Morgunblaðið - 13.02.2000, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ
48 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000
fe-------------------------
Dýraglens
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Smáfólk
Gleðilegjdl!
Er kynlífsþrælkun
til á íslandi?
Frá Þráni Stefánssyni:
MIKIL umræða er nú í gangi um
hvort kynlífsþrælkun sé við lýði á
íslandi. Það eru kvennaathvarfs-
konur sem komu þessari umræðu
af stað.
Fyrst töluðu þær aðeins um
súlukonurnar svokölluðu en núna
hefur þessum alvitru konum tekist
að draga asískar konur inn í þessa
umræðu. Hvernig þeim dettur það
Immunocal
Hulda Pálsdóttir, klæðskerameistari
www.immunocal.org
Immunocal inniheldur einangrað
mjólkurprótein 90%, kalk 6% og jám 4%
hefur náð að auka magn
GLUTATHIONE
í líkamanum og efla og
fjölga ónæmisfrumum
á náttúrulegan hátt.
Að baki liggja 18 ára rannsóknir
Þjónustu og dreiflngaraðili:
Immunocal á íslandi ehf*
Ármúla 29 108 Reykjavík
S. 533 3010 Fax: 533 3060
immunocal@isl.is
Ifc.
Fyrir rúmu ári byrjaði ég að nota
Immunocal íyrir son minn 5 ára.
Hann var þá mjög pestsækinn og
kominn með krónískar eyma- og
kinnholubólgur. Þessu fylgdi mikil
vanlíðan og hann var mjög erfiður.
Hann var nýbúinn að ljúka 4 vikna
fúkkalyfjakúr í annað sinn á stuttum
tíma. Næsta skref átti að vera rör í
eyrun. Þá heyrði ég af mysuprótein-
inu Immunocal og notaði það stöðugt
fyrir hann í 4 mánuði. Það varð stór
breyting til hins betra. Frá því hann
byrjaði að nota Immunocal, hefur
hann ekki fengið í eyrun eða kinnholur
og er allt annað bam við að eiga.
Nú nota ég Immunocal eftir þörfum
fyrir mig og bæði bömin.
allt í einu í hug er með öllu óskilj-
anlegt. Að þessar konur á kvenna-
athvarfinu skuli telja sig ábyrgar
konur og síðan vera með svona
makalausar yfirlýsingar um þenn-
an minnihlutahóp sem býr á meðal
okkar er óskiljanlegt. Á íslandi
búa 1.200-1.500 asískar konur og
að halda því fram að stór hluti
þeirra sé fenginn úr einhverjum
frímannslistum eða öðrum póst-
listum og eða seldar af foreldrum
stúlknanna til kynlífsþrælahalds
uppi á íslandi, það er gjörsamlega
út í hött.
Það á að draga konurnar úr
kvennaathvarfinu til ábyrgðar fyr-
ir að halda svona rakalausu bulli
fram og láta þær rökstyðja það á
opinberum vettvangi. Þær gera
sér greinilega ekki grein fyrir að
þær eru að stimpla þarna heilan
þjóðflokk og kynda stórlega undir
kynþáttafordómum sem nóg er að
fyrir í okkar þjóðfélagi. Fyrir utan
blessuð börnin þessara asísku
kvenna sem verða fyrir aðkasti
þegar svona umræða kemur fram.
Sjálfur hef ég verið giftur as-
ískri konu í ellefu ár og kynntist
ég henni á ferðalagi mínu um Asíu
og þar komu engir póstlistar ná-
lægt. Ekki þurfti ég heldur að
kaupa hana enda veit ég ekki til
þess að séu sérstakir uppboðs-
markaðir á konum í Asíu. Þó örfáir
menn hafi fengið konu í gegnum
póstlista í áranna rás þarf ekki að
vera að stimpla heilan hóp út af
því. Það er sök sér að alvitru kon-
urnar í kvennaathvarfinu ráðist
gegn súlukonunum enda staldra
þær bara stutt við en asísku kon-
urnar þurfa að dvelja hér lang-
dvölum. Eina sem asísku konurnar
vilja er að lifa í sátt og samlyndi
við íslendinga, en svona rógburður
gerir þeim náttúrulega mjög erfitt
fyrir.
Eg vona að konurnar í kvenna-
athvarfinu haldi áfram að sinna
þeim störfum sem þær eiga að
sinna sem þær gera vel, og láta
það eiga sig að úthrópa kynsystur
sínar frá Asíu.
ÞRÁINN STEFÁNSSON,
Glaðheimum 14, Reykjavík.
AUt efni sem birtist í Morgunblað-
inu og Lesbók er varðveitt í upplýs-
ingasafni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endurbir-
tingu eða á annan hátt. Þeir sem af-
henda blaðinu efni til birtingar telj-
ast samþykkja þetta, ef ekki fylgir
fyrirvari hér að lútandi.
Jersey-, krep-
og flónels-
rúmfatasett
Póstsendum
Skólavörðustíg 21a, Kcykjavík, sími 551 4050.