Morgunblaðið - 28.03.2000, Qupperneq 22
22 C ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Reykjanesbær
markaðinn
Fasteignamarkaðurinn í Reykjanes-
bæ heí'ur á sér mjög sjálfstætt yfir-
bragð og er algerlega óháður mark-
aðnum á höfuðborgarsvæðinu. Þró-
unin þar hefur samt verið mjög
svipuð; um árabil ríkti ládeyða og
eftirspum var lítil. A síðustu misser-
um hefur eftirspurn hins vegar auk-
izt á ný og töluvert líf er nú komið í
markaðinn.
Verð hefur líka verið að hækka,
þótt það sé ekki eins mikið og á höf-
uðborgarsvæðinu. Að sögn fast-
'eignasala er verð á íbúðarhúsnæði
nú að jafnaði um 70-80% af verðinu á
höfuðborgarsvæðinu og hefur hækk-
að um 6-10% frá því sem var á með-
an hækkunin heíúr verið 25-30% í
borginni og nágrannabyggðarlögum.
Mannfjöldatölur í Reykjanesbæ
gefa til kynna að bærinn vex hægt
eða innan við 1% á ári. Hinn 1. des-
ember sl. voru íbúamir 10.492, en
þeir voru 10.434 á sama tíma árið áð-
ur. Töluverð gróska hefur samt verið
í hinum ýmsum greinum atvinnulífs í
Reykjanesbæ, enda þótt samdráttur
sé í sjávarútvegi, sem áður fyrr eink-
enndi svo mjög atvinnulíf bæjarins.
Fjölbreytnin hefur aukizt til muna
á undanförnum áram. Mikil áherzla
hefur verið lögð á það af hálfu bæjar-
yfirvalda í Reykjanesbæ að styrkja
hinar óhefðbundnu atvinnugreinar.
Flest ný störf hafa orðið til í þjón-
ustugreinum, eins og svo víða annars
staðar og þar er aukning í störfum
tengdum ferðaþjónustu mest áber-
andi. í því sambandi hefur uppbygg-
ing á Keflavíkurflugvelli haft mikil
áhrif, enda hafa umsvif á flugvellin-
um aukizt ár frá ári.
Störfum í iðnaði hefur líka fjölgað
á ný í bæjarfélaginu svo og störfum
sem tengjastfullvinnslu sjávarfangs.
4 Orkufrekur iðnaður hefur einnig
verið að aukast jafnt og þétt, enda
svæðið þeim kostum búið að geta
boðið ódýrastu orku á landinu. Raf-
magn er 15-20% ódýrara en annars
staðar á landinu og húshitunarkostn-
aður er mjög sambærilegur við
Reykjavikursvæðið.
Viðhorfskönnun, sem Reykjanes-
bær lét gera, leiddi í ljós að fólk er
almennt ánægt með að búa í bænum
og telur sig hafa það sem til þarf í
menntamálum, menningarmálum og
íþróttamálum. Síðasta átakið á því
sviði er hin stórfenglega knatt-
spyrnuhöll í bænum, sem tekin var í
notkun fyrir skömmu og á vafalaust
eftir að hafa í för með sér þáttaskil
s fyrir knattspymuíþróttina í öllu
landinu.
Hafa byggt yfir 300 íbúðir
Um árabil hefur byggingafyrir-
tækið Húsanes verið mjög atkvæða-
mikið á sviði nýbygginga í Reykjan-
esbæ. Eigendur þess eru þeir
Halldór Ragnarsson múrarameistari
og Margeir Þorgeirsson bygginga-
meistari. Þeir félagar hafa langa
reynslu af byggihgarstarfsemi, en
þeir stofhuðu Húsanes 1979. Fyrir-
tækið hefur aðalstöðvar sínar í
Reykjanesbæ og framan af vora
^verkefni þess aðallega á Suðurnesj-
um.
Á síðustu árum hafa þeir félagar í
auknum mæli fært út kvíarnar og
byggt mikið bæði á höfuðborgar-
svæðinu ogvíðar.
Nú hefur Húsanes byggt vel á
fjórða hundrað íbúða og auk þess
■^margs konar aðrar byggingar.
Þeirra á meðal má nefna Sundmið-
stöðina í Reykjanesbæ, laxeldisstöð
á Vatnsleysuströnd, fiskvinnsluhús í
... —
Á nýju byggingarsvæði fyrir sunnan Sjafnarvelli
áformar Húsanes að byggja tólf parhús á einni hæð,
sem verða um 118 ferm. Einar Tryggvason arkitekt
hannar þessi hús.
Framboð á íbúðarhúsnæði í Reykjanesbæ
hefur minnkað á síðustu misserum vegna
aukinnar eftirspurnar. Um leið hefur verð
farið hækkandi. Magnús Sigurðsson kynnti
sér markaðinn í Reykjanesbæ og starfsemi
Húsaness, eins helzta byggingarfyrirtækis-
ins þar í bæ.
Jóhannes Ellertsson fjáiinálastjóri og Margeir Þorgeirsson bygginga-
meistari. Mynd þessi er tekin fyrir framan eitt þeirra húsa, sem Húsanes
hefur byggt við Sjafnarvelli í Reykjanesbæ.
vantar eignir af öllum stærðum í
sölu,“ segir Böðvar Jónsson hjá
Eignamiðlun Suðurnesja. „Verð á
notuðu húsnæði í Reykjanesbæ hef-
ur hækkað um 6-10% á síðustu mán-
uðum og sökum þeirra miklu hækk-
ana, sem orðið hafa á íbúðarhúsnæði
á höfuðborgarsvæðinu, er fólk farið
að leita hingað suður eftir húsnæði
og það hefur sett aukna spennu í
markaðinn.“
Aðal nýbyggingasvæðið er nyrzt í
Reykjanesbæ, í hverfi sem teygir sig
í átt að Sandgerði. Þar hefur 34 lóð-
um verið úthlutað og verið er að
vinna að deiliskipulagi fyrir svokall-
að Grænássvæði, þar sem gert er ráð
fyrir 400-500 manna byggð. Auk
þess er verið að úthluta og byggja á
stökum lóðum í bænum og þétta
þannig byggðina.
„Framboð hér er samt af skornum
skammti og brýnt að bæjaryfirvöld
hraði lóðaúthlutunum á fyrirhuguðu
nýbyggingahverfi á Grænássvæð-
inu, sem er í Njarðvíkurhverfinu,"
sagði Böðvar ennfremur. „Nú er ver-
ið að klára að skipuleggja það, svo að
það ætti að verða tilbúið til úthlutun-
ar í sumar eða haust.
Heiðaskóli, nýr skóli í Heiða-
hverfi, hefur haft í för með sér mikla
eftirspurn og fjölgun bamafólks í því
hverfi.
í framhaldi af því verður skipu-
lögð íbúðabyggð í Innri-Njarðvík
eða Á svokölluðu „Neðra nikkels-
væði“, sem er innan girðingar varn-
arliðsins við Ytri-Njarðvík. Vegna
mikillar eftirspurnar má vænta þess
að það geti byggzt allhratt upp.“
Töluverð íbúaQölgun
framundan
Á næstu áram má gera ráð fyrir
töluverðri íbúafjölgun í Reykjanes-
bæ, en það er talsvert framundan í
atvinnulífi bæjarins. Við stækkun
Leifsstöðvar á Keflavíkurflugvelli og
aukningu á annarri þjónustu tengdri
fluginu er líklegt að starfsfólki fjölgi
þar um fleiri hundrað manns.
Austnesi ehf., umboðsaðila kana-
díska olíufélagsins Irving Oil, hefur
verið úthlutað lóð undir birgðastöð á
tankasvæðinu í suðvesturhluta
Helguvíkur og dönsku sements-
verksmiðjunni Aalborg Portland AS
hefur einnig verið úthlutað lóð í bæn-
um. Um er að ræða lóð um 30 metra
frá viðlegukanti í Helguvík og er
áformað að hefja byggingu birgða-
stöðvar fyrir sement í næsta mánuði.
Síðast en ekki sízt eru uppi áform
um að byggja magnesíumverks-
miðju á Suðurnesjum, sem yrði risa-
framkvæmd á íslenzkan mælik-
varða, ef af yrði, bæði að því er
varðar fjármagn og vinnuafl. Þegar
litið er á allt þetta auk ýmissa ann-
arra nýjunga í atvinnulífi Reykjan-
esbæjar, má gera ráð fyrir talsverðri
fólksfjölgun í bænum og mun meiri
en þar hefur átt sér stað á síðustu tíu
áram.
'**í*rf*--.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Horft inn Sjafnarvelli. í húsaröðinni til vinstri er Húsanes með til sölu 3-4 herb. parhús ineð bílskúr ásamt um 50
ferm. risi, sem breyta má í íbúðarrými. Húsin skilast fokheld að innan með fullfrágenginni lóð.
Garði, bílageymsluhús fyrir Reykja-
víkurborg við Aflagranda og nýja
fjölbrautaskólann í Garðabæ. Hjá
fyrirtækinu starfa nú um 50 manns
með föstum undirverktökum og enn
íleiri á sumrin.
Við Sjafnarvelli í norðurhluta
Reykjanesbæjar er Húsanes með í
smíðum 3-4 herbergja parhús með
bílskúr, ásamt um 50 fermetra risi,
sem breyta má í íbúðarrými. Húsin
skilast fokheld að innan en fullfrá-
gengin að utan með frágenginni lóð.
Einnig er hægt að fá húsin lengra
komin. Ásett verð er 8,8 milljónir
kr., en þessi hús era til sölu hjá
Eignamiðlun Suðurnesja.
„Húsanes byggir öll húsin við
Sjafnarvelli, en framan af gekk sala
á þeim treglega vegna þeirrar nið-
ursveiflu, sem ríkti á markaðnum yf-
irleitt. Að undanförnu hefur salan
hins vegar gengið Vel,“ segir Jó-
hannes Ellertsson, fjármálastjóri
Húsaness. „Nú er lokið byggingu all-
ra húsanna við Sjafnarvelli og flutt
inn í sum þeirra, en húsin við þessa
götu verða alls átján og era öll orðin
fokheld. Framkvæmdum við þau á
að vera að fullu lokið 1. ágúst næst-
komandi."
Á nýju byggingarsvæði við svo-
nefnda Gýgjuvelli áformai- Húsanes
að byggja 12 parhús á einni hæð,
sem verða um 118 ferm. fyrir utan
bílskúr, sem verður 45 ferm. Einar
Tryggvason arkitekt hannar þessi
hús, en hann hefur hannað allar
byggingar Húsaness í seinni tíð.
„Munurinn á þessum húsum og
húsunum við Sjafnarvelli er sá, að
bílskúramir era töluvert stærri en á
Sjafnarvöllum," sagði Jóhannes enn-
fremur. „Við teljum að með þessu fá-
ist breiðari kaupendahópur. Á móti
kemur að þessi hús verða ekki með
aukarými í risi.
Þótt það hafi gengið vel að selja í
Reykjanesbæ að undanfömu og verð
farið hækkandi, hefur okkur gengið
enn betur að selja í Kópavogi. Þar
fengum við á sínum tíma úthlutað
myndarlegum reit í alverktöku við
göturnar Húsalind og Háulind í
Lindahverfi, þannig að við létum
skipuleggja svæðið og sáum um
gatnagerð auk þess að byggja húsin,
sem vora 60. Hluti af þessum húsum
var mjög sambærilegur við húsin við
Sjafnarvelli og þau era nú öll seld.
í sumar byrjum við á 22 íbúðum í
viðbót í fjölbýlishúsi við Kórsali í
Salahverfi í Kópavogi, sem ég geri
mér vonir um að markaðurinn muni
taka mjög vel, enda verða þetta mjög
góðar íbúðir og markaðurinn fyrir
þær afar vænlegur."
En Húsanes byggir einnig at-
vinnuhúsnæði. „Við eram með verzl-
unar- og skrifstofuhúsnæði í bygg-
ingu við Hafnargötu í hjarta
miðbæjarins í Reykjanesbæ," segir
Jóhannes. „Þetta verður hús á
tveimur hæðum samtals um 1100
fermetrar. Verzlunin 10-11 tekur
alla neðri hæðina á leigu, en efri
hæðin verður væntanlega leigð út
fyrir skrifstofur.“
Vantar eignir í sölu
Eignamiðlun Suðurnesja, sem
hefur aðsetur í Reykjanesbæ, selui-
m. a. íbúðir fyrir Húsanes þar í bæ.
„Eftirspum er nú mjög góð og það
Á þessari lóð við Hafnargötu í miðbæ Reykjanesbæj-
ar áformar Húsanes að reisa hús á tveimur hæðum,
sem verður um 1.100 ferm. Verzlunin 10-11 tekur
alla neðri hæðina á leigu.
Meiri eftirspurn
og hækkandi
verð einkenna