Morgunblaðið - 27.05.2000, Page 35

Morgunblaðið - 27.05.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 35 LISTIR „Söguligr atburðr“ í þjóðarbókhlöðu Aðalsteinn Stefán Vésteinn Ingólfsson Karlsson Ólason FJÖLSÓTTU, tveggja daga mál- þingi um Islendingasögumar og mótun íslenskrar menningar lauk í Washington í Bandaríkjunum síð- degis á fimmtudag. Gestir málþings- ins og fyrirlesarar lýstu ánægju sinni með málþingið og haft var á orði að sjaldan hefðu jafn margir sérfræðingar á sviði íslendinga- sagna verið saman komnir á einum stað. Við upphaf málþingsins á miðviku- dag var þegar Ijóst að þátttaka yrði með ágætum, því starfsmenn banda- rísku þjóðarbókhlöðunnar höfðu ekki undan að færa fleiri stóla í fyrir- lestrasalinn. I salnum vora margir áhugamenn um íslendingasögurnar og vora sumir komnir langt að. Jam- es H. Billington, þjóðbókavörður, sagðist hæstánægður með þingið og ekki síður sýningu á íslenskum hand- ritum, sem opnuð var í eldra húsi þjóðarbókhlöðunnar síðar sama dag. Málþinginu var skipt í fimm hluta; um handritahefðina á íslandi, ís- lendingasögurnar og daglegt líf, ferðalýsingar sagnanna, áhrif þeirra á nútíma bókmenntir og hvemig þær hafa verið túlkaðar í myndlist. Stef- án Karlsson, fyrrverandi forstöðu- maður Árnastofnunar, talaði um handritahefðina. Vésteinn Ólason, núverandi forstöðumaður stofnunar- innar, talaði um sögulega atburði og hversdagslegar frásagnir og var hluti ofanritaðrar fyrirsagnar fengin að láni frá honum. Vésteinn tók nokkur dæmi, m.a. úr Fóstbræðra sögu, Heiðarvíga sögu og Gísla sögu Súrssonar um hvemig frásagnir af smávægilegum, lítt merkum við- burðum era notaðar inn á milli frá- sagna af stórviðburðum til að gefa skýrari myndir af söguhetjum, út- skýra líðan þeirra og tilfinningar. Jón Karl Helgason, sagnfræðing- ur, sem starfar hjá Reykjavíkuraka- demíunni, rakti dæmi um hvernig Is- lendingasögurnar gengju aftur í nútímabókmenntum. Hann las m.a. valda kafla úr bókinni Fire in the Ice eftir Dorothy James Roberts, en bókin, sem kom út í Bandaríkjunum á 7. áratugnum, rekur sögu Hall- gerðar langbrókar. Sú bók fékk mjög góðar viðtökur sumra gagn- rýnenda, á meðan aðrir sögðu Hall- gerði hvorki nútímalega konu né forn-íslenska í bókinni. Fleiri dæmi rakti Jón Karl um endurritun eða umritun sagnanna. Torfi H. Tulinius, prófessor í frönsku við Háskóla íslands, hélt er- indi sem fjallaði að miklu leyti um Gretti og Bjart í Sumarhúsum. Hann rakti dæmi um hvemig yfirskilvit- legir atburðir væra notaðir í sögun- um til að skýra sálarástand hetjanna. Hptjumyndir íslendinga Aðalsteinn Ingólfsson listfræðing- ur hélt síðastur Islendinga erindi, um Islendingasögurnar og myndlist. Hann benti á, að fæstir íslenskra myndlistarmanna hefðu skapað eigin myndir af fomum hetjum. Einar Jónsson myndhöggvari hefði að vísu lagt íslendingum til hetjumyndir, styttumar af Ingólfi Amarsyni og Þorfinni Karlsefni. Hver íslendingur hafi haft sína hugmynd um hvernig hetjumar litu út og enginn þrýsting- ur hafi verið á listamenn að gera myndir þeirra fyrr en fór að líða að Alþingishátíðinni árið 1930. Til þessa dags hafi lítill áhugi ríkt meðal ís- lenskra listamanna á þessu viðfangs- efni, ef kvikmyndir era undanskild- ar. Því fór fjarri að íslendingar einir héldu erindi á ráðstefnunni. Þar voru einnig fræðimenn frá Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Danmörku, Svíþjóð, Bandaríkjunum ogÁstralíu. Erindi þeirra spönnuðu mjög vítt svið og við sögu komu m.a. Nikulás frá Munkaþverá og lýsingar hans á eigin pílagrímaför þekking íslend- inga til forna á landafræði og öðram vísindum og Fommannasögur Norð- urlandanna, Guðríður Þorbjarnar- dóttir fékk töluverða athygli og bryddað var upp á þeirri kenningu, án ábyrgðar fræðimanna og með vís- an m.a. til Islandsklukku Halldórs Laxness, að í Rómarferð sinni hafi hún sagt af fundi Vínlands. Sumir rifjuðu upp fjölda sögulegra stað- reynda í ritum sem að öðra leyti era talin uppspuni, aðrir bentu á sögu- legar rangfærslur. Rætt var um þá þversögn sem liggur í nákvæmum landafræðilýsingum innan um tóm hindurvitni og vitleysu og bent á að málþingið ætti að vísa til mótunar norrænnar sögu, ekki bara íslenskr- ar sögu, því allar norrænar þjóðir ættu þar sameiginlegan arf. Ótrúleg- ur fjöldi rithöfunda væri í þessum löndum vegna sterkrar frásagnar- hefðar. Að sögn talsmanna málþingsins kemur til greina að setja öll erindi fræðimannanna inn á Netið á næst- unni. Myndbönd sýnd í LÍ MYNDBÖND era sýnd í Lista- safni íslands í tengslum við sýn- inguna íslensk og erlend mynd- bönd, sem er liður í sýningunni Nýr heimur - Stafrænar sýnir. í dag, laugardag, kl. 12 og kl. 15, verður sýnt verkið Song Delay, 1973, eftir Joan Jonas. Joan Jonas er fædd 1936 í Bandaríkjunum. Stundaði nám í listasögu og höggmyndalist við School of the Museum of Fine Arts í Boston, M.F.A. próf frá Columbia University. Hún hefur unnið með myndbönd frá 1972, m.a. hlotið viðurkenningar frá American Film Institute og 3rd Annual Polaroid Video Art verð- launin. Hún hefur haldið einka- sýningar og tekið þátt í samsýn- ingum víða um heim. Verk Magnúsar Pálssonar verða einnig sýnd í dag kl. 11, 12.20 og 15.20. Verkin era Talk preeding Eye Talk, Eye talk, Eye talk II, Kúpl- ingsdiskur, Talk preceding, Eye Talk. Magnús Pálsson er fæddur á Eskifirði 1929. Búsettur í London. Hann stundaði nám í leikmynda- hönnun við The Crescent Theatre School of Design, Birmingham 1949-1951; Handíða- og mynd- listaskólann, Reykjavík, 1953-’54 og Academie fur angewandte Kunst, V£n 1955-’56. Kennsla við Statens kunstakademi, Osló, Aca- demie voor beeldende kunst, En- schede, Hollandi og Myndlista- og handíðaskóla íslands. Hann hefur samið leikhúsverk, raddverk og bókverk. Skipulagði og rak MobShop IV í Viborg, Danmörku. Var annar af stofn- endum Hong Kong Press í Gauta- borg og stofnandi MobShop á ís- landi. Hefur haldið fjölda sérsýninga og tekið þátt í samsýn- ingum víða um heim. Listskólanemar bregða á leik LISTNEMAR standa fyrir upp- ákomum í miðborg Reykjavíkur milli kl. 12 og 13.30 í dag, laugar- dag. Nemendurnir era við nám í Leiklistarskóla íslands, Listdans- skóla íslands, myndlistardeild Listaháskóla Islands og Tónlist- arskólanum í Reykjavík og hafa unnið að uppsetningu atriðanna í litlum hópum. Meðal atriða má nefna senur úr Ríkharði III og Svanavatninu, en nemendur hafa einnig samið hluta þeirra atriða sem verða flutt. Upphafsræða Ríkharðs III markar upphaf gleðskaparins og verður hún flutt af svölum kaffi- hússins Sólon Islandus í Banka- stræti kl. 12 á hádegi. Þaðan mun hópurinn ganga að Ingólfstorgi þar sem nemendur úr 6. bekk Háteigsskóla munu slást í hópinn og taka þátt í flutningi á fram- sömdu tónverki án hljóðfæra. Verkefnið er skipulagt af Lista- hátíð í Reykjavík. Umsjón með verkefninu hefur verið í höndum Vanessu Pigrum leikstjóra og Sigrúnar Sævars- dóttur tónlistarmanns. Menningardagar í Gerðubergi MENNINGARDAGAR hefjast í félagsstarfi Gerðubergs á morg- un, sunnudag, og standa til 5. júní. Dagskráin hefst með þátttöku í fjölskylduhátíð í Elliðaárdal kl. 14. Mánudaginn 29. maí verður opnuð handavinnusýning í félags- starfi Gerðubergs. Tölvuklúbbur- inn verður kynntur og gler- og myndlist verða til sýnis. Miðviku- daginn 31. maí kl. 20.00 tekur Vinabandið þátt í gospelmessu Öryrkjabandalags íslands í Há- túni 10. Á degi aldraðra, fimmtudaginn 1. júní, sér Gerðubergskórinn um söng í Fella- og Hólakirkju; 5. júní fer kórinn ásamt danshópi og hljóðfæraleikurum til Blönduóss og tekur þátt í dagskrá í félags- heimili Blönduóss. Sýningin er opin mánudag - fimmtudag frá kl. 9-19, föstudag frákl. 9-18. Samkór Rangæinga fimm ára Leiðsögn um sýningar Hafn- arborgar LEIÐSÖGN verður um tvær sýn- ingar í Hafnarborg í dag, laugardag, kl. 14. Um er að ræða sýningu fær- eysku listakonunar Elínbogar Lutzen og hollensku myndbands- listakvennanna Madelon Hooykaas og Elsu Stansfield. Hafnarborg er opin alla daga, nema þriðjudaga, kl. 12-18. Sýning- unum lýkur á mánudag. SAMKÓR Rangæinga er fimm ára um þessar mundir og heldur tvenna afmælistónleika um helg- ina. Þeir fyrri verða í Félags- heimilinu Kirkjuhvoli Kirkjubæj- arklaustri í kvöld, laugardagskvöld, kl. 21. Hinir síð- ari verða í Félagsheimilinu Hvoli Hvolsvelli sunnudaginn 28. maí kl. 21. Stjórnandi kórsins er Halldór Óskarsson. Einsöngvari er Sigur- laug J. Hannesdóttir sópran sem nýverið lauk áttunda stigs söng- prófi frá Söngskóla Reykjavikur. Undirleikarar eru ungversku hjón- in Hédi Maróti á pianó og Lazló Csened á horn. Þau hafa búið í Rangárþingi í tvö ár og kennt við Tónlistarskóla Rangæinga. Efnisskrá tónleikanna er af- rakstur vetrarstarfsins, auk þess sem flutt verða nokkur lög sem kórinn hefur æft á ferlinum. Þá mun kórinn halda í tæplega vikulanga söngferð til Ítalíu laug- ardaginn 3. júní og er það þriðja „utanferð“ hans. - skemmtileg búbót fyrir brúðhjónin 1 Verðandi brúðhjón eru hjartanlega velkomin í verslun > Byggt og búið I Kringlunni. Þar er þeim boðið að skrá sig, velja fallega muni og setja þá á óskalista fyrir brúðkaupið. Þegar líður að brúðkaupinu er tilvalið fyrir vini og vandamenn að líta inn í Byggt og búið og velja smáar sem stórar gjafir eftir óskum brúðhjónanna. t Byggt og búið er mikið úrval af fallegum og gagnlegum munum fyrir heimilið og að auki leggur Byggt og búið til óvæntan glaðning handa öllum brúðhjónum. f sumarlok verður svo dregið úr öllum L skráðum brúðargjafalistum og fá heppin hjón hina margrómuðu Kltchen Aid hrærivél að gjöf. Kringlunni iími 568 9400 Ipið sunnudag 13-17 Fréttir á Netinu vg> mbl.is -J\LL7y\f= e/TTH\SAÐ AÍÝTT~

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.