Morgunblaðið - 19.03.2000, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 B 11
ver. Ég vildi auðvitað vinna í stúdíói.“
Þetta er þá forsagan að því að þú
setur upp eigið stúdíó?
„Já. Mér var þá svarað því að ég
skyldi þá bara reyna það ef ég teldi
mig geta það. Um jólin 1979 ákváð-
um við Asgerður og strákurinn okk-
ar, sem þá var ellefu ára, að dvelja
um jólin í sumarbústað í Borgaríirði,
- stinga af og eiga notaleg jól og ára-
mót. Við tókum með okkur lítið fjór-
tán tommu sjónvarpstæki, strákur-
inn vildi ekki missa af jólastundinni í
sjónvarpinu. Við vissum ekki annað
en við værum þarna ein á svæðinu.
Svo gerðist það á Þorláksmessudag,
þegar við sátum þarna í góðu veðri,
vorum að lesa og slappa af, að hópur
af fólki kom gangandi rétt hjá húsinu
okkar. Við fórum út og buðum fólk-
inu í kaffi. þetta reyndust þá vera
tveir bræður með fjölskyldur sínar
sem ætluðu líka að vera þarna um
jólin. Þegar þeir sáu að við vorum
með sjónvarpstæki var freistandi að
fá að koma með bömin á jóladag til
að horfa á jólastundina, sem varð úr,
og þau komu síðan yfir til okkar aft-
ur. Annar bræðranna fór að spyrja
mig að því hvað ég væri
að fást við og vissi ein-
hver deili á mér. Við fór-
um að spjalla saman og
ég fór að segja honum frá
þessum verkefnum sem
ég hafði verið að vinna að
og höfðu dottið upp fyrir,
að ég hefði verið að spá í
að setja upp eigið hljóð-
ver. Hann spurði þá hvort
ég ætlaði ekki að láta
verða af því. Ég sagðist
nú varla leggja í það og
hefði aldrei staðið í nein-
um fjárfestingum og vissi
ekki hvemig ætti að fara
því. Hann sagði: „Það er
engin spuming, þú gerir
þetta. Eg skal hjálpa þér,
ég er endurskoðandi!"
Hann starfaði síðan sem
endurskoðandi minn í
fimmtán ár. Það varð úr
að í apríl 1980 stofnaði ég
Stúdíó Stemmu. Mér
tókst þetta með því að
fara í fjóra aðila sem ég
hafði unnið fyrir áður og
vom farnir að kvarta yfir
því hvað vinnan var orðin
dýr, vegna þess hvað
Hljóðriti var dýr. Ég
gerði við þá samning um
að skila ákveðnum verk-
um - fyrir helming þess
sem það hefði kostað ef
ég hefði unnið það í
Hljóðrita - gegn því að
þeir borguðu fyrirfram. Þeir gerðu
það og það dugði til að fjárfesta í
tækjum og koma stúdíóinu í gang.“
Þig hafði þá kannski alltaf dreymt
um að vera með eigið stúdíó?
„Nei, mig hafði eiginlega ekki
dreymt um það. Ég var ekkert sáttur
við það að tónlistarmenn sem vildu
vinna við sína eigin músík væm
neyddir til að gera svona hlut. Varla
var þó um annað að ræða því ég gat
ekki sætt mig við þessa stöðu sem ég
hef verið að lýsa. Ég var að vinna við
ýmis skemmtileg, menningarleg
verkefni, eins og t.d. músík með
krökkum á dagheimilum og annað
slíkt. Þessi verðlagning hjá Hljóðrita
gerði það að verkum að það var allt
að verða einsleitara og einsleitara
sem var unnið og ekki kom annað á
markaðinn en það sem talið var ör-
ugg söluvara til að geta borgað þenn-
an mikla kostnað.“
Hefur þú ekki samið tónlist fyrir
kvikmyndir?
„Ekki hefur það nú verið mikið. Ég
gerði reyndar músík fyrir Magnús
heitinn Jónsson við myndina Tvö
hundruð og fjömtíu fiskar fyrir kú.
Ég gerði svo músík mun síðar fyrir
mynd Þráins Bertelssonar, Magnús,
frá 1989. Ég sá einnig um alla músík
fyrir kvikmyndina Karlakórinn
Hekla og ég hef einungis gert músík
við þær kvikmyndir. Ég hef gert
mikið af því að semja músík við
sjónvarpsmyndir, heimildaþætti og
margs konar þætti.“
Hafðirðu eitthvað fengist við kór-
stjórn áður en þið fluttuð til Vest-
mannaeyja?
„Nánast ekkert. Þegar ég var
átján ára var óperan Amahl og næt-
spilað. Það voru einhverjh' menn úr
stjóm FÍH sem báðu pabba að skrifa
þetta upp. Hann hefði hæglega getað
gert það, hann er mjög flinkur út-
setjari, en sjálfsagt haft eitthvað
annað að starfa við. Hann lét mig
hafa verkefnið og bað mig að ganga
frá þessu. Ég tók þetta að mér og lá
yfir þessu og skrifaði þennan kvart-
ett upp nótu fyrir nótu, þurfti að
heyra hvað væri fyrsta fiðla, önnur
fiðla, víóla og selló. Þetta tók mig
nokkum tíma, en ég lærði mjög mik-
ið á þessu og þetta var ómetanleg
reynsla fyrir mig, unglinginn."
Kynning á gömlu íslensku
hljóðfærunum erlendis
Hefur þú ekki kynnt gömlu ís-
lensku hþóðfærin erlendis?
„Jú. Það bytjaði þannig að árið
1978 kom bréf frá franska ríkisút-
varpinu til íslenska útvarpsins þar
sem beðið var um efni frá Islandi til
að nota í prógramm í franska útvarp-
inu sem átti að fjalla um tónlist Norð-
urlandanna og hverju landi gerð
mjög góð skil. Þeir vissu mikið um
ísland og áttu nóg af efni nema það
sem hét þjóðlög, - hveijir
em að flytja þjóðlög á Is-
landi? Eitthvað áttu þeir
með Savanna-tríóinu og
Ríó-tríóinu. Ríkisútvarpið
sendi út sýnishorn, en það
var ekki þetta sem þeir
vom að biðja um, þeir áttu
nóg af þeirri tónlist. Þá var
haft samband við mig frá
Frakklandi. Það þróaðist
síðan þannig að samskonar
bréf barst upp í mennta-
málaráðuneyti og þar
starfaði Njáll Sigurðsson,
sem er mjög fróður um
þessi mál og kveður mjög
vel.
Það varð síðan til þess að
þessi hópur varð til, ég,
Njáll og Bára Grímsdóttir,
og við æfðum saman um
tíma og bjuggum til pró-
gramm sem við fórum með
til Frakklands. Daginn áð-
ur en við fómm út var lokið
við að smíða eftirlíkingu af
íslensku fiðlunni svo ég
gæti farið með hana með
mér og ég var varla búinn
að læra á hana þegar við
fóram út. Með því að lesa
mér til og fá leiðbeiningar
frá ýmsum aðilum tókst
mér að finna út hvemig er
spilað á þetta hljóðfæri.
Við héldum klukkutíma
konsert í beinni útsend-
ingu í franska Ríkisútvarp-
inu árið 1989. Síðan vomm við að fara
eina til tvær ferðir á ári næstu árin
og alltaf var langspilið og fiðlan með í
för og við sungum jafnframt íslensk
þjóðlög. Við höfum einnig komið
frarn í Svíþjóð, á listahátíð í Berlín, í
Lettlandi, Litháen og í Eistlandi, og
svo hef ég farið til Síberíu og Brasilíu
með fimleikaflokki og spilaði í sýn-
ingum sem hann var með. Þá fómm
við Kristín Ólafsdóttir, Ólína Þor-
varðardóttir og KK til Kína í septem-
ber á síðasta ári og fluttum þar ís-
lensk þjóðlög á vegum
ferðaskrifstofunnar Landnámu.
í þessari hnattvæðingu, þar sem
öll heimsmenningin er að verða sama
tuggan, sama hvort maður er í Pek-
ing, Síberíu, New York eða íslandi,
finnur fólk þörf hjá sér fyrir að sam-
svara sér sem þjóðfélagshópur eða
bara sem þjóð. Það eina sem við get-
um notað er að vitna í okkar menn-
ingu, sem er sérstæð og aðrir eiga
ekki, og þessu emm við búnir að týna
í músíkinni. Mér finnst ég hafa tekið
eftir því síðastliðin tvö, þrjú ár að
áhugi og virðing fyrir íslenska þjóð-
laginu er að aukast."
Sigurður Rúnar, Bára Grímsdóttir
og trúbadorinn Kristján Kristjáns-
son em þessa dagana á ferð um Kan-
ada að kynna íslensk þjóðlög og Sig-
urður gömul íslensk hljóðfæri,
fiðluna og langspilið. Kona Sigurðar
Rúnars er Ásgerður Ólafsdóttir
sérkennari. Foreldrar hennar em
Filippía Jónsdóttir húsmóðir og Ólaf-
ur Kjai'tan Guðjónsson, fyrrv. versl-
unarmaður. Sonur Sigurðar og Ás-
gerðar er Ólafur Kjartan
baritónsöngvari.
Hópurinn Embla sem er á tónleikaferð um Kanada. Sigurður, Bára Sveinsdóttir og Krislján Kristjánsson, KK.
I Háskólabíói vorið 1962, fyrir tónleika Nemendahljómsveitar
Tónlistarskólans. Feðgamir Sigurður og Jón Sigurðsson.
í Þjóðminjasafninu árið 1997. Sigurður að spila á gömlu ís-
lensku fiðluna. Hljóðfærið smíðaði Sigurður Rúnar sjálfur.
urgestirnir tekin upp fyrir Sjónvarp-
ið, Óli Flosa söng Amahl. Magnús
Blöndal Jóhannsson stjórnandi fékk
mig til að þjálfa strákinn og kenna
honum alla ralluna og vera svo í stúd-
íóinu i upptökunum til að leiðbeina
honum, sem ég gerði. Þar kom í ljós
að einn kafli í kómum, þar sem kór-
inn syngur a cappella sem kallað er,
án undirleiks, vildi falla í tónhæð.
Magnús átti mjög erfitt með að stýra
þeim á þessum stað. Ég fór til Magga
og spurði hvort ég mætti ekki stjóma
kórnum í þessu atriði. Hann sam-
þykkti það.
Það er síðan ekki fyrr en ég flutti
til Vestmannaeyja ’72 að þá var sjálf-
sagt að vera með barnakór, sem ég
stjómaði. Þegar ég kom þar aftur
tveim ámm síðar var það mikill áhugi
á kórastarfi að ég var kominn með
þrjá bamakóra, unglingakór í Gagn-
fræðaskólanum og blandaðan kór,
Samkór Vestmannaeyja.
Reyndar þama á milli meðan ég
var í Reykjavík eftir gosið þá stjóm-
aði ég söngleiknum Tommy í Verzl-
unarskólanum, þar var mikið um út-
setningar og kórstjóm.
Árið 1978 var ég ráðinn sem að-
stoðarkórstjórnandi Fóstbræðra hjá
Ragnari Bjömssyni og var við það
einn vetur. Eftir þessa reynslu hef ég
nýst vel sem upptökustjóri fyrir
kóra. Ég tek upp meira af kómm
núna en Ríkisútvarpið og Sjónvarpið
til samans. Ég tók upp fjórtán kóra á
síðasta ári.
Aðalstarf mitt undanfarin tuttugu
ár hefur verið að vera hljóðupptöku-
maður hjá Stúdío Stemmu. Ég tek að
mér að hljóðrita músík fyrir hvem
sem er og ég haft mikið að gera og
tek að mér upptökur á alls konar
músík og er einmitt að fást við ýmis
verkefni þessa dagana."
Með hljómsveitinni
Náttúru
Varstu ekki eitthvað að fást við að
spila popptónlist hér á ámm áður?
„Ég var einn meðlima hljómsveit-
arinnar Náttúm í tæp tvö ár. I hljóm-
sveitinni vom Björgvin Gíslason,
Sigurður Árnason, Rafn heitinn Har-
aldsson og söngvarinn Jónas R.
Jónsson. Þeir vom líklega búnir að
starfa í ein tvö ár, eða frá árinu 1968,
þegar Jónas ákvað að hætta. Þá vom
þeir að athuga hvaða söngvara þeir
ættu að ráða í hljómsveitina og eitt-
hvað að spá í framhaldið og þá að fá
nýjan hljóðfæraleikara í bandið. Þá
hafði ég spilað með föður mínum
dansmúsík í Þórskaffi í um það bil ár.
Þeir sendu þangað njósnara, höfðu
eitthvað heyrt um mig, að ég gæti
spilað á hljómborð. Þeir boðuðu mig
á fund og buðu mér að koma í hljóm-
sveitina og á hammond-orgel. Þeir
sóttu það líka mjög stíft að ég setti
pick-up á fiðluna og spilaði á raf-
magnsfiðlu, en það hafði mér aldrei
dottið í hug að gera. Ég vissi að til
þess að geta það yrði ég að æfa mig
töluvert af því ég gat aldrei impróvis-
erað neitt á fiðlunni, ég gat það á org-
el en hafði aldrei gert neitt slíkt á
fiðlu. Ég samþykkti það með því skil-
yrði að ég fengi að koma með eina
kröfu á móti, sem var sú að við mynd-
um líka spila klassíska músík.“
Og þeir hafa samþykkt þá kröfu
þína að lokum?
„Já. Þeir vom dálítið lengi að sam-
þykkja það, en þeir gerðu það loks,
þannig að ég kom inn í hljómsveitina
og Pétur Kristjánsson söngvari.
Þannig starfaði hljómsveitin í tæp
tvö ár eða þangað til að Glaumbær
brann í desember 1971. Ég vildi ekki
leggja það fyrir mig sem lífsstarf að
spila dansmúsík á hverju kvöldi, þótt
ég væri kannski til í að halda eitthvað
áfram. Ég tók þann kostinn þama að
hætta.“
Er það ekki eftirminnilegt tímabil
þegar þú spilaðir með Náttúm?
„Jú, vissulega, alveg stórkostlegt.
Sérstaklega fyrir það hvað maður
gat gert fólk pirrað og fengið ýmsa á
móti sér fyrir það að við skyldum
þora að spila klassíska músík í popp-
hljómsveit. Ég hafði t.d. gaman af því
að eitt sinn vom mættir tveir gestir á
slaginu níu og settust niður með sinn
pilsner til þess að hlusta. Það vom þá
feður okkar, faðir minn og faðir Pét-
urs, Kristján Kristjánsson hljóm-
sveitarstjóri."
Varstu farinn að útsetja eða semja
tónlist á þessum áram?
„Já. Ég var átján ára þegar ég út-
setti fyrst fjögur lög eftir Magnús
Eiríksson á plötu sem Kristín Ólafs-
dóttir söng, t.d. var þar lagið Komu
engin skip í dag? Varðandi útsetn-
ingar var það ómetanlegur skóli sem
ég fékk hjá föður mínum, sem ég er
ekki viss um að hann hafi gert sér
grein fyrir þá. Hann var beðinn um
að „pikka upp“, sem kallað er. Hann
fékk plötu frá FÍH og var beðinn að
skrifa upp heilan strengjakvartett
sem hafði verið skrifaður í kringum
laglínur Bítlanna, og þá í klassísku
formi. Þetta var ekki til á nótum og
FÍH var að halda einhverja hátíð og
það var áhugi fyrir því að þetta yrði