Morgunblaðið - 12.04.2000, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
AP
Maður les dagblað við vegg sem er hulinn veggspjöldum sem gagnrýna Alberto Fujimori, forseta Perú. En á
spjöldunum má sjá áletranir á borð við „Ólöglegur frambjóðandi", „Hungur 2000“ og „Svik 2000“. Ekki eru all-
ir íbúar Perú sáttir við að Fujimori virðist ætla að fara með sigur af hólmi í forsetakosningunum sem fram fóru í
landinu um helgina.
Fujimori Perúforseta vantar lítið í 50%
Margar vísbendingar
um kosningasvik
ima. AP, AFP. C 7
ÁSAKANIR um svik voru á margra
vörum í Perú í gasr en þá var staðan
þannig í talningu atkvæða í forseta-
kosningunum á sunnudag, að Alber-
to Fujimori forseta vantaði aðeins
brot úr prósentustigi til að fá 50% at-
kvæða. Nái hann því kemur ekki til
annarrar umferðar.
„Ríkisstjómin vai- búin að leggja á
ráðin um þetta allt saman frá upp-
hafi og kosningarnar voru bara
leiksýning," sagði Carolina Herrera,
kennari í Lima, og Alejandro Toledo,
helsti andstæðingur Fujimoris,
sagðist ekki mundu samþykkja úr-
slitin hver sem þau yrðu.
Perúskir embættismenn sögðu í
gær að er rúmur helmingur atkvæða
hefði verið talinn, hefði Fujimori
fengið 49,6% atkvæða en Toledo
40,6%. Útgönguspár og mat óháðra
eftirlitsmanna sýndu hins vegar að
Toledo myndi sigra. Endanlegar töl-
ur verða líklega ekki tilbúnar fyrr en
í vikulok.
Margvíslegar ásakanir
Yfirvöld í Perú eru sökuð um að
hafa látið falsa meira en eina milljón
undirskrifta til stuðnings Fujimori
fyrir kosningar og hefur bandaríska
utanríkisráðuneytið krafist rann-
sóknar á því máli. Stjómarandstað-
an hefur auk þess sakað Fujimori og
herlögregluna um að hleypa upp
fundum hennar; að greiða blöðum og
tímaritum fyrir að birta alls konar
óhróður um andstæðingana og
banna þeim aðgang að útvarpi og
sjónvarpi. Þá segja alþjóðlegir eftir-
litsmenn, að Fujimori hafi notað al-
mannafé til að afla sér stuðnings.
Eftirlitsmennimir segja einnig að
þeir hafí séð atkvæðaseðla sem búið
var að útfylla fyrirfram með nafni
Fujimoris.
Þótt margt bendi til að brögð hafi
verið í tafli nýtur Fujimori augljós-
lega enn mikils stuðnings meðal
Perúmanna, ekki síst í afskekktum
sveitum þar sem hann hefur beitt sér
fyrir byggingu skóla og heilsugæslu-
stöðva. Þá er honum einnig þakkað
fyrir að uppræta að mestu skæruliða
Skínandi stígs, hreyfingar maóista,
og óðaverðbólguna og efnahagsöng-
þveitið á níunda áratugnum.
Irving dæmdur gyðinga-
hatari og nazistavinur
London. Morgunblaðið.
BREZKI sagnfræðingurinn David
Irving var í gær úrskurðaður af-
neitari Helfararinnar, gyðingahat-
ari og kynþáttahatari og sagður
vera nazistavinur, sem hefði falsað
söguna málstað þeirra til fram-
dráttar. Dómarinn meinaði Irving
að áfrýja niðurstöðunum en hann
hafði reyndar sjálfur sagt, að hann
myndi ekki áfrýja, færi svo að
hann tapaði málinu.
Irving, sem flutti mál sitt sjálf-
ur, höfðaði meiðyrðamál á hendur
bandaríska rithöfundinum Debor-
ah Lipstadt og Penguin-útgáfufyr-
irtækinu og sakaði þau um að
dreifa þeim rógi um sig, að hann
væri einn
ákveðnasti
Helfarar af-
neitari sem
uppi væri.
Réttarhöldin
hafa staðið í
um þrjá mán-
uði og vakið
mikla athygli,
réttarsalurinn
jafnan þétt
skipaður.
I málaferl-
unum lýsti
Irving þeim skoðunum sínum, að
þótt margir gyðingar hefðu fallið í
heimsstyrjöldinni síðari, þá væri
útilokað að nazistar hefðu myrt þá
í milljónavís í gasklefum og ekkert
benti til þess, að Hitler eða nán-
ustu samstarfsmenn hans hefðu
staðið á bak við skipulagðar gyð-
ingaofsóknir. Um útrýmingarbúð-
irnar í Auschwitz sagði hann, að
þær væru síðari tíma tilbúningur.
A móti honum var vitnað til um-
mæla hans í ræðu og riti og dregn-
ar fram sannanir fyrir Helför gyð-
inga.
Skorinorður dómari
Til þess var tekið í gær hversu
skorinorður dómarinn var þegar
hann las upp dóminn og lýsti Irv-
ing tæpitungulaust. Iving sagði
fyrir réttarhöldin, að hann hefði
neyðst út í þau, þar sem fullyrð-
ingar Lipstadt hefðu valdið því, að
menn sneru unnvörpum við honum
bakinu sem fyrirlesara og bókar-
höfundi. Óhætt er að fullyrða, að
hann hafi ekki riðið feitum hesti
frá málaferlunum hvað varðar
breytingar á þessu.
Þegar Irving mætti til réttarins í
gærmorgun kom til uppþots fyrir
utan dómshúsið og var hent í hann
eggjum. Eggjablettunum nær
hann efalaust úr fötunum, en þá
bletti, sem féllu á hann sjálfan við
málaferlin og niðurstöðu þeirra,
situr hann uppi með.
Almennur félagsfundur
verður haldinn í golfskálanum í Leiru, í kvöld,
miðvikudágskvöldið 12. apríl, kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Tillögur stjórnar um nýframkvæmdir
árin 2000-2002.
2. Kynning á EGA-forgjöfinni sem tók gildi
1. janúar sl.
3. Önnur mál.
Stjórn Golfklúbbs Suðurnesja.
David Irving
Rússneska þingið
ræðir afvopnun-
arsamning
Moskvu. AP, AFP.
SAMÞYKKT var á rússneska þing-
inu í gær að taka til umræðu í vik-
unni START II samninginn um
fækkun kjarnorkuvopna en umfjöll-
un um hann hefur dregist á langinn
árum saman, meðal annars vegna
andstöðu kommúnista. Nýkjörinn
forseti, Vladímír Pútín, hvatti fyrir
skömmu til þess að þingið tæki
samninginn á dagskrá.
Umræðurnar eiga að hefjast á
föstudag og spáðu þingmenn því að
þær yrðu ekki langvinnar. Komm-
únistar hafa nú ekki lengur meiri-
hluta í neðri deildinni, dúmunni,
ásamt harðlínu-þjóðernissinnum en
í sameiningu gátu hóparnir tveir
stöðvað afgreiðslu málsins.
Verði START II að veruleika
mun kjarnaoddum í vopnabúrum
Bandaríkjanna og Rússlands verða
fækkað um helming þannig að hvor
aðili eigi 3.000-3.500 odda. And-
stæðingar samningsins í Rússlandi
fullyrða að varnir landsins myndu
veikjast og ítrekaði Gennadí Zjúg-
anov, leiðtogi kommúnista, and-
stöðu sína í gær. Þjóðernissinninn
Vladímír Zhírinovskí spáði því að
margir myndu greiða atkvæði með
samningnum til að hlýðnast flokks-
leiðtogum sínum. Þessir þingmenn
gerðu sér ekki grein fyrir því hve
söguleg mistök þeir væru að gera.
Viðhald á vopnabúrinu er á hinn
bóginn dýrt, talið að það kosti
Rússa um 8% af öllum ríkisútgjöld-
um. Segja stuðningsmenn samn-
ingsins að margar af langdrægum
kjarnorkuflaugum Rússa séu þegar
orðnar of gamlar og muni því hvort
sem er verða að eyða þeim.
„Rússland er í reynd að afvopn-
ast einhliða svo að START II snýst
því um afvopnun í Bandaríkjun-
um,“ sagði Dmítrí Rogozín, formað-
ur alþjóðamálanefndar dúmunnar.
Pútín átti fund með þingleiðtog-
um í gær til að reyna að tryggja að
samingurinn rynni hljóðalítið í
gegn. Igor Ivanov utanríkisráð-
herra mun fara í heimsókn til Was-
hington í lok apríl og vonar ríkis-
stjórnin að þá verði samþykkt í
höfn.
Pútín forseti er væntanlegur í
heimsókn til Bretlands á sunnudag
til viðræðna við Tony Blair forsæt-
isráðherra en ekki er ljóst hvort
hann mun fá áheyrn hjá Elísabetu
drottningu. Eiginkona Pútíns, Ljú-
dmíla, mun fara með eiginmanni
sínum en Blair-hjónin hittu Pútín í
Sankti Pétursborg í mars.
Mótmæli við Capitol Hill
HÓPUR mótmælenda safnast hér
saman á tröppum bandarfska þing-
hússins við Capitol Hill 1 Washing-
ton í gær til að vekja athygli á skuld-
um þriðjaheimsríkja. En þeir telja
að efnaðri þjóðir heims eigi að gefa
þeim fátækari upp skuldir. Efnt var
til mótmælanna í tilefni af því að
fjármálaráðherrar ríkja heims safn-
ast saman í Washington þessa dag-
ana fyrir vorfundi Alþjóðabankans
og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Stjórnarseta hjá
Harrods kostar
Wardle þingsæti
London. Morgunbladið.
BREZKIR íhaldsmenn náðu ekki upp
í nefið á sér af gremju yfir háttemi
Charles Wardles, fyrrum innanríkis-
ráðherra, sem þáði boð Mohammeds
Fayeds um stjómarstöðu hjá Harrods
með 120 þúsund pund í árslaun. Svo
sterk urðu viðbrögðin í kjördæmi War-
dles að hann hefur nú tilkynnt að hann
muni ekki sækjast eftir endurkjöri
sem frambjóðandi flokksins í næstu
kosningum.
Margir íhaldsmenn líta á Fayed
sem einn helzta fjanda flokksins til
langrar tíðar. Charles Wardle hefur
setið á þingi síðan 1983 og það kom í
hans hlut sem innanríkisráðherra að
hafna fyrstu beiðni Fayeds um
brezkan ríkisborgararétt. Hann hef-
ur nú skipt algjörlega um skoðun á
Fayed og gengið til samstarfs við
hann, sem kostar það að hann hættir
stjórnmálaþátttöku. Hannvarreynd-
ar endurvalinn frambjóðandi flokks-
ins í janúar sl. í Battle- og Bexhill-
kjördæmi, en þegar uppvíst varð um
samband hans og Fayeds olli það svo
mikilli gremju kjósenda hans, að und-
irbúningur var hafinn að kosningum
til þess að koma honum frá. Wardle
varð þá fyrri til og tilkynnti bréflega
að hann gæfi ekki kost á sér sem
frambjóðandi flokksins.
The Daily Telegraph birti á dögun-
um skopmynd af Wardle, þar sem
hann stakk sér til sunds í Harrods-
umslag fullt af 50 punda seðlum.
Wardle segist hafa rætt þessa mynd
við Fayed og möguleikana á meið-
yrðamáli vegna birtingar hennar og
að Fayed hafi lofað að greiða þann
kostnað sem Wardle kynni að hafa af
málaferlunum.
Hann hefur sagt í samtali við The
Sunday Times að þau málaferli muni
teygja anga sína víða inn í íhalds-
flokkinn og m.a. muni þá ýmislegt frá
stjórnartíð Margaret Thatcher verða
dregið fram í dagsljósið.