Morgunblaðið - 20.05.2000, Side 36

Morgunblaðið - 20.05.2000, Side 36
36 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Hirst borgar til að komast hjá málaferlum London. Morgunblaðið. BREZKI listamaðurinn Damien Hirst hefur fallizt á að greiða fé til tveggja góðgerðarfélaga í þágu barna til að komast hjá málaferlum fyrir hugmyndastuld. Verk hans, sem hann seldi fyrir skömmu fyrir 117 milljónir króna, er stækkuð eft- irmynd líffræðileikfangs, sem kost- ar 1.700 krónur í búðum. Hirst hefur nú viðurkennt að hafa sótt hug- myndina í líffræðisett sonar síns. í blaðafregnum er þess getið að málsaðilar haf! orðið ásáttir um að halda leyndri þeirri upphæð, sem Hirst greiðir til góðgerðarfélag- anna, en haft er eftir höfundi líf- fræðileikfangsins, Norman Emms, að upphæðin sé lægri en hann hafi gert sér vonir um. Hirst féllst líka á takmarkanir á eftirprentunum af verki sínu. Verk Hirst, sem er sex metra hátt, er nú til sýnis hjá eigandanum Charles Saatchi í listhúsi hans í London og hefur hlotið góða dóma gagnrýnenda, m.a. verið nefnt meistaraverk og fyrsta alvöru brezka 21. aldar listaverkið. Tena Palmer í Múlanum HLJÓMSVEITIN Crucible ásamt djasssöngkonunni Tenu Palmer leikur á Múlanum, Sóloni íslandusi annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21. Hljómsveit Tenu, Crucible, gaf út geislaplötu á síðasta ári. Nú eru þau mætt með nýtt frumsamið efni og bregða fyrir sig rafrænum og óra- fmögnuðum hljóðum í kraftmiklum spuna. Hijómsveitin er skipuð, auk Tenu Palmer, Kjartani Valdemar- ssyni á píanó, hljómborð og harmon- ikku, Matthíasi Hemstock á tromm- ur og slagverk, Pétri Hallgrímssyni á gítar og Jóhanni Jóhannssyni á farfísaorgel. Austurgata 25, Hafnarfirði Til sölu neðri hæð hússins Verslunarrými í vel byggðu steinhúsi. Byggt 1928. Möguleikar til breytinga t.d. fyrir íbúðarhúsnæði. Grunnflötur hússins 96 fm. 970 fm skjólsæl baklóð með miklum trjágróðri. Mjög góður og friðsæll staður í miðbænum. Ekkert áhvílandi. Laust strax. Nánarí upplýsingar í dag og á morgun í síma 555 0764 frá kl. 12-16. Til sýnis sömu daga frá kl. 16-18 og á öðrum tímum eftir samkomuiagi. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. STYRKUR TIL T ÓNLISTARNÁMS Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk tilJramhaldsnáms erlendis á ruesta skólaári 2000-2001. Veittur er styrkur að upphæð kr. 500.000. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og framtíðaráfrom sendist fyrir 25. maí nk. til formanns sjóðsins: Arnar Jóhannssonar, pósthólf 3562 123 Reykjavík. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frum- saminna verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjanda. Listaklúbbur Leikhúskjallarans Bryndís Petra Bragadóttir og Vilborg Halldórsdóttir í verki Elísabetar Jökulsdóttur Eldhestur á ís. Eldhestur á ís Fiðla og píanó á Hvammstanga MARGRÉT Kristjánsdóttir fíðlu- leikari og Þorsteinn Gauti Sigurðs- son píanóleikari halda tónleika í félagsheimilinu á Hvammstanga á morgun, sunnudag, kl. 16. Leikin verða verk eftir Beethoven, Brahms og Franck. Tónleikar þessir eru styrktir af Félagi ís- lenskra tónlistarmanna. í LISTAKLÚBBI Leikhiískjallar- ans mánudagskvöldið 22. maí kl. 20.30 verður leiklestur á einþátt- ungi Elisabetar Jökulsdóttur, Eld- hestur á ís, sem var frumsýnt á litla sviði Borgarleikhússins 1990 að undangenginni samkeppni um besta einþáttunginn sem Þjóðleik- húsið efndi til árið 1987. Einþátt- ungur Elísabetar hlaut 2.-3. verð- laun. Verkið fjallar um ástina og átök milli tveggja kvenna sem kynnst hafa ástinni hvor á sinn hátt. Flytj- endur eru Bryndís Petra Braga- dóttir, Erla Rut Harðardóttir og Vilborg Halldórsdóttir, þær sömu léku í sýningunni fyrir 10 árum. Leikstjóri er Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Elísabet Jökulsdóttir hefur sent frá sér tvær örsögur: Galdrabók EIlu Stínu og Lúðrasveit EIlu Stínu. Fyrsta skáldsaga hennar kom út fyrir jólin 1999. Umsjónarmaður Listaklúbbsins er Helga E. Jónsdóttir. Fjölmennasta hljómsveit sögunnar SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Van- couver í Kanada og á sjöunda þús- und tónlistarnemar mynduðu á dögunum fjölmennustu hljömsveit sögunnar á BC Place-vellinum þar í borg. Samanstóð sveitin af 6.452 hljóðfæraleikurum en fyrra metið átti sinfóníuhljómsveitin í Birming- ham á Englandi ásamt tónlistar- nemum frá 1998. AIls voru þá 3.503 hljóðfæraleikarar saman komnir. Hljómsveitarstjóri í Vancouver var Bramwell Tovey en framtakið var liður í herferð fyrir mikilvægi tónmenntunar fyrir ungt fólk. Leikinn var tíu mínútna langur kafli úr Óði til gleðinnar úr níundu sinfóníu Beethovens. Reuters M-2000 Laugardagur 20. maí. Gallerf Sævars Karls. Kl. 14. Hallgrímur Helgason sýnir nýleg málverk og teikningar. Sýningin stendur til 8. júní. Sindrabær, Höfn, Hornafirði. Vatnajökull - náttúra, saga, menning. Jöklasýning þar sem vísindi, listir og alþýðufróðleikur bland- ast saman. Stefnt er að því að sýningin verði vísir að Jökla- safni í sveitarfélaginu þar sem fram fer öflug miðlun upplýs- inga um jökla í tengslum við rannsóknir á þeim. Jöklasýning- in stendur til 20. september. Dagskráin er hluti af samstarfs- verkefni Menningarborgarinnar og sveitarfélaga. www.hornafjordur.is. Listasýning grunnskólanem- enda - Kirkjuhvoli, Akranesi Meðal fjölmargra viðburða á verkefninu Sjávarlist á Akra- nesi er sýning á verkum nem- enda í grunnskólanum sem stendur til 4. júní. Dagskráin er hluti af samstarfsverkefni Menningarborgarinnar og sveit- arfélaga. www.akranes.is. www.reykjavik2000.is - wap.olis.id.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.