Morgunblaðið - 28.03.2000, Síða 34
34 C ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Sölustjóri: Ólafur G. Vigfússon.
HljSölum.: Bynjólfur J. Garðarsson og Magnús Geir Pálsson.
Sigurberg Guðjónsson, hdl. lögg. fasteignasali
Sæmundur H. Sæmundsson framkvæmdastjóri.
VIÐ TÖKUM VEL
Ertu í söluhugleiðingum?
Enn leitum við til þeirra sem eru í söluhugleiðingum.
Við leitum að einbýli á Seltjarnarnesi.
Við leitum að 2ja íbúða húsi á Höfuðborgarsvæðinu.
Okkur vantar iðnaðarhúsnæði fyrir trausta aðila.
Við leitum að 3ja-4ra herb. íbúð. Einnig leitum við að einbýii
helst á einni hæð í Grafarvogi.
Okkur vantar allar stærðir eigna í Hlíðarhverfi, Hvassaleiti, Þing-
holtum og Vesturbæ.
Svæði 101,105 og 108 fyrir fjársterka aðila.
Við leitum að sérbýli í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ.
Okkur vantar 3ja-4ra herb. íbúð í Lindarhverfi Kópavogi.
Einnig vantar okkur 3ja-4ra herb. íbúð í lyftuhúsi í Reykjavík.
Hafið samband við sölumenn okkar.
Þeir mæta á staðinn og meta eignina fljótt og örugglega.
Mundu í þína þágu
Bakkastaðir- sérhœðir tíi söiu 6
íbúða hús, 128 fm., með sérinngangi. Gott
skipulag og flott útsýni. 3-4 svefnh. Tvenn-
ar svalir á efri hæð, sérgarður á neðri hæð.
Afh. tilb. undir tréverk með milliveggjum í
ág.-sept. Möguleiki á fullb. án gólfefna.
Traustur bygg.aðili. Teikn. og allar nánari
uppl. á skrifstofu. Verð frá 12,2 m.
Garðsstaðir - Raðhús m/tvðf.
bflskúr. Við golfvöllinn ný glæsil.
raðhús á einni hæð um 180 fm. Húsin
afh. fullbúin að utan. Að innan verða
húsin rúmlega fokheld, þök og útveggir
einangruð og gólf ílögð. Verð 14,0 m.
Klettahlíð - Hveragerði Höfum í
sölu parhús á mjög góðum stað í Hvera-
gerði. Húsið er 132,5 fm timburhús og
verður skilað fullbúnu úti með grófjafnaðri
lóð og einangr. að innan þak og útveggir.
Til afhendingar strax. Verð 7,5 m.
Tryggvagata 3ja-4ra herbergja falleg
ibúð. Lyfta í húsinu. Parket á gólfum. Mikil
lofthæð og vítt til veggja. Glæsilegt útsýni
yfir höfnina. Þetta er íbúð fyrir vandláta.
Verð 11,8 m.
Furugrund m. bílskýli Nýkomin í
einkasölu 4ra herb. 83 fm íbúð á 2. hæð á
þessum eftirsótta stað. Stórar suðursvalir.
Stutt í alla þjónustu.
Skúlagata Vorum að fá í sölu ágæta 3ja
herb. íbúð á þessum eftirsótta stað. Allar
nánari upplýsingar á skrifstofu. Verð 8,1
m.
Hamraborg - Kóp. Nýkomin í einka-
sölu góð 83 fm 3ja herb. ibúð á 3ju hæð í
góðu fjölb. Stutt í alla þjónustu. Laus
fljótlega. Verð 8,6 m.
Lyngháls - nýtt atvinnuhús-
næði Mjög fallegt og gott atvinnu-
húsnæði samt. 590,7 fm Húsnæðið
skiptist i þrjár einingar, verslunar eða
skrifst. eining 229,9 fm, með góðu útsýni
og augl.gildi. Lager eða iðnaöareining
229,9 fm með tvennum stórum innk.dyr-
um. Lager eða iðnaðar- húsnæði 130,9
fm með einum stórum innk.dyrum. Selst
saman eða sitt í hvoru lagi. Malbikuð
bilastæði. Til afh. strax.
Síðumúli Vorum að fá í sölu vandað
skrifstofuhúsnæði á tveimur hæðum sam-
tals um 744 fm og lagerhúsnæði í kjallara í
sama húsi sem er 581 fm Lyfta er i húsinu.
Hægt er að selja þetta sem eina heild eða í
2-3 einingum. Allar nánari upplýsingar á
skrifstofu.
:a&T-J
Fiskislóð - Atvinnuhúsnæði Gott
atvinnuhúsnæði samtals um 320 fm með ,
stórum innkeyrsludyrum og góðum sýning- ;
argluggum. Tilvalið fyrir rekstur tengdan ;
sjávarútvegi eða öðru. Tilboð.
Sími 588 8787 — Suðurlandsbraut 16
Opið virka daga 9—18, laugardaga frá kl. 12—14 www.mbl.is/fasteign • netfang: sala@h-gaedi.is
Félagslegar íbúða-
byggingar á 20. öld
Báðar heimsstyrjaldirnar á 20. öld höfðu
grundvallarþýðingu fyrir þróun félagslegra
íbúðabygginga, segir Jón Rúnar Sveinsson
félagsfræðingur. í báðum tilvikum í þá átt
að ýta undir eða hrinda af stað slíku fram-
taki með opinberum stuðningi.
A19. öld gætti fyrst og fremst
tveggja strauma í félagslegum
íbúðabyggingum; annars vegar
byggingarstarfsemi einstakra at-
vinnurekenda, hins vegar bygginga á
vegum góðgerðarfélaga, oft í formi
þess er á enskri tungu var nefnt „5
per cent philanthrophy" („5% mann-
gæska“) er þýddi að ekki var krafist
meiri arðsemi af fjármagni en 5%.
Sérkennandi fyrir þessa tegund af
húsnæði var sú siðbótarviðleitni sem
einkenndi boðbera hennar. í Bret-
landi er umbótakonan Octavia Hill
oft nefnd sem einn dæmigerðasti full-
trúi þessarar stefnu. Octavia Hill
gerði mjög strangar siðferðLskröfur
til leigjenda sinna sem hún valdi af
mikilli kostgæfni.
Settar hafa verið fram athyglis-
verðar kenningar þess efnis að
strangar siðferðiskröfur sem tengist
aðgangi að húsnæði, séu liður í ögun
og stýringu vinnuaflsins í þjóðfélagi
markaðskapítalisma. Ekki fer hjá því
að tengja megi slíkar vangaveltur
frægum kenningum eins aðalpáfa
póstmódernismans, franska heim-
spekingsins Michels Poucaults, um
ögunarhlutverk stofnana á borð við
skólann, sjúkrahúsið, fangelsið og
vinnustaðinn.
Jafnaðarmannaflokkar Evrópu,
sem voru að byrja að gera sig gild-
andi fyrir um 100 árum síðan, töldu
„5% manngæskuna“ ná skammt til
þess að bæta úr himinhrópandi hús-
næðisneyð verkalýðs. Fylgdu þeir í
þessum efnum Friedrich Engels,
sem í einu frægasta húsnæðismálariti
allra tíma, „Zur Wohnungsfrage“
(„Um húsnæðismálið") frá 1872, dró
atvinnurekendur, velviljaða lækna og
mannvini sundur og saman í háði og
taldi að fyrsta skilyrði húsnæðisum-
bóta í þágu alþýðu væru full þjóðfé-
lagsleg völd þessarar sömu alþýðu.
Slíkt gerðist reyndar víðast í Vest-
ur- og Norður-Evrópu á 20. öld - þó
eldri væri um alræðisvöld að ræða
með þeim hætti sem Engels hafði
hugsað sér - þegar flokkar jafnaðar-
manna efldust og döfnuðu og urðu
leiðandi um stjómarstefnu æ fleiri
landa.
Hin rauða Vúi
Eftir fyrri heimsstyrjöldina var
stofnað lýðveldið Austurríki með 6
milljónir íbúa á rústum hins aldna
austurríska keisaradæmi, sem árið
1914 hafði haft 56 milljónir íbúa. í
stað þess að fylgja leið rússneska
keisaradæmisins undir forystu ger-
byltingarsinnaðra bolsévíka, varð
vegur umbóta og uppbyggingar und-
ir forystu jafnaðarmanna ofan á í
hinu nýja Austurríki.
Austurrískir jafnaðarmenn beittu
sér fyrir umbótum á borð við 45
stunda vinnuviku, launuðu orlofi
verkamanna, atvinnuleysistrygging-
um, ellilífeyriskerfi og aðgerðum
gegn húsaleiguokri. „Roter Wien“
varð kenniheiti fyrir umbótasinnaða
jafnaðarstefnu sem birtist öllu öðru
fremur í byggingu 64.000 félagslegra
íbúða á árunum 1919 til 1934.
Frumkvæðið frá Vín, undir forystu
borgarstjórans Jakobs Reumanns,
hafði mikil áhrif um alla Evrópu, upp-
haf byggingar verkamannabústaða
hér á landi á 4. áratugnum undir for-
ystu Héðins Valdimarssonar, byggð-
ist t.d. ekki síst á innblæstri frá glæsi-
legum árangri Vínarbúa.
Frægasta einstaka félagsíbúða-
hverfið í Vínarborg írá þessum tíma
var nefnt Karl Marx-Hof, enda krat-
ar ennþá ófeimnir við að kenna sig við
þann gamla gráskegg. Árið 1934
braust út stutt borgarastyrjöld í
Austurríki milli austurrískra fasista,
sem rænt höfðu völdum, og vinstri af-
lanna. Fasistar sigruðu og lögðu sig
sérstaklega fram við að leggja Karl
Marx-Hof í rúst með stórskotaliðs-
árásum. Eftir stríðið var hverfið hins
vegar endurbyggt að fullu.
Heimili handa hetjum
Heimsstyrjaldimar báðar á 20. öld
höfðu grundvallarþýðingu fyrir þró-
un félagslegra íbúðabygginga, í báð-
um tilvikum í þá átt að ýta undir eða
hrinda af stað slíku framtaki með op-
inberum stuðningi. Mestur þungi
slíkrar þróunar varð upp úr síðari
heimsstyrjöldinni, en fýrri heims-
styrjöldin olli einnig þróun af þessu
tagi. Það var í Bretlandi sem slíkt
gerðist með mest afgerandi hætti á
árunum um og upp úr 1920.
Um 700.000 ungir Bretar fómuðu
lífinu í skotgröfum meginlandsins í
styijöldinni og enn fleiri vora fatlaðir
eða örkumla. Ekki þótti mögulegt að
bjóða þeim sem komust lifandi heim
upp á það húsnæði sem þar var í boði.
Þáverandi forsætisráðherra Bret-
lands, David Lloyd George, er höf-
undur slagorðsins „Homes fit for
Heroes", sem lýsir þeim eindregna
ásetningi bæði stjómvalda og þjóðar
að tryggja heimkomnum hermönn-
um möguleika á að stofna heimili í
mannsæmandi húsnæði.
Hér var hins vegar sá hængur á að
ftjálsi markaðurinn var allsendisófær
um að hrinda af stað byggingarátald
sem uppfyllt gæti framangreint
markmið. Það stafaði ekki síst af því
að árið 1915 hafði húsaleiga í Bret-
landi verið fryst með strangri löggjöf,
sem síðan reyndist pólitískt ókleift að
afnema við lok stríðsins. Þar sem
verðbólga hafði verið mikil á stríðsár-
unum, reyndist með öllu útilokað fyr-
ir leigufyrirtæki á frjálsum markaði
að hefja að nýju byggingar leiguhús-
næðis þannig að slíkur rekstur gæti
borið sig. Mikils óróa gætti á húsnæð-
ismarkaðnum við stríðslokin, t.d.
vora skipulögð víðtæk „húsaleigu-
verkföll“ í Glasgow í Skotlandi. Þetta
tengdist almennum félagslegumóróa;
í Bretlandi, eins um alla Evrópu,
gætti töluverðs ótta við að rússneska
VIÐ valdatöku ríkisstjórnar
Dollfuss í Austurríki var Karl
Marx-Hof skotinn í rúst af
stormsveitum sljórnarinnar 12.
febrúar 1934. Byggingin var
endurreist síðar.
byltingin smitaði út frá sér. Sumir
töluðu hreint út og kölluðu átakið við
byggingar félagslegra íbúða, „a
bulwark against Bolshevism".
Árangurs sérstakrar löggjafar og
skipulegs samstarfs ríkis og sveitar-
félaga varð öflugt byggingarátak fé-
lagslegra leiguíbúða strax á 3. ára-
tugnum. Hugmyndir um „Garden
Cities“ voru mjög ráðandi. Mest var
byggt af raðhúsum, ekki var byggt í
áður ríkjandi „leiguhjallastíl" (ten-
ement blocks). Löngu seinna, þegar
farið var að selja félagslegar íbúðir
bresku sveitarfélaganna á valdatíma
Margrétar Thatcher, reyndust íbúð-
imar frá 3. áratugnum oft vera eftir-
sóttastar.
Félagslegt húsnæði eftir síðari
heimsstyrjöld
Það var þó fyrst og fremst að lok-
inni seinni heimsstyijöldinni sem fé-
lagslegar íbúðabyggingar áttu eftir
að verða þungamiðjan í húsnæðis-
stefnu margra Evrópulanda um
lengri eða skemmri tíma. Reyndar
var víða hafist handa í einhverjum
mæli þegar á kreppuárum fjórða ára-
tugarins.
Það átti t.d. við um Svíþjóð, þar
sem jafnaðarmenn komust til valda
árið 1932 og hófu strax aðgerðir í hús-
næðismálum, sem m.a. áttu þátt í því
að draga þar úr atvinnuleysi. Kröft-
ugasta uppbyggingin í Svíþjóð varð
þó ekki fyrr en á 6. og 7. áratugnum.
Við stríðslokin stóðu Evrópulöndin
frammi fyrir margþættum húsnæðis-
vanda. Lítið hafði verið byggt á
stríðsáranum, loftárásir höfðu valdið
veralegri eyðileggingu íbúðarhús-
næðis og mannfjöldasprenging lá í
loftinu þegar ungu hermennimir
kæmu heim og færa að búa til böm í
stað þess að drepa hver annan. Svör-
in vora alls staðar þau sömu, menn
settust niður og fóra að móta heild-
stæða húsnæðisstefnu, þar sem fé-
lagslegar íbúðabyggingar í einhveiju
formi vora lykilatriði. Hvar menn
settust niður í þessu skyni gat verið
ærið misjafnt. Framtíðarstefnan í
húsnæðismálum Noregs var t.d. mót-
uð af ýmsum forystumönnum norska
Verkamannaflokksins meðan þeir
sátu enn í fangelsum hemámsliðs
þýskra nasista.
Þrátt fyrir að meginstefnan væri
allstaðar sú sama - nema kannski á
Islandi, þar sem umtalsverð upp-
bygging á félagslegu húsnæði hófst
ekki fyrr en á 9. áratugnum - gætti
engu síður sérstakra tilbrigða við
meginstefið í hverju landi fyrir sig.
Þannig einkenndust félagslegar
íbúðabyggingar í Danmörku og Holl-
andi af starfsemi sérstakra húsnæð-
isfélaga, en ekki af framtaki bundnu
við sveitarfélögin.
í Noregi komu öflug húsnæðis-
samvinnufélög að mestu í stað leiguí-
búðareksturs sveitarfélaganna. í Sví-
þjóð hafa starfað bæði öflug
húsnæðissamvinnufélög og sterk
leigufélög sveitarfélaganna. Svíþjóð,
Bretland og Frakkland voru þau lönd
þar sem sveitarfélögin vora virkust í
framleiðslu og rekstri félagslegs
íbúðarhúsnæðis.
Stærstu leiguíbúðageiramir vora í
Hollandi, Bretlandi (fram að „útsölu“
Thatcher-stjómarinnar á 9. áratugn-
um), Danmörku og Svíþjóð. I þessum
löndum var framboð félagslegs leigu-
húsnæðis það mikið og fjölbreytt að
allir þjóðfélagsþegnar áttu í raun
möguleika á að geta leigt félagslega
íbúð, ef þeir óskuðu þess.
Vatnaskil við „Jom Kippur“
Svonefnt „Jom Kippur-stríð“ Ar-
aba og Israela 1973 og olíukreppan
sem af því leiddi era nú af mörgum
fræðimönnum talin marka endalok
gullaldar vestræna velferðarríkisins.
I það minnsta sl. fimmtán ár hefur
ekki linnt niðurskurði velferðarkerfa
Vesturlanda og vart mun það tilviljun
að eftir hrun „bolsévismans" í Sovét-
ríkjunum og Austur-Evrópu hefur
kné verið látið fylgja kviði sem aldrei
fyrr í því að ganga á þá hagsmuni sem
tvær heimsstyrjaldir og áratuga rétt-
indabarátta hafði fært alþýðu manna.
Eins og horfur era nú, er við stönd-
um á skurðpunkti tveggja alda, virð-
ist félagslegt húsnæði sem almenn
mannréttindi raunar vera eitt þeirra
atriða, sem erfitt er að sjá fyrir sér
sem sjálfsagðan og eðlilegan hlut í
réttindakerfi hins nýja tíma.