Morgunblaðið - 12.04.2000, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Stnalahundurinn Kátur og eigandi
hans, Ragnar Jóhannsson á
Kverná í Grundarfirði ásamt Ieið-
beinendunum Kristni Jóhanns-
syni, Arnari Þór Stefánssyni og
Auði Yngvadóttur.
Morgunblaðið/Daníel Hansen
Smalahundar leita
að kindum í fönn
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Sr. Sigurður Rúnar Ragn-
arsson við atlaristöfluna
sem talin er vera frá því um
1700.
Eyja- og Miklaholtshreppi.- Átta
smalahundar voru á dögunum
þjálfaðir í að leita að kindum í fónn.
Þjálfunin var haldin á vegum Snæ-
fellsness- og Hnappadalsdeildar
Smalahundafélags Vesturlands.
Síðasta laugardagsmorgun
mættu átta bændur með smala-
hunda sína að Hofsstöðum í Eyja-
og Miklaholtshreppi og nutu að-
stoðar leiðbeinenda frá Björgunar-
hundasveit fslands. Eru þeir með
vel þjálfaða hunda til að leita að
fólki í fónn og með mikla reynslu í
að þjálfa hunda í því. Þeir voru nú
að miðla af sinni reynslu og heim-
færa hana upp á smalahunda að
leita að kindum í fönn.
Að sögn Arnars Þórs Stefánsson-
ar, formanns Björgunarhundasveit-
ar Islands, mun þetta vera í fyrsta
skipti sem svona námskeið er hald-
ið hér á landi. Eftir reynslu helgar-
innar sýnist honum þetta gefast vel,
hundamir hafi strax sýnt mikinn
áhuga og nú þurfi bara að þjálfa þá
áfram. Hundamir em þjálfaðir
þannig að kindur, í sérstökum búr-
um, eru grafnar í fönn og eiga
hundarair síðan að finna þær og
grafa upp. Sumir hundanna fara
strax í að grafa þegar þeir finna
kind en aðrir leggjast á staðinn því
þeir vita að þeir mega ekki bíta
kindina.
Nýlega var stofnuð Snæfellsness-
og Hnappadalsdeild Smalahundafé-
lags Vesturlands. Formaður henn-
ar er Eggert Kjartansson á Hofs-
stöðum og sagði hann að mikill
áhugi væri á notkun smalahunda í
héraðinu.
Fjarfundur lög-
reglumanna
um Schengen
Stykkishólmi - Hópur lögreglu-
manna mætti í Grunnskólann í
Grundarfirði þriðjudaginn 4. aprfl
sl. Þar voru mættir allir lögreglu-
menn á Snæfellsnesi, lögreglustjór-
inn á Snæfellsnesi, staðgengill hans
og fulltrúi. Þeir voru ekki kallaðir til
að stilla til friðar í skólanum, heldur
var erindi þeirra að setjast á skóla-
bekk. Þar var að hefjast fjarfundur
á vegum Lögregluskóla rfldsins sem
fjallaði um Schengen-sáttmálann og
helstu atriði samkomulagsins sem
snúa að löggæslu. Fundinum var
sjónvarpað með fjarfundarbúnaði á
nokkra staði utan höfuðborgarsvæð-
isins. Með þessari nýju tækni spar-
ast tími, fé og fyrirhöfn því þeir sem
búa úti á landi þurfa ekki að koma
akandi eða fljúgandi til Reykjavíkur
til að sækja fræðslu, heldur geta
fengið hana í sinni heimabyggð.
A fundinum voru kynnt atriði sem
löggæslustéttir verða að kunna skil
á til jafns við kollega í öðrum lönd-
um á Schengen-svæðinu. Fyrirles-
arar voru þeir Jóhann Benedikts-
son, lögreglustjóri á
Keflavíkurflugvelli, Jóhann Jó-
hannsson hjá Utlendingaeftirlitinu
og Smári Sigurðsson, deildarstjóri
alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra.
Að erindum loknum hófust umræð-
ur og fyrirspumir þátttakenda svo
voru staddir samtímis á 7 stöðum á
landinu. Að sögn Ólafs Kr. Ólafs-
sonar tókst þessi fyrsti fjarfundur
mjög vel og sagði hann að þessi
tækni mundi styrkja mjög íbúa
landsbyggðarinnar til að sækja sér
menntun. Hann vonast til að Lög-
regluskóli ríkisins haldi áfram á
þessari braut og bjóði löggæslu-
mönnum á landsbyggðinni upp á
endurmenntun og fróðleik varðandi
störf þeirra.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Amason
Þessi fríði hópur löggæslumanna á Snæfellsnesi sótti fræðslufund um
Schengen sáttmálann. Fyrirlestramir voru í Reykjavík, en þátttakend-
ur staddir á nokkrum stöðum úti á landi. Þetta er hægt þar sem fundin-
um var sjónvarpað með fjarfundarbúnaði.
Fjölmenni
á kristni-
tökuhátíð
í Nes-
kaupstað
Neskaupstað - Fjölmenni
sótti kristnitökuhátíðina í
Neskaupstað sem haldin var
helgina 1. og 2. apríl.
Hátíðin hófst með sunnu-
dagaskóla sem um hundrað
manns, bæði börn og fullorðn-
ir, sótti. Húsfyllir var á hátíð-
arguðsþjónustu í Norðfjarð-
arkirkju þar sem sr. Svavar
Stefánsson, fyrrverandi sókn-
arprestur Norðfirðinga,
predikaði. Að lokinni hátíðar-
guðsþjónustu var haldið í Eg-
ilsbúð þar sem gestir þáðu
kaffiveitingar og nutu meðal
annars tónlistar sem nemend-
ur í Tónlistarskólanum fluttu.
Hátíðin tókst
mjög vel
Að sögn sr. Sigurðar Rún-
ars Ragnarssonar sóknar-
prests tókst hátíðin mjög vel
og var vel sótt. Þá má geta
þess að á meðal margra góðra
gjafa sem kirkjunni hafa bor-
ist nýlega er altaristafla sem
var í kirkjunni á meðan hún
stóð á Skorrastað. Það voru
hjónin Úlfur Ragnarsson og
Asta Guðvarðardóttir í
Reykjavík sem gáfu kirkjunni
altaristöfluna en hún er talin
vera frá því um árið 1700.
ST/PÍ
iwiiilii VI JJ
Ljósmynd/Gunnar Vigfússon
Forsetinn afhenti ungmennunum tíu hvatningarverðlaun á samkomu í íþróttahúsinu á Hellu, í lok opinberrar heimsóknar í Rangárvallarsýslu.
Ungmenni í Rangárvallasýslu fá
hvatningarverðlaun forseta Islands
í LOK opinberrar heimsóknar sinnar í Rangár-
vallasýslu afhenti Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti íslands, 10 ungmennum úr sýslunni viður-
kenninguna „Hvatning forseta Islands til ungra
íslendinga11. Forsetinn afhenti viðurkenninguna á
hátíðarsamkomu í íþróttahúsinu á Hellu á föstu-
dagskvöld.
Verðlaunin hlutu: Anna Pála Sverrisdóttir,
Skógum, Austur-Eyjafjöllum, nemandi í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð. Hún hefur sýnt góðan
árangur í námi og var meðal annars í liði MH sem
keppti til úrslita í Gettu betur. Hún hefur einnig
fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir smásög-
ur og ljóð.
Ástþór Guðfinnsson, Hvolsvelli, sem hefur náð
góðum árangri í námi þrátt fyrir að hafa átt við
vanheilsu að stríða. Hann þykir hafa sýnt mikla
einbeitni, bjartsýni og kjark við erfiðar aðstæður
og reynst öðrum góður félagi.
Björgvin Reynir Helgason, Lambhaga, Rangár-
völlum, sem hefur sýnt afbragðs árangur í skák og
er skólameistari, kjördæmameistari og sýslu-
meistari, auk þess sem hann þykir bæði góður og
háttvís nemandi.
Björk Grétarsdóttir, Hellu, sem hefur sýnt góð-
an árangur í námi og íþróttum. Hún hefur einnig
stundað tónlistamám, verið virk í leikfélaginu og
þykir sýna háttvísi í allri framgöngu.
Elísabet Pariarca, Sunnuhvoli, Hvolhreppi, sem
hefur unnið marga sigra í frjálsum íþróttum og
glímu og er nú Islandsmeistari í glímu í sínum ald-
ursflokki. Hún stundar einnig nám í fiðluleik og
tekur virkan þátt í félagslífi skólans.
Guðni Rúnar Logason, Neðri-Dal, Vestur-Eyja-
fjallahreppi. Hann hefur sýnt einbeitni og stað-
festu þrátt fyrir mikil veikindi. Hann gekk í gegn-
um mikla hjartaaðgerð en tekur nú fullan þátt í
íþróttum með félögum sínum.
Helga Sæmundsdóttir, Bjólu, Djúpárhreppi,
sem þykir háttvís og prúður nemandi, æfir íþróttir
af kappi og stundar nám í hljóðfæraleik. Hún hef-
ur náð góðum árangri í námi og þykir hafa mikla
leikhæfileika sem hún hefur meðal annars sýnt á
skólaskemmtun.
Katla Gísladóttir, Leirubakka, Landi, sem hef-
ur sýnt góðan árangur í námi og tónlistarnámi.
Hún hefur reynst félögum sínum hjálpsöm og hef-
ur einnig náð góðum árangri í hestamennsku.
Ragnhildur Sveinbjamardóttir, Stórumörk,
Vestur-Eyjafjöllum, sem hefur náð afburða
árangri í íþróttum. Hún þykir fjölhæf íþrótta-
manneskja og hefur tekið virkan þátt í því að
byggja upp íþrótta- og tómstundastarf í heima-
byggð sinni. Hún hefur einnig tekið þátt í kórstarfi
og reynst skipulögð og traust námsmanneskja.
Sigþór Ámason, Hvolsvelli, formaður nemenda-
ráðs Hvolsskóla. Hann hefur sýnt forystuhæfi-
leika í félagsmálum auk þess sem hann þykir
kappsfullur námsmaður. Hann tekur einnig virk-
an þátt í íþróttum og stundar tónlistarnám.