Morgunblaðið - 13.02.2000, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 23
er ílókið og tekur langan tíma enda
þurfa vel á annan tug þjóða að koma
sér saman um reglurnar. Samskon-
ar vinna í sambandi við náttúrulyf
og fæðubótarefni er mun skemur á
veg komin, að sögn Guðrúnar.
Stefna Evrópusambandsins
markast af því sem á ensku kallast
Public Health Safety og þýða mætti
sem almannaöryggi í heilbrigðis-
málum. í því felst m.a. að neytendur
geti verið vissir um að vörur og
þjónusta sem eiga að stuðla að heil-
brigði séu örugg og hættulaus.
„Neytendur vilja vera vissir um að
vörur uppfylli lágmarkskröfur um
öryggi,“ segir Guðrún.
Lyfjaeftirlitið samþykkir ekki
fæðubótarefni
Guðrún segir að ástæða sé til að
leggja áherslu á að Lyfjaeftirlit rík-
isins hvorki leggur mat á gæði og
gagnsemi fæðubótarefna og skyldr-
ar vöru sem seld er á almennum
markaði né rannsakar innihald
þeiira.
„ítrekað hefur komið fram, í
auglýsingum á fæðubótarefnum og
skyldri vöru, að Lyfjaeftirlit ríkisins
hafi samþykkt þær. Þetta virðist
gert í því skyni að gefa vörunni ein-
hvers konar gæðastimpil. Lyfjaeft-
irlit ríkisins fjallar um fæðubótar-
efni og skyldar vörur með tilliti til
þess hvort þær innihaldi lyf eða efni
sem eru hættuleg við venjulega
notkun eða hvort varan sé merkt
eða kynnt með þeim hætti að ætla
megi að um lyf sé að ræða. Óheimilt
er að gefa í skyn eða halda því fram
að almenn vara geti haft lækninga-
mátt þannig að hún fyrirbyggi,
dragi úr einkennum eða lækni sjúk-
dóma eða sjúkdómseinkenni. Sé
ekkert athugavert við vöruna að
þessu leyti gerir stofnunin ekki at-
hugasemdir við sölu hennar á al-
mennum markaði. Lyfjaeftirlitið
fjallar um vörurnar með hliðsjón af
þeim upplýsingum sem fram-
leiðandinn og/eða innflytjandinn
leggur fram og það er á hans
ábyrgð að þær upplýsingar séu rétt-
ar.“
Guðrún itrekar einnig að fólk hafi
varann á þegar það vafrar um Netið
í leit að fæðubótarefnum og nátt-
úrulyfjum. Hún segir að á Netinu
þrífist misjafn sauður i mörgu fé og
að þar sé oft að finna rangar upp-
lýsingar og villandi. „Fólk tekur
mikla áhættu þegar það pantar
þessar vörur á netinu. Það getur i
fyrsta lagi orðið fyrir fjárhagslegu
tjóni en þar að auki hefur það enga
tryggingu fyrir að varan sem það
fær sé sú sem það pantar." Víða um
heim eru engar reglur til um fram-
leiðslu þessarar vöru og tryggingin
engin um að fólk kaupi ekki köttinn
í sekknum.
„Fyrir skömmu hringdi hingað
maður sem hafði pantað sér jurta-
seyði við ákveðnum kvilla. Seyðið
var stöðvað af tollayfirvöldum og
hann var ósáttur við það. í samtal-
inu kom fram að hann þjáðist af
flóknum sjúkdómum og tók við
þeim nokkrar tegundir af lyfjum.
Honum var bent á að jurtin gæti
haft bæði áhrif á verkun lyfjanna og
á gang sjúkdómanna en út í það
hafði hann ekki hugsað og við því
var hvergi varað þegar hann pant-
aði vöruna," segir Guðrún.
Lyf og aukefni eru háð leyfi
FDA en ekki fæðubótarefni
Fæðubótarefni eru ekki skil-
greind sem lyf í Bandaríkjunum.
Þau falla því ekki undir lög um lyf
og þau ströngu ákvæði sem gilda
um lyfjaframleiðslu ná ekki til
þeirra. Sú fullyrðing, sem stundum
hefur heyrst, að Matvæla- og lyfja-
eftirlitið í Bandaríkjunum, FDA,
hafi lagt blessun sína yfir ákveðin
fæðubótarefni á því ekki við nein
rök að styðjast. FDA hvorki prófar
fæðubótarefni né heimilar markaðs-
setningu á þeim og hefur ekki leyfi
til að gera það. Bandaríkjamenn
samþykktu aftur á móti lög árið
1994, lög um fæðubótarefni, heilsu
og upplýsingagjöf, sem ná til þess
hvaða upplýsingar verða að koma
fram á pakkningum auk þess sem
skýrar reglur eru um hvað má gefa
til kynna í auglýsingum. Samkvæmt
áðurnefndum lögum mega framleið-
endur nota þrenns konar fullyrðing-
ar við markaðssetningu á fæðubót-
arefnum, nefnilega upplýsingar um
næringarefni, um sjúkdóma og um
Fríða Rún Þórðardóttir
Guðrún S. Eyjólfsdóttir
næringarfræðilegt gildi efnisins.
Astæða er til að skýra þetta með
dæmum. Ef fæðubótarefni t.d. inni-
heldur a.m.k. 12 mg af C-vítamíni i
hverjum skammti má auglýsa vör-
una sem framúrskarandi C-víta-
míngjafa. Fullyrðingarnar um sjúk-
dóm vísa til tengsla milli fæðu og
fæðubótarefna annars vegar og
sjúkdóms eða heilsufarslegs
ástands hins vegar. Þessar fullyrð-
ingar verða að byggjast á niður-
stöðum vísindalegra rannsókna.
Framleiðandi kalks má til að mynda
halda því fram að vara minnki líkur
á beinþynningu, ef hún inniheldur
fullnægjandi magn af kalki. Upp-
lýsingar um næringarfræðilegt gildi
vörunnar geta t.d. snúist um tengsl-
in milli fæðubótarefnis og skort-
seinkenna á borð við það að C-víta-
mínskortur orsakar skyrbjúg.
Samkvæmt lögunum verður FDA
að leggja fram gögn um að fæðubót-
arefni, sem búið er að markaðssetja,
sé varasamt áður en hægt er að tak-
marka eða banna sölu á því. Þessu
er öðruvísi farið með aukefni í mat-
vælaframleiðslu. Notkun þeirra er
háð leyfi FDA á sama hátt og FDA
verður að samþykkja lyf áður en má
hefja markaðssetningu á því. Lögin
veita FDA heimild til að skylda
framleiðendur fæðubótarefna til að
Jónína Freydís Jóhannsdóttir
Ólafur G. Sæmundsson
fylgja reglum sem kallaðar hafa
verið góðir framleiðsluhættir (e.
Good Manufacturing Practices,
GMP). Markmiðið er að tryggja að
varan sé framleidd við aðstæður
sem m.a. tryggja öryggi hennar og
að hún sé örugglega það sem hún er
sögð vera. Margir framleiðendur
fæðubótarefna í Bandaríkjunum
fylgja þessum reglum og hafa auk
þess samið sínar eigin framleiðslu-
reglur að fara eftir.
Margvísleg áhrif og
eldd öll til góðs
í grein sem birtist í bandaríska
neytendatímaritinu Consumers Re-
port fyrir nokkrum árum er mark-
aði með fæðubótarefni lýst sem
óreiðu. Þar segir að kaupendur hafi
enga tryggingu fyrir því að það sem
þeir kaupa sé það sem það er sagt
vera. Hann geti ekki verið viss um
að virka efnið sem á að vera í því
sem hann kaupir hafi endað í vör-
unni, hvort virka efnið sé í formi
sem nýtist líkamanum en gangi ekki
ómelt niður af fólki eins og dæmi
eru um, hvort eitthvert vit sé í ráð-
lögðum skammti, hvað annað sé í
töflunum, hvort þær séu hættulaus-
ar og hvort næsta glas í versluninni
með samskonar miða innihaldi sömu
efni. Þetta eru stór orð en það und-
arlega er að þau eru enn í gildi.
ítrekaðar tilraunir til að koma
framleiðslu á fæðubótarefnum undir
samskonar lög og gilda um lyfja- og
matvælaframleiðslu hafa ævinlega
verið stöðvaðar í bandaríska þing-
inu. Framleiðendur fæðubótarefna
þurfa ekki, ekki frekar en þeir vilja,
að rannsaka virkni framleiðsluvöru
sinnar.
Margir framleiðendur hafa fullan
vilja til þess að tryggja öryggi vöru
sinnar og færa rök fyrir virkni
hennar. Þeir hafa jafnvel samið sín-
ar eigin verklagsreglur með það að
markmiði en eftir stendur að neyt-
endur eru lítið bættari þar sem lög-
in vantar. FDA verður að láta fæðu-
bótarefni í friði, þótt grunur leiki á
um að óhreint mjöl sé í pokahom-
inu, þar til tekist hefur að færa á
það sönnur og á meðan framleið-
andanum verður það ekki á að
auglýsa vöruna til lækninga.
A meðal röksemda fyrir því að
nauðsynlegt þykir að fylgjast vel
með fæðubótarefnum og náttúru-
afurðum er að mörg þeirra geta
haft áhrif á verkun lyfja. Dæmi eru
um að seyði af jurtum hafi verið
seld í verslunum hér á landi án þess
að þess sé nokkurs staðar getið á
umbúðum vörunnar að hún geti
blandað sér í verkunarmáta lyfja
sem fólk tekur við alvarlegum sjúk-
dómum, t.d. hjartasjúkdómum.
Þetta á t.d. við um jónsmessu-
runna, sem notaður er við vægu
þunglyndi. Nýlega gaf norska lyfja-
málastofnunin út fréttatilkynningu
þar sem varað er við því að nota
runnann með öðrum lyfjum vegna
þess að hann minnkar virkni blóð-
þynningarlyfsins warfaríns og
sýklalyfsins síklósprins, sem líffæra
þegar þurfa að nota. Þar á ofan
minnkar það virkni steralyfja,
þríhringlaga þunglyndislyfja og dig-
oxíns. I fréttatilkynningunni er auk
þess mælt með því að þeir sem noti
jónsmessurunnan með annaðhvort
warfaríni eða síklósporini hætti ekki
að nota hann snögglega heldur ræði
við lækni íyrst.
Er allt náttúrulegt
hollt og gott?
Ýtt hefur verið undir þá trú fólks
að það sem er náttúrulegt sé gott.
Mörg kröftugustu lyf sem til eru
eru þó unnin úr náttúrunni og hafa
ekki allir heyrt af snákum sem
spýta eitri. Eitur þess dýrs sem tal-
ið er vera það eitraðasta í heimi,
gullna eiturörvafrosksins, er til að
mynda svo eitrað að sá sem snertir
húð þess á hættu á að hljóta bana
af.
Framkvæmdastjóri bandaríska
fýrirtækisins Shape up America, dr.
Barbara Moore, flutti í fyrrasumar
fyrirlestur á ráðstefnu á vegum
FDA, þar sem fjallað var um fæðu-
bótarefni, reglugerðir um þau og
áhrif þeirra á líkamsstarfsemi og
líkamsbyggingu.
Erindi hennar fjallaði um fæðu-
bótarefni og þyngdarstjórnun og
sagði hún m.a. að sú trú fólks að
vörur sem unnar eru úr náttúrunni
séu hættulausar verði til þess að
það minnist ekki á það við lækninn
sinn að það noti fæðubótarefni og
náttúrulyf. „En það er afar mikil-
vægt að of þungt fólk hafi þessar
aukaverkanir í huga,“ sagði hún.
„Of feitt fólk þjáist margt hvert af
fylgikvillum offitunnar og er þess
vegna líklegt til að nota lyf, eitt eða
fleiri. Mörg fæðubótarefni sem eru
markaðssett til að hjálpa fólki að
megrast eru beinlínis hættuleg.
Önnur, og e.t.v. öll, gera blátt áfram
ekkert gagn. Engar upplýsingar
eru til um hugsanlegar milliverkan-
ir við lyfseðilsskyld lyf sem fólk
gæti verið að taka eða við önnur
náttúruefni eða fæðubótarefni.“
Fyrirtækið Shape up America
hefur þau markmið að vekja athygli
á því að offita verður æ algengari og
að afla áreiðanlegra upplýsinga
studdar vísindalegum rannsóknum
um aðferðir til að aðstoða fólk við að
ná stjóm á líkamsþyngd sinni. Dr.
Moore sagði einnig í erindi sínu að
vegna þess hve svik og prettir eru
algeng þegar fæðubótarefni eiga í
hlut í Bandaríkjunum ætti FDA að
beina sjónum sínum sérstaklega að
þessum málum.
Mörg þeirra fæðubótarefna, sem
hér eru á markaði, eru framleidd í
Bandaríkjunum.
Gera þau gagn?
Hún er með sykursýki og þarf að
sprauta sig með insúlíni. Hún
hefúr lesið sér til um hvað getur
örvað starfsemi briskirtilsins og
hvað getur aukið næmi frumn-
anna í líkamanum fyrir insúlíni.
Leitin að einhverju til að jafna
blóðsykurinn er á stundum ör-
væntingarfull.
Hún hefur komist að því að
hún á að borða hvítlauk, hann
kaupir hún í stauk því sá er lykt-
arlaus. Samt kryddar hún kvöld-
matinn með mörgum hvítlauks-
rifjum. Króm dregur úr
sykurþörf og bætir nýtingu kol-
vetna í líkamanum, hún tekur
eina töflu á dag. Kvöldvorrósar-
olía gerir vist gagn svo hún tek-
ur hana inn lfka, einn belg þrisv-
ar á dag. Mælt er með Brewers
Yeast, ekki vantar það í lyfja-
skápinn, hún tekur tvær töflur
þrisvar á dag. Ekki má gleyma
einum belg á dag af E-vítamíni,
sem, fyrir utan að vera and-
oxunarefni og gott til að hægja á
öldrun, gerir eitthvað gagn -
hvað var það nú aftur? Kóensím
Q10 jafnar blóðsykurinn, að því
er rannsóknir hafa gefið vís-
bendingu um, og hún tekur 100-
200 mg á dag. Já, svo borðar hún
líka nokkrar möndiur á dag. Hún
hefur lesið að einn bolli af blá-
berjalyngsseyði sé gott við syk-
ursýki svo hún ætlar að tína lyng
næsta sumar og þurrka. Ofan á
allt þetta tekur hún vænan
skammt af C-vítamíni og mat-
skeið af lýsi með ávaxtabragði.
Hún finnur svo sem engan
mun enda er tilraunin langt í frá
visindaleg. Hún snýst frekar um
það að trúin flytur fjöll - og oft
er það nóg.
Veg-
vísar í
skógin-
um
Consumer Reports og vefsetur FDA.
FJÖLBREYTTU úrvali fæðu-
bótarefna hefur verið Iíkt
við frumskóg. Hér eru
nokkrir vegvísar fyrir þá
sem vilja hafa vaðið fyrir
neðan sig áður en þeir
leggja af stað inn í skóginn.
• Athugið fyrst hvort þið
getið náð takmarki ykkar
með þvi' að breyta um mat-
aræði eða li'fsstíl. Kannski
getið þið minnkað neyslu á
mettaðri fitu eða farið í
góða göngutúra ykkur til
heilsubótar.
• Spjallið við lækninn
ykkar áður en þið byrjið að
nota náttúrulyf eða fæðubót-
arefni. Margir gera það ekki
af ótta við að koma kjána-
lega fyrir eða að þeir hafa
áhyggjur af viðbrögðum
læknisins. Náttúrulyf gæti
haft áhrif á virkni lyfja sem
þið þurfið að taka svo það er
áhættunnar virði að ræða
við lækninn.
• Barnshafandi konur,
konur með barn á brjósti,
fólk með alvarlega og lang-
vinna sjúkdóma eða veiklað-
ar varnir ættu ekki að nota
fæðubótarefni sem unnin eru
úr náttúrunni án þess að
ráðfæra sig við lækni fyrst.
• Lesið viðvaranir á um-
búðum og kynningarbækl-
ingum. Byrjið á smáum
skömmtum.
• Verið á verði gagnvart
áhrifum efnisins sem þið er-
uð að taka, hvort sem þau
eru góð eða siæm.
• Hættið strax að nota
efnið ef þið verðið vör við
óæskileg áhrif eða önnur
vandamál sem gætu tengst
inntökunni. Dæmi um vanda
mál gætu verið magaverkir,
dökkt þvag eða gult litar-
haft.
• Verið á varðbergi
gagnvart vörum sem sagðar
eru gera kraftaverk, slá í
gegn eða vera nýjasta nýtt.
Varist líka vörur sem eiga
að afeitra, hreinsa eða vera
afburða orkugjafi. Á merk-
imiðum á ensku gætu þessi
orð staðið: „detoxify", „pur-
ify“ eða „energize".
Gætið ykkar einnig ef ein-
ungis er talað um kosti vör-
unnar en engra aukaverkana
eða ókosta getið.
• Hafið varann á ef efnið
er sagt verka við mörgum
og ólíkum kvillum eða ein-
kennum. Hikið einnig ef þess
er getið að vísindalegar
rannsóknir hafi sýnt fram á
ágæti vörunnar en heimilda-
lista vantar.
• Hafið samband við yfir-
völd heilbrigðismála eða
neytendamála ef þið teljið að
fæðubótarefnið hafi valdið
ykkur tjóni.