Morgunblaðið - 13.02.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 39
MINNINGAR
ustu árin sem þú lifðir. Pú og Rikki,
vinur þinn, voruð að koma ykkur
fyrir í sumarbústaðnum sem þið vor-
uð að byggja saman og voruð alltaf
að dunda fyrir austan. Þið voruð að
bíða eftir að komast upp í sumó sem
fyrst en ég veit að þú verður þarna
og fylgist með honum í anda.
Takk fyrir allt saman, elsku
amma mín, megi Guð og englarnir
fylgja þér. Og láttu þau nú ekki
trufla þig í kleinugerðinni!
Elsku pabbi, Rikki og fjölskylda.
Guð blessi okkur öll.
Elska þig,
Lárus Axel.
Mig langar með nokkrum fátæk-
legum orðum að minnast hennar
ömmu. Amma Gústa eins og hún var
alltaf kölluð, var amma af Guðs náð.
Þegar maður kíkti til hennar var
alltaf tínt eitthvað til með kaffinu,
eða kókinu öllu heldur, og síðan var
spjallað um heima og geima, böm,
bamaböm og langömmuböm, föt og
hárgreiðslur, drauma og endur-
minningar bar einnig oft á góma.
Það var virkilega gaman að spjalla
við hana. Margar á maður minning-
arnar um hana og ylja þær manni nú
þegar hún hefur kvatt þennan heim.
Ég má til með að segja frá er hún
hringdi eitt skiptið og spurði hvort
ég gæti ekki skotist í efnabúð fyrir
hana. Þá var ég nýbúin að sauma
kjól á puntudúkkuna sem sat oftast
á rúminu, ég spurði hvort ég ætti að
fara að sauma fleiri kjóla á dúkkuna,
nei, nú átti ég að kaupa joggingefni
og sauma buxur og peysu, því að hún
þyrfti að gefa lítilli vinkonu sinni
það. Jæja, eftir að hafa fengið upp úr
henni hvað litla vinkonan var gömul,
fremur tvirætt þó, aldurinn var frá
fæðingu til eins árs, fór ég og gerði
eins og um var beðið, saumaði
ferskjulitar buxur og peysu í stíl,
kem svo með herlegheitin til ömmu,
og viti menn, var það þá ekki önnur
dúkka sem skyldi fá þau, barnið
hennar eins og hún kallaði hana.
Sagði ég svo ömmu að eftir þetta
skyldi hún segja mér á hvern fötin
ættu að vera, en enn í dag held ég að
báðar dúkkurnar klæðist þessum
fötum. Hún amma hefur nú afrekað
margt á sínum lífsferli og gert það
sem engum hefði komið til hugar t.d.
að kaupa sína fyrstu íbúð þegar hún
var sjötug. Marga dreymir það ekki
einu sinni þótt yngri séu. Og að
henni ásamt vini sínum til margra
ára skyldi koma til hugar að byggja
sumarbústað á áttræðisaldri, þetta
hefði bara ömmu Gústu og vini
hennar, honum Rikka, dottið í hug.
Og vona ég að Rikki eigi eftir að
njóta veru í sumarbústaðnum, sem
var ömmu svo kær og að andi henn-
ar sé þar með honum. Og að lokum
vil ég bara segja: amma mín, þú
fékkst að fara eins og þú varst svo
oft búin að segja, engin sjúkrahús-
lega og margra ára kvalir, þannig að
þú fékkst síðustu óskina uppfyllta.
Bless, amma mín, og blessuð sé
minning þín.
Rikka, pabba, systkinum hans og
fjölskyldum votta ég samúð mína.
Ágústa Jóhanna og fjöl-
skylda.
Elsku amma mín. Mig langar til
að kveðja þig í síðasta sinn. Ég man
svo vel þegar ég kom í heimsóknir til
þín og fékk að leika í legó, sem alltaf
var geymt uppi í skáp. Ég man líka
eftir að þú gafst mér alltaf nammi og
kók.
Alltaf þegar ég fór frá þér, þá
stóðst þú í glugganum og vinkaðir,
svoleiðis man ég þig. Guð blessi þig.
Þinn
Sindri Snær.
Elsku amma mín. Ég man eftir
öllum stundunum sem við áttum
saman. Mér fannst gaman í legó hjá
þér, þú varst alltaf svo góð við mig
og gafst mér nammi og gos. Ég man
eftir litla dótahundinum og dúkkun-
um þínum. Það var alltaf gott að
koma til þín á fallega heimilið þitt í
Stigahlíðinni. Alltaf þegar ég fór frá
þér varst þú í glugganum og veifað-
ir. Guð blessi þig.
Þinn
Anton Bjarni.
GUÐNY
LAXDAL
+ Guðný Laxdal
fæddist á Gauts-
stöðum á Svalbarðs-
strönd 6. júlí 1914.
Hún Iést á Kristnes-
spítala 30. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Grímur
Laxdal, f. 5. júlí 1882,
d. 2. nóvember 1977
frá Tungu á Sval-
barðsströnd og Sig-
urdís Bjarnadóttir, f.
20. febrúar 1883, d. 1.
jan. 1962 frá Saurbæ
á Vatnsnesi. Guðný
var ein af sjö systkin-
um. Eftir fermingarár fluttist
Guðný að Nesi í Höfðahverfl þar
sem hún bjó ásamt foreldrum srn-
um og systkinum þar til hún giftist
eiginmanni sfnum, Magnúsi
Snæbjarnarsyni, 13. nóvember
1936. Magnús var fæddur 14. októ-
ber 1906 að Grund í Höfðahverfi,
d. 12. mars 1994 að Hombrekku á
Ólafsfirði. Árið 1935 hafði Magnús
reist nýbýlið að Syðri-Grund í
Höfðahverfi og þar bjuggu þau
hjónin þar til Guðný fluttist að
Lindasíðu 2 á Akur-
eyri haustið 1993.
Þau eignuðust fjögur
börn sem öll era á
lífi. Þau eru: 1) Sæv-
ar Magnússon, f. 21.
júní 1936, eiginkona
hans er Guðný Klara
Hallfreðsdóttir f. 8.
janúar 1941 og búa
þau að Syðri-Grund.
2) Helgi Laxdal, f. 9.
jan. 1941, eiginkona
hans er Guðrún Elín
Jóhannsdóttir f. 4.
ágúst 1943 og eru
þau búsett í Kópa-
vogi. 3) Kristjana Magnúsdóttir, f.
30. október 1945, sambýlismaður
hennar er Friðrik Rúnar Gíslason,
f. 26. nóvember 1945 og búa þau í
Kópavogi. 4) Jóhanna Magnús-
dóttir, f. 23. maí 1952, eiginmaður
hennar er Tryggvi Þór Jónsson, f.
13. desember 1948, og eru þau
búsett í Ártúnum í Austur-Húna-
vatnssýslu. Guðný átti 13 baraa-
böm og 19 barnabarnaböm.
títför Guðnýjar fór fram frá
Laufáskirkju 4. febrúar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðarviðkvæm stund.
Vinimirkveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margseraðminnast,
margseraðsakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guðþérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Elsku amma. Nú hefur þú kvatt í
hinsta sinn. Áttatíu og fimm ár eru
langur tími og þú hefur lifað miklar
breytingar og átt viðburðaríka ævi.
Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir
okkur og því myndast nú stórt skarð.
Margar góðar minningar sitja eft-
ir. Það var alltaf notalegt að heim-
sækja ykkur afa í litla rauða húsið
ykkar á Syðri-Grund. Sérstaklega
minnumst við kakósins og ristaða
brauðsins sem bragðaðist betur hjá
þér en nokkrum öðrum. í þessum
heimsóknum fórum við líka saman í
berjamó, spiluðum rommí og margt
fleira. Þessar samverustundir eru
ógleymanlegar. Þau voru heldur
ekki ófá skiptin sem við sátum
spennt við eldhúsgluggann heima og
biðum eftir að þið afi kæmuð brun-
andi á gula skodanum í hlaðið og allt-
af með eitthvað handa okkur í far-
teskinu. Síðar, eftir að við uxum úr
grasi og vorum flutt að heiman,
fylgdistu alltaf með okkur og studdir
okkur í einu og öllu. Við áttum því
alltaf vísan hlýhug frá þér þrátt fyrir
að við værum komin hvort í sinn
landshlutann og hittumst sjaldnar
en áður.
Þú varst alla tíð sjálfstæð og
glæsileg kona sem komst heiðarlega
fram og þorðir að segja skoðanir þín-
ar hvort sem þær féllu í góðan jarð-
veg eða ekki. Því mynduðust oft fjör-
ugar umræður þegar heimsmálin
voru rædd þar sem enginn lá á sínu.
Þú lagðir mikið upp úr heilsusam-
legu líferni, sem fólst í því að borða
hollan mat og fara daglega í göngu-
túra. Við vorum þér því samferða í
mörgum göngutúmum.
Við viljum þakka fyrir þann dýr-
mæta tíma sem við fengum með þér
og þú munt lifa áfram með okkur í
þeim ótal minningum sem við eigum
um þig.
Jón Sindri, Guðný
Bergþóra og Jónas.
Ég kveikíá kertum mínum
við krossins helga tré.
í öllum sálmum sínum
hinnsekibeygirkné.
Ég villtist oft af vegi.
Égvaktioftogbað.
-Núhallarhelgumdegi
á Hausaskejjastað.
I gegnum móðúog mistur
éjgmikilundursé.
Egséþigkomakristur,
með krossins þunga tré.
Af enni daggir dijúpa,
ogdýrðúraugumskín.
Á klettinn vil ég kijúpa
ogkyssasporinþín.
Égfellaðfótumþínum
og faðma lífsins tré.
Með innri augum mínum
égundurmikilsé.
Þú stýrirvorsins veldi
ogvemdarhveijarós.
Fráþínumástareldi
fá allir heimar Ijós.
(Davíð Stefánsson.)
Hafðu þökk fyrir allt
Kristjana.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
LILJA GUÐRÚN AXELSDÓTTIR,
Furugerði 1,
Reykjavík,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn
31. janúar.
Útförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Bjarni Tryggvason,
Viðar Þorbjörnsson, Svanhvít Sigurðardóttir,
Svava Bjarnadóttir,
Bjarney Bjarnadóttir, Gísii Agnarsson,
Elsa Bjarnadóttir, Magnús Loftsson,
Friðrik Bjarnason, Hafdís Theódórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær amma mín og tengdaamma,
LEEDICE KISSANE,
fyrrverandi prófessor og sendikennari
í ameriskum bókmenntum
á vegum Fulbright-stofnunarinnar,
lést í Grinnell, lowa, sunnudaginn 30. janúar. Minningarathöfn fer fram í
Grinnell laugardaginn 19. febrúar.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlegast bent á Samtök um
byggingu tónlistarhúss, sími 553 9277.
Michael J. Kissane og Ellen Mooney.
+
KJARTAN JÓNSSON
fyrrv. lögregluþjónn
frá Hrífunesi,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðviku-
daginn 2. febrúar.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Aðstandendur.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ELÍNBORG MARGRÉT BJARNADÓTTIR,
Orrahólum 7,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 15. febrúar kl. 13.30.
Örn Ingvarsson, Ester Eiríksdóttir,
María Kristíne Ingvarsson, Birgir H. Traustason,
Bjarni Ingvarsson, Hafdís Hallsdóttir,
Lilja Ingvarsson, Einar Bj. Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGVELDUR ÞORSTEINSDÓTTIR,
Hlaðhömrum II,
áður Vallá, Kjalarnesi,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 15. febrúar kl. 13.30.
Alvilda Magnúsdóttir, Þórir Axelsson,
Þorbjörg Þorvarðardóttir, Magnús Matthíasson,
barnabörn og barnabarnabörn.
♦
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu
við andlát og útför elskulegrar móður minnar,
tengdamóður, ömmu og systur.
ÁSU SIGRÍÐAR STEFÁNSDÓTTUR,
Reykjavíkurvegi 35A,
Hafnarfirði,
Sérstakar þakkir til Gunnars Valtýssonar
læknis og Systrafélags Víðistaðakirkju.
Unnur Sveinsdóttir, Þórir Kjartansson,
Ása Sigríður Þórisdóttir,
Kjartan Þórisson, Edda Lilja Guðmundsdóttir,
Kristmann Ágúst Stefánsson.
Skilafrestur
minningargreina
EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef
útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og
þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku-
dags-, fimmtudags-, fostudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er
ekki unnt að lofa ákveðnum birtingai’degi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til-
tekna skilafrests.