Morgunblaðið - 12.04.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 27
Björn Borg
hlýrabolur
3.200,-
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Mánaðarskýrsla FJárfestingarbanka atvinnulífsins
Frekari vaxtahækk-
anir ekki útilokaðar
#HOHA
Brunasiöngur
Noha brunaslöngur með eða án skáps.
Ýmsar útfærslur.
Noha Viðurkennd brunavörn.
nfíryfi .n | .imaii
Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur
Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089
UNDANFARIÐ hafa háir vextir
stuðlað að því að krónan hefur
styrkst og fátt bendir til að hún
veikist. „Seðlabankinn hefur hækk-
að vexti oft og mikið til þess að
styrkja krónuna og geta vel komið
til fleiri hækkanir á næstunni. Að
auki hafa vextir verið að hækka á
langtímamarkaði. Hvort tveggja
bendir til þess að stöðutökur í krón-
unni muni líta vel út fyrir fjárfesta á
næstunni. Mikill vaxtamunur, á
milli 5% og 6% til þriggja mánaða,
hvetur til stöðutöku með framvirk-
um samningum. Einnig fara skipta-
samningar á móti húsbréfum að fara
líta vel út eftir nokkurra mánaða
tímabil þar sem fáir hafa gert slíka
samninga," að því er fram kemur í
mánaðarskýrslu Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins fyrir apríl.
Þar kemur einnig fram að verð-
bólgan hafi ekki náð að veikja krón-
una að undanförnu enda hafi Seðla-
bankinn beitt vaxtahækkunum til að
halda krónunni sterkri og verðbólg-
unni niðri. Ekki sjáist merki um að
verðbólgan verði vaxtamuninum yf-
irsterkari á næstunni. „Fjárfesting
íslenskra lífeyrissjóða í erlendum
verðbréfum hefur verið nokkur upp
á síðkastið og hafa þær fjárfestingar
ekki náð að veikja krónuna heldur.
Ekki metum við það svo að þegar
heimildir lífeyrissjóða til fjárfest-
ingar í hlutabréfum og erlendum
myntum hafa verið útvíkkaðar muni
þetta streymi aukast mikið þar sem
það er þó nokkuð nú þegar,“ að því
er fram kemur í mánaðarskýrsl-
unni.
Krónuskortur hrjáir
bankakerfið
A síðustu mánuðum hefur ávöxt-
unarkrafa skuldabréfa hreyfst án
mikillar þátttöku lífeyrissjóðanna
og hafa bankar, verðbréfafyrirtæki
og skuldabréfasjóðir velt þessum
bréfum á milli sín. „Nú virðist slag-
kraftur þessara aðila ekki vera með
sama hætti og áður, krónuskortur
hrjáir bankakerfið og skuldabréf
njóta ekki hylli einstaklinga sem
hafa í auknum mæli fært sig yfir á
hlutabréfamarkaðinn. Það eru því
lífeyrissjóðir (með kaupum á banka-
bréfum og öðrum markaðsskulda-
bréfum), ríkissjóður (með upp-
greiðslum), og Ibúðalánasjóður
(með afborgunum af markaðs-
skuldabréfum og kaupum á eldri
húsbréfum) sem munu leika lykil-
hlutverkið á þessum markaði á
næstunni.
Það mun því reyna á eftirspurn
lífeyrissjóðanna sem á síðustu
tveimur árum hafa lagt megin-
áherslu á fjárfestingar í hlutabréf-
um og hlutabréfasjóðum. Hlutfall
þessara eigna af heildareignum líf-
eyrissjóðanna í heild sinni liggur nú
á bilinu 26-27% og ljóst að þó þeir
haldi áfram að fjárfesta af sama
hraða í hlutabréfum og þeir hafa
gert síðustu tvö árin verða þeir 2 ár
að ná leyfilegu hlutfalli hlutabréfa af
heildareignum sem er nú 35%. Sú
staðreynd að vaxtastigið nú er sam-
bærilegt við það sem var í upphafi
árs 1997 mun vafalítið auka áhuga
lífeyrissjóða á skuldabréfum. Slíkur
áhugi gæti því að einhverju leyti
dregið úr áhrifum hins mikla fram-
boðs af skuldabréfum úr skulda-
bréfasjóðum, verðbréfafyrirtækjum
og bönkum sem merkja má um
þessar mundir," að því er kemur
fram í skýrslu FBA.
2000
tverlast
anorakkur
5.990,-
Nike
peysa
4.9
Bjórn Bo
buxur
Better Bodies
vindjakki
6.990,-
Better Bodies
buxur
4.990,
BITTÉR BOMÍS
Vorið er komið f Intersport. Allt það nýjasta frá öllum helstu vörumerkjunum f sportfatnaði. Fylgstu með og komdu í Intersport.
Pín frístund - okkar fag
VINTERSPORT
Bíldshöfða • 110 Reykjavík • sími 510 8020 • www.intersport.is
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur
verður haldinn miðvikudaginn 12. apríl kl. 20:00
á Grand Hótel Reykjavík.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf