Morgunblaðið - 27.05.2000, Side 67

Morgunblaðið - 27.05.2000, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 67 Krökkum í Hamraskóla var boðið í siglingu niður Hvítá í viðurkenningarskyni. Hamraskóli reyklaus ÞAÐ er yfirlýst stefna Hamra- skóla að hann sé reyklaus. „Það er sjáanlegur munur frá ári til árs að reykingar hjá nemendum eru á undanhaldi og er það gleð- iefni. Það hefur þó aldrei gengið jafn vel og í vetur þar sem ekki hefur þurft að hafa afskipti af nemendum vegna reykinga á skólatíma,“ segir í frétt frá skól- anum. „Nemendur í 8. og 9. bekk eru taldir alveg reyklausir. I viðurkenningarskyni var nemendum úr 9. bekk boðið í siglingu niður Hvítá og síðan í pizzuveislu á Selfossi. Það voru foreldrar og skólinn sem buðu en nutu fjárstyrks nokkurra fyrir- tækja í hverfinu. Það voru Bún- aðarbankinn, íslandsbanki, Gull- nesti, G.I.M. auglýsingastofa, Sorpa og Olís sem veittu styrki. Ferðin heppnaðist á allan hátt mjög vel og verður vonandi hvatning til yngri nemenda að stefna að reykleysi í 9. bekk og helst líka í 10. bekk. Þetta er annað árið í röð sem 9. bekkjum er boðið í svona ferð.“ Fjölskyldu- hátíð í Elliðaárdal SÖFNUÐIRNIR í Breiðholti og Ár- bæ efna til fjölskylduhátíðar í sam- vinnu við ÍTR, félagsstarfið í Gerðu- bergi, íþróttafélögin, skátafélögin, kvenfélögin og foreldrafélög skól- anna í þessum hverfum sunnudaginn 28. maí nk. Staðsetning hátíðarinnar verður við skíðabrekkuna í Ártúnsholtinu fyrir ofan gömlu rafstöðina. Fyrir- hugað er að fólk safnist saman við Árbæjarkirkju, Breiðholtskirkju í Mjóddinni og Hólabrekkuskóla í Efra-Breiðholti kl. 13:15 og gangi síðan fylktu liði að hátíðarsvæðinu, þar sem skrúðgöngurnar sameinast undir lúðrablæstri Skólalúðrasveitar Árbæjar- og Breiðholts. Hátíðin hefst með fjölskylduguðs- þjónustu kl. 14, þar sem sr. Guð- mundur Þörsteinsson dómprófastur mun prédika og kirkju- og bamakór- ar safnaðanna syngja ásamt Gerðu- bergskórnum. Eftir guðsþjónustuna hefst síðan skemmtidagskrá þar sem ýmsir aðil- ar úr hverfunum koma fram. Einnig verður farið í leiki og er m.a. stefnt að reiptogi milli Árbæjar og Breið- holts og pokahlaupi presta. Þá verða ýmis leiktæki á staðnum og sömu- leiðis þrautabrautir á vegum skát- anna og íþróttafélaganna. Einnig verður boðið upp á klettasig í Ind- íánagili. Síðast, en ekki síst, verður svo grillað og boðið upp á kaffi í boði ýmissa aðila í hverfunum. ---------------- Dansað á Ingólfstorgi SAMTÖKIN Komið og dansið standa fyrir dansleikjum á Ingólfs- torgi í miðborg Reykjavíkur sunnu- dagana 28. maí og 4. júní kl. 14-16 báða dagana. Markmiðið með dansleikjunum er að glæða líf í miðborginni og auka ánægju þeirra sem leið eiga um Ing- ólfstorg. Dansaval er við allra hæfi og öllum heimil þátttaka í dansinum. Sveifla, línudansar og gömlu dans- amir í hávegum hafðir. Enginn að- gangseyrir. Gallerí Fold gefur málverk GALLERÍ Fold gefur nú í þriðja sinn heppnum brúðhjónum málverk eftir Heklu Björk Guðmundsdóttur að verðmæti 70.000 kr. í brúð- kaupsleik Bylgjunnar. Verðandi brúðhjón geta skráð sig til þátttöku með því að senda tölvupóst á bylgj- an@bylgjan.is. í dag, laugardaginn 27. maí, standa yfir dekurdagar Kringlunn- ar. Þar er þemað brúðkaup og allt sem því fylgir. Verðandi brúðhjón geta skráð sig í gjafalistaleik Kjringlunnar við þjónustuborð Kringlunnar á fyrstu hæð. Dregið verður í leiknum eftir helgi og það eru nokkur fyrirtæki í Kringlunni sem gefa vinningana. Gallerí Fold gefur verk eftir Ingu Elínu. Þeir sem koma í Gallerí Fold í Kringlunni í dag átt von á góðu. Boðið verður upp á konfekt og ýms- ar uppákomur, segir í fréttatilkynn- ingu. Frí gjafakort fylgja öllum gjöfum og verðandi brúðhjón geta skráð sig á gafalista Gallerís Foldar og verða þá um leið sjálfkrafa skráð í Brúðkaupsleik Bylgjunnar og gjafalistaleik Kringlunnar. ------------------ Fhigmenn vilja aukið áburðarflug FÉLAGSFUNDUR Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna, sem hald- inn var að Grand Hótel í Reykjavík hinn 10. maí sl, ályktaði eftirfarandi: „Félag íslenskra atvinnuflug- manna áréttar á nýrri öld vilja fé- lagsmanna og samþykkt félagsfund- ar frá 1971. Landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson var tekin í notkun við landgræðslustörf 1973. Sá áhugi og vilji sem fram kemur í ályktun frá 1971 er enn til staðar um flug á Páli Sveinssyni endurgjaldslaust á næstu árum ef starfsgrundvöllur flugvélar- innar verður tryggður. Áríðandi er að Ríkisvaldið tryggi þann rekstrargrundvöll með rífleg- um áburðarkaupum svo halda megi áfram þeim uppgræðslustörfum og áburðargjöf sem duga megi til að halda í skefjum uppblástursvæðum og gróðureyðingu sem viða á sér stað á há- og láglendi íslands." HRISTIR 212 Summer Cocktail FULLKOMIN BLANDA TIL AÐ KOMA SÉR I FULLKOMIÐ SUMARSKAP, LÉTTUR SUMARILMUR assífc. FÆSTI BETRI SNYRTIVÖRUVERSLUNUM OG APÓTEKUM UM LAND ALLT! strokur. undai inudd. verið orsök iri vanlíðan. Nýbýlaveg! 24 - Kópavogl Slmi 564 1011 ■ spa@meccasp www.meccaspa.is Stefania B. Sigfusd N'tiddarr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.