Morgunblaðið - 27.05.2000, Side 26
26 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
KONUNGSHEIMSÓKN
Opinber heimsókn Abdullah II, konungs Jórdaníu, og Raníu drottningar til Islands
Morgunblaðið/Kristinn Ranía drottnig tekur við blómvendi úr hendi ungrar námsmeyjar í leikskólanum Jörfa. Við
Konungshjónin ásamt forseta íslands við komuna til Bessastaða í gær. hlið drottningar situr Dorrit Moussaieff, heitkona forseta Islands.
Konungur lýsti
áhuga á samstarfí
hátæknifyrirtækja
Morgunblaðið/Golli
Abdullah II fræðist um starfsemi íslenskrar erfðagreiningar. Á bak við
hann eru Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Kári Stefánsson, forstjóri
fyrirtækisins.
Abdullah konungur
kynnti sér í gær starf-
semi íslenskra hátækni-
fyrirtækja og Ranía
drottning heimsótti leik-
skóla í Reykjavík. I
gærkvöldi snæddu kon-
ungshjónin viðhafnar-
kvöldverð á Bessastöð-
um í boði forseta
Islands. Opinberri
heimsókn þeirra hingað
til lands lýkur í dag.
ABDULLAH II konungur
Jórdaníu og Ranía drottn-
ing lentu á Keflavíkur-
flugvelli um kl. 11 í gær og
héldu þegar til Bessastaða á fund for-
seta Islands, Ólafs Ragnars Gríms-
sonar. Þar áttu konungur og forset-
inn stuttar viðræður og að þeim
loknum ávörpuðu þeir fréttamenn.
Ólafur Ragnar sagði að það væri
mikill viðburður í sögu Islands að
hinn nýi konungur Jórdaníu skyldi
svo snemma á sínum ferli kjósa að
sækja landið heim. Hann minntist
sérstaklega þeirrar vináttu sem ríkt
hefði milli íslendinga og föður
Abdullahs II, Husseins konungs. Is-
lendingar hefðu ávallt verið velviljað-
ir í garð Jórdaníumanna og væru
áhugasamir um land og þjóð. Forset-
inn gat þess að Hussein konungur
heitinn hefði oft heimsótt ísland og
unnið hug og hjörtu íslensku þjóðar-
innar þegar hann hefði verið hér á
ferð.
Ólafur Ragnar sagði að þróun
heimsmála væri á þann veg að smá-
ríki gætu nú í auknum mæli notið
þeirra möguleika sem ný tækni gæfi
til vaxtar og velmegunar. í því sam-
bandi nefndi forsetinn að það yrði
honum ánægja að kynna konungi ís-
lensk hátæknifyrirtæki og hvernig
nýtingu jarðhita væri háttað hér á
landi.
ísland fyrirmynd
Jórdaníukonungur sagði að faðir
hans hefði hvatt hann til að heim-
sækja ísland og þakkaði það tæki-
færi að fá að koma hingað. Hann
sagði að ísland væri dæmi um hverju
lítil ríki með takmarkaðar auðlindir
gætu áorkað. Konungur kvað Island
vera fyrirmynd öðrum ríkjum sem
vildu nývæðast og bæta lífskjör
íbúanna og sagðist vona að heimsókn
hans yrði til að stuðla að nánari
tengslum ríkjanna, ekki síst á sviði
viðskipta og tækni. Hann sagðist
hlakka til þess að fá tækifæri til að
kynna sér starfsemi íslenskra há-
tæknifyrirtækja og möguleika á nýt-
ingu jarðhita. Hann benti á að í Jórd-
aníu væri jarðhiti sem ekki hefði
verið nýttur sem skyldi og sagðist
vonast til að samvinna landanna gæti
orðið til að breyta því.
Hans hátign sagði að þótt þótt ís-
land kynni að virðast i mikilli fjar-
lægð frá Jórdaníu ættu löndin það
sameiginlegt að í þeim báðum væri
mikill vöxtur í hátækniiðnaði ýmiss
konar. „Ég tel að samstarf milli ís-
lenskra og jórdanskra fyrirtækja á
þessu sviði sé ákjósanleg og að aðilar
í báðum löndum geti haft mikinn hag
af. Ég er ekki einungis hingað kom-
inn til að láta í ljós vilja til samstarfs,
heldur vona ég að fundur minn í dag
muni leiða til áþreifanlegs árangurs.
Það er von mín að innan árs verði
búið að koma á formlegum tengslum
milli íslenskra og jórdanskra fyrir-
tækja,“ sagði Abdullah II.
Að loknum hádegisverði á Bess-
astöðum voru konungi sýndar aðal-
stöðvar íslenskrar erfðagreiningar
og nutu konungur og forsetinn leið-
sagnar Kára Stefánssonar, forstjóra
fyrirtækisins, um húsakynnin. Síðar
um daginn sótti konungur kynning-
arfund með fulltrúum íslenslö-a hug-
búnaðarfyrirtækja á Hótel Sögu.
Meðal þeirra fyrirtækja sem kynntu
starfsemi sína voru Kögun, Netverk
og Net-album.net. Að kynningar-
fundinum loknum hitti konungur
sendiherra og fulltrúa erlendra ríkja
á íslandi.
Meðan konungur kynnti sér ís-
lenskt atvinnulíf heimsótti Ranía
drottning böm á leikskólanum Jörva
við Hæðargarð og kynnti sér starf-
semi Bamahúss. I fylgd með drottn-
ingunni var Dorrit Moussaieff, heit-
konaforsetans.
í anda Leifs Eiríkssonar
Efnt var til hátíðarkvöldverðar til
heiðurs konungshjónunum á Bessa-
stöðum í gærkvöldi og fluttu konung-
urinn og forseti íslands ávörp undir
borðum.
í ræðu sinni þakkaði konungur
m.a. stuðning íslendinga við friðar-
ferlið í Miðausturlöndum. „Stuðning-
ur ykkar er sérstaklega mikils met-
inn af þeim okkar á svæðinu sem
höfum þurft að þjást of lengi og höf-
um lengi þráð að kom á réttlæti, sam-
vinnu og vináttu.“
Hans hátign lofaði einnig þann
áhuga sem forkólfar í íslensku at-
vinnulífi hefðu sýnt á því að koma á
viðskiptatengslum við Jórdana og
sagðist mundu beita sér fyrir að rík-
isstjóm hans ynni að því að mögu-
leikar til samstarfs yrðu nýttir.
Konungur gat þess að árangur ís-
lands á svið hátækni væri ávöxtur
þess frumkvöðlaanda sem einkenndi
íslenskt samfélag. „Sá andi er hlið-
stæður þeim sem Leifur Eiríksson
sýndi þegar hann varð fyrstur til að
uppgötva heimsálfu í vestri, löngu á
undan öðmm,“ sagði Abdullah II.
í lok ræðu sinnar bað konungur
Ólaf Ragnar að þiggja boð konungs-
hjónna um að heimsækja Jórdamu
„þar sem við vonumst til að geta end-
urgoldið þá gestrisni sem við höfum
notið í landi yðar.“
Forseti íslands sagði að íslending-
ar dáðust að þvi hvernig íbúar Jórd-
aníu hefðu glímt við þá erfíðleika sem
að þeim hefðu steðjað og hvemig
Abdallah hefði leitt þjóð sína og unn-
ið að framfömm í landinu. „Við höf-
um séð hve mikilvæg forysta, kjark-
ur og einhugur Hasemítaættarinnar
hefur verið fyrir friðinn og hvemig
sú áhætta sem fjölskylda yðar hátig-
nar og þjóðin hefur tekið hefur
reynst lykilatriði í árangursríkum
viðræðum og samningum," sagði for-
setinn. Hann gat þess einnig í ræðu
sinni að bæði Islendingar og Jórdan-
ar hefðu þurft að berjast fyrir tilvera
sinni enda þótt hin andstæðu öfl
hefðu verið af ólíkum toga. „Við finn-
um til náins skyldleika við þjóð yðar,
skyldleika sem markast af þeim
verkefnum sem blasa við smáum
þjóðum í nútímanum. Skyldleika sem
markast af reynslunni af því að hafa
þurft að beijast fyrir tilvera okkar
gegn römmum ógnum, þótt eðli ógn-
anna hafi verið ólíkt. í okkar tilviki
óblíð náttúraöfl, eldgos og úfið haf,
en yðar tilviki átök, styrjaldir og
vopnuð barátta sem því miður hefur
spillt friði og samvinnu milli þjóða,“
sagði forseti íslands.
Konungshjónin munu í dag m.a.
heimsækja Hitaveitu Suðurnesja og
Bláa lónið og halda síðan af landi
brott eftir hádegið.
Ræddu um
tvíhliða samskipti
í fylgdarliði konungshjónanna er
Fayes Tarawneh, hirðstjóri og æðsti
embættismaður konungs. Tarawneh
hefur áður m.a. gegnt stöðu forsætis-
ráðherra og utanríkisráðherra í
Jórdaníu. Tarawneh átti í gær við-
ræður við Halldór Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra og ræddu þeir meðal
annars um friðarferlið í Miðaustur-
löndum, tvíhliða samskipti íslands og
Jórdaníu, og tengsl Jórdaníu við Frí-
verslunarsamtök Evrópu (EFTA).
Tarawneh sagðist í gær telja að
brottflutningur ísraelska hersins frá
Líbanon myndi efla vonir um að frið-
arviðræður ísraela og Sýrlendinga
gætu hafist að nýju og einnig örva
viðræður Palestínumanna og Israela.
Hann sagði að stjómvöld í Jórdaníu
ynnu nú með með Bandaríkjamönn-
um og Egyptum að því að fá ísraela
og Sýrlendinga að samningaborðinu
á nýjan leik.