Morgunblaðið - 12.04.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Starfshdpur á vegum samgönguráðherra um
verðmæti Pósts og síma
Eigið fé vanmetið
um 3,8 milljarða við
hlutafélagavæðingn
STARFSHÓPUR á vegum samgöngu-
ráðuneytásins telur að eigið fé Pósts og
síma hf. samkvæmt stofnefiiahags-
reikningi hafi verið vanmetið um 3,8
milljarða króna og rétt sé að færa
hækkunina sem viðskiptavild í árs-
reikning fyrirtækisins fyrir árið 1999.
Samkvæmt stofnefnahagsreikningi
Pósts og síma hf. 1. janúar 1997 var
eigið fé fyrirtækisins 11,3 milljarðar.
Við endurmat starfshópsins á grund-
velli svokallaðrar núvirðisaðferðar við
mat á raunvirði fyrirtækisins í stað
eignarmatsaðferðar, sem upphaflega
var beitt, komst hópurinn að þeirri
niðurstöðu að hækka beri þessa tölu
um 3,8 milljarða króna í 15,1 milljarð.
I fréttatilkynningu samgönguráðu-
neytisins kemur fram að starfshópur-
inn tejji að matsverðið sé það mikið
yfir hreinu verðmæti samkvæmt
stofnefnahagsreikningi að nauðsyn-
legt sé að gera breytingar á reikning-
um félagsins.
Að höfðu samráði við ríkisendur-
skoðanda hefur stjóm Landssímans
verið falið að taka fullt tillit til niður-
stöðu matsnefndarinnar og færa þær
breytingar í ársreikning Landssíma
Islands hf. fyrir árið 1999 sem við-
skiptavild. A móti hækkun eigna
verður færð skuld við ríkissjóð að við-
bættum vöxtum og verðbótum frá 1.
janúar 1997.
Lést í slysi
á Grundar-
tanga
UNGI maðurinn sem lést þeg-
ar hann varð undir vörubifreið
á Grundartanga síðastliðinn
mánudag hét Karl Kristinn
Kristjánsson, 21 árs að aldri, til
heimilis á Kirkjubraut 5, Akra-
nesi. Hann var fæddur 17. febr-
úar 1979 og var ókvæntur og
bamlaus.
Umræddan starfshóp skipaði sam-
gönguráðherra 1. nóvember sl. til að
framkvæma nýtt mat á verðmæti
Pósts og síma. Hópinn skipuðu Heim-
ir Haraldsson endurskoðandi, for-
maður, Hjörleifur Pálsson endur-
skoðandi og Skarphéðinn Berg
Steinarsson viðskiptafræðingur. Lög-
fræðilegur ráðgjafi starfshópsins var
Baldur Guðlaugsson, hrl.
Hópurinn var skipaður í kjölfar
niðurstöðu nefndar sem ráðherra
skipaði til að fjalla um niðurstöður
Samkeppnisráðs í máli vegna kæra
Tals vegna GSM-þjónustu Landssím-
ans. Sú nefnd taldi rétt að endurmeta
stofnefnahagsreikninginn á grand-
velli núvirðisaðferðar en ekki eignar-
matsaðferð eins og notuð var í upp-
hafi.
Lagt fyrir ríkisstjórn í gær
Skýrsla starfshópsins, sem skipað-
ur var til að annast endurmatið, var
lögð fyrir ríkisstjóm í gær.
í greinargerð starfshópsins kemur
fram að hann hafi aflað upplýsinga
hjá þeim er stýrðu formbreytingu
Pósts og síma á sínum tima, og auk
þess notað erlendar upplýsingar,
fyrst og fremst frá Noregi. „Það hef-
ur nokkuð háð starfshópnum að áætl-
unargerð stofnunarinnar var ekki ít-
arleg á þessum tíma og
langtímaáætlanir ekki fyrirliggj-
andi,“ segir í samantekt starfshóps-
ins.
„Núvirt sjóðstreymi áranna 1997-
2006 var metið og sett fram. í for-
sendum þess mats var gert ráð fyrir
að samkeppni myndi koma til, fýrst
og fremst í millilandasímtölum og
farsímaþjónustu. Um þróun símavið-
skipta að öðra leyti var gert ráð fyrir
að markaðurinn myndi stækka sam-
fara aukinni samkeppni og lækkun
verðs. Gert var ráð fyrir að pósthluti
fyrirtækisins myndi verða rekinn
með lítilsháttar hagnaði, sem var
nokkur breyting frá því sem hafði
verið fram til þess tíma.
FJÖGUR ungmenni, tveir piltar
og tvær stúlkur, hafa verið úr-
skurðuð í gæsluvarðhald eftir að
tollgæslan á Keflavíkurflugvelli
fann 1,5 kg af amfetamíni i fóram
þeirra sl. sunnudag.
Fólkið var að koma frá Amster-
dam og fannst efnið við leit í far-
angri og á líkömum þess. Fíkni-
efnadeild lögreglunnar í Reykjavík
Við mat á ávöxtunarkröfu var litið
til þeirra aðstæðna sem ríktu þá á inn-
lendum fjármagnsmarkaði og þeirra
forsendna sem vora notaðar við sams
konar mat á símafyrirtækjum í öðrum
löndum. Starfshópurinn taldi hæfi-
legt að miða við 14,2% ávöxtunar-
kröfu á eigið fé.
Miðað við þær forsendur og með
þeim fyrirvörum sem hér hafa verið
rakin fæst út að samkvæmt núvirð-
ingu á áætluðu sjóðstreymi hafi heild-
arverðmæti eigna félagsins verið 20,4
milljarðar kr. í árslok 1996, markaðs-
verðmæti langtímaskulda 6,6 millj-
arðar kr. og virði eigin fjár 13,8 millj-
arðar kr. miðað við sjóðstreymi
rekstrar. Þar að auki kemur til verð-
mæti viðbótareigna sem ekki tilheyra
almennum rekstri að fjárhæð 1,3 mill-
jarðar kr. þannig að heildarverðmæti
eigin fjár er alls 15,1 milljarður kr. Til
samanburðar voru heildareignir sam-
kvæmt stofhefnahagsreikningi 1. jan-
úar 1997 metnar á 18,1 milljarð kr.,
langtímaskuldir vora 6,8 milljarðar
kr. og eigið fé var 11,3 milljarðar kr.
Við þennan samanburð era skamm-
tímaskuldir dregnar frá hreinum
veltufjánnunum til að fá sambærilega
framsetningu fjárhæða.“
Mikil áhrif
ávöxtunarkröfii
Þá segir að ef forsenda um ávöxt-
unarkröfu eigin fjár sé hækkuð um
0,8%, úr 14,2% í 15%, lækki markaðs-
verðmæti eigin fjár um 867 m.kr. Ef
ávöxtunarkrafa sé hins vegar lækkuð
úr 14,2% í 13% eða um 1,2% hækki
markaðsverðmætið um 1.440 m.kr.
„Ef áætlað sjóðstreymi er aukið um
5%, miðað við óbreytta ávöxtunar-
kröfu, hækkar markaðsverðmæti eig-
in fjár um 707 m.kr., ef það er lækkað
um sama hlutfall lækkar verðmætið
um 706 m.kr. Ef miðað er við 10% frá-
vik í sjóðstreymi til hækkunar eða
lækkunar er bilið milli hæsta og
lægsta gildis 2.827 m.kr.,“ segir í sam-
antektinni.
hefur tekið við rannsókn málsins
og hafa þrjú ungmennanna verið
úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvær
vikur en önnur stúlkan í eina viku.
í frétt frá tollgæslunni á Kefla-
víkurflugvelli kemur fram að sölu-
verðmæti efnisins á götunni gæti
numið 10-30 milljónum króna eftir
styrkleika en efnarannsókn er ekki
lokið.
Fjögur í haldi vegna
amfetamínsmygls
Ljósmynd/Örvar Atli Þorgeirsson
Postulinsleiðin er erfið ísklifurleið og víða erfitt að finna góða festu fyr-
ir ísskrúfur eins og þá sem er tengd við tvo öryggislása neðan við vinstri
fót klifrarans.
Ný klifurleið farin
á Suðurtind
Á tindi Suðurtinds í Hrútsfjallstindum. I
baksýn ber Hvannadalshnúk, hæsta tind Is-
lands, við himin og Tindaborgin, eða Kirkj-
an, er á miðri mynd.
ÞRIR fjallgöngumenn úr
íslenska alpaklúbbnum,
þeir Einar Rúnar Sig-
urðsson, Ivar Finnboga-
son og Örvar Þorgeirs-
son, fóru nýja og erfiða
ísklifurleið fyrstir manna
upp á Suðurtind í um
1850 metra hæð í Hrúts-
fjallstindum í Öræfajökli
í byrjun aprflmánaðar.
Leiðin hefur hlotið nafn-
ið Postulínsleiðin og
dregur nafn sitt af þunn-
um og ótryggum ís, sem
var á köflum jafn-
viðkvæmur og postulín.
Leiðin sem jþeir félag-
ar fóru segir Örvar að sé erfiðasta
leiðin upp á stakan tind í Öræfa-
jökli. Erfiðari ísklifurleiðir hafa þó
verið farnar neðar í jöklinum án
þess að þær endi uppi á fjallst indi
eins og í þessu tilviki.
Þeir félagar voru tvo daga að
klífa Suðurtind eftir suðurhlíð
Hrútsfjallstinda og gistu á fjallinu
eina nótt. Leiðin er um 1300 metra
löng og felur í sér svokallað 5.+
gráðu ísklifur, sem er það al-
erfiðasta sem þekkist meðal klifr-
ara. Auk þess voru ísaðar brekkur
varhugaverðar að ógleymdri hættu
sem stafaði af grjóthruni.
„Það hafði rignt mjög mikið á
fjallinu rétt áður en við hófum upp-
gönguna sem gerði það að verkum
að brekkan sem við gengum upp
var flughál og leyfði engin feil-
spor,“ sagði Örvar.
Á leiðinni var víða þunnur fs sem
erfitt var að nota sem örugga festu
fyrir ístryggingar, þ.e. ísskrúfur
sem öryggislína klifrara er tengd
við þegar bratti er mikill.
„Við þurftum líka að varast grjót
sem kom hrynjandi niður hlíðina og
hafði næstum valdið slysi í eitt
skiptið. Þá sluppum við undan því
að verða fyrir um 5 kg steini sem
kom eins og elding niður hlíðina og
þaut rétt ofan við hjálrninn minn.
Ég varaði félaga mína við sem voru
fyrir neðan mig og Einar sneri sér
við en steinninn skall í ísöxi hans
svo hún beyglaðist og skemmdist,"
sagði Örvar.
Tindinum náðu þeir félagar
skömmu eftir hádegi sunnudaginn
2. aprfl og sigu í öryggislínu niður
af fjallinu eftir hinni hefðbundnu
leið sem farin er á Hrútsfjallstinda.
Hgi
m
ZJ
^J
í VERINU i dag er m.a. fjallað um kolmunnaveiðar ís-
lendinga og áhrif gengishækkana á afurðaverð sjáv-
arafurða. Eins er fjallað um öryggismál og sagt frá
ráðstefnu um samkeppnishæfni í sjávarútvegi.
Haukar sendu íslandsmeistarana
í sumarfrí /C2
íslensku strákarnir bestir á Norð-
urlöndum /C1