Morgunblaðið - 12.04.2000, Page 54

Morgunblaðið - 12.04.2000, Page 54
>>4 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Hannes Hlífar efstur með Kort- snoj og Short SKAK R e y k j a v í k u r - s k á k m ó t i ð . SJÖTTA umferð á Reykjavíkur- ■ skákmótinu var tefld sl. mánudag. Ungu erlendu meistararnir, sem mestan svip hafa sett á mótið, töp- uðu báðir æsispennandi skákum. Eftir umferðina er Hannes Hlíf- ar Stefánsson í efsta sastinu í góð- um félagsskap tveggja meistara, sem teflt hafa heimsmeistaraein- vígi. Það voru ungstirnin 16 ára, McShane og Grisjúk, sem drógu að sér áhorfendur eins og fyrr í mót- inu. Þeir tefla báðir djarft og í sjöttu umferðinni voru skákir þeirra æsispennandi og flóknar frá fyrstu leikjum. McShane hafði hvítt gegn Hann- esi Hlífari og verður skák þeirra "•éakin hér á eftir. Grisjúk hafði hvítt gegn Short og fórnaði snemma riddara fyrir tvö peð. Hann komst þó fljótt að því, að hann hafði ekki valið rétta and- stæðinginn fyrir slíka leikfimi. Englendingurinn tók manninn og sneri iljótlega vörn í sókn og vann með drottningarfórn. Önnur athyglisverð úrslit: Timman-Kortsnoj, 1/2; Sokolov-Hillarp-Persson, 1-0; Sævar Bjarnason-Miles, 0-1; $ Bu-Helgi Áss Grétarsson, 1-0; Wojtkiewicz-Arnar E. Gunn- arss., 1-0; Wiley-Helgi Ólafsson, Vá; Benedikt Jónasson-Martinez, 0-1; Stefán Kristjánss.-Johannessen, 1-0; Þröstur Þórhallsson-Naes, 1-0; Bykhovskij-Tómas Björnsson, V4; Sigurður Páll Steindórss.-West- erinen, 14; Róbert Harðars.-Guðmundur Kjartanss., 0-1; Jón Viktor Gunnarss.-Einar K. Einarss., 1-0. Hannes Hlífar Stefánsson er eini íslenski tiltilhafinn, sem hefur náð ■'Vötfestu í mótinu, en aðrir tapa skákum sínum, þegar þeir nálgast toppinn. í þessari umferð var Sævar mjög óheppinn að vinna ekki enska stór- meistarann, Anthony Miles. Stefán Kristjánsson er að ná sér á strik og hinn 12 ára gamli Guð- mundur Kjartansson stendur sig mjög vel. Sama má segja um Sig- urð Pál Steinsdórsson, sem hefur teflt við fjóra stórmeistara. Við skulum nú sjá skák sjöttu umferðarinnar. Hvítt: Luke McShane Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 e6 5. Rb5 d6 6. Bf4 e5 7. Be3 Be6 8. Rd2 - Hvítur getur byggt stöðu sína upp á annan hátt, með því að leika c2-c4, annaðhvort í 6. eða 8. leik. 8. — Rf6 9. Bg5 a6 10. Bxf6 gxf6 11. Rc3 f5 12. Bc4 - Einfaldara er að leika 12. exf5, t.d. 12. - Bxf5 13. Rc4 Be6 14. Re3 Bh6 15. Red5 0-0 16. g3 f5 17. Bg2 Kh8 18. 0-0 Hc8 19. Khl Rd4 20. f4 Bg7 með nokkuð jöfnu tafli. 12. - Dg5 13. g3 - Spurningin er, hvort ekki hefði verið eðlilegast að leika 13. 0-0 Hg8 14. g3 Rd4 15. exf5 Bxf5 16. Rd5 Hc8 17. c3 o.s.frv. 13. - Bg7 14. h4 Dh6 15. exf5 Bxf5 16. g4!? Be6 17. Rd5 000 18. Re4 Dg6 19. f3 Bxg4 20. Hgl h5 Teflendur hafar verið samhentir í að flækja taflið eins mikið og þeir geta. 21. Dd3 f5 22. Bxa6!? Hd7 23. Db5 Kb8 24. Rec3 - Til greina kemur 24. Rg5, en eft- ir það gæti hvítur hugsanlega hrókað langt. 24. - Dh6! Eftir þennan leik kemst hvíti kóngurinn ekki í skjól með langri hrókun. 25. fxg4 hxg4 26. Bxb7 - Það bætir ekki aðstöðu Englend- ingsins unga í þessari flóknu stöðu, að umhugsunartími hans er orðinn naumur. 26. - Hxb7 27. Dxc6 Hc8 28. Da6 e4! 29. Ke2 Bd4! Með þessum sterka leik kemur Hannes í veg fyrir einu hættulegu hótun hvíts, 30. Rb6 Hc5 31. Da8+ Kc7 32. Rcd5+ Kc6 33. De8+ mát. 30. Hgfl - Það er mjög erfitt fyrir hvít að halda þessari stöðu saman, jafnvel þó hann ætti nægan umhugsunar- tíma. 30. - g3 31. Rf4 - Eftir þennan leik er Ijóst, að hvítur á tapað tafl, en það er ekki auðvelt að finna aðra vörn gegn framrás svarta peðsins á g-línunni. Lokin þarfnast ekki skýringa, því hvítur er algjörlega varnarlaus. 31. - Be5 32. Ke3 g2 33. Hf2 Hg8 34. Re2 Dxh4 35. Hgl Hg3+! 36. Rxg3 Dxg3+ 37. Ke2 Bxf4 38. Kel Hxb2 39. Hxg2 Hbl+ og hvít- ur gafst upp, því hann verður mát, eftir 40. Ke2 De3+. niboð á marg- skiptum gleraugum eraugnaverslu Laugavegi 62, sími 511 6699 Peysurnar fást í Glugganum Glugginn Laugavegi 60. Sími 551 2854 ÍDAG VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ósammála gagnrýni í MORGUNBLAÐINU sunnudaginn 9. apríl er tónlistargagnrýni þar sem Arnar Eggert Thoroddsen skrifar um geisladiskinn MM, sem Eyjólfur Krist- jánsson gefur út. Það er ýmislegt í gagnrýni Arnars sem ég vil gera athuga- semdir við. Ég hlýt að vera ein af þeim sem Árnar kall- ar „fólk á óræðum aldri“ því ég hef mjög gaman af tónlist Eyjólfs, hann hefur samið og flutt margar peri- ur í gegnum árin sem hafa höfðað til mín, fyrir utan flutning hans á Bítlalögum, þar er Eyjólfur í sérflokki. Ég á þennan disk, MM, sem Arnar er að skrifa um. Diskurinn er ekki gallaiaus frekar en aðrir diskar (ég hef reyndar ekki ennþá heyrt gallalausan disk) en ég er langt því frá sammála þeim niðurrifsorðum sem Arnar viðhefur um þennan disk. Að mínum dómi er diskurinn vel heppnaður, lögin eru ljúf í hlustun og hljómur góður. Þessi disk- ur fer aftur og aftur í spilun hjá mér. Ein af ástæðum þessa pistils míns eru orð Arnars um styrk þann sem Eyjólf- ur fékk til útgáfu MM frá Félagi tónskálda og texta- höfunda. Arnar ýjar að því í gagnrýni sinni að frekar eigi að styrkja unga og upprennandi listamenn heidur en tónlistarmann eins og Eyjólf. Vissulega er það rétt hjá Arnari að styrkja eigi þá sem eru að feta sín fyrstu spor í tón- listarútgáfu - en hvers vegna má ekki styrkja tón- listarmann eins og Éyjólf? Eftir því sem ég best veit hefur hann aldrei fengið styrk áður til útgáfu. Eiga ekki allar tónlistarstefnur rétt á styrkjum - fyrst styrkir eru veittir á annað borð, Eyjólfur sem aðrir? I lok greinarinnar bendir Arnar Eyjólfí á að „fara að kanna ný mið í þessum mál- um“. Hvað er Arnar að meina? Þó að tónlist Eyj- ólfs höfði greinilega ekki til Arnars er hún aðaismerki Eyjólfs. Eyjólfur að flytja annars konar tónlist, það væri bara ekki Eyjólfur. Ég var stödd á tónieikum fyrir stuttu þar sem Eyjólf- ur, ásamt félaga sínum Stefáni Hilmarssyni, flutti margar dægurlagaperlur. Á staðnum var meirihluti áheyrenda ungt fólk um og yfir tvítugt. Það varð allt bókstaflega vitlaust þegar þeir félagar fluttu nokkrar af þeim perlum sem Eyjólf- ur hefur samið og flutt. Það kæmi mér ekki á óvart þótt eitthvað af þessu unga fólki „iaumaðist" til að kaupa sér diskinn hans Eyjólfs, slíkar voru viðtökurnar. Að lokum vil ég óska Eyjóifí til hamingju með diskinn MM, diskurinn hef- ur veitt mér margar ánægjustundir frá því ég eignaðist hann, sem og önn- ur tónlist Eyjólfs, og hvet ég Eyjólf til að halda áfram á sömu braut, hann á sína aðdáendur, þótt á „óræðum aldri“ séu. Tónlistarunnandi. Þakkir til Breiðfirðingakórsins Breiðfirðingakórinn í Reykjavík heimsótti Stykk- ishólm laugardaginn 8. apr- íl sl. og hélt tónleika í kirkjunni okkar við góða aðsókn og ljómandi undir- tektir. Kórinn var marg klapp- aður upp og þurfti að syngja aukalög. Dagskráin var mest íslensk lög og einnig nokkur erlend og var mjög við hæfi eldri borgara, enda mættu þeir og fóru ánægðir heim. Kór- inn var stofnaður haustið 1997. Félagar hans eru nú 46. Kórstjóri er Kári Gests- son. Á tónleikunum lék Guð- ríður Sigurðardóttir undir á píanó. Éinsöng og tvísöng sungu Fríður Sigurðar- dóttir og Halia Soffía Jóna- sdóttir. Einleikari á tromp- et var Öm Sigurðarson og mun hann vera yngsti þátt- takandi í kómum. Það vakti athygli áheyr- enda hversu kórinn er vel þjálfaður og hefur á skömmum tíma náð góðum árangri. Ég vil með þessum fáu orðum flytja kórnum og stjórnanda hans sérstak- lega þakkir fyrir komuna og þá gleði sem hann flutti okkur í Hólminn. Ég vil einnig óska þessum hug- ljúfa kór allrar blessunar í komandi framtíð. Ég veit að ef áframhaidið verður eins og það sem áunnist hefur, þá efa ég ekki að hann á framtíð fyrir sér. Kærar þakkir fyrir þessa ágætu stund í kirkjunni okkar þennan laugardag. Með bestu kveðju, Árni Helgason, Stykkishólmi. Tapað/fundið Fjallahjól fannst SVART Mongoose-fjalla- hjól fannst í Blesugróf í síð- ustu viku. Upplýsingar í síma 698-1442. Gleraugu týndust GLERAUGU með dökkri umgjörð týndust trúlega í miðbæ Reykjavíkur aðfara- nótt laugardagsins 8. apríl sl. Upplýsingar í síma 567- 2088. Pýrahald Páfagaukur týndist LJÓSBLÁR páfagaukur flaug frá heimili sínu að Holtaseli, föstudaginn 7. apríl sl. Hann hlýðir nafn- inu Skottís. Ef einhver hef- ur orðið hans var er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 567-8588 eða 897-5815. Morgunblaðið/RAX Víkverji skrifar... AD er ofur hvimleitt að aka á eftir bíl þegar ökumaður hans er að tala í farsíma. Athygli hans bein- ist þar með ekki eingöngu að akstr- inum og það sést um leið á akstri hans: Bíllinn hægir á sér, hann rásar þegar ökumaðurinn þarf að skipta um gír af því að hann sleppir frekar hönd af stýri en símanum því það má að sjálfsögðu ekki gera augnabliks- hlé á samtalinu, hann gefur engin stefnuljós, kannski ekki frekar en vanalega, er algjörlega sofandi fyrir umhverfinu, gangandi fólki, umferð- arljósum og yfirleitt öllu. Þannig er ökumaður sem talar í símann um leið og hann ekur á allan hátt úti á þekju. Þessi forgangur á símtölum í um- ferðinni er svipaður þeim ósið sem stundum verður vart í verslunum þegar afgreiðslufólk stekkur í sí- mann um leið og hann hringir og við- skiptavinurinn við búðarborðið verð- ur bara að bíða. Þetta er náttúrlega ekki hægt. Það er í mesta lagi óhætt að svara og biðja viðkomandi um að bíða, hringja seinna eða aka úr vegi umferðar og stöðva bílinn. Víkverji hefur áður gert þennan ósið að umtalsefni og bendir símaglöðum ökumönnum á að fá sér handfrjálsan búnað til að þeir geti ekið eins og menn og talað út og suður um leið. Annars er Víkverji þó á því að það dugi ekki. Akstur krefst fullrar athygli og hann verður aldrei eins öruggur þegar menn eru í sím- anum um leið. Það er bara svo ein- falt. Og þetta á raunar við um ýmis- legt annað en símtöl undir stýri. Við getum nefnt reykingar, át, stillingu á útvai-pinu og umsjón smábarna sem eru með í bílnum. Allt þetta er bara dæmi um agaleysið á okkur í um- ferðinni og „þetta-skiptir-ekki-máli“ hugsunina og „það-kemur-ekkert- fyrir-mig“ skoðunina. Þessu mætt- um við alveg breyta. XXX VEGIR á Vestfjörðum eru mönn- um stundum tilefni umfjöllun- ar. Víkverji var á ferðþar nýverið og ók meðal annars um Isafjarðardjúp. Þar eru kaflar með bundnu slitlagi að lengjast hægt og sígandi og er engu líkara en einhver sálfræði eða mjög ígrunduð áætlun sé þar í gangi varðandi það hvar slíkir kaflar eru lagðir. Sé ekið frá Hólmavík um Stein- grímsfjarðarheiði og sem leið liggur út veginn um Djúpið til ísafjarðar, sem er tæplega 250 km langur, verða á vegi manna tveir sæmilega langir kaflar með bundnu slitlagi. Annar er á Steingrímsfjarðarheiði og niður í Isafjörð. Þegar honum sleppir tekur við heldur holóttur og blautur vegur um Isafjörð eins og ástandið er núna. Þegar aka þarf um Vatnsfjörð í stað Eyrarfjalls lengist þessi malarkafli nokkuð en síðan tekur Mjóifjörður við. Þegar hann er frá fær ökumaður langþráða hvíld á nýjum slitlagskafla framhjá Ögri og yfir í Skötufjörð. Er sá kafli orðinn yfir 20 km langur með síðustu viðbót. Þá tekur aftur mölin við en í lokin er aftur vænn slitlags- kafli frá Seyðisfirði allt til ísafjarðar. Þessi háttur á vegagerðinni þýðir að ökumaður er iðulega orðinn mjög leiður á malarvegunum þegar allt í einu kemur bundið slitlag sem hon- um er afskaplega mikil hvíld að. Þeg- ar lundin er þannig orðin létt á ný er ökumaður tilbúinn að takast á við mjóan malarveg aftur og þannig gengur þetta bara ágætlega! Og þar sem sjá mátti til vegagerðarmanna í Djúpinu lifir vonin um sífellt lengri hvíldarkafla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.