Morgunblaðið - 13.02.2000, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Fæddur til
að segja
sögur
STÆRSTA útgáfufyrirtæki Þýska-
lands, Bertelsmann, gefur út í kilju-
forlagi sínu, btb, um þessar mundir
bók Einars Kárasonar, Heimskra
manna ráð. Bókin
kom fyrst út inn-
bundin hjá hinu
þekkta bók-
menntaforlagi
Hanser og hlaut af-
ar jákvæða dóma
þar ílandi.
Ritdómur Die
Einar Kárason Zeit sagði m.a.:
„(Einar) er fæddur til að segja sög-
ur, einmitt þær sem lesandinn óskar
sér: þéttar og drynjandi, blygðun-
arlausar, gagnrýnar og safaríkar."
Auk þessa sögðu gagnrýnendur:
„ísland, klettaeyjan í Norður-
Atlantshafí, er mér jafn fjarri og
kínverska keisaraveldið. Samt
fannst mér ég kannast mæta vel við
mig meðal hinna forkostulegu fjöl-
skyldumeðlima sögumannsins. Ég
grét af hlátri og enn meira grét ég
þegar ég las upp úr bókinni fyrir
gesti og gangandi“(Hessischer
Rudfunk-útvarp). Og ennfremur:
„Tilraunir fjölskyldunnar til að
halda f við nútímann, vaxandi
ágirnd eftir peningum og völdum á
sínar skoplegu hliðar, en þær voru
ekki síður harmrænar. Dallas í ná-
grenni Reykjavíkur - sannkallaður
lestraunaður, skáldsaga í hæsta
bókmenntalega gæðaflokki" (net-
miðlinn buchecke - oneline).
Heimskra manna ráð hefur nú
komið út í sex löndum og er vænt-
anleg hjá hinu virta forlagi de seuil
í Frakklandi í apríl en bækur Ein-
ars hafa verið þýddar á um tug
tungumála.
XJng myndlistarkona, Hjördís
Árnadóttir, sýnir í New York
Fjarræn ver-
öld innblásin
af heima-
landinu
Frá sýningunni í New York.
Morgiinblaðið. New York.
HJÓRDÍS Árnadóttir myndlistar-
maður sýnir um þessar mundir í
Gallery Silverstein í New York.
Hjördís lýkur mastersnámi í mynd-
list frá The School of Visual Arts í
vor en það var fyrir tæpu ári að
eigandi gallerísins kom á opið hús
hjá nemendum deildarinnar og
leist svo vel á verk Hjördísar að
hann bauð henni að taka þátt í sýn-
ingunni Af tilveru, Of existence.
Verk listamannanna þriggja sem
verk eiga á sýningunni, þeirra
Hjördísar, Erics Hongistos og Sols
Saxs, eru talsvert ólík en sam-
merktar eiga þau vangaveltur um
tilvist og umhverfi mannsins í sinni
breiðustu mynd. Hjördís sýnir 4
stórar teikningar unnar með blýi
og trélitum og gefa verkin sýn inn í
óhlutbundinn og fjarrænan heim
sem listakonan segir tengjast
heimalandinu. „Fjarlægðin gerir
það kannski að verkum að maður
skynjar landið með öðrum hætti.“
GLÆSIVERK TIL SOLU
Jón Engilberts
Kristján Davíðsson
Einnig verk eftir:
► Louisu Matthíasdóttur ^ Hafstein Austmann
► Valgarð Gunnarsson
► Sigurbjörn Jónsson
► Tolla
► Kjarval
► Ásgrím Jónsson
► Þorvald Skúlason
► Sverri Haraldsson
► Mugg
Fyrir fjársterkan aðila leitum við að módelmynd
eftir Gunnlaug Blöndal
SMIÐJAN
Innrömmun - Art Gallerý
Ármúla 36, sími 568 3890.
Opið í dag, sunnudag, kl. 14-17
20% af allri innrömmun út febrúar
Fjallað er um sýninguna í jan-
úarhefti listatímaritsins New York
Arts þar sem verkum Hjördísar er
lýst sem afar viðkvæmum og fín-
gerðum abstraktsjónum af náttúr-
unni, innblásnum af klassískri
naumhyggju. Eric Hongisto er
hugleikin náttúra stærðfræðinnar í
skúlptúrum þar sem gengið er út
frá hlutföllum himintungla til hins
smæsta í tilverunni. Þriðja sýnin
birtist í verkum Sols Saxs sem
veltir fyrir sér afrískri arfleifð
sinni og fjölbreyttum uppruna
Bandaríkjamanna.
Eins og áður segir lýkur Hjördís
framhaldsnámi í New York í vor en
hún útskrifaðist frá málaradeild
Myndlista- og handíðaskóla Islands
HJÖRDÍS Árnadóttir við eitt af verkum sínum á sýningunni Af tilveru í
Gallery Silverstein.
árið 1998. Gallery Silverstein er í
nýjum kjarna gallería í Chelsea-
hverfi á vestanverðl Manhattan
þangað sem mörg þekkt gallerí í
borginni hafa flutt á síðustu árum.
Sýningunni lýkur 26. febrúar nk.
Tónleikar Hamrahlíðarkórsins
Brautry ðj endur
íslenskrar tónlistar
Á TÓNLEIKUM Hamrahlíðar-
kórsins, undir stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur, mánudagskvöld kl.
20.30 í Karlakórshúsinu Ými við
Skógarhlíð, verða flutt lög eftir ís-
lensk tónskáld.
Tónskáldin eru Helgi Helgason,
Sigfús Einarsson, Friðrik Bjarna-
son, Sigvaldi Kaldalóns, Björgvin
Guðmundsson, Sigurður Þórðar-
son, Þórarinn Guðmundsson, Emil
Thoroddsen og Hallgrímur Helga-
son.
Tónskáldin eiga það sameigin-
legt að þau eru öll látin. Aðspurð
minnti Þorgerður Ingólfsdóttir á
að á þessari Tónlistarhátíð Tón-
skáldafélags íslands væri um að
ræða eins konar úttekt á tónlist
okkar aldar, úttekt á liðinni öld
eða öllu heldur tenging við sam-
tímann.
Morgunblaðið/Þorkell
Hamrahlíðarkórinn á æfingu fyrir tónleikana á mánudagskvöldið.
M-2000
Mánudagur 14. febrúar
Tónleikar Hamrahlíðarkórs-
ins
Ymir - tónlistarhús Karla-
kórs Reykjavíkur kl. 20.30
Hamrahlíðai'kórinn leikur
undir stjórn Þorgerðar Ingólfs-
dóttur. Á efnisskránni eru með-
al annars verk eftir Helga
Helgason, Sigfús Einarsson,
Friðrik Bjarnason, Sigvalda
Kaldalóns, Björgvin Guðmunds-
son, Sigurð Þórðarson, Þórarin
Guðmundsson, Emil Thorodd-
sen og Hallgrím Helgason. Tón-
leikamir eru hluti af þríþættri
hátíð Tónskáldafélagsins: ís-
lenskri tónlist á 20. öld.
Miðasala:Upplýsingamiðstöð
ferðamála, Bankastræti 2 og við
innganginn.
Nú væri flutt tónlist frá fyrri
helmingi aldarinnar. I vor yrði
tónlistin frá 1950-1985 eða þar um
bil. Næsta haust yrði svo flutt
tónlist í lok aldarinnar, 1985-2000.
Fyrir daga
græðgisgleypigangsins
„Tónlistin sem við flytjum á
þessum tónleikum var samin fyrir
daga græðgisgleypigangsins, Mc-
Donalds og vídeós. Þetta var tím-
inn þegar „brjóst gátu enn fundið
til,“ segir Þorgerður.
Tónleikarnir rifja það upp þegar
hlutir gerðust við fábreytt skilyrði.
Þá hefðu orðið til ættjarðarsöngv-
ar sem væru á allra tungu. Unnið
hefði verið ótrúlegt brauðryðj-
endastarf og gefnar út söngbækur.
Þorgerður sagði að nokkur verk-
anna á efnisskránni væru stærri
kórverk. Má þar nefna m. a. Mót-
ettuna eftir Hallgrím Helgason og
Friðarkórinn úr óratoríu Björg-
vins Guðmundssonar.
Kórverkið Fjallkonan eftir Sig-
fús Einarsson var samin snemma
árs 1929 og frumflutt á Austfjörð-
um í maí sama ár af 50 manna
blönduðum kór undir stjórn tón-
skáldsins. Kórinn var á leið til
þátttöku í norrænu kóramóti í
Kaupmannahöfn og var það í
fyrsta sinn sem blandaður kór frá
Islandi ferðaðist til útlanda.
Jón Þórarinsson tónskáld og
kennari Þorgerðar man þegar kór-
inn kom til Seyðisfjarðar og hlust-
aði á hann barn að aldri í
kirkjunni. Jón, sem man tímana og
söguna hefur verið til ráðgjafar
um val á efni fyrir þessa tónleika.
Þorgerður segir það mikils virði
að rifja upp nýliðna sögu sem oft
fyrnist fljótt yfir í erli okkar daga:
„Á fyrrihluta tuttugustu aldar
urðu til mörg þau ljóð og lög sem
lifað hafa með þjóðinni. En hvert
stefnum við, hvað syngur unga
fólkið í dag og hvað mun það
syngja þegar það verður komið á
elliheimili og þarf að lifa af með
hjálp tónlistar og skáldskapar?"