Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Signín Halldórsddttir Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir „EG TRUIA BÆKUR OG BÓKA ÚTGÁFU“ ISLENDINGUR, sem stundar bókaútgáfu í Danmörku er sjaldséð tegund, en Sigrún Halldórsdóttir lætur sér það ekki nægja. Hún gefur út bækur bæði á Islandi og í Danmörku hjá forlagi sínu, sem heitir PP Forlag. Hún starfar ein í Danmörku, en er með einn fastan starfsmann í vinnu á íslandi, auk þess að vera með 12-15 starfsmenn i lausamennsku í báðum löndum. Sigrún er ekki á því að það sé end- anlegt takmark að gefa út bækur í tveimur Norðurlandanna. Norður- löndin séu eðlilegur heimamarkaður, þar sem helsti munurinn sé tungu- málamunur. Bókaútgáfa er hörð grein, en Sigrún tekur ekki undir yf- irlýsingar um væntanlegan dauða bókarinnar. „Það er búið að spá hon- um lengi og engar horfur á að það verði í bráð,“ segir hún. Það var þessi bjartsýni á horfur bókarinnar, áhugi hennar á bókum og löngun til að stunda sjálfstæðan rekstur, sem varð til þess að hún réð- ist í bókaútgáfu í fullu starfi um síð- ustu áramót. Nú hefur hún gefið út tíu bækur í Danmörku, þar sem hún býr, og á íslandi. Undanfarin ár hafa töluvert marg- ir íslendingar spreytt sig á fyrir- tækjarekstri í Danmörku. Sigrún hefur reynslu af rekstri fyrirtækja bæði heima og heiman. Hún er á því að íslendingar séu duglegir, en gætu lært af skipulagshyggju Dana. Þó danskt viðskiptaumhverfi geti virst flókið við fyrstu sýn sé í raun auðvelt að starfa í því, þar sem allt gengur eftir föstum reglum. Gamall draumur rætist „Ég veit ekki af hverju ég byrjaði starfsemi í Danmörku, en ég hef búið hér undanfann sjö ár, fyrst í námi og svo í vinnu. Ég var ekki fús að flytja aftur heim í bráð,“ segir Sigrún um tildrög þess að hún hóf rekstur fyrir- tækis í Danmörku. „Ég var undrandi á að fá vinnu strax að námi loknu, ég hafði ekki búist við að það yrði svona auðvelt." Fram að áramótum vann Sigrún hjá dönsku flóttamannahjálpinni, en þegar starfsemi hennar var flutt til sveitarfélaganna um áramótin stóð hún frammi fyrir því vali að taka þátt í einkavæðingu flóttamannahjálpar- VIÐSKIPn AIVINNUIÍF Á SUNNUDEGI ► Sigrún Halldórsdóttir tók kennaraháskólapróf 1979 og kenndi næstu árin bæði á Akureyri og í Reykjavík. A árunum 1989-1993 hafði hún yfirumsjón með erlendu barnaefni Sjónvarpsins. Hún varð viðskiptafræðingur frá endurskoðunarsviði viðskiptadeildar Háskóla íslands 1992 og tók síðan cand.merc. próf frá Verslunar- háskólanum í Kaupmannahöfn 1995. Frá 1996-1999 var hún deild- arstjóri endurskoðunarsviðs dönsku flóttamannahjálparinnar. I ársbyijun 1999 stofnaði hún PP Forlag, sem starfar bæði í Dan- mörku og á íslandi og hefur gefíð út tíu bækur. innar, eða reyna eitthvað annað. „Mér fannst verkefnið sem við mér blasti þar of lítið, svo ég ákvað að láta tuttugu ára gamlan draum rætast. Ég hafði þá fengið útgáfurétt að bók Oprah Winfrey, „Lífið í jafnvægi", upp í hendumar og gefið hana út 1998, svo ég ákvað að halda áfram á þeirri braut.“ Undanfarin ár hefur Sigrún séð um skattskil fyrir einstaklinga og smáfyrirtæki á íslandi og því komið til íslands tvisvar til þrisvar á ári. Hún hafði þó ekki áhuga á að auka þessa starfsemi. „Ég vildi stofna fyr- irtæki sem hefði möguleika á aukn- um vexti og alþjóðlegri starfsemi, með vöru sem ég trúði á,“ segir hún um ákvörðun sína að fara út í bókaút- gáfu. „Ég hef alltaf haft bækur í höndunum, var kennari í tíu ár á Is- landi, les mikið og á mikið af bókum. Ég trúi á bækur og bókaútgáfu, þó þetta sé erfið grein, og ég vildi gjarn- an vinna við það sem ég hefi bæði gaman af og þekki vel tíl.“ Bókaútgáfa erfið en spennandi grein Kvart og kvein bókaútgefenda, bæði á íslandi og í Danmörku, hræð- ir Sigrúnu ekki. „Bókaútgáfa er vissulega erfið í báðum löndum og gróðavonin ekki mikil því bækur eru dýrar í framleiðslu, það þarf að halda verðinu niðri og svo er hætta á að sitja uppi með óseldar bækur,“ bend- ir Sigrún á. „Það er happadrætti hvað selst. Það sem seldist í gær selst ekki endilega á morgun og því er nauðsynlegt að vera vel að sér um hvað hægt er að ráðast í. Bókaútgáfa er áhættustarf, en líka skemmtilegt starf, því það er svo fjölbreytt." Raddir um dauða bókarinnar hafa heldur ekki sannfært Sigrúnu. „Það er búið að spá dauða bókarinnar svo lengi, en hann hefur alltaf frestast," segir hún og kímir. „Bækur eru alltaf jafn vinsælar og ég held að sama máli gegni með blöðin og Netið. Fólk vill hafa blöðin í höndunum, ekki bara lesa þauáNetínu." Sigrún hefur hingað til gefið út handbækur, en hefur á næsta ári hug á að færa sig yfir í fagurbókmenntir. „Ég hef alltaf ætlað mér það, en það tekur tíma. Ég byrjaði á handbókum, því það er auðveldast og ég hef gagn og gaman af þeim.“ Utgáfa á íslandi og í Danmörku er ekkert lokatakmark. „Ég lít á Norð- urlöndin sem einn markað. Ég er með bækur á tveimur tungumálum, en það er ekkert mál að bæta við fleiri málum.“ Bókageirinn fijáls á Islandi, bundinn reglum í Danmörku „Bókageirinn á íslandi er ólíkur þessum geira í Danmörku," segir Sigrún aðspurð hvernig aðstæðum sé háttað í löndunum tveimur. „Á ís- landi er þetta fijáls geiri, nánast frumskógur, þar sem allt er íeyfilegt, allir geta selt bækur og á því verði, sem þeir vilja. í Danmörku er fast bókaverð á nýjum bókum sem gildir hvort heldur er í bóksölu eða á sýn- ingum, reglur um hvenær má lækka verð og bannað er að vera með tilboð á nýjum bókum.“ Dönsk lög og reglur um bókageir- ann ná einnig til bóksala. „Það getur enginn stofnað bókabúð nema vera útlærður bóksali, sem er nám líkt og iðnnám. Bókaforlögin eru ekki æst í að vera í viðskiptum við aðila, sem ekki eru útlærðir. Sá sem ekki hefur réttindi getur ekki gengið að því sem vísu að fá bóksalaafslátt." Samkvæmt reglum mega bóka- búðimar einar selja bækur, sem kosta meira en 150 danskar krónur, nema með sérstökum undanþágum. Sigrún þurfti því undanþágu til að fá að selja prjónabókina „Ljóð í lykkj- um“ í garnbúðum. „Bókageirinn í Danmörku er gamaldags miðað við ísland. Það eru boð og bönn í hverju homi í þeim danska og lítið um tilboð eins og á íslandi,“ bætir hún við. Umboðssala helsti ókostur íslenska bókamarkaðarins „Það er ómögulegt að segja til um hvort kerfið er betra, það danska eða það íslenska. Hvort um sig hefur kosti og galla,“ segir Sigrún, þegar hún er beðin um samanburð á ís- lenska og danska bókageiranum, en hún svarar óhikað spurningunni hver versti gallinn sé. „Það versta við ís- lenska bókamarkaðinn er að þar eru bækur í umboðssölu. Bóksalar bera þá enga fjárhagslega ábyrgð. Hér þurfa bóksalar hins vegar að hugsa sig um, því danskir bóksalar stað- greiða bækur, hafa 14-45 daga gjald- frest miðað við keypt magn, en síðan skilarétt einu sinni til tvisvar á ári.“ Að mati Sigrúnar er auðvelt að vera útgefandi í Danmörku, meðal annars af því að markaðurinn er stærri, þó titlar séu margfalt fleiri en á íslandi og margir útgefendur. Pen- ingarnir koma fyrr inn og allt er greitt á réttum tíma. Baekur í Dan- mörku eru ódýrari en á íslandi sem stafar af ólíkri markaðsstærð, þó svo að 25 prósenta virðisaukaskattur sé á öllum bókum í Danmörku en 14 prós- ent á innlendum bókum á íslandi. „Það er þó gaman að taka þátt í þessum frumskógarmarkaði á ís- landi,“ segir Sigrún og hlær, „en bókaútgáfa er mun öruggari geiri hér en á íslandi. Hér er enginn hasar í bókaútgáfu nema hjá þeim stóru, sem heyja blóðuga baráttu um að ná í bestu titlana, því þeir vaxa ekki á tijánum. Bókaútgáfa í Danmörku gengur vel og er rekin með góðum hagnaði." Skýringin á góðri afkomu er fyrst og fremst sú að kostnaður er lægri, svo sem við hönnun og prentun. Auglýsingar í blöðum eru mun dýr- ari, en danskir bókaútgefendur auglýsa mjög lítið í dagblöðunum, heldur í bókatíðindum, sem þeir gefa út sameiginlega og borin eru í öll hús. Meginskýringin liggur þó í því að danskir bókaútgefendur, líkt og danskir atvinnurekendur almennt, eru duglegir að leita tílboða. Allir leita tilboða „Hér leita allir tilboða," segir Sig- rún. „Það er fast viðkvæði í öllum við- skiptum hér, að menn ætli að reyna að finna lægra verð. Út á það gengur allt hér. Svona á þetta að vera, en á íslandi virðist oft nánast móðgun ef þetta er nefnt.“ Sjálf segist hún leita tilboða við hverja einustu bók um alla vinnsluþætti, bæði hönnun og aðra þjónustu. Eina undantekningin sé ef hún hafi afsláttarsamning hjá ákveðnum prentsmiðjum. „Ég hef mikið velt fyrir mér af hveiju þetta er ekki svona á íslandi,“ segir Sigrún hugsi. „Á íslandi virðist gilda: Einu sinni kúnni, alltaf kúnni. Ég fæ nánast samviskubit ef ég skipti um þjónustuaðila þar, en hér þykir það sjálfsagt. Menn eru ekki með neinn trúnað í þessum efnum. Hins vegar finnst mér dönsk fyrir- tæki heiðarlegri í samskiptum en þau íslensku. Það má ganga út frá því sem vísu að þau dönsku veiti sannar og réttar upplýsingar. Sendi til dæm- is enga bakreikninga um eitthvað, sem gleymdist að segja frá.“ Það er einnig kostur í dönsku við- skiptaumhverfi hvað þar er mikið úr- val af þjónustufyrirtækjum, sem geta sinnt ólíklegustu verkefnum. Regla í fjármálum er einnig góð. „AL mennt er greiðslufrestur hér aðeins 7-14 dagar. Flestir borga á réttum tíma og óþarfi að vera á hlaupum að rukka.“ Samskipti bókaútgefenda við fjöl- miðla era einnig í föstum skorðum í Danmörku. „Það er auðveldara að fá umfjöllun um bækur í dönskum blöð- um en íslenskum. Á Islandi þarf að hringja og reka á eftir aftur og aftur. Hér gengur þetta nokkurn veginn sjálfkrafa fyrir sig. Blöðin setja inn- komnar bækur í körfu, sem blaða- menn velja úr. Ef bókin er enn í körf- unni eftir ákveðinn tíma er einhver fenginn til að skrifa um hana. Flest dagblöð og tímarit skrifa um bækur, þó það geti liðið 6-8 vikur áður en það birtist í tímaritum. Dagblöðin hafa mörg hver þá föstu reglu að ný bók þarf að berast blöðunum 14 dögum áður en hún fer á markað. Blaða- menn dagblaðanna hafa minni áhuga á bókum, sem þeir fá í hendumar eft- ir að hún er komin á markað. Síðan er hægt að kaupa þá þjónustu að öllu, sem er skrifað um einstakar bækur sé safnað saman, svo það er auðvelt að hafa yfirsýn yfir umfjöllunina." Almennt segir Sigrún að það sé fastur ferill hvemig tekið sé á móti nýjum bókum. Samtök bókasafna láta gera umsagnir um bækur fyrir bókasöfnin. Ef þau mæla með bók er hún keypt á bókasöfnin og það mun- ar um slíka sölu. Margar bókabúðir taka líka mið af þessum umsögnum. Samtök bóksala gefa út sitt eigið blað, Bókamarkaðurinn, þar sem birtist listi yfir allar nýjar bækur hverju sinni. „í íyrstu virðist þetta allt flókið," segir Sigrún, „en við nán- ari kynni þá er þetta einfalt og fast- mótað ferli.“ íslendingar svara ekki bréfum „Danir sem hafa samskipti við ís- lendinga kvarta mikið yfir að Islend- ingar svari ekki bréfum. Það er alveg sama hvort sent er venjulegt bréf, fax eða tölvupóstur og þetta finnst mér leiðinlegt að heyra,“ segir Sig- rún, þegar talinu víkur að dönsku og íslensku eðli. „Hér hefur fólk alltaf samband, ef það liggja fyrir því skilaboð og Danir reikna með að aðrir geri hið sama. Það þykir móðgun og mesta ókurt- eisi að hafa ekki samband. Það virð- ist hins vegar fremur sjaldgæft, þeg- ar Islendingar eiga í hlut, þó þetta hafi heldur batnað." Sigrún hefur orðið vör við að ís- lendingar hafa bæði gott og slæmt orð á sér í dönsku viðskiptalífi. Marg- ir Danir hafa brennt sig á að íslend- ingar borgi seint og illa, í viðbót við að svara ekki bréfum. Jafnframt þykir Dönum, sem til þekkja, ís- lenskt viðskiptaumhverfi spennandi vegna frelsis þar og hvað getur selst mikið þar, þrátt fyrir smæð markað- arins. „Það er gaman að koma til Is-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.