Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
i
VIÐSKIPTI
Ráðstefna Landsbankans um framtíðarhorfur í fjárfestinffum
Framtíðin liggur
í bankaþjónustu
yÍSLAND er paradís, en það nægir
Islendingum ekki,“ sagði Neii Os-
bom, framkvæmdastjóri og útgef-
andi tímaritsins Euromoney, við
gesti á ráðstefnu sem Landsbanki
Islands hélt í gær um framtíðarhorf-
ur í fjárfestingum á íslandi. Þátttak-
endur voru stjórnendur úr fjármála-
heiminum erlendis og innanlands,
auk stjórnenda nokkurra íslenskra
fyrirtækja. Osbom sagði að spurn-
ingin fyrir Islendinga væri hvers
konar atvinnustarfsemi þeir ættu að
sækjast eftir. Svarið sem hann gaf
var að íslendingar ættu að beina
sjónum sínum að aflandsþjónustu (e.
offshore banking), en með því er yf-
irleitt átt við bankaþjónustu þar sem
skatta- og reglugerðaumhverfí er
hagstætt og bankaleynd er mikil.
Sagði hann mikla auðsköpun vera í
heiminum og hluti hennar færi í af-
landsþjónustu. Hann nefndi sem
dæmi að Guemsey, Jersey, Mön og
írland hefðu haft gott upp úr banka-
þjónustu af þessu tagi og eins og um-
hverfið væri orðið hér á landi ættu
Islendingar góða möguleika á þessu
sviði.
Aflandsþjónusta
verður ekki stöðvuð
Osbom telur að íslendingar
mættu andstöðu Evrópusamban-
dsins og Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar (OECD) ef þeir opn-
uðu fyrir slíka starfsemi en var
jafnframt þeirrar skoðunar að ekki
þyrfti að hafa þungar áhyggjur af
þessari andstöðu. Sagði hann að eng-
in leið væri að koma í veg fyrir af-
landsþjónustu í heiminum þótt sum
ríki og stofnanir vildu koma í veg
fyrir hana. Það yrðu alltaf einhver
lönd til sem vildu bjóða upp á þessa
þjónustu. Hann bætti því við að sum-
ir álitu afiandsþjónustu af hinu illa,
en hann sagðist ekki sammála því.
Hann sagðist telja rangt að skatt-
leggja spamað, því tekjurnar hefðu
þegar verið skattlagðar og óeðlilegt
væri að skattleggja þær aftur.
Þjónustuhlutverk ríkisins
á skuldabréfamarkaði
Geir H. Haarde, fjármálaráð-
herra, greindi frá þeim breytingum
sem orðið hefðu í efnahagsmálum og
í fjármálalífi hér á landi á síðustu ár-
um. Sagði hann að með þessum
breytingum hefðu viðfangsefnin
einnig breyst og nú væri svo komið
vegna mikils afgangs af ríkissjóði að
ríkið yrði að gera upp við sig hvort
það ætlaði sér að greiða upp allar
skuldir sínar innanlands eða sinna
Nokkrir áheyrenda á ráðstefnu Landsbankans.
því þjónustuhlutverki að halda úti
virkum skuldabréfamarkaði.
Hann sagði að þrátt fyrir að hann
teldi útlitið bjart væri verðbólgan til
að mynda ekki viðunandi þótt hún
væri mun minni en fyrir nokkmm
ánim. Hann sagði að ríkið mundi
halda áfram kerfisbreytingum og að
áfram yrði gætt aðhalds í rekstri
hins opinbera. Nefndi hann sem
dæmi að þótt fé hefði verið tekið frá
fyrir þeirri vegagerð sem talin væri
nauðsynleg yrði ekki farið út í fram-
kvæmdir í því þensluástandi sem nú
ríkir.
Geir lagði að lokum áherslu á að
þótt landið væri smátt kæmi það
ekki að sök. Stærð væri ekki mikil-
væg, skilvirknin væri það sem skipti
máli.
Aðrir sem fluttu erindi á ráðstefn-
unni voru Halldór J. Kristjánsson,
bankastjóri Landsbankans, Kári
Stefánsson, forstjóri Islenskrar
erfðagreiningar, Skúli Mogensen,
framkvæmdastjóri Oz.com, Ragnar
Guðmundsson, fjármálastjóri Norð-
uráls, og Jeremy Hawkins, aðalhag-
fræðingur Bank of America í
Evrópu.
Skýrr tekur að sér verulegan hluta af
miðlægum tölvurekstri Flugleiða
Verulegur sparnað-
ur fyrir Flugleiðir
SKÝRR mun í haust taka að sér
verulegan hluta af miðlægum
tölvurekstri Flugleiða samkvæmt
samningi sem undirritaður var
milli félaganna í gær, en samning-
urinn er liður í endurskipulagn-
ingu á tölvurekstri hjá Flugleiðum.
Með honum lýkur áratuga löngum
rekstri Flugleiða á svokölluðum
OZ.COM stefndi að skráningu
hlutabréfa á verðbréfamarkaðinum
í Stokkhólmi í sumar en hefur nú
ákveðið að fresta skráningu. Að
sögn Robert Quinns, framkvæmda-
stjóra fjármálasviðs OZ.COM, var
sænski markaðurinn fýsilegur þar
sem OZ.COM hefur átt í náinni sam-
vinnu við sænska farsímarisann Er-
icsson og eðlilegast að leita hófanna
þar. Lækkandi gengi hlutabréfa í
tæknifyrirtækjum í Svíþjóð, eins og
í fleiri löndum, er meginástæða þess
að OZ frestar skráningu í Svíþjóð.
Þá er seinni hluti sumars ekki
heppilegasti tíminn til þess að setja
bréf á markaðinn, að sögn Roberts.
Til stóð að selja um 5-10% af
hlutafé OZ á markaðinum í Svíþjóð
og gerðu stjómendur OZ sér vonir
um að geta aflað félaginu 50 til 70
milljóna dala í auknu hlutafé en þá
fjármuni átti að nota til þess að auka
enn þróunarvinnu fyrirtækisins,
efla sölu- og markaðsstarf og koma
á fót starfsemi í fleiri löndum.
Robert segir ljóst að OZ hefði varla
tekist að fá það verð fyrir bréfin sem
stjómendur fyrirtækisins gerðu ráð
fyrir í upphafi og því hafi verið
ákveðið að fresta skráningu en mál-
ið verði skoðað aftur í lok sumars.
Búið sé að vinna undirbúningsvinn-
una og því ekkert því til fyrirstöðu
að fara síðar inn á sænska hluta-
bréfamarkaðinn. Þá tekur Robert
sérstaklega fram að OZ hafi nægj-
anlegt rekstrarfé næstu misserin og
það sé því engin ástæða til þess að
ofurmiðlurum og héðan í frá kaupa
Flugleiðir þá þjónustu af Skýrr.
Að mati Flugleiða hefur þetta
tvíþættan ávinning í för með sér.
Félagið er að breyta áherslum í
tölvurekstri, draga sig út úr
rekstri ofurmiðlara sem hefur
þjónað kerfum á borð við tekju-
bókhald, alþjóðlegt innritunar-
selja við of lágu verði, betra sé að
bíða og sjá hvernig málin þróist.
Stjórnendur OZ hafi talið skynsam-
legt að bjóða út hlutafé erlendis þar
sem um mjög háar fjárhæðir sé að
ræða.
Aðspurður segir Robert að frest-
un útboðs í Svíþjóð muni lítil sem
engin áhrif hafa á langtímaáætlanir
fyrirtækisins. OZ ráði yfir nægjan-
legum fjármunum til þess að vinna
að frekari þróun viðskiptahug-
mynda og markaðssókn. Starfsfólki
hafa fjölgað mjög eða um 49 frá ára-
mótum og stefnt sé að verulegri
fjárfestingu og veltuaukningu á
næstu árum en Robert gerir sér
vonir um að fyrirtækið geti farið að
skila hagnaði árið 2002. í frétt um
kerfi, vildarkortakerfi og tenging-
ar við alþjóðlega dreifikerfið
Amadeus. Félagið telur þetta bet-
ur komið í höndum fyrirtækis sem
sérhæfir sig í slíkum ofurmiðlara-
rekstri. Þess í stað munu Flugleið-
ir beina áherslum sínum í upp-
lýsingatækni í vaxandi mæli í átt
að þróun innri notendakerfa og
afkomu OZ.COM á fyrstu þremur
mánuðum ársins 2000, sem birt var
nú í vikunni, voru afkomutölur fyrir
sama tímabil í fyrra í litlu samræmi
við það sem fram kom í afkomufrétt
fyrir ári.
Aðspurður segir Robert að
ástæða þessa sé sú að í tengslum við
undirbúning félagsins vegna skrán-
ingar á verðbréfamarkað og til að
verða almenningshlutafélag í
Bandaríkjunum hafi uppgjörsað-
ferðum verið breytt til samræmis
við bandarískar reikningsskilaregl-
ur (US Generally Accepted
Accounting Principles, US-GAAP).
Því hafi samanburðartölur síðasta
árs verið uppfærðar að sama skapi.
Bandarísku reglurnar, US-GAAP,
viðskiptavinakerfa. Að auki næst
verulegur fjárhagslegur sparnaður
fyrir Flugleiðir með því að nýta þá
aðstöðu sem byggð hefur verið
gera strangari kröfur en alþjóðlegar
reikningsskilareglur, ekki síst hvað
varðar meðferð tekna hjá hugbún-
aðarfyrirtækjum.
Að sögn Roberts námu tekjur
samkvæmt alþjóðlegum reiknings-
skilareglum á fyrsta ársfjórðungi
1999 tæplega 130 milljónum króna
en aðeins 111,3 milljónir séu tekju-
færðar samkvæmt bandarísku
reglunum. Þar muni mestu um hug-
búnaðarleyfistekjur frá Ericsson
upp á hálfa milljón bandaríkjadala
sem fengnar voru á fyrsta ársfjórð-
ungi 1999 en verða nú færðar til
tekna á þremur árum samkvæmt
bandarísku reglunum.
Kostnaðarmegin hafi einnig verið
gerðar breytingar á uppgjörsað-
ferðum og hafi samanburðartölur
frá fyrra ári verið uppfærðar til
samræmis. Megi þar fyrst nefna
áfallna orlofsskuldbindingu sem
færð er í reikninginn í fyrsta sinn og
önnur atriði eins og hagnað vegna
færslu úr íslenskum krónum í
bandaríkjadali sem færist nú beint
yfir eigið fé og gjaldfærslu vegna
valréttarsamninga við starfsmenn.
„Við viljum leggja áherslu á að
það eru engar villur í þeim tölum
sem birtar voru í fyrri fréttatilkynn-
ingum. Munurinn stafar einungis af
því að beitt er öðrum reikningsskila-
aðferðum til samræmis við það sem
skráningaryfirvöld í Bandaríkjun-
um gera kröfur um,“ segir Robert
Quinn framkvæmdastjóri fjármála-
sviðs OZ.COM.
upp í vélasal Skýrr og hætta eigin
ofurmiðlararekstri.
Að sögn Hreins Jakobssonar,
forstjóra Skýrr, er Skýrr eina
tölvufyrirtækið sem þegarveitir þá
þjónustu að reka bæði vélbúnað og
hugbúnað fyrirtækja í svokallaðri
kerfisleigu.
Unnið verður að því næstu vikur
að færa ofurmiðlara Flugleiða í
vélasali Skýrr og á verkinu að vera
lokið í haust. Starfsfólk Flugleiða
mun í framtíðinni hafa aðgang að
þeim kerfum sem Flugleiðir verða
með í rekstri hjá Skýrr í gegnum
ljósleiðaratengingu frá Línu.Net,
sem tryggir nægjanlega band-
breidd fyrir slíka þjónustu, auk
þess sem það gefur færi á frekari
þróun á notendaþjónustu við not-
endur kerfanna.
--------^4-*--------
Minnstu
vidskipti
á VÞÍ í tæpt ár
• VIÐSKIPTI á Veröbréfaþingi í
gær námu alls um 134 milljónum
króna, þar af með hlutabréf fyrir
um 50 milljónir króna og hafa þau
ekki verið minni síöan í lokjúní á
síðasta ári. Úrvalsvísitalan hækk-
aði um 0,03% og er nú 1.552 stig.
Mest viöskipti með hlutabréf
voru með hlutabréf ðssurar fyrir
um 11 milljónir króna (-0,8%), með
hlutabréf Flugleiða fyrir rúmar 5
milljónir (-1,5%), með hlutabréf
Eimskipafélagsins fyrir tæpar 5
milljónir (+0,8%) og með hlutabréf
Nýherja fyrir tæpar 5 milljónir
króna (-8,0%). Bakkavör Group
lækkaði um 6% í einum vióskipt-
um og Stáltak hækkaði um 9,1%
einnig í einum viðskiptum.
Ávöxtunarkrafa húsbréfa 98/2
var í gær 5,65 og hækkaði um
0,10 og ávöxtunarkrafa húsbréfa
96/2 var 6,25 og lækkaði um
0,05.
OZ.COM frestar skráningu hlutabréfa í Svíþ.jóð
Markaðsaðstæður óhagstæðar
Morgunblaöiö/Ásdís
Robert Quinn: „Munum athuga skráningu aftur síðsumars.“