Morgunblaðið - 12.04.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 11
FRÉTTIR
Rannsóknar-
hola boruð
í Grændal
FYRIRHUGAÐAR eru fram-
kvæmdir við borstæði fyrir rann-
sóknaholu í Grændal í Ölfusi. Ætlun-
in er að bora rannsóknarholu og afla
frekari upplýsinga til að afmarka
nánar jarðhitakerfið í Grændal norð-
an við Hveragerði. í framhaldinu
verður líklega hægt að taka ákvörð-
un um hvort hagkvæmt geti verið að
virkja jarðhitann til raforkufram-
leiðslu eða fjölnota jarðhitavæðing-
ar. Bendir allt til þess að í dalnum sé
uppstreymi jarðhitasvæðis og að
með borun finnist þar 240-260 gráða
hiti.
Sunnlensk orka ehf. er fram-
kvæmdaraðili, en áætlað er að fram-
kvæmdum ljúki á þessu ári og að nið-
urstöður liggi fyrir um mitt næsta ár
eða í byrjun ársins 2002. Athugun
Skipulagsstofnunar á umhverfis-
áhrifum framkvæmdanna er hafin.
Morgunblaðið/Ásdís
Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Hörður Arnarson, forsljóri Marel, og Orn Friðriksson, formaður Félags
járniðnaðarmanna, á góðri stund í afmælisfagnaðinum.
Oddviti borgarstnórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik
Brýn nauðsyn á hærra hlutfalli af
vegafé til höfuðborgarsvæðisins
INGA Jóna Þórðar-
dóttir, oddviti borgar-
stjómarflokks Sjálf-
stæðismanna í
Reykjavík, segir að
brýn nauðsyn sé á að
höfuðborgarsvæðið fái
hærra hlutfall af vega-
fé heldur en verið hef-
ur, þó að myndarlega
hafi verið aukið við það
á síðustu áram.
Inga Jóna sagði að
þau aðkallandi vanda-
mál sem væra í um-
ferðinni á höfuðborgar-
svæðinu yrðu ekki
leyst nema með aukn-
um framlögum sam-
kvæmt vegaáætlun. í margar fram-
kvæmdir væri hægt að ráðast í strax,
Inga Jóna
Þórðardóttir
ars vegar
gatnamót
en annað myndi tefjast
vegna þess að skipu-
lagsyfirvöld í Reykja-
vík tækju ekki við sér.
I því sambandi
nefndi hún sérstaklega
tvær framkvæmdir,
sem ekki væri hægt að
setja á áætlun vegna
þess að breytingar á
aðalskipulagi hefðu
ekki verið samþykktar,
en fyrirsjáanlegt væri
að í þær hvorar tveggja
yrði að ráðast hið
fyrsta ef ekki ætti að
skapast öngþveiti í um-
ferðarmálum á höfuð-
borgarsvæðinu. Ann-
væri um að ræða mislæg
Ki'inglumýrarbrautar og
Miklubrautar og hins vegar lagning
Hlíðarfótar, sem væri vegtenging
flugvallarsvæðisins við Kringlumýr-
arbraut fyrir sunnan Öskjuhlíð.
Tillögu sjálfstæðismanna hvað
fyrrnefndu framkvæmdina varðaði
hefði verið vísað til endurskoðunar
aðalskipulags af meirihlutanum í
Reykjavík, sem gerði það að verkum
að ekki væri hægt að setja hana inn á
vegaáætlun, en það frestaði fram-
kvæmdum um ófyrirsjaanlegan
tíma.
Tekið út af
aðalskipulagi
Hvað vegaframkvæmdir um Hlíð-
arfót varðaði hefði veglagningin ver-
ið tekin út af aðalskipulagi árið 1997
vegna umhverfissjónarmiða. Stór-
aukin umferð væri hins vegar fyrir-
sjáanleg á flugvallarsvæðinu, meðal
annars vegna færslu flugstöðvarinn-
ar og ef ekki yrði ráðist í fram-
kvæmdir þarna yrðu umferðarmál á
þessu svæði í algeram ólestri. Sjálf-
stæðismenn í borgarstjórn vildu að
vegalagning um Hlíðarfót yrði tekin
inn á aðalskipulag aftur, en umhverf-
issjónarmiða gætt með því að leggja
veginn í stokk sunnanvert við Öskju-
hlíð.
Inga Jóna sagði að það væri ekki
hægt að líða það að skipulag stæði í
vegi nauðsynlegra framkvæmda í
umferðarmálum á höfuðborgar-
svæðinu. Nægilega erfitt væri að fá
fé til framkvæmda, þó að það bættist
ekki við og það væri skylda borgar-
yfirvalda að vera með skýra framtíð-
arstefnu í þessum efnum.
Félagjárn-
iðnaðar-
manna
80 ára
FÉLAG jámiðnaðarmanna fagnaði
í gær 80 ára afmæli félagsins með
óformlegum hætti. Forystumenn
samtaka í atvinnulífinu tóku sér frí
frá viðræðum í Karphúsinu og
mættu til að gæða sér á samlokum
og svaladrykkjum í hádeginu.
Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra var sérstakur afmælis-
gestur til að undirstrika þær þungu
áherslur sem Félag jámiðnaðar-
manna leggur á menntun, endur-
menntun og símenntun í faginu.
Fyrir vikið hefur félagið meiri sam-
skipti við menntamálaráðuneytið
en önnur stjómvöld, að sögn Arnar
Friðrikssonar, formanns Félags
jámiðnaðarmanna. I félaginu eru
um 2.000 félagsmenn, en auk málm-
iðnaðarmanna eru þar einnig veið-
arfærargerðarmenn og tréskipa-
smiðir.
Afmælisfagnaðurinn var haldinn
í hátæknifyrirtækinu Marel, en hjá
fyrirtækinu starfar fjöldi félaga í
Félagi járniðnaðarmanna við að
hanna, smíða og setja saman háþró-
uð tæki til vinnslu á matvælum.
Þótti kjörið að halda upp á daginn á
þessum vinnustað og fengu gestir
örlitla innsýn í vinnubrögð við
smiði þeirra tækja sem Marel er
orðið þekkt fyrir.
---------------
Forsætisráð-
herra til Dan-
merkur
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
hélt í gær til Danmerkur til að sitja
leiðtogafund Eystrasaltsráðsins í
Kolding á Jótlandi 12.-13. apríl.
Meðan á leiðtogafundinum stend-
ur mun forsætisráðherra eiga fundi
með annars vegar Gerhard
Schröder, kanslara Þýskalands, og
hins vegar Jens Stoltenberg, forsæt-
isráðherra Noregs.
B&L gagnrýnir breyt-
ingu á vörugjaldi
Sitt sýndist hverjum
þegar áhrif vörugjalds-
breytinga á bíla voru
borin undir forsvars-
menn í bílgreininni.
SKIPTAR skoðanir eru meðal for-
svarsmanna bílaumboðanna um
ágæti vörugjaldsbreytinganna sem
tóku gildi í síðustu viku. Friðrik
Bjarnason, markaðsstjóri hjá Bif-
reiðum og landbúnaðarvélum,
dregur í efa að nokkurt af mark-
miðum vöragjaldsbreytinganna ná-
ist fram. Geir H. Haarde fjármála-
ráðherra sagði þegar hann kynnti
breytingarnar að þær miðuðu að
því að draga úr neyslustýringu,
gera fleirum kleift að kaupa örugg-
ari bíla, stuðla að kaupum á um-
hverfisvænum bílum og draga úr
tollsvikum við innflutning á dýrum
notuðum bílum.
„Dýrir, notaðir jeppar, lúxus-
jeppar, verða samkeppnishæfari
hér á markaði. Þeir detta úr 65%
vörugjaldi í 45% og verða mun
ódýrari en áður. Þeir fara því beint
í samkeppni við jeppa sem hafa
verið seljast í mestu magni hér-
lendis," segir Friðrik.
Hann telur að innflutningur á
notuðum jeppum muni aukast
verulega á næstunni. Hann kveðst
vita til þess að menn sem standa að
innflutningi á notuðum bílum hafi
tekið breytingunum mjög vel. Nú
geti þeir boðið dýi-ari jeppa á sam-
keppnishæfara verði sem er nær
verði millistærðarjeppa frá umboð-
unum. Friðrik býst við að innan
skamms verði farið að bjóða t.d.
tveggja ára gamla Range Rover
bíla á verði nýs Discovery og Land
Craiser 100 á verði Land Craiser
90.
Friðrik kveðst ekki sjá að breyt-
ingarnar á vörugjaldinu nái til um-
hverfisvænni bíla. Ef ætlunin hafi
verið að stýra þessu á þann veg
hefði mátt ætla að vörugjald af
smábílum, td. Renault Clio, Toyota
Yaris og fleiri, færi niður í td. 15%.
Þorri almennings kaupi millistærð-
arbíla og smábíla og vörugjald af
þeim hafi ekki verið lækkað. „Þessi
aðgerð færir bílkaupendur yfir í
bfla með 2ja lítra vélum. Ekki era
þeir umhverfisvænni en litlu bíl-
arnir. Þetta hefur því öfug áhrif,“
segir Friðrik.
Minni hvati til tollsvika
Benedikt Eyjólfsson, fram-
kvæmdastjóri Bílabúðar Benna, er
á öndverðum meiði við Friðrik um
áhrif lagabreytingarinnar á inn-
flutning á notuðum bflum. Breyt-
ingin leiði til þess að minni hvati
verði til svika við slíkan innflutn-
ing. Hann bendir á að óprúttnir að-
ilar fái nú minna í sinn hlut fram-
vísi þeir of lágum reikningum.
Fyrir breytinguna kostaði það
2.054 dollara með 65% vörugjaldi
og virðisaukaskatti að flytja inn bíl
sem kostaði 1.000 dollara. Með því
að lækka reikning um 1.000 dollara
fengu óprúttnir aðilar 1.054 dollara
í vasann. Eftir vörugjaldsbreyting-
una fengju lögbrjótarnir 800 doll-
ara í sinn vasa sem er minni hvati
til svika í tolli.
Benedikt á von á því að tilfærsla
verði upp í 1,8 1 og 2,0 1 vélar. „Ég
er alltaf ánægður þegar ríkið
sleppir klónni og það mætti gera
meira af því. Bfllinn er orðinn þarf-
asti þjóninn og það gengur ekki að
endalaust sé mjólkað út úr þessari
grein,“ segir Benedikt.
Bílgreinasambandið lagði til
30% og 40% vörugjald
Jónas Þór Steinarsson, fram-
kvæmdastjóri Bílgreinasam-
bandsins, bendir á að vörugjalds-
flokkarnir hafi verið sjö fram til
ársins 1993 en nú hafi þeim verið
fækkað í tvo. Þetta sé í samræmi
við tillögur Bílgreinasambandsins
til margra ára. Þær breytingar
sem gerðar hafi verið hafi náð til-
ætluðum árangri þannig að dreif-
ing bílasölunnar milli flokka hafi
aukist og tekjur ríkissjóðs hafi
ekki rýrnað. Ékki hafi breyting-
arnar heldur haft neikvæð áhrif á
framboð og eftirspurn á markaðn-
um. Bílgreinasambandið lagði til að
flokkum yrði fækkað í 30% og 40%
en niðurstaðan varð 30% og 45%.
„Menn líta á þetta sem afar já-
kvæða þróun. Allar hækkanir eru
heldur til vandræða en ég geri geri
ráð fyrir því að 45% flokkurinn hafi
orðið til vegna tekjuviðmiða ríkis-
ins,“ segir Jónas Þór.
Hann bendir á að töluvert hafi
verið um innflutning á notuðum
bflum sem hafi verið ódýrir á
markaði erlendis vegna þess að
þeir standist ekki mengunarvarna-
reglugerðir. Þetta eru bílar sem fá
á sig háan mengunarskatt vegna
eyðslu eða annars í Þýskalandi og
víðar í Evrópu. I Þýskalandi hafi
markaðurinn verið afar viðkvæmur
fyrir slíkum sköttum.
Óyggjandi að dregur
úr neyslustýringu
Runólfur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra bif-
reiðaeigenda, segir það óyggjandi
að lagabreytingin dragi úr neyslu-
stýringu. Fleiri eigi val um að
kaupa þau ökutæki sem þá lystir.
6% af verðmæti innfluttra bíla á
síðasta ári hafi verið í efsta flokki
sem segi talsverða sögu af þeirri
stýringu sem hafi verið við lýði.
Hann segir að vöragjaldskerfið
hafi á margan hátt útilokað þróaðri
vélar frá markaðnum sem eru
stærri og lentu í hærri tollflokkum,
t.a.m. 1,8 lítra GDI-vélar Mitsu-
bishi sem era neyslugrennri en 1,6
lítra vélar sama framleiðanda. Það
hafi verið neikvæður fylgikvilli
neyslustýringarinnar að minni vél-
unum í jeppum hafi verið breytt í
því skyni að knýja út úr þeim
meira afl. Það hafi leitt til vera-
legrar aukningar á mengun.
Lagabreytingin leiði einnig til
jafnræðis milli bandarískra fram-
leiðenda, sem jafnan bjóði upp á
stærri vélar, og annarra. „Við höf-
um líka bent á það að almennt er
þróunin í þá átt að bílar era út-
búnir fullkomnasta öryggisbúnaði.
Ennþá er það þó svo að þeir bílar
sem fylltu 30% vörugjaldsflokkinn
hafa almennt ekki verið búnir
ABS-hemlakerfum og jafnvel að-
eins haft öryggispúða í stýri. Þetta
er hins vegar staðalbúnaður í mill-
istærðinni. Þarna gefst því fleiram
valkostur að kaupa bíla með full-
komnasta öryggisbúnaði," segir
Runólfur.
Hann bendir á að stærri fjöl-
skyldur hafi verið settar til hliðar
fram til þessa því flest allir sjö
manna bílar hafi verið í efri flokk-
unum. Þá henti það ekki öllum að
vera á minnstu bílunum, sérstak-
lega ekki landbyggðarfólki sem býr
við erfiðar aðstæður. „Þá sem hafa
mest umleikis munar í sjálfu sér
lítið um hvort það er 65% vöra-
gjald af bílum eða 45% en það get-
ur skipt sköpum fyrir þá sem
vegna fjölskyldustærðar og búsetu
þurfa á stærri og öruggari bílum
að halda,“ segir Runólfur.
Hann bendir á að hagnaðarvon
þeirra sem staðið hafa að innflutn-
ingi á notuðum bflum hafi verið
mest í bílum sem lentu í efsta vöra-
gjaldsflokknum og þar hafi verið til
staðar ákveðin eftirspurn. Um 60%
af innflutningi notaðra bíla hafi
verið í þessum flokki.