Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Hirst borgar til að komast hjá málaferlum London. Morgunblaðið. BREZKI listamaðurinn Damien Hirst hefur fallizt á að greiða fé til tveggja góðgerðarfélaga í þágu barna til að komast hjá málaferlum fyrir hugmyndastuld. Verk hans, sem hann seldi fyrir skömmu fyrir 117 milljónir króna, er stækkuð eft- irmynd líffræðileikfangs, sem kost- ar 1.700 krónur í búðum. Hirst hefur nú viðurkennt að hafa sótt hug- myndina í líffræðisett sonar síns. í blaðafregnum er þess getið að málsaðilar haf! orðið ásáttir um að halda leyndri þeirri upphæð, sem Hirst greiðir til góðgerðarfélag- anna, en haft er eftir höfundi líf- fræðileikfangsins, Norman Emms, að upphæðin sé lægri en hann hafi gert sér vonir um. Hirst féllst líka á takmarkanir á eftirprentunum af verki sínu. Verk Hirst, sem er sex metra hátt, er nú til sýnis hjá eigandanum Charles Saatchi í listhúsi hans í London og hefur hlotið góða dóma gagnrýnenda, m.a. verið nefnt meistaraverk og fyrsta alvöru brezka 21. aldar listaverkið. Tena Palmer í Múlanum HLJÓMSVEITIN Crucible ásamt djasssöngkonunni Tenu Palmer leikur á Múlanum, Sóloni íslandusi annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21. Hljómsveit Tenu, Crucible, gaf út geislaplötu á síðasta ári. Nú eru þau mætt með nýtt frumsamið efni og bregða fyrir sig rafrænum og óra- fmögnuðum hljóðum í kraftmiklum spuna. Hijómsveitin er skipuð, auk Tenu Palmer, Kjartani Valdemar- ssyni á píanó, hljómborð og harmon- ikku, Matthíasi Hemstock á tromm- ur og slagverk, Pétri Hallgrímssyni á gítar og Jóhanni Jóhannssyni á farfísaorgel. Austurgata 25, Hafnarfirði Til sölu neðri hæð hússins Verslunarrými í vel byggðu steinhúsi. Byggt 1928. Möguleikar til breytinga t.d. fyrir íbúðarhúsnæði. Grunnflötur hússins 96 fm. 970 fm skjólsæl baklóð með miklum trjágróðri. Mjög góður og friðsæll staður í miðbænum. Ekkert áhvílandi. Laust strax. Nánarí upplýsingar í dag og á morgun í síma 555 0764 frá kl. 12-16. Til sýnis sömu daga frá kl. 16-18 og á öðrum tímum eftir samkomuiagi. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. STYRKUR TIL T ÓNLISTARNÁMS Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk tilJramhaldsnáms erlendis á ruesta skólaári 2000-2001. Veittur er styrkur að upphæð kr. 500.000. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og framtíðaráfrom sendist fyrir 25. maí nk. til formanns sjóðsins: Arnar Jóhannssonar, pósthólf 3562 123 Reykjavík. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frum- saminna verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjanda. Listaklúbbur Leikhúskjallarans Bryndís Petra Bragadóttir og Vilborg Halldórsdóttir í verki Elísabetar Jökulsdóttur Eldhestur á ís. Eldhestur á ís Fiðla og píanó á Hvammstanga MARGRÉT Kristjánsdóttir fíðlu- leikari og Þorsteinn Gauti Sigurðs- son píanóleikari halda tónleika í félagsheimilinu á Hvammstanga á morgun, sunnudag, kl. 16. Leikin verða verk eftir Beethoven, Brahms og Franck. Tónleikar þessir eru styrktir af Félagi ís- lenskra tónlistarmanna. í LISTAKLÚBBI Leikhiískjallar- ans mánudagskvöldið 22. maí kl. 20.30 verður leiklestur á einþátt- ungi Elisabetar Jökulsdóttur, Eld- hestur á ís, sem var frumsýnt á litla sviði Borgarleikhússins 1990 að undangenginni samkeppni um besta einþáttunginn sem Þjóðleik- húsið efndi til árið 1987. Einþátt- ungur Elísabetar hlaut 2.-3. verð- laun. Verkið fjallar um ástina og átök milli tveggja kvenna sem kynnst hafa ástinni hvor á sinn hátt. Flytj- endur eru Bryndís Petra Braga- dóttir, Erla Rut Harðardóttir og Vilborg Halldórsdóttir, þær sömu léku í sýningunni fyrir 10 árum. Leikstjóri er Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Elísabet Jökulsdóttir hefur sent frá sér tvær örsögur: Galdrabók EIlu Stínu og Lúðrasveit EIlu Stínu. Fyrsta skáldsaga hennar kom út fyrir jólin 1999. Umsjónarmaður Listaklúbbsins er Helga E. Jónsdóttir. Fjölmennasta hljómsveit sögunnar SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Van- couver í Kanada og á sjöunda þús- und tónlistarnemar mynduðu á dögunum fjölmennustu hljömsveit sögunnar á BC Place-vellinum þar í borg. Samanstóð sveitin af 6.452 hljóðfæraleikurum en fyrra metið átti sinfóníuhljómsveitin í Birming- ham á Englandi ásamt tónlistar- nemum frá 1998. AIls voru þá 3.503 hljóðfæraleikarar saman komnir. Hljómsveitarstjóri í Vancouver var Bramwell Tovey en framtakið var liður í herferð fyrir mikilvægi tónmenntunar fyrir ungt fólk. Leikinn var tíu mínútna langur kafli úr Óði til gleðinnar úr níundu sinfóníu Beethovens. Reuters M-2000 Laugardagur 20. maí. Gallerf Sævars Karls. Kl. 14. Hallgrímur Helgason sýnir nýleg málverk og teikningar. Sýningin stendur til 8. júní. Sindrabær, Höfn, Hornafirði. Vatnajökull - náttúra, saga, menning. Jöklasýning þar sem vísindi, listir og alþýðufróðleikur bland- ast saman. Stefnt er að því að sýningin verði vísir að Jökla- safni í sveitarfélaginu þar sem fram fer öflug miðlun upplýs- inga um jökla í tengslum við rannsóknir á þeim. Jöklasýning- in stendur til 20. september. Dagskráin er hluti af samstarfs- verkefni Menningarborgarinnar og sveitarfélaga. www.hornafjordur.is. Listasýning grunnskólanem- enda - Kirkjuhvoli, Akranesi Meðal fjölmargra viðburða á verkefninu Sjávarlist á Akra- nesi er sýning á verkum nem- enda í grunnskólanum sem stendur til 4. júní. Dagskráin er hluti af samstarfsverkefni Menningarborgarinnar og sveit- arfélaga. www.akranes.is. www.reykjavik2000.is - wap.olis.id.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.