Morgunblaðið - 13.02.2000, Síða 33

Morgunblaðið - 13.02.2000, Síða 33
32 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 33 + SMtogmdMiifetfr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJORI: RITSTJÓRAR: Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LANDGRÆÐSLU- ÁTAKIÐ OG KYOTO KOMIÐ hefur í ljós að átaksverkefni ríkis- stjórnarinnar um land- græðslu og skógrækt, sem sett var af stað í kjölfar Kyoto-ráðstefnunnar í Jap- an hefur gefið mun betri raun, en búizt var við í upphafi. Með landgræðslu- átaki vill ríkisstjórnin freista þess að binda kol- tvísýring, sem er í and- rúmsloftinu og skapa um leið gróðursælan jarðveg með því að binda kolefni í öskuflæmum landsins. Þessi framkvæmd hefur gengið vel og betur en menn þorðu að vona í upp- hafi og fullnægir vel þeim markmiðum, sem sett voru í Kyoto. Þessar upplýsingar komu fram í viðtali við Andrés Arnalds, fagmálastjóra Landgræðslu ríkisins, og Ólaf Arnalds, sérfræðing á Rannsóknarstofu landbún- aðarins. Markmið loftslagssátt- mála Sameinuðu þjóðanna, sem sett voru á Kyoto-ráð- stefnunni voru að viðhalda jafnvægi í andrúmsloftinu þannig að ekki komi til röskunar af mannavöldum. Aðildarþing sáttmálans í Kyoto viðurkenndi skóg- rækt sem tæki til þess að ná þessum markmiðum, en landgræðsla var ekki viður- kennd til jafns við skóg- ræktina. Nú er unnið að því að fá landgræðslu viður- kennda með sama hætti og fæst úr því skorið á aðild- arþingi sáttmálans, sem haldið verður í Hollandi í nóvember næstkomandi. I máli Andrésar kemur fram að endurreisn hnignandi lands í þessu sambandi myndi hafa mikil áhrif fyrir fjölda þjóða, sem berjast gegn afleiðingu landhnign- unar. Fátækari þjóðir heims myndu þá öðlast möguleika á að fá aukið fé frá iðnríkjunum til þess að berjast við landeyðingu og eyðimerkurvofuna. Landgræðsla er bæði gagnleg og örugg leið til þess að sporna við aukn- ingu gróðurhúsaloftteg- unda, en hún er einnig mjög mikilvæg frá byggð- arlegu sjónarmiði séð. Mik- ill hluti orkunnar, sem við notum, er úr endurnýjan- legum orkulindum og því eru hér takmarkaðri mögu- leikar á að hagræða elds- neytisnotkun miðað við önnur ríki. Hérlendis eru þó sögð óvenjugóð skilyrði til að binda kolefni með landgræðslu miðað við önn- ur lönd. Koltvísýringur er verðmæt auðlind, sem nauðsynleg er fyrir frjó- semi moldar og gróðurs, en of mikill styrkur hans í andrúmsloftinu er af hinu illa. Því hafa menn talað um þessa auðlind sem auð- lind á villigötum og ein að- ferðin til þess að koma henni á rétt ról, eða þar sem hún gagnast lífinu, er að binda hana jarðveginum. Ríkisstjórnin hefur veitt 450 milljónum króna til þessa verkefnis í skógrækt og landgræðslu og frá ár- inu 1990 hefur tekizt að auka bindingu koltvísýr- ings í andrúmsloftinu um 100 þúsund tonn. Takmark- ið er að bundin verði 800 þúsund tonn á viðmiðunar- tímabili Kyoto-sáttmálans, sem lýkur árið 2012. Kostn- aður við það skiptir því nokkrum milljörðum króna, en vegna langtímaáhrifa aðgerðanna má reikna út að kostnaður við að binda hvert tonn koltvísýrings sé á bilinu 300 til 700 krónur og er það mun lægra verð en rætt hefur verið um í sambandi við kaup á meng- unarkvóta. En hver á svo að greiða kostnaðinn af þessu verk- efni? Því svarar Andrés Arnalds í greininni og segir að vegna þess að þýðing bindingar kolefnis sé svo mikil fyrir landið og alla íbúa þess, sé ósanngjarnt að mengunarvaldarnir einir greiði kostnaðinn. Það ætti því að vera sameiginlegt verkefni þeirra, ríkisvalds- ins, einstaklinga og fyrir- tækja að greiða kostnaðinn. Kostir þessa verkefnis eru augljósir fyrir Island, því það stuðlar að auknum landgæðum og betra and- rúmslofti, auk þess sem það auðveldar okkur að gerast fullgildir aðilar að Kyoto-sáttmálanum, sem ríkisstjórnin hefur ekki enn undirritað. HELGI spjall Gunnlaugur Schev- ing var oft með hug- ann við ljóðið, allt frá blautu barnsbeini, eins og fyrr segir. Hann hafði mestar mætur á „þessu kantaða og stirða, sem oft er í gamla skáldskapnum," eins og hann komst að orði. Hann sagðist vera meira fyrir þennan stirðleika en ljóðræna mýkt. Einu sinni sem oftar fékk hann í hendur bók, sem hann tók ástfóstri við. „Þar voru ljóð um sjóinn, margt mjög fal- legt. Vísa Egils Skalla-Grímssonar þótti mér skemmtilegust: Þél höggr stórt fyr stáli stafnkvígs á veg jafnan út með élameitli andærr jötunn vandar, en svalbúinn selju sverfreirarvanrþeiri Gestilsálptmeðgustum gandr of stál fyr brandi.“ Vísu þessa orti Egill eftir að hann hafði reist Eiríki konungi og Gunn- hildi drottningu níðstöng með hross- haus og kvaðst snúa níðinu á þær landvættir, sem landið byggðu, „svá at allar fari þær villar vega, engi hendi né hitti sitt inni, fyrr en þær reka Eirík konung ok Gunnhildi ór landi.“ Hann skaut stönginni niður í bjargrifu og sneri höfuðið inn á land. Eftir það gekk Egill á skip og tóku þeir til segls og sigldu á haf út, eins og segir í sögu hans: „Tók þá byrr- inn at vaxa, ok gerði veðr hvasst ok hagstætt; gekk þá skipit mikit“. Það var þá sem Egill orti þessa vísu um stórhöggt andviðrið, sem meitlar í sífellu með éljunum þjöl á sjóinn, en kaldur stormurinn sverfur óþyrmilega um stefni skips- ins í byljunum. „Það er eftirminnileg mynd og Agli samboðin að líkja öld- óttu hafinu við geysimikla þjöl og éljunum við meitil,“ sagði Gunnlaug- ur. Þeir Egill hlutu góðan byr og greiddist vel ferð þeirra og komu af hafi í Borgarfjörð. Gunnlaugur sagði: „Mér finnst koma svo vel fram í þessari vísu tilfinning fyrir efninu í skipinu, tré og járni, og einnig vind- inum og hvernig skipið hreyfist eða vinnur undir seglum. Það er eins og þetta allt, tréð, stálið, vatnið og vind- urinn kveði saman og falli í stuðla og rím, og hrynjandin, sterk og ógleym- anleg. Einar Benediktsson hefur ort vel um hafið, en skortir þessa tilfinn- ingu Egils fyrir efninu. Egill er svo nálægt efninu, að maður gleymir því að hann er að yrkja um það. Þetta hrjúfa og harða í skipsskrokknum verður áþreifanlegt: gandr of stál fyr brandi“ og „andærr jötunn vand- ar“ lýsir svo vel háttbundinni hrynj- andi öldufallsins.“ Gunnlaugur sagði, að Höfuðlausn Egils minnti sig á annað mikið lista- verk, Guernica eftir Picasso, hvort- tveggja listaverk „þar sem uppistað- an eða efniviðurinn er vamarlaust fólk andspænis skelfingum styrjald- ar.“ Guernica er nokkur þúsund manna bær á Spáni, eins og kunnugt er, og í borgarastyrjöldinni, nánar tiltekið hinn 27. apríl 1937, gerðu „sjálfboðaliðar" Hitlers loftárás á bæinn til stuðnings hersveitum Francos, og var hún eins konar æf- ing fyrir heimsstyrjöldina. Segja má, að þetta hafi verið í fyrsta skipti í sögunni, sem fólk að baki víglínunni var brytjað niður. Hitler var ánægð- ur með árangurinn og tveimur árum síðar hóf hann heimsstyrjöldina. Árásin var gerð síðdegis á mánu- degi. Það var venjulegur markaðs- dagur, torgið fullt af bæjarbúum og bændum úr næsta nágrenni, þá flaug fyrsti stálfuglinn yfir torgið, hnitaði hringa og varpaði síðan sex sprengjum á hús, götur og fólk. Eng- um vörnum varð við komið. Fólkið var varnarlaust. Fimm mínútum síð- ar birtist ný herflugvél á himninum. Hún varpaði einnig sex sprengjum á miðbæinn, síðan kom hver flugvélin á fætur annarri, og þegar yfir lauk höfðu 3.000 eldsprengjur breytt bænum í logandi rústir og eldhaf, á þremur eða fjórum klukkustundum féll fólk í hrönnum og margir voru myrtir með vélbyssum orrustuflug- véla, sem einnig tóku þátt í árásinni. Picasso lýsti þessu múgmorði í Guernica. Djúpur sársauki leitar að farvegi inn í söguna. Þannig hafði einnig samlandi hans, Francisco Goya, lýst áður ógnum styrjaldar í heimalandi sínu. M. H ARKALEG viðbrögð Evrópusambandsins (ESB) við stjórnar- myndun í Austurrfld hafa vakið furðu margra. Fullyrt hefur verið að afstaða ESB feli í sér óeðlileg af- skipti af austurrískum innanríkismálum auk þess sem vísasta leiðin til að efla öfgamenn á borð við Jörg Haider, leiðtoga Frelsisflokks- ins, sé sú að gefa þeim færi á að skapa óvini; þá ímynd að fylgismennirnir sæti ofsóknum af hálfu ríkjandi afla. Slíkir flokkar nærist á óánægju og tækifærum hentistefnumanna til að iðka lýðskrum. Stjórnarmyndunin í Austurríki hlýtur að teljast í meira lagi fréttnæmur atburður. Hún er einnig upplýsandi á þann veg sem hún vís- ar til sögunnar, sem verður undarlega, jafn- vel skelfilega, nálæg þegar viðlíka atburðir gerast. Hin sterka staða, sem austurríski Frelsisflokkurinn hefur öðlast á stjórnmála- sviðinu þar í landi, vekur því einnig hugrenn- ingar um hvort sagan endurtaki sig og menn séu dæmdir til að gera sömu mistök og þeir, sem á undan fóru. Allt er þetta mikið umhugsunarefni og verðugt. Þess er fyrst að gæta að upphafningu Jörgs Haiders og flokks hans í austurrískum stjóm- málum má rekja til niðurstöðu í frjálsum og lýðræðislegum þingkosningum, sem fram fóru í Austurríki. Þar í landi sem annars stað- ar í frjálsum ríkjum var sú niðurstaða fengin fram án þess að kjósendur sættu þvingunum. Þessi varð hin lýðræðislega niðurstaða og óvefengjanleg afleiðing hennar varð sú að Frelsisflokkurinn settist í stjórn. Um þetta verður ekki efast. Ekki er heldur unnt að draga í efa þá fullyrðingu að það sé með öllu óviðunandi skilningur á lýðræðinu að niðurstöðum þess beri stundum að una og stundum ekki. Lýðræðishugtakið er eitt og óskiptanlegt. Frammi fyrir þessum staðreyndum standa ríki Evrópusambandsins og vitanlega gera ábyrgir menn þar sér ljóst að lýðræðið verður ekki skilyrt við „viðunandi" niðurstöður. Hin hörðu viðbrögð ESB eru því til marks um hversu alvarlegum augum ráðamenn innan þess líta stjórnarþátttöku Jörgs Haiders. En þau eru jafnframt til merkis um þróun, sem á sér stað á vettvangi ESB og sýnist vísa til þess að samruninn suður í álfu ætli að reynast djúpstæðari en margir höfðu gert sér ljóst. Vissulega er unnt að vísa til fortíðarinnar og þess hryllings, sem Adolf Hitler, landi Jörgs Heiders, kallaði yfir heimsbyggðina fyrir ekki svo löngu. Og vitanlega geta menn rifjað upp þá eftirgjöf og linkind, sem Hitler var sýnd og tryggði honum svigrúm til að hrinda í framkvæmd hinum illu áætlunum sínum. Vart er að undra að pólitískir leiðtogar suður í Evrópu kæri sig lítt um að standa ef til vill frammi fyrir því að verða síðar vændir um viðlíka glópsku. Flokkur Haiders er að sönnu verulega ógeðfelld samkunda fólks. í alþjóðlegum fjölmiðlum og hér á landi er oftast vísað til hans sem „hægri öfgaflokks" og á sú skil- greining rétt á sér, svo langt sem hún nær. Frelsisflokkurinn er hins vegar fyrst og fremst lýðskrumsflokkur, sem lýtur stjórn slægs stjórnmálamanns, er hikar ekki við að beita óvönduðum meðulum til að höfða til hins versta í fólki. Raunar hefur slægð Haiders komið vel fram við myndun stjórnar Þjóðar- flokksins og Frelsisflokksins 1 Austurríki því hann telur greinilega ráðlegast að standa til hliðar til að tryggja að blettur falli ekki á hann þegar hinn pólitíski veruleiki tekur við. Með þessu móti hyggst hann tryggja sér sér- stöðu í austurrískum stjórnmálum um leið og hann kemur því á framfæri við samstarfs- flokkinn að hann eigi engra persónulegra hagsmuna að gæta og kunni því að reynast til- búinn til að sprengja stjómina þegar honum hentar. Hér er á ferðinni slægur og ósvifinn stjórn- málamaður sem fyllsta ástæða er til að taka alvarlega. ■■■■■■■■■ Þótt áhyggjur aðild- Staðbundnar arrfkja Ewópusam- clr’i/rifio-nr bandsins geti ef tfl vill SKyringar talist skiljanlegar í ljósi sögunnar verða þær vart taldar „raun- hæfar“, ef svo má að orði komast. Þótt flokk- ur Haiders sé um flest heldur ógeðfelldur er Haider ekki annar Adolf Hitler. Mestu skiptir ESB beitt gegn einu að- ildarríki RE YKJAVÍKU RBREF Laugardagur 12. febrúar. þó að austurríska þjóðin hefur ekki fyHst hatri og mannvonsku nasismans en af fréttum að dæma hefði á stundum mátt ætla það. Það fylgi, sem Frelsisflokkurinn hefur náð að draga til sín, á sér staðbundnar skýringar. Pólitísk stöðnun hefur ríkt í Austurríki og án vafa er tími kominn til að hún verði rofin. Rót- tækra breytinga er sömuleiðis þörf á efna- hagssviðinu. Austurríkismenn hafa tekið við miklum fjölda flóttamanna frá ófriðarsvæðinu á Balkanskaga, sem er ógnarlega nálægt landamærum þeirra. Þetta hefur m.a. getið af sér áhyggjur í þá veru að aðkomumenn taki til sín störfin fyrir lægri laun. Þá hefur fyrr- nefnd stöðnun án nokkurs vafa getið af sér efasemdir um ágæti ESB-aðildarinnai'. Mikilvægt er að hafa í huga að þessar áhyggjur og þess háttar viðhorf eru engan veginn bundin við Austuirfld. Bandaríski stjórnmálamaðurinn og forsetaframbjóð- andinn Pat Buchanan hefur haldið svipuðum skoðunum á lofti og boðað einangrunar- hyggju þar vestra. Buchanan vill að Banda- ríkjamenn segi skilið við Sameinuðu þjóðirn- ar og nýtir hvert tækifæri til að vara við því að Mexíkanar séu að soga til sín störfin frá Bandaríkjunum. í Ástralíu vann fyrir skemmstu flokkur er nefnist „Ein þjóð“ nokkra stjórnmálasigra þótt þessi samtök virðist nú vera við það að leysast upp. Fyrir „Einni þjóð“ fór kona að nafni Pauline Hanson, sem boðaði að flestra mati frumstæða kynþáttahyggju haturs og fordóma. Þetta er sagt til að undirstrika nauðsyn þess að aðstæður séu jafnan hafðar í huga þegar lagt er mat á stjórnmálaþróun í tiltekn- um ríkjum. Ástandið í Austurríki hefur um margt verið sérstakt og fráleitt er að draga þá ályktun að fólkið, sem þar býr, hafi skyndi- lega snúist til fylgis við nasisma. Jafn fráleitt er að Jörg Haider hyggist feta í fótspor Adolfs Hitlers vegna þess eins að hann er fæddur í sama landi og fjöldamorðinginn ægi- legi. Enda kemur í ljós þegar stjórnarsáttmáli Þjóðarflokksins og Frelsisflokksins er skoð- aður að megináherslan er lögð á breytingar, og það nokkuð róttækar, á vettvangi efna- hagsmála. Einkavæðing er boðuð, lagfæring- ar á skattakerfinu og aðlögun að alþjóðavæð- ingu, sem mjög margir austurrískir hagfræðingar og ráðamenn í atvinnulífinu eru sammála um að séu löngu tímabærar breyt- ingar. Enda hefur atvinnulífið í Austurríki lýst sig fylgjandi þeim, af varfærni þó. Má raunar teljast ljóst að stjórnarþátttaka Frels- isflokksins verður vart til þess að erlent fjár- magn sogist inn í landið eða að AustuiTÍkis- menn eigi auðveldara með að selja útflutningsvörur sínar. Morgunblaðið/RAX Suðurland í skafrenningi. En ef gengið er út frá því að Haider sé ekki annar Hitler, Austur- rfldsmenn hafi ekki gengið nasismanum á hönd og friðinum í Evrópu sé ekki ógnað, hvernig ber þá að skýra hin harkalegu viðbrögð ESB, sem vikið var að í upphafi? Þessi viðbrögð eru til marks um tvennt. Annars vegar ræðir um breytingar, sem eru að eiga sér stað á vettvangi samrunaþróunar- innar innan ESB. Hins vegar koma þessi við- brögð til af „forvörnum" af hálfu ESB til að freista þess að stemma stigu við uppgangi slíkra flokka, sem víða láta nú á sér kræla í Evrópu. Um síðarnefnda atriðið má segja að við- brögðin séu líkast til byggð á misskilningi, en sá misskilningur sé hins vegar skiljanlegur. Þvert á móti má færa traust rök fyrir því að heppilegasta leiðin til að draga tennurnar úr lýðskrumsflokkum á borð við Frelsisflokk Jörgs Haiders sé sú að dæma slík samtök til raunverulegrar pólitískrar þátttöku. Hinn harði veruleiki stjórnmálanna afhjúpar fljótt slíka óánægjuflokka enda kemur í ljós þegar hávaðinn hefur þagnað að þeir hafa engar við- unandi lausnir umfram aðra flokka. Fyrrnefnda atriðið vísar hins vegar til þró- unarinnar innan ESB. Með því að hafa af- skipti af stjórnarmyndun og pólitískri þróun í einu aðildarríkjanna hefur Evrópusambandið beitt sér með áður óþekktum hætti. Sam- bandið kemur nú fram sem pólitískt afl og beitir kröftum sínum inn á við. í þessu efni er rétt að hafa í huga að það voru jafnaðarmenn í ESB, sem einkum knúðu fram viðbrögð innan sambandsins við stjómarmynduninni í Aust- urríki. Skriðþunga sambandsins var síðan beitt í pólitískum tilgangi gegn einu aðildar- ríkjanna. Hér ræðir því um þátttaskil á vettvangi ESB og atburð, sem kann að hafa áhrif á fjöl- mörgum sviðum. Stjómarmyndunin umdeilda í Austurríki minnir á hversu auðveldlega má raska póli- tískum stöðugleika í Evrópu. Ýmsar hug- myndir og hreyfingar eru á kreiki og þær era ekki allar fagnaðarefni. Uppgangur lýð- skrumai-a og öfgamanna á borð við Jörg Haider kallar á viðbrögð af hálfu annarra stjórnmálaafla. Hann minnir á hversu hættu- leg kyrrstaðan og doðinn geta verið og hversu sterkt afl óánægjan getur reynst. Þótt tæpast sé tilefni, að svo komnu máli, til spádóma og svartsýni sökum valdastöðu Frelsisflokksins í Austurríki er uppgangur hans til vitnis um að óvissa og efasemdir um framtíðarþróunina rflya á vissum sviðum evrópskra stjórnmála. I umræðum um þessi innanríkismál Austurrflds hefrn- ýmsum þótt afskipti Brussel vísbending um það sem gæti gerst í litlum fullvalda ríkjum sem hefðu ekki sama bolmagn og gamalt stórveldi eins og Austur- ríki og ekki fráleitt að til að mynda Islending- ar gæfu því gaum. Það mætti líka hugleiða þau orð Halldórs Laxness í Skáldatíma þar sem hann ekki síst gerir upp við bitra reynslu sem samfylgdarmaður marxismans, að á Jan- usar-höfðinu em tvö andlit, andlit nasismans og andlit marxismans. Evrópusambandið hef- ur aldrei gert athugasemd við það, að þetta gamla andlit marxismans blasi við þjóðunum. En í þeim efnum er víða pottur brotinn. Það væri líka niðurlægjandi og óviðunandi, t.a.m. fyrir litla þjóð, að eiga yfir höfði sér sífelldar athugasemdir um innanríkismál ef sá gállinn væri á skriffinnskukerfinu í aðalstöðvum þessa annars að mörgu leyti merka sam- bands. Reynist rétt það mat, NvT maður í a^ stjórnarþátttaka K'r*otnl Frelsisflokksins vísi í IYi cllll genn yj staðbundinna aðstæðna og geti af sér óvissu í Evrópu hlýtur sú spurning að vakna hvaða orð beri að nota um þróunina í rússneskum stjórnmálum. Af- sögn Borís Jeltsíns og valdataka Vladímírs Pútíns, forsætisráðherra og starfandi forseta, var stóratburður, sem flest bendir til að eigi eftir að hafa mótandi áhrif í Evrópusögunni á næstu ámm. Hér er ekki síst verið að vísa til þeirrar sterku stöðu, sem Pútín nýtur fyrir forsetakosningamar, er fram fara 26. mars. Ferill Pútíns er ekki á þann veg að hann skapi traust eða sérstaka bjartsýni á Vestur- löndum. Pútín hefur nánast alla sína starfs- ævi unnið fyrir sovésku öryggislögregluna/ leyniþjónustuna KGB og arftaka þehrar stofnunar, sem var eitt öflugasta kúgunar- tæki kommúnista þar eystra. Pútín hefur einnig verið vændur um að hafa gefið rússn- eska hernum frjálsar hendur í stríðinu í Tsjetsníju bæði til að tryggja sér almennar vinsældir og hollustu ráðamanna heraflans. Hafi hugsun Pútíns og þeirra, sem að baki honum standa, verið þessi sýnast þessi áform hafa skilað þeim árangri, er að var stefnt. Pólitísk upphafning Vladímírs Pútíns er um margt ráðgáta. Ekki verður séð að hann búi yfir hæfileikum umfram aðra rússneska stjórnmálamenn og því síður býr hann yfir reynslu. Raunar var bein stjómmálareynsla hans lítil sem engin er Jeltsín forseti ákvað að skipa hann forsætisráðherra. Þótti sú ákvörð- un forsetans álíka óskiljanleg og flestöll em- bættisfærsla hans síðustu árin. Þegar glöggt er skoðað kemur þó í ljós ákveðið mynstur. Pútín var yfirmaður FSB, einnar þeirra öryggisstofnana, sem tóku við hlutverki KGB, er hann var skipaður forsæt- isráðherra. Jeltsín forseti hafði á nokkrum mánuðum tvívegis áður leitað til manna með sams konar reynslu er hann skipaði þá Jevgeníj Prímakov og Sergei Stepashín for- sætisráðherra. Því hefur verið haldið fram að Jeltsín og auðmennirnir rússnesku, sem að baki honum standa, hafi loks ákveðið að velja Pútín sem eftirmann Jeltsíns til að tryggja óbreytt ástand og friðhelgi þeirra sjálfra. Engum blöðum er um það að fletta að lygileg spilling hefur einkennt efnahagsumskiptin í Rússlandi og að fólk, sem nærri Jeltsín og fjölskyldu hans stendur, hefur komist yfii- gríðarleg auðæfi með glæpsamlegum hætti. Á þeim sex vikum, sem liðnar em frá því að Pútín tók við forsetaembættinu, hefur hann stigið þann línudans, er einkennt hefur rússn- esk stjórnmál á undanliðnum ámm. Hann hefur látið harðorð ummæli falla til áróðurs eða pólitískrar „neyslu“ innanlands, og sýnt að hann hyggst hvergi gefa eftir í Tsjetsníju- stríðinu. Jafnframt hefur hann gætt þess að láta falla yfirlýsingar um vilja Rússa til að treysta samskiptin við Vesturlönd og vinna áfram á grundvelli þess fyrirkomulags, sem ákveðið var eftir lok kalda stríðsins. Þegar þess er freistað að horfa yfir sviðið verður þó ekki annað sagt en að kuldakastið, sem einkenndi síðustu mánuði Jeltsíns í em- bætti, ríki enn í samskiptum Vesturlanda og Rússa. Pútin forseti hefur enda sýnilega kom- ist að þeirri niðurstöðu að sú skipan mála sé líkleg til að tryggja honum vinsældir á heima- velli og er það mat hans vafalaust rétt. Jafnframt hefur Pút- ín unnið skipulega að því að treysta sam- band sitt við herinn og er greinilegt að stjórnvöld í Moskvu telja nauðsynlegt að efla hann. I lok janúar Yopnakaup og ný varnar- stefna var frá því skýrt að stjómvöld í Rússlandi hefðu ákveðið að auka útgjöld ríkisins vegna kaupa á hefðbundnum vopnum um 50% í ár. Hefur þessi útgjaldaliður ekki hækkað svo mjög í heilan áratug. Nokki-a athygli vakti að Pútin forseti vildi ekki kannast við að þessi ákvörðun væri beintengd Tsjetsníju-stríðinu. Sagði hann herinn hafa sætt fjársvelti í mörg ár og slíkt hefði í för með sér alvarlegar af- leiðingar fyrir varnir Rússlands, efnahags- og þjóðlífið. Vitanlega ráða Rússar nú yfir nægilegum vopnabúnaði til að leggja Tstesjníju í auðn ef því er að skipta en eðlilegast er að túlka þessi orð Pútíns með tilliti til þeirrar ógnar, sem Rússar telja einingu ríkisins stafa af stríðinu í Kákasusfjöllum. Ákvörðunin um vopnakaup- in er því öðrum þræði pólitísk yfirlýsing þess efnis að landamæri Rússlands verði varin sem og eining ríkisins. Slík yfirlýsing getur augljóslega haft mikið vægi ekki síst þegar hafðar era í huga vangaveltur í þá vem að Rússlands bíði að leysast upp með sama hætti og Sovétríkin sálugu. Eitt fyrsta verk Pútíns eftir að hann tók við völdum í Kreml var jafnframt að samþykkja nýja varnarstefnu, sem sömuleiðis er freist- andi að tengja sókn þessa starfandi forseta til valda. Samkvæmt plaggi því, sem nú hefur verið samþykkt og lýsir varnarstefnunni, munu Rússar beita kjarnorkuvopnum „neyð- ist þeir til að hrinda árás af höndum sér og hafi allar aðferðir til að leysa deiluna verið reyndar til fullnustu“. Eldri vamarstefna varðandi notkun kjamorkuvopna kvað á um að slíkum búnaði yrði einungis beitt væri „til- vera rússneska ríkjasambandsins ógnað“. Að baki þessarar orðalagsbreytingar liggur jafn- framt breytt hugsun og má ef til vill segja að vamarstefnan nýja endurspegli þær breyt- ingar, sem orðið hafa í Rússlandi á viðhorfinu til Vesturlanda. Rússar hafa ítrekað gefið til kynna að þeir fái ekki sætt sig við að Banda- ríkin séu eina risaveldið. Þessi hugsun hefur nú öðlast pólitískt vægi þar eð almenningur virðist hafa fengið sig fullsaddan af meintum undirlægjuhætti rússneskra ráðamanna gagnvart Vesturlöndum. Og öll tengjast tíð- indi þessi ráðamanninum nýja í Kreml. Aukin óvissa einkennir samskipti Rúss- lands og Vesturlanda og ljóst er að þörfin fyr- fr sameiginlegan öryggisviðbúnað aðildar- ríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) getur ekki minnkað á slíkum umbrotatímum. Jafn- framt hafa atburðir í Austurríki minnt Evrópubúa á nálægð sögu, sem er svo lygileg að yngri kynslóðir fá tæpast skilið hana. Lærðir menn héldu því fram við lok kalda stríðsins að þau fælu jafnframt í sér endalok sögunnar. Um þessar mundir eram við nán- ast dag hvern minnt á hvilík firra sú kenning er. Þótt flokkur Haid- ers sé um flest heldur ógeðfelld- ur er Haider ekki annar Adolf Hitl- er. Mestu skiptir þó að austurríska þjóðin hefur ekki fyllst hatri og mannvonsku nas- ismans en af frétt- um að dæma hefði á stundum mátt ætla það. Það fylgi, sem Frelsis- flokkurinn hefur náð að draga til súi, á sér stað- bundnar skýring- ar. +

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.