Morgunblaðið - 28.03.2000, Side 2

Morgunblaðið - 28.03.2000, Side 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Sumarhús á Arnarstapa Þetta sumarhús á Arnarstapa er til sölu hjá Bifröst. Húsið heitir þvf skemmtilega nafni Snæfellsás og er í sumarhúsabyggð við þorpið. Ásett verð er 5 millj. kr. Áhugi á sumarhúsum er gjarnan mestur síðla vetrar og fram á vor. Hjá fasteignasölunni Bifröst er nú í einkasölu sumarhús á Amarstapa á Snæfellsnesi. Um er að ræða timbur- hús, byggt árið 1990, og er það um 50 fermetrar að stærð. „Húsið á að seljast með öllu innbúi sem í því er,“ sagði Pálmi B. Almar- sson hjá Bifröst. „Húsið er í skipu- lagðri sumarhúsabyggð sem er vest- anvert við þorpið og heitir það Snæfellsás. Þetta er fallegt hús og stendur á mjög skemmtilegum stað, sunnar- lega í sumarhúsabyggðinni, ekki langt frá sjónum. Um er að ræða heilsárshús sem stendur á 2.000 fer- metra lóð og er leiga á ári um 15 þús- und krónur. I húsinu eru samkvæmt teikningu þrjú herbergi en í raun er bústaður- inn með einu stóru svefnherbergi en auðvelt er að breyta því til samræmis við teikningu. Húsið er kynt með raf- magni og rennandi vatn er þar allan ársins hring. Skemmtileg verönd er við húsið og mikill gróður allt í kring. Stutt er í alls kyns þjónustu og mikla náttúrufegurð og ferðamannaslóðir ef vill. Það tekur um 21/2 tíma að aka frá Reykjavík að Arnarstapa. Ásett verð er um 5 millj. kr.“ Morgunblaðið/Golli Afgreiðsluferill íbúðalána Markadurinn Nú eru liðnir sjö mánuðir frá því afgreiðslu- ferli íbúðalána Ibúðalánasjóðs var breytt. Hallur Magnússon, yfírmaður gæða- og markaðsmála Ibúðalánasjóðs segir góða reynslu af breytingunum. NÝ greiðslumatsskýrsla hefur ver- ið gerð skýrari og einfaldari í vinnslu hjá bönkum og sparisjóðum og vinnslutími greiðslumats í banka- kerfinu styst verulega. Þá hefur með- alafgreiðslutími lánsumsókna innan íbúðalánasjóðs styst úr tæpum tveimur vikum niður í eina viku. Oft á tlðum hefur meðalafgreiðslu- tíminn verið enn styttri, jafnvel 4-5 dagar. Fyrir þá sem nú huga að íbúðakaupum er vert að rifja upp hvemig afgreiðsluferli íbúðalána íbúðalánasjóðs er háttað. Greiðslumatið Fyrsta skrefið er greiðslumat sem unnið er í banka eða sparisjóði. Greiðslumatið gefur væntanlegum íbúðarkaupanda til kynna hvaða bol- magn hann hefur til greiðslu af lánum til íbúðarkaupa. Greiðslubyrði íbúða- lána og annarra lána vegna vænta- nlegra íbúðarkaupa þarf að vera inn- an þeirrar greiðslugetu sem greiðslumatið segir til um. Greiðslumat gildir í 6 mánuði, en þó ekki lengur en lánsloforð þau sem eru forsenda fyrir matinu. Slík tímasett lánsloforð vegna íbúðarkaupanna geta verið frá banka eða öðrum aðilj- um. í tengslum við greiðslumatið fer fram fjárhagsleg ráðgjöf á vegum bankans eða sparisjóðsins. Viðbótarlán Hyggist kaupandi fjármagna íbúð- arkaup með viðbótarláni leitar hann til viðkomandi húsnæðisnefndar, eftir að hann hefur fengið greiðslumat, en áður en hann gerir kauptilboð í fast- eign. Réttur til viðbótarlána er háður ákveðnum tekju- og eignarmörkum sem og starfsreglum hverrar hús- næðisnefndar fyrir sig. Húsnæðisnefnd metur umsókn um viðbótarlán og kallar eftir frekari gögnum ef þörf er á. Ef húsnæðis- nefnd samþykkir umsóknina gefur hún út lánsloforð á grundvelli greiðsl- umatsins þar sem fram kemur hám- arksfjárhæð viðbótarláns og hámar- kshlutfall. Lánsloforð húsnæðis- nefndar gildir oftast í styttri tíma en greiðslumatið. fbúðarkaupin Þegar greiðslumat og í sumum til- fellum loforð um viðbótarlán liggja fyrir getur hinn væntanlegi kaupandi leitað fasteignar. Þegar rétt eign er fundin gerir hann kauptilboð á grund- velli greiðslumats og lánsloforðs íyrir viðbótarláni. Ef samkomulag næst um kaupin sendir fasteignasali staðfest kauptil- boð í eignina ásamt tilskildum gögn- um til Ibúðalánasjóðs í umboði íbúð- arkaupanda. Ef fasteignasali hefur ekki milligöngu um kaupin sér íbúð- arkaupandinn sjálfur um að sækja um fasteignaveðbréf til íbúðalána- sjóðs. Ferill lánsumsóknar Þegar lánsumsókn ásamt nauðsyn- legum fylgigögnum hefur borist íbúðalánasjóði fer sjóðurinn yfir láns- umsóknina. Fyrsta skrefið hjá sjóðn- um er að kanna hvort lánsumsókn og fylgigögn hennar eru fullnægjandi og hvort greiðslubyrði lána er hærri en gert er ráð fyrir í greiðslumati. Ef fram koma meinbugir á þessu stigi er umsóknin endursend til fast- eignasala eða umsækjanda og tekin aftur til afgreiðslu þegar tilskilin gögn liggja fyrir. Þá er umsóknin tek- in til efnislegrar yfirferðar og sam- þykkt ef hún er fullnægjandi en synj- að ella. Útgáfa fasteignaveðbrófs og húsbrófaskipti Þegar lánsumsókn hefur verið sam- þykkt gengur íbúðalánasjóður frá fa- steignaveðbréfi í samræmi við kauptil- boð. Fasteignaveðbréfið er ýmist afhent þeim fasteignasala sem annast um íbúðasöluna eða kaupandanum beint. Fasteignaveðbréfið er undirrit- að um leið og gengið er frá endanleg- um kaupsamningi og eftir að hann hef- ur verið undirritaður fær seljandi fasteignaveðbréfið afhent. Fasteigna- veðbréfinu er þá þinglýst á eignina en seljandi getur skipt þinglýstu fastr eignaveðbréfi út fyrir húsbréf hjá íbúðalánasjóði. Húsbréfin getur selj- andi átt, aflient sem greiðslu í áfram- haldandi fasteignaviðskiptum eða selt á verðbréfamarkaði. íbúðalánasjóður sér síðan um inn- heimtu aíborgana af fasteignaveðbréf- inu. Greiðsla vegna viðbótarlána Viðbótarlán eru peningalán sem tryggð eru með skuldabréfi með veði í viðkomandi eign og eru því ólík svok- ölluðum húsbréfalánum. Ef íbúðar- kaup eru fjármögnuð með viðbótar- láni fær seljandi þann hluta greiddan beint með peningagreiðslu eftir að skuldabréfi vegna þeirra hefur verið þinglýst á hina seldu eign og Ibúða- lánasjóður keypt það. Fellsás 4 í Mosfellsbæ er einbýlishús á tveimur hæðum teiknað af Vífli Magnússyni arkitekt. Húsið, sem er í byggingu, er 286 ferm. fyrir utan 58 ferm. bflskúr. Það er til sölu hjá fasteignamiðluninni Berg og óskað er eftir tilboðum. Gott einbýli í Mos- fellsbæ í byggingu FASTEIGNAMIÐLUNIN Berg er núna með í sölu „draumahúsið" að sögn Sæbergs Þórðarsonar hjá Bergi. Hús þetta er við Fellsás 4 í Mosfellsbæ. Þetta er einbýlishús á tveimur hæðum, teiknað af Vífli Magnússyni arkitekt. „Húsið ber merki handbragðs hins góða arkitekts," sagði Sæberg ennfremur. „Húsið er í byggingu og er neðri hæðin með fjögurra herbergja íbúð sem búið er í og síðan er á neðri hæðinni tvöfaldur 58 fermetra bílskúr. Á efri hæð er gert ráð fyrir fjórum svefnher- bergjum og stórri stofu svo og sól- stofu, eldhúsi og baðherbergi. Á efri hæðinni er búið að ein- angra þakið og setja upp alla milli- veggi. Einnig er búið að ganga frá miðstöðvarlögn að hluta. Að utan vantar að pússa neðri hæð og einn- ig eru ófrágengnar stórar svalir að vestanverðu við húsið. Hús þetta er 286 fermetrar að stærð fyrir ut- an 58 fermetra bílskúr, sem áður er getið. Húsið stendur á fallegum útsýnisstað og er fagurt um að lit- ast til allra átta. Oskað er eftir til- boði í húsið, en áhvílandi eru tíu milljón krónur í góðum lánum. Sjafnargata 2 er steinhús á þremur hæðum og alls 267 ferm. Ásett verð er 33 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Eignamiðl- uninni. Virðulegt hús við Sjafnar- götu GÓÐ og virðuleg hús í Þingholtun- um vekja ávallt athygli þegar þau koma í sölu. Hjá Eignamiðluninni er nú til sölu húseignin Sjafnargata 2. Húsið er steinhús á þremur hæð- um og alls 267 ferm að stærð. Það er byggt 1933. Ásett verð er 33 millj. kr. Á 1. hæð eru m.a. þrjár samliggj- andi stofur, eldhús og snyrting. Á rishæðinni eru stofa, tvö herbergi, snyrting og eldhús. í kjallara eru þrjú herbergi, stórt baðherbergi, þvottahús og geymslur og yfir hús- inu er manngengt geymsluris. Bíl- skúrinn er um 60 ferm. og er hann með nýjum hurðum og nýju þaki. Skolplagnir undir húsinu hafa allar verið endurnýjaðar. „Þetta hús stendur á frábærum stað í Þingholtunum,“ sagði Þor- leifur Guðmundsson hjá Eignamiðl- uninni. „Innréttingar eru að mestu upprunalegar. Ástandið á þessu húsi að utan er nokkuð gott, en það var upphaflega byggt sem tvíbýlis- hús og síðan breytt í einbýlishús." Þorleifur kvað mikla eftirspurn eftir húsum af þessu tagi og á þessu svæði. „Það er líka mjög sjaldgæft að fá svona hús á stað sem þessum í sölu," sagði hann. „Þess má geta að lóðin er um 860 ferm. og því stór og falleg með myndarlegum trjám og girt með góðri steingirðingu.“ Þorleifur Guðmundsson sagði að lokum, að viðbrögð við auglýsingu um þessa húseign hefðu verið góð og kvaðst hann eiga von á, að húsið myndi seljast fljótlega. Fasteignasölur í blaðinu í dag Agnar Gústafsson bls. 15 Ás bls. 28 Ásbyrgi bls. 35 Bifröst bls. 4 Berg bls. 36 Borgir bls. 14 Eignamiðlun bls. 12-13 Eignanaust bls. 12 Eignaval bls. 16 Fasteignamarkaðurinn bls. 7 Fasteignamiðlun bls. 30 Fasteignamiðstöðin bls. 9 Fasteignasala íslands bls. 35 Fasteignasala Mosfellsb. bls. 23 Fasteignasalan Suðurveri bls. 33 Fasteignastofan bls. 11 Fjárfesting bls. 25 Fold bls. 10 Foss bls. 4 Framtiðin bls. 37 Frón bls. 6 Garöur bls. 37 Gimli bls. 18 H-gæði bls. 34 Hákot bls. 21 Híbýli bls. 37 Holt bls. 27 Hóll bis. 24-25 Hraunhamar bls. 20-21 Hreiðrið bls. 15 Húsakaup bls. 26 Húsið bls. 31 Húsvangur bls. 19 Höfði bls. 38 Kjöreign bls. 29 Lundur bls. 39 Lyngvik bls. 12 Miðborg bls. 5 Óðal bls. 33 Séreign bls. 32 Skeifan bls. 17 Smárinn bls. 23 Stakfell bls. 12 Stóreign bls. 17 Valhús bls. 15 Valhöll bls. 8-9 Pingholt bls. 33

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.