Morgunblaðið - 27.05.2000, Síða 67

Morgunblaðið - 27.05.2000, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 67 Krökkum í Hamraskóla var boðið í siglingu niður Hvítá í viðurkenningarskyni. Hamraskóli reyklaus ÞAÐ er yfirlýst stefna Hamra- skóla að hann sé reyklaus. „Það er sjáanlegur munur frá ári til árs að reykingar hjá nemendum eru á undanhaldi og er það gleð- iefni. Það hefur þó aldrei gengið jafn vel og í vetur þar sem ekki hefur þurft að hafa afskipti af nemendum vegna reykinga á skólatíma,“ segir í frétt frá skól- anum. „Nemendur í 8. og 9. bekk eru taldir alveg reyklausir. I viðurkenningarskyni var nemendum úr 9. bekk boðið í siglingu niður Hvítá og síðan í pizzuveislu á Selfossi. Það voru foreldrar og skólinn sem buðu en nutu fjárstyrks nokkurra fyrir- tækja í hverfinu. Það voru Bún- aðarbankinn, íslandsbanki, Gull- nesti, G.I.M. auglýsingastofa, Sorpa og Olís sem veittu styrki. Ferðin heppnaðist á allan hátt mjög vel og verður vonandi hvatning til yngri nemenda að stefna að reykleysi í 9. bekk og helst líka í 10. bekk. Þetta er annað árið í röð sem 9. bekkjum er boðið í svona ferð.“ Fjölskyldu- hátíð í Elliðaárdal SÖFNUÐIRNIR í Breiðholti og Ár- bæ efna til fjölskylduhátíðar í sam- vinnu við ÍTR, félagsstarfið í Gerðu- bergi, íþróttafélögin, skátafélögin, kvenfélögin og foreldrafélög skól- anna í þessum hverfum sunnudaginn 28. maí nk. Staðsetning hátíðarinnar verður við skíðabrekkuna í Ártúnsholtinu fyrir ofan gömlu rafstöðina. Fyrir- hugað er að fólk safnist saman við Árbæjarkirkju, Breiðholtskirkju í Mjóddinni og Hólabrekkuskóla í Efra-Breiðholti kl. 13:15 og gangi síðan fylktu liði að hátíðarsvæðinu, þar sem skrúðgöngurnar sameinast undir lúðrablæstri Skólalúðrasveitar Árbæjar- og Breiðholts. Hátíðin hefst með fjölskylduguðs- þjónustu kl. 14, þar sem sr. Guð- mundur Þörsteinsson dómprófastur mun prédika og kirkju- og bamakór- ar safnaðanna syngja ásamt Gerðu- bergskórnum. Eftir guðsþjónustuna hefst síðan skemmtidagskrá þar sem ýmsir aðil- ar úr hverfunum koma fram. Einnig verður farið í leiki og er m.a. stefnt að reiptogi milli Árbæjar og Breið- holts og pokahlaupi presta. Þá verða ýmis leiktæki á staðnum og sömu- leiðis þrautabrautir á vegum skát- anna og íþróttafélaganna. Einnig verður boðið upp á klettasig í Ind- íánagili. Síðast, en ekki síst, verður svo grillað og boðið upp á kaffi í boði ýmissa aðila í hverfunum. ---------------- Dansað á Ingólfstorgi SAMTÖKIN Komið og dansið standa fyrir dansleikjum á Ingólfs- torgi í miðborg Reykjavíkur sunnu- dagana 28. maí og 4. júní kl. 14-16 báða dagana. Markmiðið með dansleikjunum er að glæða líf í miðborginni og auka ánægju þeirra sem leið eiga um Ing- ólfstorg. Dansaval er við allra hæfi og öllum heimil þátttaka í dansinum. Sveifla, línudansar og gömlu dans- amir í hávegum hafðir. Enginn að- gangseyrir. Gallerí Fold gefur málverk GALLERÍ Fold gefur nú í þriðja sinn heppnum brúðhjónum málverk eftir Heklu Björk Guðmundsdóttur að verðmæti 70.000 kr. í brúð- kaupsleik Bylgjunnar. Verðandi brúðhjón geta skráð sig til þátttöku með því að senda tölvupóst á bylgj- an@bylgjan.is. í dag, laugardaginn 27. maí, standa yfir dekurdagar Kringlunn- ar. Þar er þemað brúðkaup og allt sem því fylgir. Verðandi brúðhjón geta skráð sig í gjafalistaleik Kjringlunnar við þjónustuborð Kringlunnar á fyrstu hæð. Dregið verður í leiknum eftir helgi og það eru nokkur fyrirtæki í Kringlunni sem gefa vinningana. Gallerí Fold gefur verk eftir Ingu Elínu. Þeir sem koma í Gallerí Fold í Kringlunni í dag átt von á góðu. Boðið verður upp á konfekt og ýms- ar uppákomur, segir í fréttatilkynn- ingu. Frí gjafakort fylgja öllum gjöfum og verðandi brúðhjón geta skráð sig á gafalista Gallerís Foldar og verða þá um leið sjálfkrafa skráð í Brúðkaupsleik Bylgjunnar og gjafalistaleik Kringlunnar. ------------------ Fhigmenn vilja aukið áburðarflug FÉLAGSFUNDUR Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna, sem hald- inn var að Grand Hótel í Reykjavík hinn 10. maí sl, ályktaði eftirfarandi: „Félag íslenskra atvinnuflug- manna áréttar á nýrri öld vilja fé- lagsmanna og samþykkt félagsfund- ar frá 1971. Landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson var tekin í notkun við landgræðslustörf 1973. Sá áhugi og vilji sem fram kemur í ályktun frá 1971 er enn til staðar um flug á Páli Sveinssyni endurgjaldslaust á næstu árum ef starfsgrundvöllur flugvélar- innar verður tryggður. Áríðandi er að Ríkisvaldið tryggi þann rekstrargrundvöll með rífleg- um áburðarkaupum svo halda megi áfram þeim uppgræðslustörfum og áburðargjöf sem duga megi til að halda í skefjum uppblástursvæðum og gróðureyðingu sem viða á sér stað á há- og láglendi íslands." HRISTIR 212 Summer Cocktail FULLKOMIN BLANDA TIL AÐ KOMA SÉR I FULLKOMIÐ SUMARSKAP, LÉTTUR SUMARILMUR assífc. FÆSTI BETRI SNYRTIVÖRUVERSLUNUM OG APÓTEKUM UM LAND ALLT! strokur. undai inudd. verið orsök iri vanlíðan. Nýbýlaveg! 24 - Kópavogl Slmi 564 1011 ■ spa@meccasp www.meccaspa.is Stefania B. Sigfusd N'tiddarr
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.