Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Frum- skógur fæðubót- arefna Lýsi, hvaða Islendingur tekur ekki lýsi á morgnana. Engum heilvita Islendingi dett- ur annað í hug en að lýsi sé allra meina bót. Vísindalegum stoðum hefur meira að segja verið rennt undir þá vissu. María Hrönn Gunnarsdóttir veltir því fyrir sér hvort fæðubótarefni séu jafnómissandi og lýsið eða hvort þau séu snilldarlega framsett blekking til að hafa okkur auðtrúa almenn- inginn að féþúfu. HVERS vegna skyldi fólk velja sér að drekka duft blandað vatni þegar það getur fengið sömu efni úr hefðbundnum mat, gimilega framreiddum? Eða taka inn töflur, sem innihalda vítamín eða aðra fæðubót ef það getur fengið það sama í bragðgóðum mat? Svarið er ekki einfalt en í því endurspeglast m.a. þrá fólks, sem á við veikindi eða vanlíðan að stríða, eftir þvi að bæta líðan sína og jafnvel heilsu eft- ir fljótvirkum og auðveldum leiðum. Örvænting þeirra sem berjast við aukakílóin er t.d. oft og tíðum svo mikii að öll meðul eru þess virði að reyna þau. Á þessi mið hafa margir róið og fara sögur af því að þeir hafi margir hverjir aflað vel. Markaður- inn hefur stækkað jafnt og þétt á undanförnum árum bæði hér á landi sem og í mörgum ef ekki öllum vestrænum löndum. Fæðubótarefni seldust t.d. í Bandaríkjunum fyrir 3,3 milljarða dollara árið 1990 en fyrir 6,5 milljarða dollara árið 1996. Rannsóknir af skornum skammtí Hvort sem það er auglýsingum að þakka eða því að fólk virðist í sí- auknum mæli láta sér annt um heilsufar sitt, verða fæðubótarefni æ vinsælli. „Mörg þeirra eru vel að vinsældunum komin,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir næringarráðgjafi og næringarfræðingur, „en önnur ekki.“ Vandinn felst í því að neyt- endur geta ekki alltaf greint á milli. ,Alniennt ættu fæðubótarefni að vera óþörf fyrir þá sem borða hollt og fjölbreytt fæði og í samræmi við orkuþörf sína. Aftur á móti gætu þeir sem æfa undir miklu álagi, eru á heimsmælikvarða í íþrótt sinni, þeir sem sleppa reglulega úr máltíð- um eða borða mjög hitaeininga- snautt fæði haft gott af því að nota fæðubótarefni - en í hófi þó.“ Fríða bendir á að oft skortir verulega upp á að vísindalegar og vel gerðar rannsóknir hafi verið gerðar á efnunum til að staðfesta staðhæfingar framleiðendanna. Hún segir einnig að oft séu innihaldslýs- ingar á umbúðum einungis á erlend- um tungumálum, sem geri mörgum erfitt um vik, og að þær séu oft ekki tæmandi. „Stærsta vandamálið varðandi rannsóknir á fæðubótarefnum er að erfitt er að tryggja að þær séu óháðar, þ.e. að framleiðandi hafi ekki sjálfur lagt fé til rannsókn- anna. Rannsóknirnar eru líka oft og tíðum aðeins gerðar á ungum karl- mönnum en hvorki á konum né öldruðum, sem á margan hátt hafa ólíka líkamsstarfsemi og karlar og bregðast ekki á sama hátt við.“ Ekki varað við aukaverkunum Auglýsingar um fæðubótarefni hafa verið áberandi í fjölmiðlum upp á síðkastið og vefsetrum þar sem efnin eru kynnt og seld fjölgar hratt. Þar gera sumir sölumenn því skóna að þeir sem nota efnið sem auglýst er finni stórkostlegan mun á líðan sinni. Gefið er í skyn að fitu- brennsla aukist og matarlystin minnki, blöðruhálskirtillinn styrk- ist, þrek og úthald aukist, vamir líkamans eflist og ónæmisfrumum fjölgi, allt eftir því hvað verið er að auglýsa hverju sinni. Stundum vant- ar bæði upplýsingar um hver inni- haldsefnin eru og magn þeirra. Sjaldan er bent á rannsóknir sem styðja fullyrðingamar. Mörgum þykir aðferðin vafasöm en aðrir láta freistast og kaupa vörana, jafnvel þótt skammturinn kosti sitt. Til- gangurinn helgar meðalið. Ólafur G. Sæmundsson næringar- fræðingur hefur gagnrýnt þær að- ferðir sem oft era notaðar þegar fæðubótarefni era markaðssett. Hann bendir á að mörg fæðubót- arefni hafi virkni, oft reyndar mjög takmarkaða, sem hefur verið stutt vísindalegum rannsóknum, svo sem sólhattur, en önnur innihaldi efni sem ekki hefur tekist að sýna að hafi nokkra virkni. I því sambandi bendir hann á drottingarhunang og blómafræfla. Þessi efni geti aftur á móti valdið ofnæmiseinkennum ekki síst meðal astmasjúklinga og ann- ars fólks með veiklaðar vamir. Hann segist ekki hafa orðið var við að varað væri við aukaverkunum á umbúðum vörannar eða auglýsing- um. „Þessi auglýsingatækni, sem við höfum verið að sjá í blöðum upp á síðkastið, þar sem verið er að vitna í fólk sem hefur læknast af öllum hugsanlegum kvillum með því að taka inn vöra sem hefur í raun og vera engin virk innihaldsefni, er mjög vafasöm,“ segir hann. „En að- ferðin er mjög öflug. Það er hægt að fá fólk til að trúa nánast hveiju sem er. Það liggur bara í mannlegu eðli.“ Hann gagnrýnir enn fremur að apótek, sem láti sér annt um trú- verðugleika sinn og gefi sig út fyrir Morgunblaðið/Golli Lýsi er vel staðlað fæðubðtarefni. Innihaldsefni þess eru vel þekkt sem og magn þeirra. Líklega em þeir fáir íslendingarnir sem efast um gagnsemi lýsisins. fagleg og vísindaleg vinnubrögð, skuli taka þátt í auglýsingum af þessu tagi. Jónína Freydís Jóhannsdóttir, lyfsali Lyfja og heilsu í Hafnar- stræti á Akureyri, segir að megin- markmiðið með rekstri apóteks sé að stuðla að almennu heilbrigði. „Við getum m.a. gert það með því að fara inn á þennan markað. Við viljum að fólk geti komið í apótek og keypt fæðubótarefni og fengið um leið hlutlausar upplýsingar um vör- una í stað þess að fara í matvörabúð og fá þar ekki aðrar upplýsingar en þær sem standa í bæklingum," segir hún. Jónína Freydís bendir jafn- framt á að apótekarar séu einnig kaupmenn sem selji, auk lyfja, vör- ur á borð við sjampó og tannkrem. „Fólk spyr eftir fæðubótarefnum og við viljum taka þátt í þeim „heilsus- lag“ sem er í þjóðfélaginu." Auglýsingar um fæðubótarefni hafa komið til kasta Samkeppnis- stofnunar, að sögn Siguijóns Heið- arssonar, lögfræðings hjá stofnun- inni, ýmist fyrir ábendingar neytenda og yfirvalda eða vegna þess að starfsfólk stofnunarinnar hefur sjálft séð ástæðu til. Segir Sigurjón að yfirleitt sé farið að til- mælum Samkeppnisstofnunar eða ákvörðunum samkeppnisráðs og auglýsingunum breytt. Enginn hef- ur enn sem komið er verið beittur viðurlögum vegna auglýsinga um fæðubótarefni. Höft eða lausung Það fer ekki framhjá þeim sem hafa kynnt sér fæðubótarefni að þau era afar fjölbreytt. Úrvalið er reyndar svo mikið að sumir líkja því við framskóg. Þar á ofan er ekki einu sinni á hreinu hvaða efni teljast til þeirra og hver ekki. Skilin á milli fæðubótarefna og náttúralyfja era ekki alltaf augljós og fer það m.a. eftir því í hvaða landi varan er seld hvoram megin hún lendir. Sam- kvæmt reglugerð um markaðsleyfi náttúralyfja, sem tók gildi hér á landi fyrir tveimur áram, þarf að sækja um „markaðsleyfi náttúralyfs fyrir náttúravöra sem er markaðs- sett eða auglýst á þann hátt að Ijóst sé, að viðkomandi vara sé ætluð til lækninga, fróunar eða varnar gegn sjúkdómum eða sjúkdómseinkenn- um í mönnum eða dýram“. Hómó- patalyf, vítamín, steinefni og fæðu- bótarefni teljast ekki til náttúra- lyfja. „Reglugerðin er sett til þess að tryggja að neytandinn fái ekki önnur náttúralyf en þau sem upp- fylla lágmarkskröfur um öryggi og gæði,“ segir Guðrún S. Eyjólfsdótt- ir, forstöðumaður Lyfjaeftirlits rík- isins. Enn sem komið er hefur ekk- ert náttúralyf fengið markaðsleyfi og segir Guðrún að ástæða þess sé fyrst og fremst sú að lengi vel hafi enginn sótt um slíkt leyfi. Þegar náttúralyf hefur fengið markaðs- leyfi má í flestum tilvikum selja það í almennri verslun og auglýsa að það hafi virkni við tilteknum kvill- um enda hafi heilbrigðisyfirvöld veitt til þess samþykki sitt. Auglýs- andi má aldrei halda því fram að náttúralyfið lækni alvarlega sjúk- dóma á borð við krabbamein og al- næmi. Samkvæmt reglugerðinni inni- heldur náttúralyf eitt eða fleiri virk efni sem era unnin á einfaldan hátt úr plöntum, dýram, örveram, stein- efnum eða söltum. Efni sem hafa aftur á móti verið einangrað úr náttúranni era ekki skilgreind sem náttúralyf heldur lyf, að þeim skil- yrðum uppfylltum sem lög kveða á um. Innan evrópska efnahagssvæðis- ins gildir þó sú regla að um leið og vara er markaðssett þannig að hún hafi tiltekið lækningagildi er hún skilgreind sem lyf. „Þetta þýðir að sá sem tappar vatni á flösku og heldur því fram að það geti fyrir- byggt eða læknað kvef er þar með að selja lyf,“ segir Guðrún. Af því leiðir að framleiðandinn verður að fara að lyfjalögum þegar hann framleiðir og selur „lyfið". Guðrún segir að Lyfjaeftirlitið hafi oft verið gagnrýnt fyrir að vilja hafa vit fyrir fólki og að þar á bæ ríki angi af haftastefnu með boðum og bönnum er varða lyf, náttúrulyf og fæðubótarefni. Á sama tíma hef- ur verið fundið að því að Lyfjaeftir- litið skuli ekki hindra sölu og mark- aðssetningu á efnum sem aug- Ijóslega séu gagnslaus. „Afar margt af því sem gert er innan Lyfjaeftirlitsins er háð lögum og reglugerðum Evrópusambands- ins,“ segir hún. „Einn vandinn sem aðildarlönd EES-samningsins standa frammi fyrir er sá,“ segú- hún ennfremur, „að reglur sem lúta að fæðubótarefnum og náttúrulyfj- um hafa ekki verið samræmdar. Það sem flokkað er sem lyf í einu landi er e.t.v. flokkað sem almenn vara í öðra.“ Unnið hefur verið að því innan ESB að samræma þann feril sem fara verður þegar markaðsleyfi fyr- ir lyf era veitt. Samræmingarferlið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.