Morgunblaðið - 19.03.2000, Síða 28
MORGUNBLAÐIÐ
28 B SUNNUDAGUR 19. MARS 2000
Santana-
bylgjur
leggja undir
sig heiminn
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Carlos Santana þakkar áheyrendum í Maracaná leikvanginum í Ríó de Janeiro 1991.
Gítarleikarinn snjalli Carlos
Santana er nú vinsælli en
nokkru sinni. Árni Matthíasson
rekur sögu mannsins og hljóm-
sveitarinnar en viðtökur nýlegr-
ar plötu eru með mestu ævin-
týrum rokkheimsins síöustu
misseri ogfram á þetta.
Ú VAR TÍÐIN að gítarleikarinn Carl-
os Santana var átrunaðargoð allra
hippískra tónlistarvina og hljómsveit
hans, Santana, með vinsælustu hljóm-
sveitum. Með tímanum hafa hippamir snúið sér
að öðru, verðbréfabraski og vefsíðugerð, en
Santana hefur haldið áfram í tónlist þrátt fyrir
minnkandi gengi. Eitt helsta ævintýrið í rokk-
heiminum síðustu misseri var svo þrítugasta og
þriðja plata Santana, Supematural, sem selst
hefur í bílfórmum og selst enn; er komin vel á
annan tug milljóna eintaka um heim allan og
gæti eins komist á þann þriðja.
Carlos Santana fæddist í smáþorpi, Autlán de
-^Javarro, skammt frá Puerto Vallarta í Mexíkó í
september 1947. Faðir hans var mariachi-tón-
listarmaður, lék á fiðlu, og kenndi drengnum
tónfræði og að leika á fiðlu og fimm ára gamall
var Santana farinn að leika með föður sínum.
Atta ára kynntist hann rokki í útvarpinu og þeg-
ar hann komst í tæri við rafgítar og komst ekk-
ert annað að; hann tók að leika rokk sem mest
hann mátti og stældi á sama tíma gítarleikara
eins og Aron T-Bone Walker, B.B. King og John
Lee Hooker, en margir hafa orðið til að benda á
áhrif af fiðlukennslunni á gítarstílinn.
Fjölskyldan fluttist til Tijuana, sem var í
miklum uppgangi á sjötta áratugnum og Sant-
ana fór snemma að harka þar sem gítarleikari.
Sem unglingur lék hann með ýmsum rokksveit-
um, þeirra helstri T.J.’s, sem lék hreinræktað
vagg og veltu í pútnahúsum í Tjjuana. Þegar
_ Jjölskylda Santana fluttist til San Francisco í
upphafi sjöunda áratugarins varð hann eftir í
Tijuana um tíma, en fluttist síðan líka til Kali-
fomíu, enda þótti honum tónlistin sem barst
þaðan spennandi.
Ótrúlegur gróskutími
Sjöundi áratugurinn var ótrúlegur grósku-
tími vestur í Kalifomíu og grúi merkilegra
sveita kom fram á þessum ámm sem léku fjöl-
breytta tilraunakennda tónlist. Santana hefur
sagt svo frá að það hafi valdið straumhvörfum í
lífi sínu er hann sá B.B. King á tónleikum í Fill-
more tónleikahöllinni frægu og hann hafi ákveð-
ið að stunda tónlist sér til framfærslu eftir það,
en fram að því var tónlistin aðeins áhugamál.
I San Francisco kynntist Santana öðmm tón-
listarmönnum og tók að leika tónlist í óformleg-
um hópi þar sem spunalotur stóðu heilu nætum-
tir. í klíkunni með honum vom þeir David
Brown og Gregg Rolie, en þegar við bættust
trymbill, Rod Harper, og hryngítarleikari, Tom
Frazer, var komin fullskipuð hljómsveit. Eftir
nokki'ar vangaveltur varð nafnið Santana Blues
Band fyrir valinu, en að sögn lagði Santana til
nafn sitt að þrábeiðni félaga hans.
Tónlistin sem Santana Blues Band lék var all-
frábmgðin því sem menn kölluðu blús í þá daga,
afrísk hrynskipan, fönkfrasar skotnir suður-am-
erískri taktsósu og allt kryddað með kraftmiklu
rokki. „Blues Band“ viðskeytið hvarf og
snemma og þegar sveitin lék á sínum fyrstu eig-
inlegu tónleikum í Fillmore West 1968 varð allt
|fj|'it]aust. Vinsældimar urðu til þess að Santana
var boðið að spila á Woodstock-hátíðinni, sem
þótti nokkuð djarft í ljósi þess að hún hafði ekk-
ert gefið út. Það kom þó ekki að sök, því Santana
sló rækilega í gegn á hátíðinni, eins og þeir
muna sem séð hafa myndina eða heyrt plöturn-
ar sem út vom gefnar með upptökum af hátíð-
inni. Sérstaklega er mönnum eftirminnilegt lag-
ið langa Soul Sacrifice þar sem Michael Shrieve
^íór á kostum á trommusettinu.
Woodstock-tónleikarnir urðu til þess að sveit-
inni var boðinn útgáfusamningur hjá Columbia
og ekki leið langur tími þar til fyrsta breiðskífa
Santana, samnefnd sveitinni, kom út. Plötunni
var vel tekið, seldist milljónasölu í Bandaríkjun-
um og vel úti um allan heim. Hálfu ári síðar var
önnm- plata tilbúin, Abraxas, og seldist enn bet-
ur, en á henni er meðal annars það lag sem lifað
hefur lengst af fyrstu verkum Santana, suðræn
útgáfa af Fleetwood Mac-laginu Blaek Magic
Woman.
Þriðja Santanaskífan, sem hét einfaldlega
Santana III, var spunakenndari en fyrri skíf-
urnar, en seldist engu að síður vel, en um það
leyti sem hún kom út höfðu talsverðar breyting-
ar orðið á mannaskipan sveitarinnar og nokkuð
Ijóst að Carlos Santana var sá eini sem telja
mátti ómissandi í sveitinni.
Þi'átt fyrir velgengnina var Carlos Santana
ekki fyllilega ánægður með stefnuna sem líf
hans hafði tekið, en hann heillaðist snemma af
allskyns dulspeki, hvort sem um var að kenna
dálæti hans á meskalíni og lýsergsýru, og eftir
nokkrar vangaveltur komst hann í kynni við
John McLaughlin, sem tekið hafði upp nafnið
Mahavisnu og átrúnað á Sri Chimnoy. Ahrif frá
McLaughlin má glöggt heyra á fjórðu skífu
sveitarinnar, Caravanserai, sem er að segja
samfelldur draumkenndur spuni með löngum
snarstefjunarköflum gítar- og slagverksleikara
og ber einna hæst framlag bráðungs gítarleik-
ara, Neals Schons, sem veitti Santana verðuga
keppni í ævintýralegum gítariimleikum. Einnig
ber mjög á Michael Shríeve og Tom Coster, en
sá síðarnefndi lék á hljómborð á skífunni.
Um þetta Ieyti var Santana einnig genginn
Sri Chimnoy á hönd, tók sér nafnið Devadip, og
fór enn lengra í átt að spunakenndum djass-
bræðingi. Hann gaf út plötur í samstarfi við
McLaughlin og sólóskífur og þótt þær þyki vel
heppnaðar tæknilega og athygliserðar um
margt, dró verulega úr vinsældum sveitarinnar.
Hún var þá reyndar að mestu orðin safn undir-
leikara Carlos Santana frekar en eiginleg hljóm-
sveit og þegar Amigos kom út 1976 voru þeir
tveir einir eftir af upphaflegum liðsmönnum
Carlos Santana og David Brown.
Aftur í rokkaða fönktónlist
Eftir tilraunamennskuna greip Santana í
taumana, fékk sér nýja aðstoðarmenn og stýrði
sveitinni aftur í rokkaða fónktónlist sem skilaði
enn vinsælu lagi, She’s Not There. Hann var þó
ekki búinn að leggja bræðinginn á hilluna og á
næstu árum komu út skífur þar sem margir
fremstu djasstónlistarmenn þess tíma komu við
sögu, til að mynda þeir Herbie Hancock, Tony
Williams, Ron Carter og Wayne Shorter.
Margir muna eftir innleggi Santana í Live
Aid-tónleikana fyrir fimmtán árum, sem þótti
ekki ýkja spennandi en fagmannlegt. Til að ná
kúrsinum aftui' hélt Santana heljarmikla tón-
leika það ár þar sem allir fyrrum liðsmenn komu
á svið, og það enginn smáfjöldi. Skífan sem
fylgdi í kjölfarið tveimm- árum síðar, Blues for
Salvador, þótti með bestu plötum Santana í
fjölda ára og vann meðal annars til Grammy-
verðlauna fyrir besta lagið, en einnig var safn-
kassanum Viva Santana! vel tekið.
Alls komu út með hljómsveitinni Santana sau-
tján breiðskífur, sú síðasta, Lotus, kom út 1991.
Fyrsta sólóskífan kom út 1972, en Santana tók
þá upp tónleikaplötu með Buddy Miles. Hann
gefur gefið út sólóplötur samhliða hljómsveita-
plötum, en reyndar oft erfitt að greina á milli, og
þannig má deila um hvort síðasta platan, Sup-
ematural, sem er kveikja þessara skrifa, sé sóló-
skífa eða hljómsveitarplata. Úr því verður ekki
skorið hér. Annars eru plötur með Santana og/
eða Santana eftirfarandi: 1969 Santana, 1970
Abraxas, 1971 Santana III, 1972 Carlos Santana
& Buddy Miles! Live!, 1972 Caravanserai, 1973
Welcome, 1973 Love, Devotion and Surrender,
1974 Illuminations, 1974 Borboletta, 1974 Lotus
(kom ekki út vestan hafs íyrr en á tíunda ára-
tugnum), 1976 Amigos, 1977 Festival, 1977
Moonflower, 1978 Inner Secrets, 1979 Oneness:
Silver Dreams Golden Realities, 1979 Mara-
thon, 1980 The Swing of Delight, 1981 Zebopl,
1982 Shango, 1983 Havana Moon, 1986 Beyond
Appearances, 1985 Live, 1987 Freedom, 1987
Blues for Salvador, 1988 Viva Santanal, 1990
Spmts Dancing in the Flesh, 1992 Milagro, 1993
Sacred Fire: Santana Live in South Ameriea,
1994 Santana Brothers, 1995 Light Dance, 1995
Brothers (endurútgefin), 1997 Live at the Fill-
more 1968 og 1999 Supematural.
Eins og fram kemur gerði Santana útgáfu-
samning við Columbia og var á mála hjá því fyr-
irtæki allt til 1990, en þá bauðst honum að reka
eigin merki undir vemdarvæng Polydor/Pol-
ygram, sem freistaði hans eðlilega mjög, enda
hugðist hann gefa út ýmislega þjóðlega tónlist
og tónleikaupptökur úr eigin safni þar sem hann
lék meðal annars með Jimi Hendrix, Bob Mar-
ley og fleiri goðsögnum. Minna varð þó úr þeim
útgáfum en lagt var upp með, en þrjár sólóskíf-
ur sem hann gerði fyrir útgáfuna seldust þokka-
lega. Upp úr samstarfinu slitnaði vegna áherslu-
breytinga innan fyrii'tækisins og Santana gerði
samning um eina plötu fyrir Miramar, sem er
reyndar þekkt fyrir flest annað en plötuútgáfu.
Ein plata kom í kjölfarið fyrir Island-útgáfuna
og síðan var hann samningslaus.
Útvarpsbylgjum breytt
í Santana-bylgjur
Hvatamaður þess að Santana var fenginn til
liðs við Columbia var Clive Davis og meðal ann-
ars þess vegna var Santana beðinn að taka þátt í
heimildarmynd um Davis. Sú vinna varð til þess
að þeii' endumýjuðu kunningsskapinn og
nokkru síðar segir Davis svo frá að Carlos Sant-
ana hafi komið að máli við sig og sagst hafa feng-
ið boð um það frá yfímáttúrlegri veru, Meta-
tron, að hann ætti að gera breiðskífu, til að
breyta útvarpsbylgjum um allan heim í Sant-
ana-bylgjur, tengja þannig sameindir ljóssins og
endurraða sameindum hlustenda. Davis segist
ekki hafa kippt sér upp við þetta, eftir áratuga
starf í plötuútgáfu og samskipti við tónlistar-
menn sé hann öllu vanur, en setti þau skilyrði að
Santana ynni með ungum tónlistarmönnum sem
Davis veldi.
Allir sem Davis leitaði til voru til í tuskið, því
þótt Santana hafi verið tíður gestur Hvai' eru
þeir nú-dálka, þá naut hann enn virðingar koll-
ega sinna fyrir tónlist og hljóðfæraslátt. Sam-
starfsmennimir komu úr ýmsum áttum; Lauryn
Hill, Dave Matthews, Wyclef Jean, Eagle Eye
Cherry, Everlast, Eric Clapton og Rob Thomas.
Það er mál manna að svo ólíkum hópi hefði seint
tekist að vinna saman ef ekki hefði verið fyrir
styrka stjóm Davis. Lagasmíðar gengu víst eins
og í lygasögu og upptökur hratt og örugglega.
Fyrsta lagið sem fór í spilun var Smooth með
Rob Thomas og sló rældlega í gegn. Ekki leið á
löngu að platan sigldi upp á toppinn vestan hafs
þó sala utan Bandaríkjanna hafi verið rólegri.
Þegar nær dró Grammy-verðlunum, sem em
uppskeruhátíð tónlistariðnaðarins vestan hafs,
var platan búin að seljast í hálfri sjöttu milljón
eintaka þar í landi, sem þykii' vel að verki staðið
og margfalt meira en nokkur átti von á.
Á verðlaunahátíðinni sjálfri 23. febrúar sl.
sankaði Santana síðan að sér styttunum, fékk
níu verðlaunagripi; fyrir smáskífu ársins, plötu
ársins, lag ársins, besta sungna poppsamstarf,
besta popplag án söngs, besta hljósmveitar-
flutning rokklags, bestu rokkplötu og besta
rokksveitarflutnings sungins lags. Verðlauna-
regnið skaut plötunni aftur efst á vinsældalist-
ann vestan hafs og þegar þessar línur eru ritað-
ar hefur platan selst í níu milljónum eintaka
vestan hafs og selst enn í um 400.000 eintökum á
viku. I Evrópu hefur salan einnig tekið vemlega
við sér; að sögn hefur hún selst í ríflega íjórum
milljónum eintaka þar og fróðir herma að hún
sigli nokkuð létt yfir tuttugu milljón eintök þeg-
ar upp verður staðið, sem verður að teljast hai'la
gott af tónlistarmanni á sextugsaldri sem sendi
frá sér fyrstu skífuna fyrir 31 ári.