Morgunblaðið - 13.02.2000, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 6/2 -12/2
►BANKARÁÐ Búnaðar-
banka íslands sendi frá sér
fréttatilkynningu þar sem
átalin voru brot á verklags-
reglum innan bankans. Fjár-
málaeftirlitið hafði gert at-
hugasemd við framkvæmd
reglnanna.
►METIUGNAÐUR varð af
rekstri Islandsbanka hf. og
détturfélaga á síðasta ári og
nam hagnaðurinn 2.015
milljónum króna fyrir
skatta.
► FRAMLEIÐSL A á kinda-
kjöti jókst um 5,7% á síðasta
ári en sala á innanlands-
markaði dróst hins vegar
saman um 1,6%. Hlutdeild
kindakjöts í neyslu lands-
manna hefur dregist mjög
saman.
►HALLDÓR Ásgrímsson,
formaður Framsóknar-
flokksins, segir að flokkur-
inn vilji beita sér fyrir
aukinni áherslu á byggða-
kvóta til að hægt verði að
bregðast við miklum vanda-
málum í einstökum byggðar-
lögum.
►DAVÍÐ Oddsson forsætis-
ráðherra sagðist á Alþingi
vel geta hugsað sér að
Björk Guðmundsdóttir
fengi að reisa sér hús á
Elliðaey á Breiðafirði og
búa þar leigulaust í þakk-
lætisskyni fyrir störf hennar
í þágu þjóðarinnar. Sagði
hann hins vegar að söng-
konunni hefði verið gerð
grein fyrir því að ef til þess
kæmi að eyjan yrði seld
myndi hún verða auglýst
þannig að aðrir gætu komið
að máíinu.
Samgöngur lömuðust
á Suður- og
Suðvesturlandi
FÁRVIÐRI gekk yfir Suður- og Suð-
vesturland á fóstudag. Allir vegir á Suð-
urlandi, Suðurnesjum og höfuðborgar-
svæðinu lokuðust vegna ófærðar og
dæmi voru um að fólk þyrfti að dúsa í
bílum sínum á Reykja8nesbraut og
Hellisheiði tím8únum saman. Allar
björgunarsveitir á svæðinu voru kallað-
ar út til að aðstoða vegfarendur. Mikið
var um óhöpp, en engin alvarleg slys
urðu á fólki. Öllu millilanda- og inn-
an81ands8flugi var aflýst og þurftu
Flugleiðir að snúa sjö flugvélum til Glas-
gow með nærri 1.000 farþega.
Læknafélag íslands og
íslensk erfðagreining
leita samkomulags
ÍSLENSK erfðagreining og Læknafé-
lag íslands hafa ákveðið að halda sátta-
fund í vikunni vegna ágreinings um
söfnun sjúkraskrárupplýsinga í miðlæg-
an gagnagrunn á heilbrigðissviði. Deilu-
aðilar hafa að undanfömu ræðst við
óformlega til að undirbúa formlegar við-
ræður í vikunni. Talsmaður LI hefur
lýst yfir að hugsanleg lausn felist í að
leitað verði eins konar opins samþykkis
sjúklinga um að upplýsingar um þá
megi nota í rannsóknarskyni og setja í
gagnagrunninn.
Efling semur við
Reykjavíkurborg
STÉTTARFÉLAGIÐ Efling og
Reykjavíkurborg gengu frá kjarasamn-
ingi fyrir tæplega 3.000 starfsmenn
borgarinnar. Samningurinn fól í sér 3%
launahækkun, auk 2.500 kr. hækkunar á
alla taxta. Samningurinn gildir frá ára-
mótum og rennur út í árslok. Auk þess
að semja um fyrrgreinda launahækkun
náði Efling fram kröfu um stofnun
starfsmenntasjóðs, en í hann mun borg-
in greiða 0,22% af heildarlaunum. Um er
að ræða sambærilegt ákvæði og Starfs-
mannafélag Reykjavíkurborgar er með.
Flugræningjar
gáfust upp
FLUGRÆNINGJAR, sem haldið
höfðu 165 manns í gíslingu um borð í
afganskri farþegaþotu á flugvelli í
Bretlandi, gáfust upp á fimmtudags-
morgun án þess að kæmi til átaka.
Hópur manna skipaði á sunnudags-
morgun flugmönnum Boeing 727 þotu í
eigu afganska flugfélagsins Ariana að
fljúga til nokkurra borga í lýðveldum
Sovétríkjanna fyn-verandi áður en þot-
unni var stefnt til Stanstead-flugvallar
utan við Lundúnir. Flugræningjarnir
slepptu fljótlega nokkrum gíslum og
fjórum mönnum tókst á Joriðjudags-
kvöld að sleppa frá borði. I fyrstu var
talið að flugræningjamir hefðu krafist
þess að einum foringja stjórnarand-
stæðinga í Afganistan, Ismail Kahn,
jrnði sleppt úr haldi. Eftir að ræningj-
arnir gáfust upp kom í ljós að þeir
höfðu ekki sett fram neinar pólitískar
kröfur og vaknaði þá grunur um að um
skipulagðan landflótta nokkurra far-
þega kynni að vera að ræða. Lögregla í
Bretlandi handtók 20 manns í tengsl-
um við flugránið en alls hafa 74 farþeg-
anna beðið um pólitískt hæli í Bret-
landi.
Friðarferlið í
uppnámi
Friðarferlið á Norður-írlandi er í upp-
námi eftir að frestur, sem bresk stjórn-
völd gáfu írska lýðveldishernum (IRA)
til að hefja afvopnun, rann út í lok vik-
unnar. Peter Mandelsson, ráðherra
málefna Norður-írlands í bresku ríkis-
stjórninni, tilkynnti á föstúdagskvöld
að ákveðið hefði verið að færa völd
tveggja mánaða gamallar heimastjóm-
ar á N-írlandi aftur til Lundúna. Vonir
eru þó bundnar við að heimastjórnin
verði aðeins frá völdum í skamman
tíma og ný skýrsla frá John de
Chastelain, yfirmanni nefndar sem
falið var að sjá um afvopnun, hefur gef-
ið þeim vonum byr undir báða vængi.
►ÍSRAELAR gerðu í vikunni
miklar loftárásir á m.a. raf-
orkuver og stöðvar Hezbollah-
skæruliða í Líbanon til að
hefna fyrir ríg fsraelskra her-
manna sem skæruliðar hafa
vegið. Árásimar hafa varpað
skugga á friðarviðræður Isra-
ela og Sýrlendinga og aukið
líkur á þrí að Israelar dragi
herlið sitt út úr Líbanon á
næstuuni.
►Taija Halonen, frambjóð-
andi jafnaðarmanna, var á
sunnudag kjörin forseti Finn-
lands í seinni umferð forseta-
kosninganna þar í landi. Ha-
lonen hlaut 51,6% atkvæða en
frambjóðandi Miðflokksins,
Esko Aho, 48,4%.
►TÖLVUÞRJÓTAR gerðu
vefsíður nokkurra þekktra
netfyrirtækja í Bandaríkjun-
um óvirkar í vikunni með þrí
að beita hrekk sem kom í veg
fyrir að vepjulegir viðskipta-
vinir næðu sambandi við þær
um liríð. Bandarísk stjómvöld
leggja nú allt kapp á að flnna
þijótana en hrekkurinn hefur
undirst rikað hve netfyrirtæki
em enn berskjölduð fyrir
tölvuglæpum.
►MEÐLIMIR nýmyndaðrar
ríkisstjórnar í Austurríki hafa
í vikunni reynt að sefa áhyggj-
ur Evrópuríkja af þátttöku
Frelsisflokksins í stjóm lands-
ins. Ráðherrar stjómarimiar
hafa í vikunni mætt kulda og
verið sniðgengnir af ráðherr-
um annarra ríkja á fundum
innan Evrópusambandsins.
►MIÐJUMAÐURINN Stipe
Mesic var á mánudag kjörinn
forseti Króatfu með rúmlega
56% atkvæða.
Verkefnastyrkur Félagsstofnunar stúdenta
s
Arni Svanur Daníels-
son hlaut styrkinn
ÁRNI Svanur Daníelsson guð-
fræðingur fékk á föstudag hundr-
að þúsunda króna verkefnastyrk
Félagsstofnunar stúdenta fyrir
kjörsviðsritgerð sína í guðfræði
sem ber heitið Formálar Lúthers
að Biblíunni. - Viðhorf Lúthers tii
heiiagrar ritningar og hugmyndir
hans um túlkun hennar. Ritgerð-
in var unnin undir leiðsögn dr.
Sigurjóns Árna Eyjólfssonar.
Árni Svanur lauk fimm ára námi
í guðfræði frá Háskóla íslands
hinn 5. febrúar sl. en stundar nú
MA-nám í guðfræðideild.
Guðjón Olafur Jónsson, stjórn-
arformaður FS, afhenti Árna
Svani styrkinn og segir hann í
samtali við Morgunblaðið að
verkefni hans hafi sem slíkt þótt
áhugavert og að hann hafi að
auki verið með góð meðmæli frá
Ieiðbeinanda og sýnt góðan náms-
árangur.
Styrkurinn veittur
þrisvar á ári
Aðspurður segir Árni Svanur
að styrkurinn sé staðfesting á því
að hann hafi verið að gera góða
hluti. „Það er eitt að fá klapp á
bakið frá kennurum sínum sem
maður hefur umgengist og skilja
mann algjörlega en annað að fá
viðurkenningu utanfrá. Það
skiptir miklu máli.“
Verkefnastyrkur FS er veittur
þrisvar á ári en markmiðið með
veitingu hans er m.a. að hvetja
Morgunblaðið/Golli
Árni Svanur Daníelsson guðfræðingur tekur við styrknum og viður-
kenningarskjali úr hendi Guðjóns Olafs Jónssonar, stjórnarformanns
Félagsstofnunar stúdenta.
stúdenta til markvissari undir-
búnings og metnaðarfyllri loka-
verkefna.
Samkvæmt upplýsingum frá FS
geta þeir nemendur sem skráðir
eru til útskriftar hjá HÍ og þeir
sem eru að vinna að verkefni sem
veitir 6 einingar eða meira í
greinum þar sem ekki eru eigin-
leg lokaverkefni sótt um styrk-
Ráðstafanir
vegna
sjúkrahúsum
álags
p
a
VEGNA óvenju mikils álags hefur
forstjóri sjúkrahúsanna í Reykja-
vík falið lækninga- og hjúkrunar-
forstjórum spítalanna að taka sam-
eiginlega á þeim vanda að koma
sjúklingum fyrir í yfirfullum
sjúkrahúsunum, þannig að þeir
njóti umönnunar á sem bestan
hátt.
Ástandið hefur verið með erfið-
asta móti á Sjúkrahúsi Reykjavík-
ur í Fossvogi og segir Sigríður
Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarfor-
stjóri SHR, að á milli 10 og 20
sjúklingar séu að jafnaði á göng-
unum. Til eru dæmi um að sumir
hafi þurft að vera þar einn og jafn-
vel tvo sólarhringa.
Sigríður segir að menn eigi eftir
að setjast niður og leita leiða til að
bæta úr vandanum. Það þurfi að
kanna að hve miklu leyti sjúkra-
hústengd heimaþjónusta og aukin
heimahjúkrun geti komið til móts
við þarfir sjúklinganna. Þá stendur
til að setja af stað vinnuhóp til að
samhæfa betur þjónustu á milli
spítalanna og heimahjúkrunar, auk
þess sem að reynt hefur verið að
vinna að því að tryggja einhver
pláss á sjúkrahótelum hjá Rauða
krossinum.
—
Himnastiqinn
Seldist upp, en er kominn aftur
SiQMfðurriosafton
gyþór Gutws'seon
Sígildar, gullfallegar
djassballöður
í frábærum flutningi
Sigurðar Flosasonar
og félaga
„Ballöðutúlkun
með meistarabrag"
Vernharður Linnet, Mbl
Einstök tilfinning"
Ingvj Þór Kormáksson, DV
Fólk selji
upplýs-
ingar úr
sjúkra-
skrám
HÓPUR fólks, sem telur óeðli-
legt að Islensk erfðagreining fái
einkarétt á að nýta sjúkraskrár
í gagnagrunn á heilbrigðissviði,
mun á næstu dögum senda bréf
inn á íslensk heimili þar sem að
fólk er hvatt til að segja sig úr
gagnagrunninum. Undir bréfið
ritar Valdimar H. Jóhannesson
sem málsvari þessa hóps, sem
telur að með einkaleyfinu sé
verið að færa Islenskri erfða-
greiningu milljarða í hendur.
„Til að koma í veg fyrir að
deCODE og/eða íslensk erfða-
greining ehf. fái gefins af þjóð-
arauðnum tugi milljarða eigum
við vepjulegir íslendingar nú
aðeins einn kost, að sameinast
um að segja okkur úr miðlæg-
um gagnagrunni á heilbrigðis-
sviði með skipulegum hætti.
Þess vegna er þér sent úrsagn-
areyðublað og umboð lögmönn-
um til handa til að semja um
greiðslur til þín fyrir að sam-
þykkja að vera í gagnagrunnin-
um,“ segir í bréfinu.
I niðurlagi bréfsins er farið
fram á að fjölskyldumeðlimir
undirriti beiðni um úrsögn og
„gefi lögmönnum hópsins um-
boð til að gera sem mest úr þeim
verðmætum", sem þeir telja að
liggi í heimild viðkomandi til að
veita aðgengi að upplýsingum
úr sjúkraskrám sínum.
Ekið á mann
á ísafirði
EKIÐ VAR á gangandi vegfar-
anda á Seljalandsvegi á föstu-
dagskvöld. Maðurinn, sem er á
sextugsaldri, slasaðist töluvert
og liggur á Fjórðungssjúkra-
húsinu á ísafirði. Slysið varð
með þeim hætti að maðurinn
gekk framfyrir rútu þegar
jeppabifreið kom aðvífandi og
lenti á honum. Aðstæður voru
slæmar þegar slysið varð; lítið
skyggni og ófærð, að sögn lög-
reglunnar á ísafirði.