Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 29
Hér er Magnús að baða lakkplötu í vatni meðan verið er
að yfirfæra efni en það mýkir hljóðið.
sig eru 4-5 diskar nema hvað efnið
með Vilhelm-Lanzky-Otto fór á sjö
diska.“
Magnús segist hafa mjög gaman
af þessari vinnu. „Ég hef yndi af að
hlusta á tónlistina sem ég ólst upp
við og hlusta á gömlu útvarpsmenn-
ina en málfar þeirra er oft skemmti-
legt en þeir töluðu alvöru íslensku,“
segir Magnús með áherslu á síðustu
orðin.
Auglýsa eftir gömlu
útvarpsefni
Það kemur fram að Magnús og
Jónatan eru áhugasamir um að fá til
sín gamalt útvarpsefni sem fólk á ef
til vill í fórum sínum. „Það tíðkaðist
hérna í gamla daga að flytjendurnir
tækju efnið með sér heim,“ segir
Jónatan og ef einhverjir eiga slíkt
efni hjá sér biðjum við þá um að
koma því til Ríkisútvarpsins.
„Fólk tók líka oft upp þætti um
leið og þeim var útvarpað og geymdi
þá,“ segir Magnús. „Eins vasrum við
þakklátir að fá gamlar plötur með ís-
lensku efni sem við eigum ekki og fá
að yfirfæra efnið yfir á geisladisk.“
Jónatan segir að í gömlu hljóðrit-
ununum leynist ýmsar sjaldgæfar
upptökur af dægurtónlist eins og lög
flutt af Hauki Morthens en sumt af
því efni hafi aldrei verið gefið út.
Hann nefnir einnig Hljómsveit Jans
Moráveks og upptökur með Sigurði
Ólafssyni, Alfreð Clausen og Soffíu
Karlsdóttur sem allt voru vinsælir
söngvarar á eftirstríðsárunum að
ógleymdum upptökum með Hljóm-
sveit Bjarna Böðvarssonarsem hafa
nú þegar verið yfirfærðar á geisla-
disk og eru komnar á almennan
markað en hægt er að kaupa þessa
tónlist í afgreiðslu Ríkisútvarpsins.
Tilraun gerð til að koma
efninu til almennings
„Meðan verið var að vinna þessar
upptökur yfir á geisladisk fundum
við fljótt fyrir miklum áhuga á þeim.
Við gerðum því samning við FIH og
STEf um útgáfu á efninu," segir
Jónatan.
„Þetta er tónlist sem tekin var
upp á tímabilinu 1940-53. En ekkert
er til af útgefinni dægurtónlist frá
þessum tíma. Það var árið 1936 sem
FÍH gerði samning við Ríkisútvarp-
ið um stofnun sérstakrar dægur-
lagahljómsveitar, FÍH-hljómsveit-
arinnar, sem lék til að byrja með
dægurlagatónlist á tveggja vikna
fresti í útvarpið. Fram að þeim tíma
hafði eina lifandi tónlistin verið flutt
af einsöngvui-um eða hljóðfæraleik-
urum og þá var um að ræða klass-
íska tónlist eða sönglög," segir Jón-
atan.
„Bjarni var stjómandi hljómsveit-
arinnar og kynnti lögin. Síðar kall-
aði hann til söngvara með hljóm-
sveitinni. Meðal þeirra var kona
hans Lára Magnúsdóttir en hún
söng í Dómkirkjukórnum og Her-
mann Guðmundsson sem var vinsæll
söngvari í eina tíð. Baldur Hólm-
geirsson, Haukur Morthens og Al-
freð Clausen stigu sín fyrstu skref
með hljómsveitinni sem var fljótlega
farið að kalla Danshljómsveit
Bjarna Böðvarssonar. Og ekki má
gleyma syni hans Ragnari Bjarna-
syni, sem var trommari í hljómsveit-
inni og þreytti hann frumraun sína
sem söngvari með hljómsveitinni.
Bjami Böðvarsson var um margt
merkur maður en hann var stofn-
andi FÍH.
Það má geta þess til gamans af því
við eram einnig að vinna hér með
gamlar upptökur eftir Jón Leifs að
faðir Bjarna, sem var prestur á
Hrafnseyri, var hálfbróðir Ragn-
heiðar Bjarnadóttur móður Jóns
Leifs.“
Jónatan segir geisladiskinn með
Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar
vera tilraun hjá Ríkisútvarpinu til
að koma þessu gamla efni til al-
mennings og vonandi verði framhald
á því. En fyrst og fremst verða
gömlu upptökurnar leiknar í þáttum
útvarpsins í framtíðinni.
FRÉTTIR
Svandís Magnúsdóttir og Ólöf Björk Halldórsdóttir.
Ný hárgreiðslu-
stofa í Hafnarfirði
SVANDÍS Magnúsdóttir og Ólöf
Björk Halldórsdóttir hafa opnað
hárstofuna Focus á Reykjavikur-
vegi 62, Hafharfirði, þar sem hár-
stofan Meyjan var áður til húsa.
Boðið er upp á góða þjónustu og
unnið er með vörur frá Keune í
París.
Svandís starfaði áður hjá Kristu í
Kringlunni, Bylgjunni í Kópavogi
og Hárstofu Dísu. Ólöf Björk starf-
aði á Bylgjunni í Kópavogi og Hár-
stfl í Hafnarfirði.
Opnunartími er eftirfarandi:
Virkir dagar 10-18 og laugardagar
10-13. f biðstofu hárstofunnar er
listagallerí þar sem eru til sýnis og
sölu málverk eftir Sibbu.
Fyrirlestur um streitu
og fjölskyldulíf
FYRIRLESTUR verður í Foreldra-
húsinu, Vonarstræti 4 b, bakhúsi,
mánudaginn 14. febrúar kl. 20.30.
Fyrirlesturinn nefnist Streitan og
fjölskyldulífið.
Fjallað verður um áhrif streitunn-
ar á fjölskyldulífið og á einstaklinga.
Fjallað verður m.a. um eftirfar-
andi spurningar: Er streita hluti af
nútíma fjölskyldulífi og eitthvað sem
við sköpum okkur sjálf oft af „litlu“
tilefni? Ef svo er hvernig birtist hún,
hvaðan kemur hún og hvaða áhrif
hefur streitan á fiölskvlduna? Hvað
er til ráða þegar streitan er að taka
völdin? Hvernig er afslappað fjöl-
skyldulíf? Er það til?
Fyrirlesari er Sigríður Anna Ein-
arsdóttir félagsráðgjafi með sér-
menntun í fjölskyldu- og hjónameð-
ferð. Hún rekur félagsráðgjafar-
stofuna Aðgát. Þar býður hún upp á
viðtöl og námskeið, auk þess að
halda námskeið í fyrirtækjum um
sjálfseflingu, samskipti og streitu.
Allir era velkomnir. Aðgangseyrir
er kr. 500.
Ókeypis flug fyrir börn
í TILEFNI af vetrarfríum grunn-
skóla landsins býður íslandsflug nú
bömum 6-16 ára ókeypis flug til
allra áfangastaða félagsins tímabilið
16. febrúar til 14. mars. Tilboðið gild-
ir í allt flug félagsins að frátöldu flugi
eftir klukkan 14 föstudaga og sunnu-
daga. Eitt bam fær frítt með hverj-
um fullorðnum. Fullorðinn og bam
verða að ferðast saman báðar leiðir.
Farþegi sem gistir þijár nætur á
áfangastað og greiðir við bókun
þremur dögum fyrir brottför kemst
fram og tilbaka til Akureyrar, Egils-
staða, Bfldudals, Sauðárkróks,
Siglufjarðar og Gjögurs á stéttar-
félagsfargjaldi, 7.030 krónum, og til
Vestmannaeyja 5.930 kr.
Kjósi farþeginn að gista aðeins
tvær nætur á áfangastað og greiða
við bókun tveimur dögum fyrir
brottför er bónusfargjaldið besti
kosturinn, 8.330 kr. til Akureyrar,
8.830 kr., til Sauðárkróks, 9.330 kr.
til Egilsstaða, Siglufjarðar, Bfldu-
dals og Gjögurs, og 6.930 kr. til Vest-
mannaeyja. Auk þess býður íslands-
flug upp á aðra kosti ef tveir þeir
ofantöldu henta ekki. Nánari upplýs-
ingar veitir afgreiðsla Islandsflugs.
Það er augljóst að íslenskir fjárfestar kunna vel að meta aðgang að stærsta hlutabréfamarkaði
heims - Wall Street - í gegnum Kauphölt Landsbréfa. Það sýna viðbrögð þeirra þúsunda íslendinga
sem orðnir eru virkir þátttakendur á þessum markaði.
f þakklætisskyni fyrir þessar frábæru viðtökur bjóða Landsbréf áfram ókeypis viðskipti á
• Wall Street til 16. febrúar. Það þýðir einfaldlega að það kostar ekkert að selja eða kaupa
hlutabréf í einhverju af þeim þúsundum fyrirtækja sem skráð eru
á Nasdaq-kauphöllina á Wall Street.*
Ef þú hefur ekki þegar kynnt þér hvað Kauphöll Landsbréfa býður
aðgan
upp á, þá er þetta rétti tíminn til að slást í hópinn.
brúar
KAUl'UOt.l.
I.AMISHRÉI V
I ANHSimi I
* Nánari upplýsingar um tilboðsdagana
er að finna á vef Kauphallar Landsbréfa.
I
Simi 535 2000