Morgunblaðið - 13.02.2000, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 41
MINNINGAR
ÖRVAR PÁLMI
PÁLMASON
+ Örvar Pálmi
Pálmason fædd-
ist á Sauðárkróki 13.
febrúar 1977. Hann
lést á heimili sínu á
Sauðárkróki 15. okt-
óber 1999 og fór út-
för hans fram frá
Sauðárkrókskirkju
23. október.
Helkalt og hart
harmfregnin óvænta
góðvini snart.
Lifendur sorg hefur
lostið
lífsþráður brostið.
Guðsneistinn einn
geymdur í manninum ósn-
ortinn hreinn.
Trúin á takmarkið dulda
tilganginn hulda.
Lifandi ást
alfóður lífsins sem neinum
ei brást.
Þreki mót þjáningu teflir
þolgæðið eflir.
Aidrei hné tár
eigi til jarðar féll kvistur
svo smár.
Að eigi væri eining í
stærra
einhveiju hærra.
Lífið er starf
lífstrúin framsækna tekin í arf.
Krefst þess að byrðin sé borin
þótt blæði í sporin.
Sköpum er skipt
skyldu og starfi á æðra svið lyft.
Unnt er þó engum að skiya
örlaga vilja.
Sorgin er sár
syrgjandi ástvina hrynjandi tár.
Andvörpin hrópa í hæðir
hjörtunum blæðir.
Hver veitir fró
hver gefur sorgþjáðum friðsæld og ró.
Huggar í harminum sefann
hrífur burt efann.
(F.G.)
Kæri vinur.
Pað er afmælisdagurinn þinn í
dag. 23 ára hefðirðu orðið. Ljóðið
hér á undan lýsir vel tilfinningum
mínum frá því ég frétti andlát þitt
15. október í fyrra og fram á dag-
inn í dag.
Þótt ég geti ekki enn skilið til-
ganginn þá reyni ég eins og ég get
að sætta mig við að þér og öðru
ungu fólki, sem kallað er burt svo
skyndilega, sé ætlað eitthvað
stærra hlutverk en hér í þessu
jarðlífi sem við svo mörg notum
ekki á réttan hátt á meðan við er-
um ung. Á meðan við erum ung
finnst okkur alltaf nægur tími til
að hittast og gleðjast saman en svo
þegar einhver er kallaður burt
hugsa þeir sem eftir éru: Hvers
vegna? Hefði ég eitthvað getað
gert eða einhver annar?
En það þýðir ekki að velta sér
upp úr því, því svörin eru engin en
kennir manni samt að það borgar
sig að nýta tímann og rækta vin-
áttu og samband við aðra því eng-
inn veit hver verður næstur og þá
er of seint að gera nokkuð. Þá get-
ur maður bara setið eins og ég
geri núna og reynt að ylja sér við
gamlar og góðar minningar, reyna
að vera glaður og rifja upp allar
skemmtilegu stundirnar sem við
áttum saman, ferðirnar til afa þíns
í Svaðastaði, leikina í Hlíðahverf-
inu og seinna þegar við stækkuð-
um, brasið með mótorhjólin og
vélsleðann. Tímann sem ég var
með þér og fjölskyldu þinni að
leggja ljósleiðarann, það var
skemmtilegur tími, og ekki síst af-
mælisveisluna sem þú hélst á
Mælifelli þegar þú varðst tvítugur.
Alla brandarana sem þú sagðir og
uppátækin þar sem þú varst oftast
fremstur í flokki.
Ég gæti haldið lengi áfram en
mörgu held ég út af fyrir mig og
geymi.
Kæri vinur, ég vildi að þú værir
ennþá hér en fyrst þú varðst að
fara veit ég að hvergi líður þér
betur en hjá pabba þínum sem þér
þótti svo vænt um og leist upp til
því ég trúi því að þið séuð saman
og lítið niður til okkar annað slag-
ið. Ég sakna ykkar.
Þinn vinur,
Víðir Snær.
Birting
a fmælis-
og minn-
ingar-
greina
MORGUNBLAÐIÐ tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Greinunum er veitt viðtaka á
ritstjórn blaðsins í Kringlunni
1, Reykjavík, og á skrifstofu
blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur
unnt að senda greinarnar í sí-
mbréfi (569 1115) og í tölvu-
pósti (minning@mbl.is) —
vinsamlegast sendið greinina
inni í bréfinu, ekki sem við-
hengi.
Um hvern látinn einstakl-
ing birtist ein uppistöðugrein
af hæfilegri lengd, en aðrar
greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og
hæfilega línulengd, - eða
2.200 slög (um 25 dálksenti-
metra í blaðinu).
Tilvitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þrjú
erindi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er
70 ára og eldra. Hins vegar
eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk
sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentun-
inni.
Það eykur öryggi í texta-
meðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-
skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá
eru ritvinnslukerfin Word og
Wordperfect einnig auðveld í
úrvinnslu.
JÓN
BJARNASON
+ Jón Bjarnason
fæddist í Auðs-
holti 15. október
1906. Hann lést á
dvalarheimilinu
Blesastöðum 7. febr-
úar síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Skálholtskirkju
12. febrúar.
Elsku afi minn, ég
get ekki lýst því með
orðum hve mikið ég
sakna þín en ég er
samt svo glöð að þú
skulir vera kominn á stað þar sem
þú ert óhultur. Nú ert þú kominn til
ömmu sem þú elskaðir svo heitt en
misstir svo unga, aðeins 54 ára að
aldri.
Ég var svo heppin að hafa kynnst
þér í þessi sautján ár og að hugsa
sér að því sé lokið er svo sárt en í
staðinn hugsa ég um þá hluti sem
við_gerðum saman.
Ég man þegar ég var lítil og fór
til þín á daginn og fékk súkkulaði-
mola eða rúsínur hjá þér, það var
svo gaman að koma til þín með Auði
vinkonu mína, ekki bara til að fá
sælgæti heldur að tala við þig. Þú
varst svo góður við hana Áuði og
varst henni sem afi. En þegar ég
hugsa til baka man ég svo vel eftir
hvað ég sagði við Auði. „Auður, þú
mátt fá minn afa að
láni eða eiga hann með
mér.“ Auður kom allt-
af fram við þig sem
sinn eigin afa og það
var svo gott að leyfa
fleirum að njóta þeirr-
ar ánægju að elska þig.
Ég var yngsta barn
mömmu og pabba áður
en það kom lítill strák-
ur árið 97 sem var
skírður í höfuðið á þér
og bróður þínum Her-
manni. Jón Hermann
heitir hann og hlotnað-
ist honum sá heiður að
heita í höfuðið á þér og ég man hvað
þér fannst gaman að honum og hve
mikils virði það var þér að hann hét
Jón eins og þú.
Það var svo gott að láta þig hlýja
sér um hendur og fætur þegar mað-
ur kom að utan ískaldur og ég man
eins og þetta hefði gerst í gær,
þessar fínu hreyfingar og hlýju
hendurnar þínar.
Afi minn, nú ert þú farinn frá mér
í annan heim sem þér líður vel í en
það situr mikill söknuður í brjósti
mér sem fer aldrei. Ég mun aldrei
gleyma þér þótt tíminn líði. Ég kveð
þig nú, afi, þótt sárt sé og vona að
þér líði jafnvel þar eins og þér leið
hér.
Þín
Harpa.
t
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna
andláts
JÓHANNS KR. JÓNSSONAR,
Dalsgarði,
Mosfellsdal.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á B-deild,
Reyjalundi, fyrir góða umönnun.
Fróði Jóhannsson, Steinunn Guðmundsdóttir,
Gerður Jóhannsdóttir,
Guðrún Jóhannsdóttir,
Signý Jóhannsdóttir, Jón Baldvinsson,
Sigríður Jóhannsdóttir, Karl Friðrik Karisson,
Jón Jóhannsson, Pascal Jóhannsson,
Arndís Jóhannsdóttir, Guðmundur fsidórsson,
Gísli Jóhannsson, Helena Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
FJÓLA JÓNSDÓTTIR,
Hverahlíð 20,
Hveragerði,
lést á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, fimmtudaginn 27. janúar sl.
Jarðarförin hefur farið fram.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkmnarheimilisins Áss fyrir góða umönnun
og aðstoð.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón Sigurðsson.
t
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför föður okkar, stjúpföður,
tengdaföður, afa og langafa,
KOLBEINS GUÐMUNDSSONAR
frá Kílhrauni,
Hrafnistu,
Reykjavík.
Kristleifur Kolbeinsson, Stefanía Erla Gunnarsdóttir,
Kjartan Kolbeinsson, Helga Haraldsdóttir,
Guðmundur Kolbeinsson, Kolbrún Jóhannsdóttir,
Marteinn Guðlaugsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
I
|
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og út-
farar elsku föður okkar, sonar, vinar, bróður
og afa,
EINARS ÞORSTEINSSONAR,
Blikastöðum 1.
Sérstakar þakkir viljum við færa séra Bjarna
Karlssyni fyrir hans einstaka stuðning.
Helga Hrund Einarsdóttir,
Arna Ðögg Einarsdóttir,
Hjalti Knútur Einarsson,
Þuríður Annabell Tix,
Yvonne Dorothea Tix,
Arnheiður Einarsdóttir, Þorsteinn Hörður Björnsson,
Ása Kristín Knútsdóttir,
Vilborg Elín Kristjónsdóttir,
Eyrún Þorsteinsdóttir,
Heiður Þorsteinsdóttir,
Hrönn Þorsteinsdóttir,
Hörður Þorsteínsson,
Arna Björk Þorsteinsdóttir,
Andrea Ósk og Vilberg Sindri.
\
1
)
i
I
I
I
i
+
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu
samúð og vináttu við fráfall
JÓNS SNÆBJÖRNSSONAR,
Veghúsum 31,
áður bónda í Mýrartungu II,
Reykhólasveit.
okkur
■
(
f
t
Aðalheiður Hallgrímsdóttir,
Snæbjöm Jónsson, Júlfana Sveinsdóttir,
Inga Hrefna Jónsdóttir, Árni Garðar Svavarsson,
Ólína Kristín Jónsdóttir,
Unnur Helga Jónsdóttir,
Guðrún Erla Baldursdóttir,
Svavar Jén Árnason.
\
f
:
\
f
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, og afa,
EYJÓLFS HALLDÓRSSONAR,
Granaskjóli 88,
Reykjavík.
Karen Guðmundsdóttir,
Anna Björg Eyjólfsdóttir, Halldór Árnason,
Auður G. Eyjólfsdóttir, Hlynur J. Arndal,
Halldór G. Eyjólfsson, Solveig H. Sigurðardóttir,
Bjarni Eyjólfsson, Þórey Hermannsdóttir
og barnabörn.