Morgunblaðið - 12.04.2000, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 12.04.2000, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 25 VIÐSKIPTI Stefnir í mjög góða afkomu hjá FBA FJÁRFESTINGARBANKI at- vinnulífsins sendi í gær frá sér til- kynningu til Verðbréfaþings Islands þar sem fram kemur að það stefni í umtalsvert betri afkomu FBA á 1. ársfjórðungi en áætlanir gerðu ráð fyrir. Óendurskoðað árshlutaupp- gjör FBA fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2000 verður birt 2. maí næst- komandi. í rekstraráætlun bankans fyrir yfirstandandi rekstrarár var gert ráð fyrir að heildarhagnaður ársins fyrir skatta yrði um 1.763 milljónir króna. í tlkynningunni segir að rekstur bankans á fyrsta ársfjórð- ungi hafi gengið umtalsvert betur en gert var ráð fyrir í rekstaráætl- uninni og útlit sé fyrir að afkomutöl- ur fyrsta ársfjórðungs muni endur- spegla það mjög vel. Bent er á að tekjur félagsins séu háðar ytra um- hverfi og sveiflur í ytri skilyrðum geti valdið snöggum breytingum á afkomu bankans, bæði jákvæðum og neikvæðum. í samtali við Morgunblaðið segir Bjarni Ármannsson, forstjóri FBA, að útlit fyrir aukinn hagnað sé hag- felldu ytra umhverfi að þakka, auk þess uppbyggingarstarfs sem staðið hefur yfir innan FBA undanfarið og sé nú að skila sér í nýjum afurðum og meiri tekjumyndun. Hluthöfum bodin bréf bankans i deCode genetics Síðastliðið sumar keypti FBA ásamt fleiri innlendum aðilum helm- ingshlut upphaflegra áhættufjár- festa í deCode genetics Inc, móður- félagi íslenskrar erfðagreiningar. Var tilgangur kaupanna að færa umtalsverðan hlut bréfanna í hend- ur íslendinga, en einnig átti bank- inn fyrir eignarhlut í félaginu. Á fundi stjórnar FBA 3. febrúar sl. Hluthöfum verður boðið að kaupa bréf FBAí deCode Genetics Inc. í tengslum við skrán- ingu á Nasdaq var ákveðið að stefna að því að selja eignarhlut FBA í deCode, og í af- komuviðvörun bankans kemur fram að salan muni fara þannig fram að hluthöfum FBA gefist kostur á að kaupa hlutabréf bankans í félaginu. Hluthöfum FBA mun standa til boða að kaupa hlutabréfin í sam- ræmi við eignarhlut sinn í bankan- um, samhliða skráningu hlutabréfa deCode á Nasdaq og er þá bankinn laus við markaðsáhættu sína af bréfunum. Bjarni Ármannsson, forstjóri FBÁ, segir í samtali við Morgun- blaðið að bankinn sé ekki á neinn hátt að draga sig út úr áhættustar- fsemi með þessari ákvörðun og ákvörðunin beri ekki vott um að FBA hafi misst trúna á deCode. „Það er hlutverk fjárfestingarbanka að kaupa og selja verðbréf. Við kom- um inn í félög í ákveðnum tilgangi og förum út úr þeim samhliða skrán- ingu ámarkað," segir Bjarni. „Það má segja að verið sé að ljúka ferlinu núna með því að koma 625.000 hlut- um í deCode í dreifða eign hjá hlut- höfum FBA.“ Að sögn Bjarna er ekki upplýst hversu miklu FBA heldur eftir í deCode, af samkeppn- isástæðum. Bjarni á von á því að hluthafar taki tilboðinu vel, enda sé um góðan fjárfestingarkost að ræða. Bókfært verð hlutabréfa bankans í deCode er nú um $15 hver hlutur, en söluverð verður það útboðsgengi sem boðið verður þegar skráning fer fram á Nasdaq. Líklegt er því að umtalsverður söluhagnaður mynd- ist þegar bankinn selur bréf sín, en um er að ræða 625.000 hluti í deCode genetics Inc. Fyrir hverjar 10.240 krónur sem hluthafi á að nafnverði í FBA, býðst honum að kaupa einn hlut af hlutabréfum í deCode. Þeim sem eiga minna en 10.240 krónur að nafnverði í FBA mun bjóðast að kaupa einn hlut. Við söluna verður miðað við hluthafa- skrá bankans eins og hún var í dags- lok 10. apríl síðastliðins. Starfsmönnum bankans einnig boðinn eignarhiutur Verði þátttaka hluthafa FBA al- menn gæti hluthöfum í deCode fjölgað um rúmlega fjögur þúsund, og samhliða sölu til hluthafa verður starfsmönnum FBA einnig boðið að kaupa eignarhlut í deCode. Að sögn Bjarna er unnið að útfærslu þeirrar sölu. Tilboðið um sölu hlutabréfanna er með fyrirvara um að bankaráð FBA telji útboðsverð hlutabréfa deCode samhliða skráningu á Nasdaq vera viðunandi. Hluthafar munu fá send- ar nánari upplýsingar um tilboð um kaup á hlutabréfum í deCode og til- boðseyðublöð samhliða greiðslu arðs, en stefnt er að greiðslu arðs undir lok aprílmánaðar. Loks kemur fram í afkomuviðvör- un FBA að bankinn hafi selt eignar- hlut sinn í fasteigninni að Ármúla 13a, sem verið hafa höfuðstöðvar bankans. Hagnaður af sölu fasteign- arinnar er um 77 milljónir króna og tekjufærist á öðrum fjórðungi þessa árs. Að sögn Bjarna er afhendingar- tíminn rúmur. Stefnt er að því að starfsemi Islandsbanka-FBA verði á Kirkjusandi í framtíðinni. 40% seld í Króla verkfræðistofu TALENTA-Hátækni, dótturfélag FBA, og Landssími íslands hafa keypt samtals 40% hlutabréfa í upp- lýsingatæknifyrirtækinu Króla verkfræðistofu ehf., í kjölfar hluta- fjáraukningar í félaginu. Meðal ann- arra helstu hluthafa eru stofnandi fé- lagsins, Kristján Óli Hjaltason, Gunnar Ólafsson sölustjóri og Sig- urður Hjalti Kristjánsson fram- kvæmdastjóri. í fréttatilkynningu kemur fram’að Króli verkfræðistofa starfar við upp- lýsingatækni með áherslu á lausnir íyrir fyrirtæki sem þurfa að fram- lengja upplýsingakerfi sín þangað sem verkefnin kreíjast. Félagið er leiðandi á íslenskum markaði á sviði handtölvutækni, þráðlausra net- kerfa, strikamerkjatækni og teng- ingar vörustjórnunar og upplýsinga- kerfa. Nokkrir af helstu viðskiptavinum félagsins hafa þegar fjárfest í aukinni tæknivæðingu á vörudreifingu sinni, þeirra á meðal eni Aðföng, dreifingarmiðstöð Baugs, Pharmaco, Olís, ÁTVR og Penninn. Meðal annarra lausna og markaða sem Króli verkfræðistofa vinnur að með innlendum samstarfsaðilum eru handtölvuvæðing eignaeftirlits og þjónustuverkefna, sem síðar á árinu tengjast upplýsingakerfum með WAP, innleiðing strikamerkjatækni hjá opinberum stofnunum, miða- prentun og sjálfvirk álíming í fram- leiðslu, bakvinnsla verslana, samruni símkerfa og þráðlausra netkerfa, tenging strikamerkjatækni við net- verslun og sjáifvirk ski'áning í heilsugæslu. Meðal innlendra samstarfsaðila eru Nýherji, Strengur, Landsteinar, TölvuMyndir, Þróun og Ax hugbún- aðarhús. Samstarfsaðilar um þróun lófatölvuhugbúnaðar eru Fakta, Strengur og Handtölvur. Auk þess að vera dreifingaraðili þekktra vörumerkja á sviði miða- prentunar og álímingar er Króli verkfræðistofa viðurkenndur söluað- ili Symbol Technologies, Inc. á Is- landi. Symbol er leiðandi framleið- andi strikamerkjalesara og þráðlausra og net-tengdra hand- tölvulausna um allan heim. v Líttu befur út í dag er kynning á Nupo- $ létt súpum í Lyf & heilsu Domus Medica og Hraunbergi. 20% afsiáttur af Nupo-létt vörumíöllum i apótekum Lyf & heilsu. Lyf&heilsa Austurver • Domus Medica • Kringlan • Mjódd • Fjarðarkaup • Glassibær • Háteigsvegur • Hraunberg Kringlan 3. hæð • Methagi • Hveragerði • Kjami - Seifossi • Hafnarstræti - Akireyri • Hrisáurckjr - Akureyri QUELLE. FERÐAFELAGAR Kr. 7.990, ” (einnig seldar sér) 3 Trolly-töskur. Dráttarhandf. útdregib. Mörg vönduö hólf. Vandaöar og sterkar Kr. 6.990, - (einnig seldar sér) 3 töskur saman: Vandaöar og sterkar. Dráttarlykkja. Styrkt horn. Mikiö af aukahólfum. Á hjólum. Axlataska meö organizer hólfi. Kr. 1.090,- Falleg handtaska, létt og þœgileg meö góöum hólfum Kr. 890,- SHOPPER bœjartaska sem hefur slegiö í gegn. QUELLE mUHDÁlffilí mmi, S: 564 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.