Morgunblaðið - 12.04.2000, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 12.04.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 29 Kristilegir demókratar í Þýzkalandi upplitsdjarfír við lok flokksþingsins Blásið til sóknar gegn ríkisstiórn Schröders Berlfn. Morgunblaðið. Angela Merkel, nýr formaður CDU, tekur við búningi fótboltaliðsins Baycrn Miinchen úr hendi Edmund Stoiber, formanns CSU, á flokks- þingi kristilegra demókrata í Essen í gær. vöxtur ÍESB SPÁÐ er 3,4% hagvexti í Evrópusambandsríkjunum til jafnaðar á þessu ári og 3,1% á næsta ári. Er það nokkru meiri vöxtur en gert var ráð fyrir sl. haust. Mestur verður vöxturinn á Irlandi, 7,5%, en minnstur í Danmörku, 2%. Verðbólga verðui-1,8% á þessu ári og 1,7% á því næsta. Þá er gert ráð fyrir, að fjárlagahallinn fari úr 0,6% til jafnaðar á síðasta ári í 0,4% á þessu og í 0,3% 2001. Búist er við að fjárlagahallinn verði mestur í Austurríki, 2%, en fjár- lagaafgangur mestur í Finn- landi, 5%. Atvinnuleysi í Evrópusambandinu öllu var 9,2% á síðasta ái’i, verður lík- lega 8,5% á þessu ári og 7,9% á því næsta. Sektaðir fyrir ofbeldisefni FIMM búlgarskir fréttastjórar og blaðamenn hafa verið sekt- aðir og hótað brottrekstri fyrir að sýna myndband um grimmd- arverk í Tsjetsjníu í aðalfrétta- tíma sjónvarpsins 3. apríl sl. Á myndbandinu sjást tsjetsjnesk- ir skæruliðar skera ungan, rússneskan hermann á háls og hálshöggva síðan. Sýndu rúss- nesk yfirvöld fulltrúum í Evróp- uráðinu myndbandið áður en þeir samþykktu að svipta Rússa atkvæðisrétti vegna Tsjetsjníu- stríðsins. Samkvæmt búlgörsk- um lögum má aðeins sýna mjög ofbeldisfullt myndefni seint að kvöldi en þetta var sýnt korteri eftir að barnatíma lauk. Vilja fá greiðslu fyrir gasið RÚSSNESKIR og úkraínskir embættismenn eru sammála um að Ukraínustjórn skuldi Rússum nima 100 milljarða ísl. kr. íyrir gas og eru þá ótaldir tæpir sex milljarðar í sekt íyrir greiðslu- drátt. Er þetta erfitt mál í sam- skiptum rílqanna enda Rússár farnir að ókyrrast. Búist er við að Vladímír Pútín, nýkjörinn for- seti Rússlands, muni ganga harðar eftir greiðslum en gert hefúr verið. Auk þessa saka Rússar Ukraínumenn um að stela gasi úr leiðslunum sem hggja um Úkraínu frá Rússlandi. Sirkusljón drápu dreng FIMM ljón drápu og átu sex ára gamlan dreng að mörgum ásjáandi í borginni Recife í Brazilíu sl. sunnudag. Gerðist þetta á sýningu Vostok-sirkuss- ins en í hléi fór maður nokkur með son sinn að ljónabúrinu. Eitt Ijónanna náði að krækja í drenginn og draga hann á milli rimlanna inn í búrið. Þar beit það í höfuð drengsins, hristi hann til og komu þá hin ljónin aðvífandi. Ekki'tókst að ná líki drengsins fyrr en eftir fjórar klukkustundir en þá höfðu fjög- ur ljónanna verið skotin. Brazi- lískir embættismenn segja sirk- usinn hafa brotið öryggisreglur með því að leyfa fólki að fara að ljónabúrinu, en haft er eftir sirkusstarfsmanni, sem ekki vildi láta nafns síns getið, að ljónin hefðu ekki verið fóðruð frá því sl. fimmtudag. EFTIR að hafa endumýjað forystu- sveit sína á flokksþingi í Essen blésu í gær Kristilegir demóki'atar í Þýzkal- andi til sóknar gegn ríkisstjóm jafn- aðarmanna og græningja. Hinn ný- kjörni ílokksleiðtogi Angela Merkel kallaði úr ræðustólnum við lok þings- ins til hinna tæplega 1000 viðstöddu þingfulltrúa: „Við viljum beijast, við eram komin aftur!“ Hvatti hún flokkssystkin sín til að leggjast nú á eitt til að tryggja CDU góðan árang- ur í kosningum sem framundan em, m.a. í Nordrhein-Westfalen. Friedrich Merz, formaður þing- flokks systurflokkanna CDU og CSU á Sambandsþinginu í Berlín, sagði að „hlífðartími" ríkisstjómarinnar væri liðinn. Merz sagði að eftir flokksþing- ið breyttist margt fyrir Gerhard Schröder kanzlara. „Nú verður rætt um kjama málanna, herra Schröder," sagði hann og uppskar mikið lófatak. Sakaði Merz Schröder um vanhæfi á sviði stefnumótunar í efnahagsmál- um. Það yrði að „fjarlægja“ hina „rauð-grænu“ ríkisstjóm í næstu kosningum, eftir rúm tvö ár. Stoiber segir CSU styðja Merkel Og Edmund Stoiber, formaður CSU og forsætisráðherra Bæjara- lands, tók í sama streng. „Við höfum alla möguleika á að binda enda á þetta „rauð-græna“ millispil, bara ef við viljum,“ sagði hann. Færeyjar Áhrif kvikasilf- urs á náms- getu barna rannsökuð Þórshöfn. Morgunblaðið. BANDARÍSKA heilbrigðisstofnun- in (NIH) gi’eiðir að stórum hluta kostnað vegna alþjóðlegrar rann- sóknar á áhrifum kvikasilfursmeng- unar á námshæfni barna í Færeyj- um. Rannsóknin er þriðji og síðasti hluti rannsóknarverkefnis sem hófst árið 1986. Þá voru áhrif kvikasilfurs á nýfædd börn könnuð en þriðji hluti rannsóknarinnar mun kanna stöðu sömu barna nú, fjórtán árum síðar. Lengi hefur verið talið að kvika- silfur, sem meðal annars er að finna í ýmsum matvælum, hafi neikvæð áhrif á námshæfíleika fólks. Páll Weihe, yfirlæknir og umsjónai-mað- ur rannsóknarverkefnisins í Fær- eyjum, segir að rannsóknir gefi til- efni til að ætla að jafnvel mjög lítið magn kvikasilfurs geti haft umtals- verð áhrif á námsgetu barna. Hann segir að magn kvikasilfurs í blóði barna, allt niður í hlutfallið tíu á móti milljón, geti haft slæm áhrif á þau. Getur leitt til endurskoðunar Samkvæmt núgildandi reglum Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) er hlutfallið 10-20 á móti milljón talið óskaðlegt. „Ef sá rann- sóknarhluti sem nú er að fara í gang gefur sömu vísbendingar og fyrri hlutar verkefnisins, mun það leiða til þess að endurskoða þarf alþjóð- legar reglur um magn kvikasilfurs í m.a. matvælum," segir Weihe. Gert er ráð fyrir að niðurstöður rannsóknarinnar verði Ijósar á sumri komanda. Með tilliti til fyrirvara sem íhalds- samir liðsmenn CSU lýstu er fyrst kom til tals að Merkel yrði formanns- efni CDU vakti athygli að Stoiber lýsti því yfii' að hún gæti reitt sig á stuðning CSU við uppbyggingar- starfið sem framundan væri. Aðeins með því að vera einhuga og samstiga gætu kristilegu flokkarnir „aftur gert hina borgaralegu miðju að sterkasta stjórnmálaaflinu í Þýzkalandi". Kreppan sem tækifæri Samþykkt var á flokksþinginu „Essen-ályktunin“, stefnumótandi samþykkt um flokksstarfið framund- an. Er þar einna þyngst áherzla lögð á skatta- og menntunarmál. Um leynireikningahneykslið segir í álykt- uninni, að brot á lögum um stjóm- málaflokka og gegn gmndvallamegl- um um innanflokkslýðræði CDU hafi „skekið flokkinn inn að beini“. Nú verði CDU að líta á kreppuna sem tækifæri til endurnýjunar. Með því skapi hann sér sóknarfæri. Ályktunin var samþykkt mót- atkvæðalaust, en Merkel var einn að- alhöfunda hennar. Frekari sam- þykktir um stefnu í einstökum málaflokkum verða teknar fyrir á aukaflokksþingi í haust. Gunda Röst- el, talsmaður græningja, gagnrýndi að þrátt fyrir forystuskiptin væri stefna hins endurnýjaða CDU enn með öllu óljós. Guido Westerwelle, framkvæmdastjóri Frjálsra demó- krata, FDP, vakti einnig athygli á því að innihaldsleg endumýjun væri ekki enn orðin áþreifanleg hjá CDU. Merkel lagði í lokaávai’pi sínu, áður en þjóðsöngurinn var sunginn eins og hefð er fyrir á CDU-þingum, áherzlu á að þetta væri „flokksþing nýs upp- hafs“. í því fælust tækifæri, en þó ekki sízt það að mikil vinna væri framundan. Fyrir næstkomandi mán- uði gilti: „Við megum ekki unna okk- ur hvíldar, við ætlum okkur mikið, við verðum að beijast," meðal annars til að ti’yggja CDÚ sigur í kosningum til þings Nordrhein-Westfalens, hins- fjölmennasta sambandslandanna 16, þar sem jafnaðarmenn hafa verið með tögl og.hagldir undanfarin 35 ár. Ríldshref f markflokknm Utboð miðvikudagmn 12. apríl í dag kl. 14:00 fer fram útboð á ríkisbréfum hjá Lánasýslu ríkisins. I boði verður eftirfarandi markflokkur : Flokkur Núverandi Aætlað bámark Gjalddagi Lánstími staða* tekinna tilboða RB03-1010/KO lO.okt. 2003 3,58 ár 9.189 500,- Sölufyrirkomulag: Ríldsbréf verða seld með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í rílásbréf að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 miUjónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt að *Milljónir króna gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í ríkisbréf þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 í dag, miðvikudaginn 12. apríl 2000. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma S62 4070. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfísgau 6, 2. hæð • Sírai: 562 4070 • Fax: 562 6068 www.lanasysla.is • utbod@lanasysla.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.