfír því að verðlag þar sé
verulega hærra en í Bandaríkjun-
um. Islenskt verðlag er hins veg-
ar yfírleitt mun hærra en gengur
og gerist í ríkjum Evrópusam-
bandsins eins og sjá má á saman-
burði sem Morgunblaðið birti í
gær við verðtöflu Time. Islenskir
neytendur hljóta að krefjast þess
að þetta verði lagfært enda um
sjálfskaparvíti að ræða. Stjóm-
völd geta lagt sitt af mörkum með
því að ýta undir virka samkeppni
á öllum sviðum og koma í veg fyr-
ir hringamyndun. Að sama skapi
hlýtur það að vera sanngjörn
krafa að opinber gjöld á innflutt-
ar vörar keyri verð þeirra ekki
upp úr öllu valdi. Það er forsenda
þess að Islendingar geti nýtt sér
kosti alþjóðlegrar netverslunar.
Líklega myndi fátt bæta lífskjör
jafnmikið hér á landi og ef þessi
angi hinnar evrópsku samrana-
þróunar næði einnig hingað.
UPPREISN GEGN
VERÐLAGI
Það sem manninum
er heilagt
M: Þú hefur lent í ein-
hverjum ævintýrum í
Reykjavík?
G: Heldur fáum. Ég
hafði gaman af að ganga um bæinn.
Það var mikil tilbreyting frá
göngutúrum um göturnar heima á
Seyðisfirði. Þar var aðeins ein löng
gata, þar sem maður mætti alltaf
sama fólkinu. Væri svo farið eitt-
hvað út fyrir þessa götu, var maður
kominn í fjallgöngu. Höfuðstaður-
inn hér syðra fannst mér vera slétt-
ur á alla vegu með endalausum göt-
um. Það var því hægt að ganga mik-
ið og mér þótti það dýrðlegur lúxus.
Það var einhvem tíma að haust-
!agi í rigningu, að ég var á gangi
niður í Skuggahverfí, það var að
kvöldlagi, rökkur úti og búið að
kveikja inni. Leiðin lá fram hjá
kjallaraíbúð og voru gluggamir að
mestu leyti undir jörð. Ég sá þama
niðri í lítilli herbergiskytru gamlan
mann í rúmi, hann var háttaður og
lá stórt og virðulegt skegg ofan á
sænginni. Fyrir ofan hann á veggn-
um hékk mynd af gamla Gullfoss.
Rúm gamla mannsins var innst inni
við gafl á herberginu, en nær undir
glugganum, þar sem ég 'stóð var
annað rúm, og þar gaf að líta unga
stúlku, allsnakta. Hún stóð uppi í
rúminu og bar höfuð hennar upp
fyrir gluggakarminn og sá ég það
ekki nema að litlu leyti. Hún lagðist
niður í rúmið um leið og mig bar
þarna að og hvarf mér undir þilið
fyrir neðan gluggann. Mér þótti
þetta að vonum heldur óvenjuleg
sjón. Stuttu síðar hitti ég einhverja
kunningjastráka á
þessari sömu götu og
sagði þeim af þessu.
Þeir urðu mjög hissa,
en sögðu svo að ég
væri að gabba þá. Var
nú eitthvert þras út af
þessu og vildu strákamir sjá stúlk-
una „til sannindamerkis", eins og
þeir sögðu. Ég sagði, að stúlkan
væri sofnuð og ekkert af henni að
sjá. Lenti ég nú í vandræðum, en til
þess að sleppa við strákana sagði ég
þeim, hvar húsið væri, en jafnframt
að þeir mundu fara erindisleysu.
Þetta hefði allt verið einber tilvilj-
un. Skildi ég svo við félaga mína, en
þeir voru mjög óánægðir með lyktir
málsins og sá ég eftir á, að þeir tóku
það alvarlegar en ég hafði ætlazt til.
Svo liðu nokkrir dagar með rign-
ingu og kulda, en þá hitti ég þessa
félaga mína aftur. Þeir byrjuðu
strax að tala um stúlkuna í gluggan-
um, en ég sagði, að þeir skyldu ekki
gera sér rellu út af smámunum.
„Þetta eru nú engir smámunir,"
svöraðu þeir, „því að við höfum ver-
ið þama að gá kvöld eftir kvöld,
blautir og kaldir í stormi og húðar-
rigningu, og aldrei séð neitt, hvorki
myndina af Gullfossi, kai’linn með
skeggið né heldur stúlkuna."
Daginn eftir fór ég á staðinn og
sá þá, að ég hafði ekki munað rétt
númerið á húsinu, en þó ég hafí
alltaf átt erfitt með að muna númer,
má vera, að gleymskunni einni hafi
ekki verið um að kenna í þetta
skipti.
M: En hvað um listina? Þú lærðir
hjá Einari Jónssyni og Mugg.
G: Já, ég fékk tOsögn í teikningu
hjá Einari Jónssyni, myndhöggv-
ara, og Guðmundi Thorsteinssyni.
Ég teiknaði og mótaði eftir gipsaf-
steypum og hafði gaman af, þó að
ég yrði stundum síðar meir leiður á
gipsinu. Það hefur mörgum orðið
strembið, þegar til lengdar lætur.
Mér fannst þessi kennsla, sem
áreiðanlega var sú bezta sem völ
var á hér í bæ í þá daga, vera ein-
hver nauðsynleg byrjun, áður en ég
legði leið mína út yfir poOinn tO
frekara náms. Einar Jónsson var
mér ákaflega góður og hjálpsamur
og mun mér ekki úr minni líða góð-
vild hans, gestrisni og hlýleiki.
Hann var skemmtilegur og gaman-
samur, mér leið ávaht vel í návist
hans. Mér féll líka vel við Guðmund
Thorsteinsson, en hann heillaði mig
ekki á sama hátt og Einar. Guð-
mundur hafði teikniskóla í Hellu-
sundi 6. Þar munu hafa verið eitt-
hvað tíu nemendur með mér. Það
var stundum ónæði í teiknitímun-
um, alls konar fólk þurfti að hitta
Guðmund, stundum var gestakoma
í herbergiskytru inn af teiknistof-
unni, þar var veizla á stundum.
Fyrir kom, að nemendumir kæmu
að luktum dyrum, þegar þeir
mættu í tímum, og var þá beðið
fram á gangi. Þá var líka stundum
farið heim til Guðmundar, en hann
var ekki viðstaddur. Það var á sína
vísu eitthvað frjálst og þjóðlegt við
þetta allt saman, en ég kunni yfir-
leitt ekki að meta þetta og kærði
mig ekki um frí. Þrátt fyrir dreng-
lyndi og manngæzku Guðmundar,
komst ég raunveralega aldrei í
snertingu við hann. En kannski var
það ekki síður mér að kenna en
honum.
M.
HELGI
spjall
SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1999
33
—f
REYKJAVIKURBRÉF
Laugardagur 11. desember
ORGUNBLAÐIÐ
skýrði frá því á
föstudag, að fram-
kvæmdanefnd
Kristnihátíðar-
nefndai’ hefði
ákveðið að sækja
um vínveitingaleyfi í
þremur 600 manna veitingatjöldum á Þing-
völlum dagana 1. og 2. júlí á næsta ári þegar
þúsund ára afmælis kristnitöku á Islandi
verður minnzt. I frétt þessari kemur fram, að
sótt hefur verið um leyfi fyrir sölu á léttu víni
og bjór, að drykkir þessir verði aðeins bornh’
fram með mat og að óheimOt verði að bera
drykkina út fyrir tjöldin.
Þessi áform eru óneitanlega íhugunarefni.
Áfengi var ekki selt á ÞingvöOum, þegar
haldið var upp á 50 ára afmæli lýðveldisins
fyrir rúmum fimm árum og heldur ekki þeg-
ar efnt var tO hátíðahalda vegna 1100 ára af-
mælis Islandsbyggðar sumarið 1974.
Hvers vegna nú? Rökin virðast vera þau,
að á Þingvöllum sé fyrir veitingahús, sem
hafi vínveitingaleyfi og að horfa verði tO
samkeppnisstöðu þeirra, sem selja muni
veitingar í tjöldunum í tvo daga. Þetta eru
ekki frambærileg rök. Aðstaðan í Valhöll á
ÞingvöOum er svo takmörkuð, að ekki er
hægt að líta svo á, að sú starfsemi ógni
möguleikum þeirra, sem taka að sér að selja
veitingar í þremur tjöldum í tvo daga. Einu .,
rökin, sem hægt væri að færa fram væru
einfaldlega þau, að tíðarandinn sé breyttur,
Islendingar séu smátt og smátt að læra að
umgangast áfenga drykki og þess vegna
ekki ástæða að banna sölu þeirra af þessu
tOefni.
En um hvað snúast hátíðahöldin á Þing-
völlum næsta sumar? T0 þeirra er efnt til
þess að minnast þess merka atburðar, sem
beinar frásagnir eru tO um, þegar Islending-
ar tóku kristna trú. Það er ekki verið að efna
til útiskemmtunai’ á Þingvöllum af því tagi,
sem haldnar eru víða um land um verzlunar-
mannahelgi. Þótt vúimenning sé áreiðanlega
smám saman að verða til í landi okkar fer því
fjarri að hún sé orðin tO. Morgunblaðið þarf
ekki að uppfræða lesendur sína um það hvað
hefur aftur og aftur borið við á útihátíðum
hér, þegar um áfengi er að ræða. Og því mið-
ur setja önnur fíkniefni vaxandi svip á þetta
umhverfi.
Er ástæða tO að taka einhverja áhættu í
þessum efnum? Erum við ekki farin að
þeklqa okkur sjálf? Það er ekki sjálfgefið,
að slíkar stórhátíðir takist vel. Þjóðhátíðin á
Þingvöllum árið 1974 verður lengi í minnum
höfð vegna þess hversu vel tókst tO. Á lýð-
veldishátíðinni sumarið 1994 urðu stóralvar-
leg umferðarvandamál því miður til þess að
varpa skugga á þá hátíð, sem að öðru leyti
tókst mjög vel. Öll rök standa tO þess að
kristnihátíð á ÞingvöOum árið 2000 verði
merkur viðburður í sögu þjóðarinnar.
Hvaða þjóð getur haldið sh'ka hátíð þúsund
árum síðar á sama stað og ákvörðunin um
kristnitöku var tekin? Er nokkur þjóð, sem
getur haldið slíka hátíð í því sama umhverfi?
Til hvers að taka áhættu varðandi áfengi,
þegar við þekkjum af eigin reynslu hvað
getur gerzt þegar áfengi og útihátíð fara
saman?
Morgunblaðið hvetur til þess, að þessi
áform verði ígrunduð frekar. Kjarni málsins
er sá, að það er engin ástæða tO að hafa
áfengi um hönd á kristnihátíðinni á Þingvöll-
um næsta sumar. Það verður vafalaust með í
för einhverra, sem þangað koma en það er
ekki ástæða tO að ýta undir neyzlu þess á
þann veg, sem hugmyndir virðast vera uppi
um.
I róti hugans
og Virginia
Woolf
BÓKAÚTGÁFA ER
lífleg um þessi jól og
sýnir að þrátt fyrir
nýja tegund af fjöl-
miðlun, sem ryður
sér tO ráms, virðist
hún ekki koma niður á því, sem fyrir er. Ein
þeirra bóka, sem nú koma út og ástæða er til
að vekja athygli á er bókin í róti hugans -
saga af æði og örvæntingu, eftir dr. Kay
Redfield Jamison, prófessor í sálfræði við
John Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum, sem
hlaut heimsfrægð, þegar bókin kom upphaf-
lega út fyrir fjórum árum undir nafninu: „An
unquiet mind-a memoh af moods and mad-
ness.“ Það er sérstakt fagnaðarefni að bók
þessi skuli komin út á íslenzku svo skömmu
eftir fyrstu útgáfu hennar í heimalandi höf-
undar. Á bókaforlagið Mál og menning þakk-
ir skildar fyrir þetta framtak.
Ástæðan er ekld sízt sú, að hér er á ferð-
inni bók, sem getur hjálpað mörgu fólki. Það
á líka við um merkOega bók, sem út kom í
Bretlandi fyrr á þessu ári eftir brezka geð-
lækninn Peter Dally og fjaOar um skáldkon-
una Virginíu Woolf, sem þjáðist af sama geð-
sjúkdómi og Kay Redfield Jamison og gekk
dag einn niður að á í nágrenni heimOis síns,
fyllti vasa kápu sinnar af steinum, skildi
göngustafinn eftir á árbakkanum, gekk út í
ána og drekkti sér.
Geðsýki birtist í ýmsum myndum. Dr. Kay
Redfield Jamison hefur átt í bai’áttu við þann
sjúkdóm, sem nú nefnist geðhvarfasýki, og
einkennist af sveiflum á mOli þunglyndis og
oflætis (maníu), í þrjá áratugi. Saga hennar
er einstök vegna þess að hún sameinar þekk-
ingu sérfræðings og eigin reynslu í frásögn,
sem er frábærlega vel skrOuð. Þeir sem
takast á við sama sjúkdóm og þessi banda-
ríska kona eða vægari einkenni þunglyndis
og oflætis svo og aðstandendur þehra, mak-
ar, böm, foreldrar, geta lært mikið af því að
lesa bókina, sem á íslenzku hefur hiotið nafn-
ið I róti hugans. Þeir geta bæði lært að
takast á við sjúkdóminn og ekki síður að
skOja hvað er að gerast og að sjúklingurinn
sjálfur ræður ekki gerðum sínum.
Þessi skOningur er mikilvægur því að þær
stundir koma í lífi sjúklinga, sem þjást af
geðsýki að þeir geta ekki lifað með þeim
byrðum, sem þeir leggja á sína nánustu.
Þetta kemur skýrt fram í bréfi því, sem Virg-
inía Woolf skrifaði eiginmanni sínum Leon-
ard Woolf, daginn, sem hún fyrirfór sér. Þar
segir hún:
„Mig langar tO að segja þér, að þú hefur
veitt mér fullkomna hamingju. Enginn gæti
hafa gert meira en þú hefur gert. Eg bið þig
að tráa því. En ég veit að ég sigrast aldrei á
þessu (Veikindunum. Innskot Mbl.). Og ég er
að sóa lífi þínu. Enginn getur talið mér hug-
hvarf. Þú getur unnið og þér líður miklu bet-
ur án mín. Þú sérð að ég get jafnvel ekki
skrifað þetta sem sýnir að ég hef rétt fyrir
mér. Mig langar aðeins tO að segja, að þang-
að tO sjúkdómurinn kom yfir mig vorum við
fullkomlega hamingjusöm. Það var allt þér
að þakka. Enginn hefði getað verið mér betri
frá upphafi tO þessa dags. Allir vita það.“
T0 Vanessu systur sinnar skrifaði Virginía
Woolf annað bréf og sagði þar: „Ég finn að
ég er of langt leidd að þessu sinni tO þess að
ná mér á nýjan leik. Ég veit nú að ég er að
sturlast aftur. Það er alveg eins og í fyrsta
skipti. Ég er alltaf að heyra raddir og ég veit
að ég kemst ekki yfir þetta að þessu sinni.
Mig langar tO að segja, að Leonard hefur
verið svo ótrálega góður við mig, hvern ein-
asta dag og alltaf. Ég get ekki ímyndað mér,
að nokkur gæti hafa gert meira fyrir mig en
hann. Við höfum verið fullkomlega hamingju-
söm þangað tO síðustu vikurnar, þegar þessi
hryllingur byrjaði. VOtu fullvissa hann um
þetta fyrir mig? Mér finnst hann hafa svo
margt að gera og að honum muni ganga bet-
ur án mín og þú hjálpar honum.“
Þannig skrifaði ein frægasta skáldkona
þessarar aldar, sem alla sína fullorðinsævi
barðist við sama geðsjúkdóm og Kay Red-
field Jamison og fannst m.a. af þeim sökum,
að allt, sem hún gerði væri ómögulegt og
einskis virði. En þessi lífsreynsla hennar
endurspeglast hvað eftir annað í bókum
hennar, eins og systursonur hennar Quentin
Bell hefur bent á í ævisögu frænku sinnar,
m.a. í skáldsögunni „The Voyage Out“, sem
byggist að hluta til á reynslu hennar af geð-
hvarfasýki. Hið sama á við um verk brezku
skáldkonunnar Sylvíu Plath og þá ekki sízt
sjálfsævisögulega skáldsögu hennar „The
Bell Jar“.
Í eina tíð voru þessir sjúkdómar faldir í
fjölskyldum og enn þann dag í dag þjáist
fjöldi fólks og aðstandendur þeirra bæði af
sjúkdómnum sjálfum og afleiðingum hans á
nánasta umhverfi en hka af því að þora ekki
að ræða þennan vanda við aðra eða horfast í
augu við hann með öðrum hætti. Þess vegna
eru bækur eins og í róti hugans og bók Pet-
ers Dally um Virginíu Woolf svo mikilvægar.
Þeir sem þjást í einrámi eða í fámennum fjöl-
skyldum fá nýja sýn á þau yfirþyrmandi
vandamál, sem þeir glíma við við lestur
þeirra. Bandaríski rithöfundurinn William
Styron, sem hefur m.a. skrifað bók um
reynslu sína af þunglyndi segir að hann hafi
Morgunblaðið/Ásdís
í LEIKSKÓLA
aldrei fengið önnur eins viðbrögð við nokkru,
sem hann hefur skrifað og vegna bréfs, sem
hann birti í The New York Times til varnar
skáldbróður sínum, sem hafði lifað af dvöl í
Auswitch en lifði ekki af eigið þunglyndi og
valdi sömu leið og Virginía Woolf og Sylvia
Plath. I bréfi þessu ræddi hann þunglyndi
skáldbróður síns út frá eigin reynslu og sú
lýsing varð til þess að það var eins og þungu
fargi væri létt af þúsundum manna, sem
hann heyrði frá, sem höfðu lokað sig inni með
eigin vandamál.
í áratugi, frá
Mncro’alvír ÞV1 snemma á öldinni
" í r s/ i ' °g fram að lokum
111 staorest l kalda stríðsins birti
bók eftir bók Morgunblaðið reglu-
lega fréttir og frá-
sagnir af tengslum sósíalista á íslandi við
kommúnistaflokkana í Sovétríkjunum, Aust-
ur-Þýzkalandi og víðar. Jafnlengi var þessum
fréttum svarað af hálfu talsmanna sósíalista
með því að þetta væri það sem kallað var
„Moggalygi“ og „Rússagrýla". Því var alltaf
neitað, að Kommúnistaflokkur íslands og síð-
ar Sósíalistaflokkurinn hefðu þegið fé frá út-
löndum. Því var alltaf neitað, að Þjóðviljinn
hefði fengið fé frá kommúnistaríkjunum. Því
var alltaf neitað að hús Máls og menningar
hefði á sínum tíma verið reist að hluta til fyi’ir
fé frá bræðraflokkunum. Því var alltaf neitað
að fyrirtæki á vegum sósíalista hefðu verið
notuð sem farvegir fyrir fé frá bræðraflokk-
unum. Því var alltaf neitað að bækur prentað-
ar í kommúnistaríkjunum hefðu verið notaðar
sem leið til þess að styðja við bakið á Máli og
menningu. Því var alltaf neitað að MIR væri
rekið fyrir fé frá Sovétríkjunum.
Öllu þessu hélt Morgunblaðið fram á sín-
um tíma. Þær staðhæfingar vora ekki settar
fram út í bláinn heldur hafði blaðið ákveðnar
heimildir fyrir þeim staðhæfingum, sem það
treysti. En að sjálfsögðu hafði Morgunblaðið
ekki aðgang að nákvæmum upplýsingum um
þessi mál.
Á undanförnum árum hafa smátt og smátt
komið fram upplýsingar, sem hafa sýnt að
staðhæfingar Morgunblaðsins á sínum tíma
voru réttar. Um þessi jól koma út tvær bæk-
ur, sem hafa að geyma efni, sem sýnir þetta
enn frekar. Önnur þeirra, bók Jóns Ólafsson-
ar, sem nefnist Kæru félagar, íslenzkir sós-
íalistar og Sovétríkin 1920-1960 sýnir þó
fram á einn mjög áberandi mun á því, sem
Morgunblaðið hélt fram og sósíalistar og
meðreiðarsveinar þeirra kölluðu „Mogga-
lygi“ og raunveruleikanum eins og hann birt-
ist í skjölum þeim í Moskvu og víðar, sem
Jón Ólafsson hefur haft aðgang að. Hver
skyldi sá munur vera? Hann er sá, að tengsl-
in við Sovétríkin voru miklu meiri og nánari
en Morgunblaðið lét sér nokkum tíma til
hugar koma.
Það er nánast ótrálegt að lesa þann kafla
bókar Jóns Ólafssonar, sem nefnist Sós-í-
alistaflokkurinn og Sovétríkin og þá ekki sízt
um MIR. Þar segir: „Starfsemi félagsins var
kostuð að verulegu leyti af samsvarandi félagi
í Sovétríkjunum. MÍR var stofnað 1950 eftir
nokkra rekistefnu Rússa, sem fannst íslenzku
félagarnir seinir að koma slíkum félagsskap
af stað. Sjálft stjómmálaráð kommúnista-
flokksins, æðsta stjómarstofnun flokksins,
ræddi stofnun MÍR skömmu eftir að félagið
var sett á fót og afréð að senda nefnd til að
taka þátt í fyrsta þingi félagsins vorið 1951.“
Þessu hefði enginn tráað ef haldið hefði ver-
ið fram fyrr á árum. MIR er stofnsett sam-
kvæmt ákvörðun æðstu manna Sovétríkjanna
á árinu 1950. Svo geta menn sér til fróðleiks
rifjað upp hveijir það vora! MIR er allan tím-
ann fjármagnað með sovézku fé. Afskipti sov-
ézka sendiráðsins í Reykjavík af félaginu og
annarri starfsemi Sósíalistaflokksins era bein
og milliliðalaus. Forystumenn Sósíalista-
flokksins sitja á fundum með sendiherra Sov-
étríkjanna og ræða dagleg vandamál í rekstri
flokksins, Þjóðviljans, MIR, Máls og menn-
ingar og annarrar starfsemi þeirra hér. Einu
sinni era vandamál Þjóðviljans leyst með því
að senda hingað 80 tonn af dagblaðapappír!
Þegar komið er fram á árið 1959 sitja Ein-
ar Olgeirsson og Kristinn E. Andrésson á
fundum með sovézka sendiherranum á ís-
landi, Alexandrov, og ræða vandræði vegna
húsbyggingar Máls og menningar við Lauga-
veg. I skýrslu sendiherrans segir af þeim við-
ræðum: „Fjárhagserfiðleikar Sósíalista-
flokksins og Máls og menningar gera það
nánast ókleift að halda áfram og ljúka bygg-
ingunni... Olgeirsson sagði ennfremur að
lífsnauðsynlegt væri að ljúka þessu verkefni,
svo hægt yrði að berjast af fyllstu hörku
gegn áhrifum Bandaríkjanna á Islandi og
breiða út hugmyndir sósíalismans en það sé
aðalhlutverk Máls og menningar. Því vildi
forasta flokksins gjarnan fá upplýsingar um
möguleika á aðstoð frá sovézkum stofnunum
til að ljúka húsbyggingu Máls og menningar.
Samkvæmt áætlunum sósíalista mætti einnig
nota þetta húsnæði til að mæta þörfum Sós-
íalistaflokksins".
Þannig væri hægt með beinum tilvitnunum
í bók Jóns Ólafssonar að halda áfram að
rekja dæmi þess, að það sem haldið var fram
í Morgunblaðinu á þessum tíma var rétt. Eini
munurinn er sá, að raunveraleikinn var enn
ótrálegri. Bók Jóns Ólafssonar markar tví-
mælalaust þáttaskil í umræðum um þessi
mál hér á landi. Hún sýnir, að Sósíalista-
flokkurinn, Þjóðviljinn, Mál og menning á
þeim tíma, MÍR og nokkur fyrirtæki, voru
rekin sem útibú frá Moskvu. Forystumenn
þessara samtaka vora útibússtjórar sovézka
kommúnistaflokksins á Islandi.
Það er líka athyglisvert að sjá í þessari
bók, að staðhæfingar Morgunblaðsins á þess-
um áram þess efnis, að Sovétríkin notuðu
viðskipti við Island til þess að treysta áhrif
sín hér vora réttar. Þegar Morgunblaðið fyr-
ir þremur áratugum hvatti til þess, að olíu-
viðskiptum við Sovétríkin yrði hætt varð
blaðið fyrir þungum þrýstingi úr tveimur átt-
um: annars vegar frá forsvarsmönnum ís-
lenzku olíufélaganna og hins vegar frá for-
ystumönnum útflutningssamtakanna og við-
skiptaráðuneytisins á þeim tíma. Því var
haldið fram í persónulegum samtölum, að
Morgunblaðið væri að ógna viðskiptahags-
munum íslenzku þjóðarinnar. Bók Jóns
Ólafssonar sýnir að einnig í þessum efnum
hafði blaðið rétt fyrir sér. Viðskipti vora not-
uð til þess að tryggja áhrif Sovétmanna og
aðstöðu hér á landi og íslenzkir viðskiptajöfr-
ar tóku þátt í þeim leik.
Hið merkasta við bók Arnórs Hannibals-
sonar, Moskvulínan, sem Nýja bókafélagið
gefur út, era skjöhn, sem birt era í bókinni.
Þar era birt skjöl, sem staðfesta það, sem
menn hafa vitað að Stefán Pétursson síðar
ritstjóri Alþýðublaðsins var í lífshættu í
Moskvu á árunum fyrir stríð. Þessi saga er
alkunn en sovézku skjölin eru athyglisverð
staðfesting á henni.
Flestir þeiri’a, sem við sögu komu innan
Sósíalistaflokksins á þessum tíma era látnir.
Þeir sem nú era á lífi og þekkja þessa sögu af
eigin raun ættu að koma fram á sjónarsviðið
og bæta við því sem þeir vita. Það er öllum
fyrir beztu að spilin verði lögð á borðið í þeim
mæli, sem unnt er. En þeir sem hafa stjórnað
Morgunblaðinu á kalda stríðs tímanum mega
vel við una þótt reynt hafi verið að gera þá
tortryggilega og jafnvel ofsækja þá.
„Bók Jóns Ólafs-
sonar markar tví-
mælalaust þátta-
skil í umræðum
um þessi mál hér
á landi. Hún sýnir,
að Sósíalistaflokk-
urinn, Þjóðviljinn,
Mál og menning á
þeim tíma, MÍR og
nokkur fyrirtæki,
voru rekin sem
útibú frá Moskvu.
Forystumenn
þessara samtaka
voru útibússtjórar
sovézka kommún-
istafiokksins á ís-
landi.“