Morgunblaðið - 19.03.2000, Síða 2
2 B SUNNUDAGUR 19. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Tom Cruise; 20 milljónir dollara.
Harrison Ford; 20 milljónir dollara.
Will Smith; 20 milljónir dollara.
Jim Carrey; 20 milljónir dollara.
B
, IOMYNDIRNAR í Holly-
wood eru sífellt að verða
dýrari í framleiðslu og eitt
af þvi sem hefur hækkað
hvað mest eru laun kvikmynda-
stjarnanna. Allt upp í þriðjungur
kostnaðar við bíómynd getur falist í
launum til aðalleikarans þ.e.a.s. ef
hann heitir Mel Gibson. Nýjasta
myndin hans er Föðurlandsvinurinn
eða „The Patriot" og fyrir leik sinn í
myndinni fær Gibson 25 milljónir
dollara eða rúmlega 1,8 milljarða ís-
lenskra króna. Hann hefur þar með
sett met í verðlagningu á stjörnun-
um vestanhafs. Engum hefur áður
verið greitt svo mikið fyrir að koma
fram í bíómynd. Er hann þess virði?
Svarið er í rauninni einfalt en svarar
kannski ekki spurning-
unni til fulls: Gibson er
jafnmikils virði og fram-
leiðendurnir eru tilbúnir
að greiða fyrir hann.
Gibson launahæstur
Það kemur auðvitað
áhorfendum ekkert við
hvað bíómyndir kosta eða
hvað stjörnur þeirra fá í
laun. Það eina sem áhorf-
andann varðar um er að
hann fari ekki erindisleysu
í bíó, að myndin geii hon-
um eitthvað sem honum
finnst virði að borga fyrir
sex hundruð og fimmtíu
kall. Hins vegar hafa um-
ræður um bruðlið í Holly-
wood og svimandi háar
launagreiðslur til stór-
stjarnanna verið viðloð-
andi Hollywood-myndirn-
ar frá því Charlie Chaplin
var og hét og verður svo
enn um sinn. Bandaríska
skemmtanatímaritið Ent-
ertainment Weekly tók
nýlega saman athyglis-
verðan lista yfir þá leikara
sem fá mest borgað fyrir
bíómyndaleikinn og spáir í
hvort öllum peningunum
sé skynsamlega varið í
menn eins og Harrison
Ford eða Tom Cruise eða
Juliu Roberts. Við skulum
skoða hvað þar er að finna.
Gibson trónir efst á list-
anum og tímaritið segir að
þrátt fyrir allt sé hann
tæpra tveggja milljarða
króna virði því myndir
hans ganga vel þótt þær
séu ekki endilega góðar.
Og ekki aðeins í Bandaríkjunum
heldur um heim allan svoleiðis að
það er nokkuð tryggt að fjárfesting-
in skili sér. Gibson tekur ekki alltaf
þennan pening fyrir leikinn. Hann
fer með hlutverk í nýrri og hræó-
dýrri mynd Wim Wenders, „The
Million Dollar Hotel“, sem
frumsýnd verður vestra í vor, og
tekur varla nema smáaura fyrir; síð-
ar mun hann leika í gamanmyndinni
„What Women Want“ á móti Helen
Hunt.
Leonardo DiCaprio fer fram á 20
milljónir dollara fyrir hverja mynd
eða um einn og hálfan milljarð
króna. Barist var um hann eftir Tit-
anic og Fox-kvikmyndaverið
hreppti hann og setti í Ströndina eða
„The Beach“. Áhugi á myndinni
vestra var minni en búist hafði verið
við. Unglingafansinn sem hann
heillaði í Titanic virtist ekki ætla að
fylgja honum hvert á land sem er.
Hann mun á næstunni leika í mynd
Hvers virði eru
slj örnurnar ?
Kvikmyndastjörnurnar fá óhemju fjárhæðir fyrir að leika í
bíómyndum, að sögn Arnaldar Indriðasonar sem kynnti sér
hvaða leikarar fá hæstu launin í draumaverksmiðjunni.
Julia Roberts; 20 milljónir dollara.
Jodie Foster;
15 milljónir dollara.
Leonardo DiCaprio; 20 milljónir dollara.
Mel Gibson; 25 milljónir dollara.
Martins Scorseses, „Gangs of New
York“, en gældi lengi við þá hug-
mynd að fara með hlutverk annað
hvort billjónerans Howards Hughes
eða djassistans Chets Bakers áður
en Scorsese tældi hann til sín. Er
hann þess virði? Allar myndir sem
hann leikur í hljóta geysilegt umtal
og auglýsingu en þær sem hann vill
helst leika í (eins og mynd Scorses-
es) eru ekki endilega hágróðamynd-
ir, stendur þar.
Grínleikarinn Jim Carrey vill
einnig 20 milljónir dollara. IVisvar
sinnum í röð hefur Óskarsakadem-
ían litið fram hjá honum í fyrra
skiptið eftir frábæra frammistöðu í
Truman-þættinum og nú síðast var
hann ekki tilnefndur fyrir „Man on
the Moon“. Þetta eru að vísu ekki
dæmigerðar Carrey-myndir eins og
sú sem hann mun leika í næst en það
er nýjasta gamanmynd Farrelly-
bræðra geðklofagamanið, Eg, ég
sjálfur og Irene. Búast má við að
Keanu Reeves;
15 milljónir dollara.
hún verði einn af sumarsmellunum
þetta árið og það hefur sýnt sig að
þegar Carrey er í essinu sínu er
hann hverrar krónu virði.
Cruise tryggir aðsókn
Tom Cruise er einnig í 20 millj-
ónadollara klúbbnum. Enginn velur
sér leikstjóra af meiri kostgæfni
(hann hefur starfað með Kubrick,
Scorsese, Coppola, Levinson, Stone
og De Palma) og mun Cruise á næst-
unni ætla sér í samstarf við Steven
Spielberg um gerð vísindatryllisins
„Minority Report“. Hann fékk John
Woo til þess að gera fyrir sig fram-
haldsmyndina, „Mission: Impossible
2“, sem vonir standa til að raki inn
milljörðunum í sumar. Hann er
sagður peninganna virði. Nafn hans
tryggi góða aðsókn hvar sem er í
heiminum. Hann hefur leikið í 21
bíómynd á tveimur áratugum og
samanlagt hafa þær náð inn meira
en einum milljarði dollara - og geri
Bruce Willis; 20 milljónir dollara.
margir menntaskólar betur.
Þá fer kempan Harrison Ford
fram á 20 milljónir dollara jafnvel
þótt myndum hans hafi ekki vegnað
sérlega vel eins og „Random
Hearts“ í fyrra. Hann gæti náð sér
hratt með næstu mynd en henni er
lýst sem yfirnáttúrulegum trylli og
heitir „What Lies Beneath“.
DreamWorks framleiðir en Michelle
Pfeiffer er mótleikkona hans. Hann
mun á næstunni sjást í ódýrri mynd
eftir Steven Soderbergh sem heitir
„Traffic". Ford hefur leikið í vinsæl-
ustu kvikmyndum sögunnar og ef
hann leikur í myndum sem ekki
heita „Sabrina" eða þá „Random
Hearts“ heldur Indiana Jones og
týnda borgin Atlantis eða eitthvað
þvíumlíkt er hann í raun ómetanleg-
ur.
Af leikkonum er Julia Roberts sú
eina sem stendur jafnfætis áður-
nefndum körlum í launum. Hún tek-
ur 20 milljónir fyrir stórmynd enda
virðist hún skipta miklu máli fyrir
aðsóknina. Það sýna myndii- eins og
„My Best Friend’s Wedding“,
„Notting Hill“ og „Runaway Bride“.
Næsta mynd hennar er „Erin
Brockovich" þar sem hún er í alvar-
legu hlutverki. Roberts er óhemju
vinsæl leikkona nú um stundir og
mun vel að 20 milljónum dollara
komin.
Will Smith þiggur 20 milljónir
dollara í laun og svo virðist sem
skellinum Villta, villta vestið hafi
ekki tekist að draga neitt úr vin-
sældum hans. Smith var í tveimur
sumarsmellum í röð, Þjóðhátíðar-
degi og Mönnum í svörtu, auk þess
sem honum vegnaði ágætlega í Óvini
ríkisins en myndir þessar gerðu
hann að súperstjörnu.
Hann leikur á næstunni á
móti Matt Damon í „The
Legend of Bagger Vance“.
Hann íhugar einnig að
leika á móti Robin Willi-
ams í endurgerðinni „Kind
Hearts and Coronets" sem
Mike Nichols ætlar að
leikstýra. Sagt er að hann
sé einn fárra leikara úr
hópi svertingja sem er vin-
sæll hvar sem er á jarð-
arkringlunni og það ráði
miklu um greiðslur til
hans.
Bruce Willis fær einnig
20 milljónir á mynd. Hann
er fyrst og síðast hasar-
hetja eins og Stallone og
Schwarzenegger en velur
rétt þegar hann bregður
sér úr hlutverkinu eins og
sýndi sig þegar hann setti
traust sitt á ungan og
óþekktan leikstjóra af ind-
verskum ættum og lék í
Sjötta skilningarvitinu.
Hann ætlar einnig að leika
í næstu mynd M. Night
Shyamalan, sem heitir
„Unbreakable“. Tuttugu
milljónunum er ekki kast-
að á glæ í hans tilfelli. Síð-
ustu tvær myndir hans á
undan þeirri nýjustu
(„The Whole Nine Yards“)
tóku inn 500 milljónir doll-
ara. Ekki slæm fjárfesting
það.
Jodie Foster þiggur enn
15 milljónir dollara í laun
jafnvel eftir að hún fór
með aðalhlutverkið í Önnu
og kónginum. Hún hefur
eftirlátið Julianne Moore
hlutverk Clarice Starling í fram-
haldi myndarinnar Lömbin þagna
enda tekin að snúa sér í auknum
mæli að því að gera sjálf bíómyndir.
Þá er nefndur til sögunnar Keanu
Reeves og er við hæfi að enda þessa
upptalningu á honum. Stjarna hans
hefur risið mjög með „The Matrix“
en næsta haust hefjast tökur á mynd
tvö og þrjú í flokknum með honum í
aðalhlutverkinu. Hann mun taka
þrjátíu milljónir dollara samanlagt
fyrir að leika í myndunum tveimur
og að auki fær hann hluta af gróðan-
um en algengt er að stórstjörnur
fórni einhverju í launum í von um
ágóða síðar meir (þannig mun Tom
Hanks hafa grætt 60 milljónir doll-
ara á Forrest Gump). Reeves hefur
leikið í mjög vondum myndum á sín-
um ferli og fengið vel borgað („Cha-
in Reaction“ er ein) en á meðan
hann leikur í snilldarverkum eins og
„The Matrix“ er óhætt að borga
honum óheyrilegar summur.