Morgunblaðið - 19.03.2000, Page 6

Morgunblaðið - 19.03.2000, Page 6
6 B SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ bletti sem benda til að hún sé langt leidd af alnæmi. Hjúkrunarkonumar tvær tilheyra hverflsmiðstöð Rauða krossins í Khayelitsha. Auk þess að heimsækja alnæmissjúka bjóða þær fólki, sem er smitað en hefur enn krafta til að vera úti við, á samkomur í litlum sal í hverfísmiðstöðinni. í salnum era um 20 konur, sumar með börnin sín, og þær era allar að læra að prjóna. Reyndar era þama þrír karlmenn núna, en það er óvenjulegt. Þetta er svokallaður mánudagshópur, konur sem mæta á mánudögum til þess að hitta aðrar konur sem eins er ástatt fyrir. Þær era allar smitaðar og bömin þeirra sömuleiðis. Þama læra þær ýmislegt hagnýtt, fá mat og spjalla saman. í flestum tilvikum vita fjölskyldur ekki af smitinu og alls ekki nágrann- arnir. Alnæmi er feimnismál. „Ég fékk að vita að ég væri með veirana árið 1996,“ segir Nontlahla Majubane, 26 ára myndarleg kona með glettnissvip. „Barnið mitt var Hjúkrunarkonur Rauða krossins sem heimsækja alnæmissjúka í blökkumannahverfum Höfðaborgar eru ísumum tilvikum einu mann- eskjurnar sem hinir sjúku sjá eftir að þeir verða of veikir til að fara út úrhúsi. Hjúkrunarkonan erað koma úr húsi Lennox Cefa, sem sést liggja í fleti sínu á stóru myndinni. veikt og ég fór á spítalann og var þá sagt að bæði ég og bamið væram sýkt. Ég bý ein og foreldrar mínir era í Transkei. Strákurinn minn er fjögurra ára og er veikur núna. Þess vegna er ég ekki með hann hér. Mað- urinn minn liggur veikur heima. Ég hef enn ekki sagt foreldrum mínum frá þessu; mamma verður svo áhyggjufull. “ Hinar konurnar segja okkur svip- aða sögu - að öðru leiti en því að sjaldgæft er að barnsfaðirinn sé heima. Hann stingur venjulega af um leið og hann heyrir af veikindum konunnar. „Við gefum þeim svolítinn mat, sérstaklega fyrir börnin, og þegar Alnæmi er þegarfariö aö hafa djúpstæö áhrif á þjóðfélag og aldursskiptingu Afr- íkuþjóða. Þriöja hver barnshafandi kona í sveitum Malawi er nú smituð af alnæmi, svo dæmi sé tekið, en í sunnanveröri álf- unni hefur Rauöi kross íslands einmitt hleypt af stokkunum alnæmisverkefni sem beinist aö forvörnum og aðhlynn- ingu, það erfræöslu til almennings um smitleiöir alnæmis og heimahjúkrun til handa þeim sem þegar eru smitaðir. FYRIR níu mánuðum var Syabulala litla ein af 200 bömum í Suður- Afríku sem þar í landi fæðast daglega með al- næmi í líkamanum. Faðir hennar Wiseman Kubuly er veikur af al- næmi og á ekki langt eftir ólifað. Móðirin Violet er líka smituð en hef- ur ekki véikst ennþá. Þau eiga fjórar stúlkur en af því að faðirinn er stöð- ugt veikur hefur fjölskyldan engar tekjur lengur. Þau lifa af matarpökk- um frá Rauða krossinum, smávegis grænmetisrækt og því sem vinir og nágrannar gauka að þeim. Enginn veit hvað verður um stúlkurnar þeg- ar foreldrarnir, Wiseman og Violet, falla frá. Syabulala og fjölskylda hennar eiga heima í Khayelitsha, blökku- mannahverfi rétt fyrir utan Höfða- borg. Þar búa bara blökkumenn, langflestir í kofum sem að utan líkj- ast helst niðumíddum kartöfluskúr- um. Dæmigerður kofi er tvískiptur, þannig að í fordyrinu er kamína sem eldað er á og fyrir innan er svefnher- bergi með einum eða tveimur bedd- um. Hvítum mönnum í Höfðaborg dettur ekki í hug að fara inn í Khayelitsha, enda hafa þeir ekkert þangað að sækja. Þó er þar fjörugt mannlíf. Klæði era seld á stóram markaði og slátrarar höggva naut í smáparta fyrir viðskiptavinina, bros- mildar konur í litríkum og fallegum fötum. Þegar litið er inn í hverfin, þar sem krakkar hlaupa með gjarðir, unggar stúlkur sækja vatn í branna og smárútur safna tugum farþega inn í svo lítið rými að bíllinn virðist vera að springa er ekki hægt annað en minna sig á að samkvæmt opin- beram tölum er sjöundi hver íbúi Suður-Afríku sýktur af alnæmisveir- unni.“ Alnæmissjúklingar þvegnir „Eftir fimm ár verður fjórði hver íbúi í þessu hverfi dáinn,“ segir Lawrence Bidalo, læknir á sjúkra- húsinu í Khayelitsha. „Hér verða um það bil 50.000 grafir.“ Ólíklegt verður að teljast að Lenn- ox Cefa verði á lífi eftir fimm ár. Þeg- ar við komum heim til hans í kofa- skriflið sem hann býr í liggur hann inni í myrkrinu. Með okkur era tvær hjúkranarkonur Rauða krossins sem eru komnar til að þvo honum. Þær hita vatn á kamínunni og taka síðan til við að strjúka dauðvona mannin- um með blautu handklæði. Þvottur- inn tekur um það bil tuttugu mínút- ur. Eina birtan kemur frá kerti sem logar á borði í „svefnherberginu". A veggi kofans er búið að líma dagblöð sem veggfóður. Christina Kolaba býr mun betur. Húsið hennar er að sönnu lítið en til- tölulega nýlegt og ákaflega snoturt. Þegar okkur ber að garði er móðir hennar að elda mat fyrir fjölskyld- una. Hún hitar líka vatn fyrir hjúkr- unarkonumar. Christina brosir veiku brosi í þakklætisskyni. Þegar hún er þvegin má sjá litla kringlótta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.